Dagur - 21.03.1992, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 21. mars 1992
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI,
SÍMI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639
ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ KR. 110
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
UMSJÓNARMAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON
BLAÐAMENN: INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON,
JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), ÓLI G. JÓHANNSSON,
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON
(Sauðárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON,
ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF.
Sandkassaleikur
Deilurnar innan Sjálfstæðisflokks-
ins taka sífellt á sig fjölbreyttari og
óvenjulegri myndir. Skammt er síð-
an elsti þingmaður flokksins gaf
stefnu hans og ýmsum meðbræðr-
um sínum í forystusveitinni marg-
víslegar einkunnir. Hann kvaðst
meðal annars ekki vilja taka þátt í
þeim leik að auka völd örfárra
manna í þjóðfélaginu á kostnað
almenningsheilla. í öðru tímarits-
viðtah ræðst einn af yngri þing-
mönnum flokksins, Ingi Bjöm
Albertsson, harkalega að foryst-
unni og sakar hana meðal annars
um að einangra sig í stjómmála-
starfi.
Síðustu atburðir á sjálfstæðis-
heimilinu em snarpar ásakanir og
deilur Þorsteins Pálssonar, sjávar-
útvegsráðherra, og leiðarahöfund-
ar Morgunblaðsins. Ráðherrann
sendi blaðinu föst skeyti á ráð-
stefnu, sem haldin var á vegum
sjávarútvegsfræðinema á Akureyri
um síðustu helgi. í ræðu sinni
sagði Þorsteinn Pálsson meðal
annars að ef menn hefðu ekki ann-
að við að styðjast en áróðursskrif
Morgunblaðsins, væri nærtækast
að ætla að sjávarútvegurinn hefði
um langan tíma verið afæta á
hinum, sem stunda þjónustustörf-
in í þjóðfélaginu.
Þessi ummæh vekja verðskuld-
aða athygli því þau em sett fram af
fyrrum formanni og núverandi ráð-
herra Sjálfstæðisflokksins. Um
nokkurn tíma hefur verið ljóst að
leiðir blaðsins og ráðherrans hafa
ekki að öhu leyti legið saman þegar
um sjávarútvegsmál er að ræða.
Morgunblaðið hefur gerst harður
málsvari gjaldtöku af veiðheyfum
og barist þannig fyrir stefnu
Alþýðuflokksins. Annar ritstjóri
blaðsins hefur einnig talað í eigin
nafni fyrir veiðUeyfagjaldinu á
opinberum vettvangi.
Morgunblaðið ræðst síðan harka-
lega á Þorstein Pálsson í forystu-
grein síðastliðinn fimmtudag. í
greininni segir meðal annars að
sjávarútvegsráðherra virðist fyrir-
munað að taka upp málefnalegar
umræður um málið eða tjá sig um
það án þess að veitast að blaðinu
með stóryrðum. Síðar segir leiðara-
höfundur að shkur talsmáh hæfi
ekki formanni Sjálfstæðisflokksins í
átta ár og forsætisráðherra í hátt á
annað ár.
Engin furða er þó menn velti því
fyrir sér hvað valdi hinum snörpu
orðaskiptum sjávarútvegsráðherra
og Morgunblaðsins og hvort þau
skapist af svo víðtækum skoðana-
árgreiningi sem virðist vera. Flestir
viðurkenna að sjávarútvegurinn
greiði í sameiginlegan sjóð
landsmanna. En tU þess verður
hann að fá tækifæri til viðundandi
rekstrarafkomu eins og Þorsteinn
Pálsson hefur bent á. Tilefni hinna
harkalegu deilna virðist því vera
óeining á meðal forystumanna
flokksins. Viðtöl tímarita við tvo
þingmenn hans vitna þar einnig
um. Með hverjum deginum sem
líður verður ljósara að framvarða-
sveit Sjálfstæðisflokksins er að
skiptast í tvo hópa. Oddvitar þess-
ara hópa eru Þorsteinn Pálsson,
sjávarútvegsráðherra, og Davíð
Oddson, forsætisráðherra, sem
velti Þorsteini úr formannsstóh á
síðasta ári. Gamlir flokkadrættir
virðast ekki vera úr sögunni. Áður
voru þeir kenndir við Gunnar og
Geir en síðan Þorstein og Albert.
