Dagur - 11.03.1992, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 11. mars 1992 - DAGUR - 11
IÞRÓTTIR
Jón Haukur Brynjólfsson
Urvalsdeildin í körfuknattleik:
Stólarnir voru
lítt sannfærandi
- en lögðu þó Snæfell í síðasta heimaleiknum
Tindastóll tók á móti Snæfelli í
síðasta heimaleik sínum í riðla-
keppni úrvalsdeildarinnar á
þessum vetri. Enn einn sigur-
inn í röð komst í höfn hjá Stól-
unum þrátt fyrir að Snæfelling-
ar velgdu heimamönnum tölu-
vert undir uggum, en leiknum
lauk 111:104 fyrir Tindastól.
Snæfellingar byrjuðu leikinn
betur og náðu forystu á fyrstu
mínútunum sem þeir héldu fram
á 7. mín. hálfleiksins. Þá komust
Stólarnir yfir 22:21 og næstu mín-
úturnar var jafnt á með liðunum,
en síðan sigu heimamenn hægt og
bítandi fram úr gestunum. Stað-
an á 18. mín. var 53:48 fyrir
Tindastól, en þá kom fjörkippur í
leik þeirra og þegar flautað var til
hálfleiks var staðan orðin 66:50.
Seinni hálfleikurinn var svipt-
ingalítill framan af. Stólamir juku
forskotið lengi vel, en um miðbik
hálfleiksins fóru Snæfellingar aftur
að draga á heimamenn. Tuttugu
stiga forysta Tindastóls minnkaði
og þegar tvær mínútur voru til
leiksloka var staðan orðin
105:97. Þessi endasprettur gest-
anna kom hinsvegar of seint og
sigurinn varð Stólanna, 111:104.
„Ég er í sjálfu sér sáttur við
þennan leik. Við náðum ekki að
halda í við þá í seinni hluta fyrri
hálfleiks og eins byrjuðum við
þann seinni illa. Hinsvegar náð-
um við okkur á strik undir lokin
og það vantaði ekki mikið upp á
að við jöfnuðum leikinn," sagði
Hreinn Þorkelsson, þjálfari og
leikmaður Snæfells, eftir leikinn.
„Ég vil helst gleyma þessum
leik sem fyrst, enda varnarleikur-
inn í molum hjá okkur eins og
sést á því að Snæfellingar náðu
að skora 104 stig á útivelli. Við
eigum ennþá möguleika á að
komast í úrslitin og ég gæti alveg
eins trúað Snæfelli til að vinna
KR-inga heima. Leikurinn sem
við eigum eftir, í Borgarnesi,
gæti hinsvegar orðið erfiður og ef
við mætum í þann leik með vit-
lausu hugarfari þá töpum við
honurn," sagði Valur Ingimund-
arson, þjálfari og leikmaður
Tindastóls, að leik loknum.
Bestu menn Snæfells í leiknum
á Sauðárkróki voru Bárður
Eyþórsson og Tim Harvey, en
hjá Tindastól stóðu Ivan Jonas og
Valur Ingimundarson sig einna
best. SBG
Stig Tindastóls: Valur Ingimundarson 22,
Pétur Guðmundsson 20, Ivan Jonas 19,
Haraldur Leifsson 19, Ingi Pór Rúnars-
son 11, Björn Sigtryggsson 9, Einar Ein-
arsson 7, Hinrik Gunnarsson 4.
Stig Snæfells: Bárður Eyþórsson 33, Tim
Harvey 23, Rúnar Guðjónsson 23,
Hreinn Þorkelsson 11, Sæþór Þorgríms-
son 6, Eggert Halldórsson 5, Högni
Högnason 3.
Dómarar: Víglunður Sverrisson og
Brynjar Þór Þorsteinsson. Dómgæslan
var í meðallagi.
