Dagur - 25.02.1992, Blaðsíða 6

Dagur - 25.02.1992, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Þriðjudagur 25. febrúar 1992 Stefán Skaftason: Atvinnuuppbygging í dreifbýli - erindi flutt á ráðunautafundi Búnaðarfélags íslands og Rannsóknastofnunar landbúnaðarins 1992 Erindi þetta, sem ég hef valið nafnið Atvinnuuppbygging í dreif- býli, fjallar um nauðsyn þess fyrir dreifbýlið að tekin séu upp ný hugsun og ný vinnubrögð við að efla nýsköpun atvinnutækifæra í dreiíbýli. Erindið byggir að hluta á efni sem ég aflaði mér í ferð minni til Finnlands sl. haust á sumarskóla á vegum FAO um þróun og nýsköpun atvinnutæki- færa í dreifbýli, sem þar var hald- inn í héraðinu Mikkeli. Ör þróun ísland hefur á síðustu hundrað árum þróast úr sveitasamfélagi, sem byggði á hefðbundnum at- vinnugreinum, í nútíma, tækni- vætt samfélag, þar sem fólkið hefur flutt úr sveitum landsins til þéttbýlisstaða sem þá mynduðust víða um landið. í seinni heims- styrjöldinni varð mikil fjölgun fólks á Reykjavíkursvæðinu og síðan þá hefur Reykjavíkursvæð- ið dregið til sín fólkið. Þar hafa flest atvinnutækifærin skapast. Landbúnaðurinn hefur á þess- um sama tíma breyst úr heima- nytjabúskap, þar sem sala fram- leiðslunnar á markaði hafði lítil áhrif, í mjög tæknivæddan búskap, sem í flestum tilfellum er algjörlega háður markaði, þar sem framleiðslan býr við sam- keppni, sem oftast hefur verið og er mjög óvægin. Við erum líka farin að sjá það á prenti og heyra það í umræðu fólksins í þjóðfé- laginu að bændasamfélagið sé lið- ið undir lok og að pólitísk áhrif bændastéttarinnar sé á miklu und- anhaldi. Sjaldan lýgur almanna rómur, segir máltækið. Þjóðinni hefur fjölgað mjög ört á þessari öld og nýsköpun í atvinnugreinum verið að sama skapi ör, því það hefur tekist að útvega öllum þeim mannafla vinnu, sem hefur komið inn á vinnumarkaðinn. En þrátt fyrir að störfum hafi fjölgað mikið þá hefur fækkað þeim störfum sem tengjast frumatvinnugreinum þjóðarinnar, landbúnaði og fisk- veiðum. Það er öllum ljóst, sem vilja hugsa þessi mál af raunsæi að mannafla í þessum atvinnu- greinum mun halda áfram að fækka í náinni framtíð. Byggðaröskun Skipulegar aðgerðir ríkisvaldsins til að hafa áhrif á þróun byggðar mun hafa byrjað eftir 1960. Þrátt fyrir mikið fjármagnsstreymi til þessara hluta og ítrekaðar aðgerðir í byggðarmálum hefur ekki tekist með varanlegum hætti að stöðva fólksflutninga til Stór- Reykjavíkursvæðisins. Hlutfall þjónustugreina í heildar atvinnu- uppbyggingu í landinu hefur vax- ið mjög hratt síðustu áratugina og kannski hvað hraðast nú síð- asta áratuginn eða frá 1980-1990. Vegna stöðu Stór-Reykjavíkur- svæðisins, sem þjónustumiðstöð alls landsins, hefur fjölgun í þjónustugreinum líka orðið mest einmitt þar, og er það ein aðal- skýringin á hvað illa hefur tekist til við, að snúa þróuninni til baka. Önnur skýring á þessari þróun er líka sú, að sveitirnar hafa þró- ast frá heimanytjabúskap í mjög tæknivæddan búskap, og þess hefur ekki verið gætt sem skyldi að halda í gamlar hefðir og göm- ul vinnubrögð, sem þróast hafa með þjóðinni og sem gætu verið tekjuöflun fyrir sveitirnar í dag hefði þeim verið viðhaldið. Stjórnvöld hafa líka gripið inn í þessa þróun með setningu laga og reglugerða sem beinlínis hafa ýtt undir þá þróun að flytja atvinn- una frá einstökum býlum til þétt- býlisstaða. Endurmeta þarf stöðuna