Dagur - 18.03.1992, Blaðsíða 1

Dagur - 18.03.1992, Blaðsíða 1
Vel s f •• 1 fo 1 klæddur tum frá ,!KRNMARDI lerrabudin J | HAFNARSTRÆTI92 602 AKUREYRI SÍMI96-26708 BOX 397 Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræðingur: Byijunarkvóti á loðnu gefínn út í sumar - gefa út 4-500 þúsund upphafskvóta í júlí,“ segir formaður Útvegsmannafélags Norðurlands Hjálmar Vilhjálmsson, fiski- fræðingur á Hafrannsókna- stofnun, segir að gefinn verði út byrjunarkvóti á loðnu í sumar. „Menn verða ekki látn- ir byrja á núlli eins og síðast,“ sagði Hjálmar í samtali við Dag í gær. A þessu stigi er ekki fyrirliggjandi hve mikill þessi byrjunarkvóti verður en allt stefnir í að tillögur um hann verði lagðar fyrir sjávarútvegs- ráðherra í júní. „Ég þykist hafa séð sjálfur nú þegar hver þessi byrjunarkvóti skuli vera en get ekkert um það sagt fyrr en það hefur verið borið undir aðra aðila. Það eina sem ég get og er tilbúinn til að segja að öðru leyti um næstu loðnuvertíð er að útlitið er ágætt hvað varðar loðnugengd en hitt er aftur annað mál hvernig mönnum mun ganga að ná henni,“ sagði Hjálmar. Hann segir að gert sé ráð fyrir að tillögur Hafrannsóknastofn- unar um fiskveiðiheimildir líti dagsins ljós í júní og þar með verði tillögur um byrjunarkvóta á loðnu. Sjávarútvegsráðherra verði svo að meta hvenær hann gefi út þennan kvóta. Norðlenskir hagsmunaaðilar þrýstu mjög á Hafrannsókna- stofnun í fyrra að fá útgefinn upphafskvóta í loðnu og segir Sverrir Leósson, útgerðarmaður Súlunnar, það fagnaðarefni ef kvóti verði gefinn út í sumar. Hann segist þeirrar skoðunar að í Ijósi reynslunnar eigi að gefa út Flug íslandsflugs hf. til Sigluíjarðar: Kemur til greina að lækka fargjöld í ákveðinn tíma Gunnar Þorvaldsson, fram- kvæmdastjóri íslandsflugs hf., segir að komi til greina að lækka fargjöld á leiðinni Reykjavík-Siglufjörður- Reykjavík og reyna þannig að fá fleiri farþega. Unnið er að sumaráætlun félagsins og er þessi lækkun til alvarlegrar skoðunar. Veruleg fækkun Ólafsfjarðarhöfn: Dýpkun er aðkallandi - framkvæmt fyrir 7,9 milljónir í ár Gert er ráð fyrir að fram- kvæma fyrir 7,9 milljónir króna við Olafsfjarðarhöfn í ár. Um er að ræða viðlegukant við Vesturhöfn, tengibraut á milli Austur- og Vesturhafnar auk viðhalds. Þorsteinn Björnsson, bæjar- tæknifræðingur, segir að auk þessa sé aðkallandi að dýpka höfnina. Gífurlegur sandburður er inn í Ólafsfjarðarhöfn, sem gerir það að verkum að dýpka þarf höfnina reglulega. Það má orða það svo að nú sé kominn tími á dýpkun. Þorsteinn segir að starfsmenn Hafnamálastofnunar hyggist mæla hversu mikið þarf að dýpka og í framhaldi af því verður ákveðið hvað verður gert. Fjárveiting ríkisins til hafnar- framkvæmda í Ólafsfirði á þessu ári er 11 milljónir króna. Þar af fara 3 milljónir til uppgjörs vegna eldri framkvæmda. Eftir standa um 8 milljónir króna til fram- kvæmda. Hlutur ríkisins er 75% af kostnaði á móti Ólafsfjarðar- bæ. óþh farþega hefur orðið á þessari leið á undanförnum árum og er fjarri því að Siglufjarðarflugið standi undir sér. Árið 1990 voru farþegar milli Siglufjarðar og Reykjavíkur 4376 talsins en 3240 árið 1991. Gunnar segir líklegustu skýringarnar á þessu þær að Siglfirðingum hafi fækkað umtalsvert og atvinnu- ástand þar verið frekar bágborið auk þess sem flugið hafi orðið undir í samkeppninni við bílinn. Gunnar segir að því sé ekki að leyna að verulegt tap hafi verið á Siglufjarðarfluginu. „Það er nú í skoðun hvort rétt sé að lækka far- gjöld á þessari leið um einhvern ákveðinn tíma. Þá hefur komið til tals að fækka ferðum til Siglu- fjarðar. Ég á von á því að innan skamms verði tekin ákvörðun um þetta. Við munum ekki halda þessu áfram í óbreyttri mynd,“ sagði Gunnar. Gunnar er áhyggjufullur vegna erfiðra aðstæðna á flugvellinum á Siglufirði og segir að af þeim sökum hafi margsinnis þurft að lenda á Sauðárkróki og flytja farþega og vörur landleiðina til Siglufjarðar. Þetta hafi haft í för með sér stóraukinn kostnað fslandsflugs