Dagur - 11.03.1992, Blaðsíða 5

Dagur - 11.03.1992, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 11. mars 1992 - DAGUR - 5 Kvikmyndarýni Jón H|altason Kúrekar 20. aldar Rourke og Johnson í Harley Davidson og Marlboro inanninum. Borgarbíó sýnir: Kúrekaljónin (Harlcy Davidson and the Marlboro man). Leikstjóri: Simon Wincer. Aðalhlutverk: Mickey Rourke og Don Johnson. MGM-Pathe 1991. Bandaríska þjóðin á sér heima- borna sögu, að vísu ekki ýkja langa en þó sígilda. Þessa sögu hefur hún reynt að mikla með ýmsum ráðum og á tíðum brugð- ið yfir ltana væminni slepju helgi- sögunnar. Bíóið hefur verið sá miðill sem hvað mest hefur afrek- að við að frægja fortíð Banda- ríkjanna og gera mikla. Hver kannast ekki við hetjur eins og Buffalo Bill og David Crockett? Þjóðarsagan og þjóðsagan, hug- arburðurinn og staðreyndirnar renna saman í eitt. Gerir einhver stóran mun á Wyatt Earp og Morgan Kane? Kúrekinn er ekki einu sinni afstæður. Þjóðfélagið breytist að vísu og langflest mannfólk með en kúrekinn er alltaf hinn sami, jafn óbundinn af tíma og rúmi og dauðinn sjálfur. Vegna þessa er hægt að gera myndir eins og Harley Davidson og Marlboro manninn. Hinn ein- þykki, úrræðagóði maður, gull hið innra, sterkur en á þó til við- kvæmni barnsins, fífldjarfur en þó ekki heimskur, einfari en þó traustur vinur, - slíkir eru eigin- leikar kúrekans - og við þá er gælt ríkulega í Harley Davidson. Mickey Rourke er einfarinn, Don Johnson sá viðkvæmi. Báðir eiga þeir sér litla fortíð og þjást ekki af neinum miðaldra manna komplexum. Þeir hafa lifað í 40 ár eða svo, lifað fyrir daginn í dag og nærst á minningum gærdags- ins. Morgundagurinn er hugtak sem þeir kunna ekki skil á. En allt í einu er þetta breytt þegar vini þeirra er gert að greiða nokkurra milljón dala leigu fyrir kráarholu er hann starfrækir. Kúrekinn er vinur í raun; Rourke og Johnson, sem aldrei hafa átt bót fyrir rassinn á sér upphugsa leið til að hjálpa góðgerðarmanni sínum. Eins og gefur að skilja er úrræðið ekki alveg Iöglegt og þeir eiga fótum sínum fjör að launa - og myndina á enda eru þeir í stöðugri lífshættu. Samferðamaður minn annar sagði um Harley Davidson að ekki hefði þurft mjög stórfelldar lagfæringar til að útkoman hefði orðið prýðileg. Að skaðlausu hefði mátt draga örlítið úr gæjastælunum og gönguferðir morðingjanna hefðu einna helst minnt á hersveitir Napoleóns Bonaparte. Þá hefði Johnson mátt taka sig svolítið á en Rourke hefði á ltinn bóginn stað- ið sig með ágætum og náð vel töktum fyrrverandi göturóna og dópista. Auðvitað reyndi ég að sannfæra þennan dómharða bíó- fara um að sumt hefði verið ofskil- ið hjá honum og annað vanskilið en ég hefði eins vel getað talað við steininn. Harrison Ford í stuði Borgarbíó sýnir: Henry (Kegarding Henry). Leikstjóri: Mike Nichols. Aðalhlutverk: Harrison Ford og Annette Bening. Paramount 1991. Kvikmyndin um lögfræðinginn Henry er töluvert frábrugðin því sem ég átti von á. í stað þess að vera enn ein Hollywood-útgáfan á lögmannalífi þá tekur hún óvænta kúvendingu þegar Henry lendir í slysi og bíður af varanleg örkuml. Slys er þó líklega ekki rétta orðið yfir óhapp Henrys því að það sem hendir hann er að verða á vegi smákrimma sem skýtur hann niður álíka samvisku- laust og íslendingar dunda sér við að skemma jólaljós eða stela (sem er þó alltént skiljanlegra). Henry, sem hefur verið duglegur í starfi en að sama skapi lélegur heimilisfaðir, tekur algjörum stakkaskiptum við slysið. Sinna- skiptin verða þó ekki á einni nóttu, mest vegna þess að byssu- kúlurnar hafa skaðað líkamann og breytt Henry úr harðskeyttum lögmanni í nánast örvita. Kvik- myndin fylgir því svo eftir hvern- ig Henry kemst smám saman til heilsu, gjörbreyttur maður og gjörsamlega búinn að gleyma uppruna sínum og fortíð. Eins og sjá má er söguþráður- inn ekki alveg