Minnumst þess að allt byrjar í höfðinu og það kemur ekkert í staðinn fyrir hugsunina. Við þurfum að endurmeta stöðu okk- ar með tilliti til þeirra aðferða, sem í gangi eru til að hafa áhrif á nýsköpun atvinnutækifæra. Fyrst af öllu verður að viðurkenna þær staðreyndir, sem við okkur blasa. Við þurfum að skilgreina sjálft vandamálið á raunsannan hátt. Síðan að gera okkur greip fyrir þeim möguleikum sem eru í stöð- unni og finna síðan bestu lausn- irnar og koma þeim í fram- kvæmd. Stöðnun er afturför og breytingar eru grundvöllur allra framfara. Byggðarlag, sem um næstu aldamót mun búa við blómlegt atvinnulíf, lítur allt öðru vísi út, en það gerði árið 1960. Lykilorð efnahagslegrar samfélagsþróunar í víðustum skilningi er fyrir- tækjasköpun skilgreind sem hæfi- leiki til að skapa meiri verðmæti úr minni verðmætum. Þessi breyting er kjarninn í nýsköpun atvinnutækifæra. Það sem þarf til áður en hafist er handa um stofn- un nýrra fyrirtækja, er að fara vel yfir hvernig á að reka fyrirtækið. Hvernig á að stjórna því, hvernig markaðurinn er, hvernig sjálf framleiðslan kemur til með að verða og síðan ekki síst hvernig á að fjármagna fyrirtækið. Við höfum þrjú lykilorð fyrir efnahagslegri samfélagsþróun: 1. Fólk, - er stöðug þörf fyrir nýtt fólk. Fólk með nýjar hug- myndir í atvinnumálum. Fólk sem hugsar. 2. Vandamál, - þau tilheyra fólkinu og viljinn til að leysa þessi vandamál, finna á þeim lausnir liggja líka hjá fólkinu. Það sem við þurfum að gera er ekki að breyta hlutum, heldur því hvernig fólkið hugsar. 3. Lausnir, - felast í stjórnun- inni, hópvinnu og nýsköpun. Meginskilyröi nýsköpunar Fimm meginskilyrði fyrir nýsköp- un felast í: 1. Stjórnun. 2. Stjórnun. 3. Stjórnun. 4. Vörunni. 5. Markaðinum. Þetta undirstrikar kannski bet- ur en margt annað að ef stjórnun- in er ekki í lagi þá ganga hlutirnir alls ekki. Soichiro Honda, sem andaðist 5. ágúst 1991, sagði eitt sinn að þeir uppfinningamenn og lista- menn, sem ekki hefðu kjark og þor til að hafna viðteknum hug- myndum, gætu ekki vænst þess að ná góðum árangri. John J. Kao frá Harvard versl- unarskólanum bendir á í nýút- kominni bók sinni, sem nefnist The Entrepreneurial Organisation (Frumkvæðisstofnunin), að frumkvæði sé alls óskylt mark- aðssetningu. í fáum orðum, er frumkvæði það ferli að grípa tækifærið og hrinda því í framkvæmd. Það hefst oft með hugsýn eða hugmynd að fram- leiðslu eða aðferð í tengslum við ástríðufulla löngun eða takmark um að hrinda hugmyndinni í framkvæmd. Já... frumkvæði snýst raunverulega síður um tæknilega hæfileika, heldur um fólk og áhugamál þess. Vel heppnað frumkvæði er strit og aftur strit, við aðstæður, sem enginn getur gert sér í hugarlund. Háskólinn á Akureyri: Þorsteinn Gylfason með heimspckífyrirlestra Þorsteinn Gylfason, prófessor í hcimspeki við Háskóla íslands, flytur opinberan fyrir- lestur um andatrú á vegum Háskólans á Akureyri fimmtu- dagskvöldið 27. febrúar kl. 20. í vikunni flytur hann þrjá aðra lestra á vegum einstakra deilda skólans og eru þeir einnig opn- ir almenningi. Opinberi fyrirlesturinn, sem ber yfirskriftina „Er andinn ódauðlegur?“, snýst um þá trú að sál manns eða andi geti lifað eftir að líkaminn deyr. Kvöldið áður, miðvikudaginn 26. febrúar, kl. 20, talar Þorsteinn í boði rekstrar- deildar H.A. um ákvörðun- ar- eða kosningafræði í lestri sem heitir „Á meirihlutinn að ráða?