Ómar Amason vann tvenn
gullverðlaun á sundmóti KR
- Þingeyingar með flölmörg silfur og brons
Norðlendingar náðu ágætum
árangri á sundmóti KR sem
haldið var í Reykjavík um síð-
ustu mánaðamót. Hæst ber
árangur Omars Árnasonar úr
Oðni en hann sigraði í tveimur
greinum á mótinu. Keppendur
frá HSÞ voru einnig áberandi
og kræktu í nokkur silfur- og
bronsverðlaun.
Ómar hlaut gullverðlaun í 100
m flugsundi pilta (1:02,96) og 100
m skriðsundi pilta (57,44).
Lilja Friðriksdóttir, HSí>,
hafnaði í 2. sæti í 100 m flugsundi
meyja á rúmri 1:24 mín., og 3.
sæti í 100 m baksundi (1:27,27)
og 100 m skriðsundi (1:12,52).
Fleiri keppendur úr HSÞ komu
við sögu því Þórunn Harðardóttir
hafnaði í 2. sæti í 100 m skrið-
sundi telpna (1:06,29) og 3. sæti í
100 m baksundi (L 17,04), Þór-
hallur Stefánsson í 2. sæti í 100 m
bringusundi sveina (1:34,47),
Oddsskarð:
Fyrsta risasviginótið
á íslandi 21. mars
Laugardaginn 21. mars verður
fyrsta risasvigmótið haldið á
Islandi. Mótið verður haldið á
skíðasvæði Austfirðinga í
Oddsskarði og verður keppt í
karla- og kvennafiokki.
Risasvig hefur ekki verið
stundað á íslandi hingað til enda
hafa brekkurnar tæpast boðið
upp á það. Það eru Skíðamið-
stöðin í Oddsskarði og skíða-
deildir Þróttar í Neskaupstað,
Austra á Eskifirði og Vals á
Reyðarfirði sem gangast fyrir
þessu fyrsta móti í greininni.
Keppt verður um Oddsskarðs-
bikarinn en einnig verður dregið
úr 10 efstu sætunum í hvorum
flokki og hljóta þau heppnu utan-
landsferðir með Flugleiðum.
Skráningar í mótið fara fram til
19. mars í síma 97-41101 eða fax
9741106.
Tékkneska júdómótið:
íslendingarnir allir
úr leik í 1. umferð
Þrír íslendingar, Freyr Gauti
Sigmundsson, Sigurður Berg-
mann og Eiríkur Ingi Kristins-
son, tóku þátt í opna tékkneska
meistaramótinu í júdó um síð-
ustu helgi en féllu allir úr
keppni í 1. umferð.
íslendingarnir voru óheppnir
þegar dregið var til fyrstu umferð-
ar og lentu allir á móti geysisterk-
um mótherjum. Freyr Gauti lenti
t.a.m. á móti tékkneska meistar-
anum í -78 kg flokki og tapaði og
komst ekki áfram þar sem Tékk-
inn lenti á inóti heimsfrægum
Þjóðverja í 2. umferð og tapaði
þar.
Opna tékkneska meistaramót-
ið er geysisterkt A-mót og voru
flestir keppendur að reyna að ná
ólympíulágmörkum.
Viðar Örn Sævarsson í 3. sæti í
100 m bringusundi pilta (1:13,22)
og A-meyjasveit HSÞ hafnaði í 3.
sæti í 4x50 m fjórsundi (2:45,72).
Allir keppendur HSÞ bættu
árangur sinn verulega á mótinu
en þeir koma frá Húsavík og
Mývatnssveit.
Keppendur frá USVH unnu
einnig til verðlauna á mótinu,
Harpa Þorvaldsdóttir hafnaði í 3.
sæti í 100 m bringusundi meyja
(1:32,98) og A-sveinasveit
USVH í 2. sæti í 4x50 m fjór-
sundi (3:08,76).
Eitt íslandsmet var sett á mót-
inu, A-stúlknasveit SFS synti
4x50 m fjórsund á 2:11,32.
íslandsmótið í kraftlyftingum:
Kári Elíson var
maður mótsms
- vann besta afrekið og 30. titilinn
Islandsmótið í kraftlyftingum
var haldið í Garðuskóla í
Garðabæ uni síðustu liclgi.