við Siglufjarðarflug- ið. Gunnar segir að slitlag flug- vallarins sé mjög lélegt og því hafi hann oft lokast vegna aur- bleytu. Til þess að ráða bót á þessu þurfi nýtt slitlag, en því miður séu ekki horfur á því á næstunni. Hvorki sé gert ráð fyrir fjárveitingu í flugvöllinn í ár né árið 1993. Það sé fyrst árið 1994 sem gert sé ráð fyrir 3,3 milljóna króna fjárveitingu til að athuga endurbætur við flugvöllinn á Siglufirði. „Verði þessari áætlun ekkert breytt eiga Siglfirðingar því miður von á skertri flugþjón- ustu á næstu árum,“ sagði Gunnar. óþh 4-500 þúsund tonna upphafs- kvóta og það í júlí. „Ég er þeirrar skoðunar að þeir sem vilja byrja veiðar þá eigi að hafa til þess möguleika. Þess vegna á upphafskvótinn að liggja fyrir í júlí og miðað við vísbend- ingar er það ekki óeðlilegt," sagði Sverrir. Hann segir að útgáfa á miklum kvóta á miðju veiðitímabili, eins og gerðist á yfirstandandi vertíð, brengli markað fyrir loðnuafurðir og því sé mun heppilegra að ver- tíðin nái yfir lengri tíma og fyrir- fram sé nokkuð ljóst af hvaða stærðargráðu vertíð verði hverju sinni. Út frá þessu sé heppilegra að fá veglegan upphafskvóta í júlí auk þess sem á tímabilinu júlí til október sé loðnan afurða- mest og því þjóðinni mikilvægt að veiðar fari fram á þessu tíma- bili. JÓH Þessir nemendur við Menntaskólann á Akureyri voru að velta fyrir sér hæð „turnsins“ á heimavistinni, þegar ljós- myndari Dags átti þarna leið um í gær. Með þeim var kennari þeirra, Þórir Sigurðsson. Mynd: Golli. Unglingameistaramót íslands á skíðum fært til ísaljarðar: Siglfirðingar óhressir með tímasetningu mótsins Skíðasamband íslands hefur ákveðið að flytja Unglinga- meistarmót íslands í skíða- íþróttum frá Siglufírði til ísa- fjarðar vegna snjóleysis fyrir norðan. Mótið mun hefjast 23. mars næstkomandi, viku fyrir Skíðamót íslands sem enn er í lausu lofti vegna Iélegra aðstæðna á Dalvík og í Ólafs- firði. Baldvin Valtýsson hjá Skíða- félagi Siglufjarðar sagði að aðstæður fyrir skíðamenn væru nú hrikalegar í skíðalandi Sigl- firðinga og ákvörðun Skíðasam- bandsins um að flytja Unglinga- meistaramótið væri því skiljan- leg. Hann gagnrýnir hins vegar hve mótið er snemma á ferð. Siglfirðingar sóttu um frestun en þeirri ósk var neitað. „Mótið var sett á þennan til- tekna dag og frá því virtist ekki mega hvika. Okkur finnst það allt of snemma á ferðinni og við erum vægast sagt óhressir með þessa ákvörðun Skíðasambands- ins, ekki síst vegna þess að tíma- setningin virðist helgast af alþjóðamótum sem sambandið stendur fyrir í apríl og því hefur Unglingameistaramótið verið fært fram. Krakkarnir eru ekki komnir í nægilega góða æfingu á þessum tíma,“ sagði Baldvin. ÓlafsQarðarvegur: Bifreið mikið skemmd eftir veltu í gær Fólksbifreið valt á Ólafsfjarð arvegi í gærmorgun, skammt sunnan við brúna yfir Þor- valdsdalsá. Talið er að öku- maður hafi misst stjórn á bif- reiðinni í hálku. Hann kenrdi eymsla í hálsi og var fluttur á heilsugæslustöðina á Dalvik. Bifreiðin, sem var af gerðinni Renault Clio, var á suðurleið. Ökumaður, sem var einn í bif- reiðinni, missti stjórn á henni í beygjunni sunnan við brúna með þeim afleiðingum að hún enda- stakkst austur af veginum og fór eina veltu áður en hún lenti á hjólunum á nýjan leik. Ætla má að öryggisbelti hafi bjargað öku- manni frá frekari meiðslum. Að sögn lögreglunnar á Dalvík er bifreiðin mikið skemmd, ef ekki ónýt. óþh Hann sagði að Siglfirðingar hefðu komið þeirri ósk á fram- færi við Skíðasambandið að mót- inu yrði frestað, ekki út af snjó- leysinu heldur með tilliti til þess hve skíðafólkið hefði haft skamman æfingatíma, en ekki var orðið við þeirri ósk. Aðspurður sagði Baldvin að Siglfirðingar hefðu ekki verið búnir að leggja í tiltakanlegan kostnað við undirbúning mótsins og því ekki um beint fjárhagsiegt tap að ræða, en vissulega missti bæjarfélagið spón úr aski sínum þegar það sæi á eftir Unglinga- meistaramótinu. SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.