“ Föstudaginn 28., kl. 8 árdegis, ræðir hann um efnishyggju- og hughyggjuskýringar á geðveiki á vegum heilbrigðisdeildar og kall- ast sá lestur „Er geðveiki til?“ Að lokum fjallar Þorsteinn um rétt- lætiskenningar samtímans laug- ardaginn 29. kl. 14, á vegum sjáv- arútvegsdeildar í lestri sem kall- ast „Skiptir réttlæti máli?“ og bregður um leið birtu á ýmis úrlausnarefni samtímans, t.d. þau er varða réttláta stjórn fisk- veiða. Fyrirlestrarnir verða haldnir í húsi Háskólans við Þingvalla- stræti nema sá á föstudagsmorg- uninn, sem fluttur verður í kennslustofu á 2. hæð Fjórðungs- sjúkrahússins. Eru allir velkomn- ir á meðan húsrúm leyfir. Þorsteinn Gylfason nam heim- speki í Harvard, Oxford og Munchen og hefur flutt fjölda fyrirlestra um fræði sín bæði hér- lendis og erlendis. Eftir hann liggur safn greina og bóka, þýddra og frumsaminna, og er sumt af því meðal hins þekktasta sem ritað hefur verið um heim- speki á íslensku. (Fréttatilkynning). Stefán Skaftason. Frumkvæði krefst bæði útsjónar- semi og heppni en því fylgir ófrá- víkjanlega möguleikinn um mistök. Ný fyrirtæki líkjast að nokkru leyti spilavíti, þar sem menn hætta upphæðum í von um vinning. Á sama hátt og Honda setti traust sitt á unga tæknimenn, vita slyngir frumkvöðlar að grund- vallaratriði í öllu frumkvæði er fólk og aftur fólk. Kjarninn í öllu frumkvæði er sá, að frumkvæði segir venjulega frá mjög ákveðnu fólki. Fólki sem skapar sér eigin aðstæður, sína eigin möguleika og sigra. Um áhættu og ótta Það er sagt að fólk, sem yfirleitt tekur enga áhættu geri að jafnaði tvö stór mistök árlega og að fólk sem yfirleitt tekur áhættu geri tvö stór mistök árlega. Það getur stundum verið áhætta að taka ekki áhættu. Þetta mætti heimfæra á okkur íslendinga í dag, því ef við tökum ekki áhættu í byggðamál- um getum við verið að taka áhættu, sem mun hafa neikvæð áhrif á búsetu fólksins í framtíð- inni. Við skulum vera minnug þess, að ekkert samfélag, engin viðskipti geta þrifist nú á tímum án þess að tekin sé áhætta. í dag er það forsenda þess að lifa af, að aðhyllast breytingar, uppnám, jafnvel ringulreið, og þetta er höfuðforsenda fyrir vel- gengni. Það sem hindrar fólk í að taka áhættu er ótti... ótti við mistök, ótti við höfnun, ótti við árekstra, ótti við óvissuna, ótti við að missa yfirtökin, völd og álit. Andúð á áhættu kann að verða mesti höfuðverkurinn í tilraunum okkar til að hvetja til frumkvæðis í byggðar- og landbúnaðarmál- um. Samvinna Samtenging og samvinna er mikilvægt tæki til að treysta grunn nýrra möguleika til atvinnusköpunar. Samvinna er vinnutilhögun, sem hjálpar ein- stökum frumkvöðlum og litlum fyrirtækjum að brjótast út úr þeirri einangrun, sem einmitt þessir aðilar standa oftast frammi fyrir, þegar þeir eru að stíga sín fyrstu skref fram á veginn. Án samvinnunnar tapast marg- ar lífvænlegar hugmyndir vegna þess, að þeir sem koma nýir inn sem atvinnurekendur, eiga oftast í erfiðleikum með að komast í samband við þá sem þegar eru fyrir á markaðnum, og þess vegna eiga þeir í erfiðleikum við að markaðssetja framleiðslu sína og einnig við að kaupa inn vélar og hráefni, sem framleiðslan þarfnast. Eins vantar þá ráðgjöf til að leysa þau vandamál, sem koma upp á hverjum tíma. Hugmyndin um riddarann ein- mana, „the lonely rider," sem frumkvöðul - í stíl Jóns Væna - er oftast of hægfara og ekki mjög áhrifarík. Góðar