Akureyringurinn Kári Elíson
var maður mótsins, vann
besta árangurinn í bekk-
pressu, réttstöðulyftu og
samanlögðu og tryggði sér
íslandsmeistaratitilinn í 75 kg
flokki. Þetta var 30. íslands-
meistaratitill Kára í greininni.
Kristján Falsson frá Akureyri
varð íslandsmeistari í +125
kg flokki en FIosi Jónsson
mátti sætta sig við 2. sætið í
100 kg flokki.
Kári vann besta afrekið í
samanlögðu og hlaut fyrir það
sérstakan verðlaunaskjöld.
Einnig voru veittir bikarar fyrir
besta afrekið í hverri grein og
hreppti Kári tvo þeirra, í bekk-
pressu og réttstöðulyftu. Árang-
ur Kára í santanlögðu er nýtt
Akureyrarmet en hann á enn
töluvert í land nteð að ná
íslandsmeti Skúla Óskarssonar.
I 100 kg flokki var búist við
miklum slag milli Kjartans
Guðbrandssonar og Flosa Jóns-
sonar frá Akureyri en þeir
mættust í mikilli rimmu á stór-
móti á Akureyri sl. sumar og
hafði Flosi þá betur. Kjartan
jafnaði hins vegar metin núna
enda hafði Flosi átt við meiðsli
að stríða og verið í erfiðleikum
með undirbúning vegna þeirra.
Kjartan vann besta afrek móts-
ins í hnébeygju.
Jóhannes Éiríksson setti tvö
íslandsmet í 60 kg flokki, lyfti
200 kg í hnébeygju og 192,5 kg
í réttstöðulyftu. Auöunn Jóns-
son setti unglingamet í 90 kg
flokki þegar hann lyfti 275 kg.
Úrslitin'úr mótinu fara hér á
eftir. Tölurnar standa fyrir
árangur í hnébeygju/bekk-
pressu/réttstöðulyftu=saman-
lögðu:
Kári Elíson.
60 kg flokkur
1. Jóhannes Eiríksson
75 kg flukkur
1. Kári Elison
2, Dagur Agnarsson
82,5 kg flokkur
1. Halldór Eyþórsson
2. Ingimundur Ingimundars.
3. Már Óskarsson
90 kg flokkur
1. Bárður Olsen
2. Auðunn Jónsson
3. Björgúlfur Stefánsson
100 kg flokkur
1. Kjartan Guðbrandsson
2. Flosi Jónsson
3. Magnús Bess
110 kg flokkur
1. Magnús Sieindórsson
2. Helgi V. Jóhannsson
+125 kg flokkur
Kristján Falsson
200/87,5/192,5=480
230/175/275= 705
180/92,5/170=442,5
265/120/255=640
240/145/255=640
250/115/237,5=612,5
270/157,5/300=727,5
270/160/275 =705
250/190/250=690
310/200/290=800
295/172,5/295 =762,5
260/190/230=680
320/180/330= 830
210/100/230=540
265/155/240=660
Jft
m
Syntu 17075 m
Nýlega stóð sundfélagið Óðinn á Akureyri fyrir svokölluðu krónusundi til
fjáröflunar fyrir félagið. 35 sundmenn syntu þá í 10 mínútur hver og reyndu
að komast sem mesta vegalengd á þeim tíma. Safnað var áheitum og fyrir-
tæki á Akureyri tóku þátt í firmakeppni sem fólst í að geta upp á heildar-
vegalengdinni sem synt var. Lengst syntu þeir Ómar Þorsteinn Árnason og
Baldur Már Helgason, 800 m, en Þorgerður Benediktsdóttir synti lengst
stúlknanna, 790 m. Alls voru syntir 17075 m sem eru um 488 m að meðaitali
á hvern sundmann. Hagkaup á Akureyri sigraði í firmakeppninni en fyrir-
tækið skaut á 16900 m. Á myndinni hér að ofan cru sundmenn á fullri ferð
en á litlu myndinni sést Wolfgang Sahr, þjálfari Óðins. Myndir: jhb