Nú takast Davíð og Þorsteinn á og
flokkadrættirnir magnast dag frá
degi eins og dæmin sanna. Sam-
skipti forystumanna Sjálfstæðis-
flokksins eru því þessa dagana að
færast af „gagnfræðaskólastiginu"
í sandkassleik. ÞI
ÍAKÞANKAR
Kristinn G. Jóhannsson
Um trúnaðarbrest milli þings og þjóðar og hvort Kristján
og ég og Ólafur Garðar ættum ekki að finna lausn á því
hvert er hlutverk foreldra, skóla og menntamálaráðuneytis
Það er talað með lítilli virðingu
um sumar starfsstéttir. Þeir sem
verða fyrir einna snautlegustu
umtali eru þingmenn og þar
með taldir ráðherrar og hins
vegar kennarar. Okkur er sagt,
og hefur ef til vill alltaf verið
sagt, að virðing Alþingis fari
þverrandi og geti þingmenn
sjálfum sér um kennt. Þeir hagi
sér svoleiðis og auk þess telji
þjóðarsálin að þeir vinni ekki
fyrir kaupinu sínu, sem þessi
sama sál sér ofsjónum yfir.
Ég heyrði í þættinum „( viku-
lokin“ i Ríkisútvarpinu um síð-
ustu helgi enn höggvið í þenn-
an sama knérunn. Dómharð-
astur var þar kennarinn Bjarni
Guðnason. Hann var stórorður
og sást ekki alltaf fyrir. Það er
eins og mig dreymi til þess að
hann hafi setið á þingi sjálfur og
þá vafalaust unnið að viðreisn
virðingarinnar. Ég þykist líka
muna það rétt að okkur hinum
fannst hann nota til þess sér-
kennilegar aðferðir stundum.
Bjarni og aðrir þátttakendur í
hringborðsumræðum þessum
voru sammála um spillingu
ráðamanna, fjáraustur og bruðl
á samdráttar- og sparnaðartím-
um. Núna voru það dagpening-
ar ráðherra og eiginkvenna
þeirra á Norðurlandaþingi, en
þar á undan voru það bílakaup
sömu manna og eitthvað var
það þar á undan sem ég man
ekki lengur. En alltaf er þetta
sama hringrásin. Prófessor,
þjóðminjavörður og kvennahús-
rekandi sungu saman í þessu
tilviki sama stefið og undir
sama laai. Hvernig stendur á
þessu? Ég heyrði ekki betur en
þetta tríó vildi kenna um sið-
spillingu eða öllu frekar þekk-
ingarleysi stjórnmálamanna á
almennum kjörum í þjóðfélag-
inu og vitnuðu í Matthías
Bjarnason sér til fulltingis og
hefðu eins getað vitnað í eigin-
konu Steingríms Hermanns-
sonar sem taldi sig þurfa að
fara að vinna fyrir manni sínum
þegar hann fengi ekki lengur
ráðherralaun. Fyrrverandi þing-
maður, Bjarni í þessu tilfelli,
ætti gjörst til að þekkja. Það
sem mér finnst alvarlegast í
þessu er að það er eins og það
sé sjálfgefið að algjör trúnaðar-
brestur verði milli þings og þjóð-
ar jafnharðan og kosningar eru
afstaðnar hverju sinni. Það er
verkefni beggja aðila að koma
þessu í viðunandi horf. Það er
hreint ekki eðlilegt ástand að
við kjósum okkur þingmenn
með upphrópunum, hugljómun
og baráttu en tökum síðan til að
baknaga þá sem best við kunn-
um og trúum þar að auki upp á
þá hverju sem er.
Það jók mér líka hugarangur
umtal um hina síðari stéttina
sem ég minntist á hér að
framan, okkur kennaraskepn-
urnar nefnilega. Við fáum það
oft óþvegið líka úr báðum
áttum. Ef til vill er það líka okkur
að kenna sjálfum. Sú gagnrýni
beinist þó sjaldan að risnu
minni eða frú Guðbjargar eða
bílafríðindum eða opinberum
utanlandsferðum heldur miklu
heldur að því að við gerum svo
sem ekkert, séum einatt í fríum
og kennum ekki einu sinni um
jól og páska. Það er sá munur á
þingmönnum og kennurum að
hinir fyrrnefndu eru kosnir með
prakt og komast færri að en
vilja en í síðara dæminu er
þetta öfugt, miklu færri fást en
þörf er fyrir. En það má
skamma hvoru tveggja hyskið
nokkurn veginn áhættulaust.
Það virðast allir sammála um
að þetta séu aumingjar um leið
og þeir eru komnir til starfa. Ég
hefi að vísu ekki verið á þingi
ennþá en ég stefni að því stað-
fastlega og veit raunar að fram-
sóknarmenn hafa á því fullan
hug að koma mér þangað en
hins vegar hefi ég verið í skóla,
eins og ég sagði ykkur síðast, í
hálfa öld. Það er talsvert. Ég
veit þess vegna hvað þar fer
fram.