nýr af nálinni, hver kannast ekki við náungann er missir minnið, vaknar upp í ókunnu rúmi, ókunnri borg, vit- andi ekkert um fortíð sína og minna um hvert stefnir. Þetta yrkisefni hefur orðið rithöfund- um og leikstjórum ákaflega hug- leikið yrkisefni. Desmond Bagley hefur skrifað að minnsta kosti tvær bækur er leggja út af þessu grunnstefi og Norman Mailer leikstýrði sjálfur kvikmynd eftir bók sinni um hörkutólin er stíga Harrison Ford sem lögmaðurinn Henry; leikur hans er vægast sagt stórkostlegur í þessari hægu en hugljúfu kvikmynd. ekki dans. Þar glímdi hann að vísu ekki við algjört minnisleysi heldur aðeins svarta nótt í lífi drykkjumanns - en gleymskan er engu að síður spennuvaldurinn í Fimmtudagskvöldið 12. mars kl. 20 flytur dr. Gordon Graham, heimspekikennari við háskólann í St. Andrews, opinberan fyrir- lestur við Háskólann á Akureyri um kvenfrelsishugmyndir að fornu og nýju. Dr. Gordon Graham, sem kennt hefur nokkrum íslenskum nemendum í Skotlandi, er þekkt- ur heimspekingur á Bretlandseyj- um og hefur m.a. skrifað víðlesn- ar byrjendabækur í stjórnmála- heimspeki. Hann hefur einnig sinnt almennri siðfræði, fagur- fræði og trúarheimspeki. Fyrir- sögunni. Þrátt fyrir þetta er kvik- myndin um Henry alls ekkert útvötnuð. Hún er sannfærandi, svolítið væmin á köflum en aðal- lega þó hugljúf og falleg. Þetta er engin átakamynd en segir þó frá miklum sálrænum erfiðleikum persónanna og hvernig þær reyna að skapa sér nýtt líf, byggt á breyttum forsendum. Það er óhætt að segja að Harri- son Ford vinnur stóran leiksigur í þessari mynd um lögmanninn Henry. Þær eru ekki færri en þrjár persónurnar sem hann túlk- ar - fyrst lögmanninn, síðan vanvitann og seinast góðmennið - og öllum kemur hann til skila á stórbrotinn hátt. Ekki er getið á plakati hver leikur dóttur hans, unga 12 ára stúlku, en hún hæfir hlutverki sínu vel og undirstrikar breytta eðlisþætti í persónu föðurins. lestur hans að þessu sinni nefnist „Frjálslyndur og róttækur femín- ismi“ og þar mun hann bera sam- an kvenfrelsishugmyndir frá síð- ustu öld, í verkum Johns Stuart Mill, við róttæk afbrigði þeirra nú á dögum. Hafa þessar nýju hugmyndir leyst hinar eldri af hólmi? Fyrirlesturinn, sem haldinn er á vegum Háskólans á Akureyri og Félags áhugafólks um heim- speki, verður fluttur á ensku í húsi Háskólans við Þingvalla- stræti og er öllum opinn meðan húsrúm leyfir. Háskólinn á Akureyri: Opinber heimspeki- fyrirlestur um kvenfrelsi Aðalfundur Iðnráðs Akureyrar verður haldinn í Ánni, Norðurgötu 2 b laugardaginn 14. mars 1992 kl. 14.00. Iðnráð Akureyrar. 7ÉLRG TyiÁ-r .TVlTTmmTlRTtTmttl^TRhg.tR Málmiðnaðar- fyrirtæki Minnt er á svæðisfund Félags málmiðnað- arfyrirtækja að Hótel KEA fimmtudaginn 12. mars kl. 16.00. Framsögumenn Skúli Jónsson og Ingólfur Sverrisson. Mætið irel og stundvíslega. Rækjuverksmiðja Til sölu eru eignir þrotabús Árvers hf. Um er að ræða verksmiðjuhús að Fossbrún 6, Árskógshreppi í Eyjafirði ásamt vélbúnaði til rækju- vinnslu. Einnig vörubíll M. Benz 1619 árg. 1972, frystigámur, fiskikassar og kör, skrifstofubúnaður o.fl. Leiga á verksmiðjunni um takmarkaðan tíma, kemur einnig til greina. Tilboðum skal skilað til undirritaðs í síðasta lagi hinn 18. mars 1992. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Undirritaður veitir frekari upplýsingar í síma 96- 25919 eða fax 96-21499. Akureyri, 10. mars 1992. Arnar Sigfússon, hdl. bústjóri. Vistheimilið Sólborg Staða fulltrúa á skrifstofu Vistheimilisins Sól- borgar er laus til umsóknar. Um er að ræða V2 starf. Almenn reynsla af skrifstofustörfum er nauðsynleg. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Upplýsingar eru veittar á skrifstofu Sólborgar frá kl. 13-16 í síma 21755. Ferskar fréttir með morgunkaffinu ÁskriftarlSr 96-24222

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.