hugmyndir gætu orðið of gamlar áður en búið er að skjóta alla óvinina. Byrjunin gæti tekið of langan tíma, ef ein manneskja þarf að leysa öll vanda- málin. Kjarninn í samvinnuhug- myndinni er að fyrirtækin á hverju svæði, sem getur verið hvort sem heldur er eitt hérað, landsfjórðungur eða allt landið, vinni saman við að þróa sameig- inlegar hugmyndir og hagsmuni varðandi viðskipti, framleiðslu og stjórnun. Samvinna mjög lítilla fyrirtækja gæti verið í að safna saman framleiðslunni til að selja stórum kaupendum, gera sameiginleg innkaup, sameinast um leiðir til lausnar vandamálum sem upp koma í rekstrinum og vinna sameiginlega að þróunar- verkefnum. Samtenginguna vantar Samvinna, eins og dæmin sanna, er annað hvort mynduð með formlegum eða óformlegum hætti. Reynslan sýnir okkur að í flestum tilfellum verður þessi samvinna að vera styrkt með ein- hverjum hætti af pólitískri stefnumótun. Annað hvort á hér- aða- eða svæðisgrunni eða lands- grundvelli, og kostuð af opinber- um aðilum eða einkaframtaki. Ef við lítum á byggðarþróun- ina með þröng byggðarhagsmun- arsjónarmið í huga, þá hljótum við að viðurkenna þá staðreynd, að okkur hefur ekki tekist nægi- lega vel. Með þessu er ég ekki að segja að margt hafi ekki verið vel unnið og af góðum ásetningi. Ég tel að við höfum of lengi beðið með að tileinka okkur vinnu- brögð þeirra, sem lengra eru komnir í að þróa aðferðarfræðina sjálfa og við höfum beðið of lengi með að tengja saman þá aðila sem eiga hagsmuna að gæta og eiga allt sitt undir að vel takist til. Samtenginguna og samvinnuna vantar. Það þarf að tengja saman öll þau félagasamtök, sem hafa þau markmið að vinna að eflingu atvinnulífsins. Við þurfum að tengja skólakerfið þessum sam- tökum. Kenna aðferðarfræðina í skólunum og byrja í grunn- skólanum. Það þarf að kenna fólki nýja hugsun, kenna því að kryfja vandamálin til mergjar og finna á þeim lausnir og kenna því hvernig á að stofna til nýs atvinnu- rekstrar. Við þurfum að leita uppi frumkvöðlana heima í hverju byggðarlagi og virkja þá til starfa. Við þurfum að eyða þeirri inngrónu vantrú og þeim ótta, sem býr með fólki gagnvart hinu óþekkta. Við sem vinnum fyrir landbún- aðinn, þurfum að koma að byggðamálunum og tengjast þeim aðilum, sem eru að vinna að byggðaþróun og nýsköpun atvinnulífsins eða ætti kannski að segja að þeir ættu að tengjast okkur? Á hvorn veginn sem það verður gert skiptir engu megin máli, en starfsmenn landbúnað- arins er sú stétt manna, sem þekkir betur til sveitanna en nokkur önnur stétt í landinu og ætti að öðru jöfnu að njóta trún- aðar fólksins. Við vitum í flestum tilfellum hvar skórinn kreppir og við þekkjum fólkið og vitum hvar frumkvöðlana er að finna. „Sameinaðir sigrum vér“ Það er í fullu gildi orðtakið, Sam- einaðir sigrum vér, sundraðir föllum vér. Við skulum vinna markvisst að raunhæfri þróun nýrra atvinnutækifæra bæði fyrir dreifbýli og þéttbýli og hætta að skilgreina þjóðina í flokka eftir búsetu. Við þurfum að ná þjóð- arsátt um þá stefnu, sem við telj- um þjóðinni fyrir bestu og fylgja henni síðan af fullum krafti, með allri þeirri þekkingu og menntun, sem við búum yfir, sem grund- vallast á tengslum við fortíð, nú- tíð og framtíð. Höfundur er ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Suður-Þingeyinga. Millifyrirsagnir eru blaðsins.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.