Drengilegur maður, Kristján
Kristjánsson, orðaði það sem
margir hugsa í síðasta helg-
arblaði og í vanþroska mínum
tók ég það til mín. Hann bar fyr-
ir brjósti velferð sonar síns
hann Kristján, eins og ég geri
líka og kvartaöi undan því að
við kennararnir værum einatt í
ótímabærum fríum og sinntum
þess vegna ekki barninu hans.
Þetta fannst mér sárt að heyra.
Samt hefi ég heyrt þetta oft
áður og það var líka þetta sem
ég var að reyna að segja ykkur
síðast um hlutverk grunnskól-
ans eða væntingar foreldra til
hans. Nú er Kristján ungur
maður og kannski á hann eftir
að verða kennari og síðan þing-
maður fyrr en varir. Þegar hann
talar hins vegar um starfstíma
skóla man ég svo langt og þarf
þó ekki langminni til að kennar-
ar voru mikils háttar borgarar
en þótti þó fullnóg að hefja
skólastarf einhvern tíma í byrj-
un október að loknum göngum
og sláturtíð ár hvert og Ijúka
skóla fyrir sauðburð. Þá voru
líka mánaðarfrí og alls konar
munaður meðan skóli stóð og
var tekið fagnandi af nemend-
um og engum datt í hug að
agnúast út í. Starfstími skól-
anna er sífellt að lengjast og
eftirlit eflist með hverju ári og
það á líka við um ætluð vinnu-
svik kennara sem Kristján tæpir
á í ádrepu sinni og hann spyr
líka hvers vegna kennarar geti
ekki sinnt skipulags- og undir-
búningsstörfum um jólin og í
sumarfríinu. Ég segi það nú
líka.
Mér finnst að þegar Kristján
segist ekki lengur geta orða
bundist þótt hann viti að ádeilan
sé hörð þá séum við komin að
kjarna málsins. Honum er mikið
niðri fyrir vegna þeirra vand-
ræða sem af því hljótast að
sonur hans fær ekki að vera í
skólanum eins og foreldrunum
hentar.
Það er þetta sem ég átti m.a.
við síðast þegar ég skrifaði ykk-
ur hér í Degi og vitnaði til þess
að grunnskólinn hefði nú óskil-
greint hlutverk en þó breytt frá
því sem áður var. Það hefur
ekki hingað til verið talið ungum
börnum óhollt að vera með for-
eldrum einstöku sinnum um
virkan dag eins og Kristján telur
meðan kennarar sinna öðrum
skyldustörfum. Mér finnst ég
lesi milli línanna hjá blaða-
manninum að það sé af því
verulegt ónæöi að þurfa að
hafa barnið heima og erum við
þá komin að þeirri þjóðfélags-
breytingu sem orðin er og er í
hnotskurn sú að kennarar eiga
að hafa börnin hjá sér til uppeldis
og afþreyingar vegna þess að
ekki eru aðrir tiltækir og síst á
heimilinu þar sem foreldrar
sinna annarri mikilvægari vinnu
utan heimilis. Það er heldur ekki
langt síðan ég heyrði að
útreiknað væri að ódýrast væri
fyrir þjóðina að kennarar hefðu
börnin sem lengst í skólanum í
pössun. Væntanlega vegna
þess að þeir eru ódýr vinnu-
kraftur. Svona er nú komið fyrir
þessari góðu stétt. Þetta er ekki
okkar sök, okkar Kristjáns. Við
erum báðir að fjalla um það
sama, þ.e. velferð barna, en við
höfum ekki á því sömu skoðun
hvernig best er fyrir henni séð.
Getsakir um vinnusvik þing-
manna og kennara og ráðherra
er ekki séríslenskt fyrirbæri en
hins vegar finnst mér að við
ættum að eiga auðveldara með
að leiðrétta misskilninginn
hérna í fámenninu þar sem
kennarar, ráðherrar, foreldrar,
blaðamenn og alþingismenn
þvælast hver fyrir öðrum dags
daglega. Ég þykist þar að auki
vita að einhvers staðar í fórum
sínum eigi Kristján dálítinn
bækling frá skólanum þar sem
frá öllu vetrarstarfinu er skýrt og
ætti þaö því tæpast að koma á
óvart hvernig til er hagað.
Ef foreldrar og menntamála-
ráðherra telja kennara vera að
svíkjast um eins og Kristján
segir og á kostnað barnanna er
tími til þess kominn að Kristján
og ég og Ólafur Garðar komum
okkur saman um hvert á að
vera hlutverk foreldra, skóla og
menntamálaráðuneytis í upp-
eldi og menntun barna og tök-
um síðan til að haga okkur hver
í samræmi við það.
Kr. G. Jóh.