Dagur - 21.03.1992, Side 8

Dagur - 21.03.1992, Side 8
8 - DAGUR - Laugardagur 21. mars 1992 Stjörnuspá „Án ábyrgöar“ ■Hrútur* 21. mars - 19. apríl Sólin hóf innreiö sína í hrútsmerkið í dag og þar meö er vorið hafið. Tími hrútsmerk- isins er tími mikilla umhleypinga. Náttúran öll ræðst af ótrúlegri bjartsýni gegn drunga vetrarins. Sama á við um eðli fólksins sem fætt er í hrútsmerkinu. Það er allsstaðar í hlutverki brautryðjandans. Boðberar nýrra tíma. Vikan verður fín, enda splunkuný. 7\)aut 20. apríl - 20. maí Það verða einhverjir erfiðleikar nú um helgina. Einhver spenna af tilfinningaleg- um toga sem hin rólyndu og jarðbundnu naut fá ekki alveg höndlað. Þaö léttir til eftir helgina, en bestu dagar vikunnar verða fimmtudagur og föstudagur, þegar allt gengur eins og í sögu. Sérstaklega það sem snýr að peningum. Tvíb ur*ar 21. maí- 20. júní K^abbi 21. júní - 22. júlí Þetta verður einstaklega ánægjuleg helgi fyrir krabba. Ýmislegt er að gerast í ástar- málunum og allt er það af hinu góða. Segja má að þessi helgi verði einstaklega hagstæð til ásta. Jafnt fyrir einhleypa sem tvíhleypa. Þú verður hins vegar í mikilli slysahættu á fimmtudag og föstudag. Farðu sérlega varlega þá. J_jóu 23. júlí - 22. ágúst Það verður komið illa aftan að þér nú um helgina. Þetta byrjar í dag. Þú finnur að eitthvað er í loftinu sem þú áttar þig ekki á. Þú reynir ef til vill að leiða það hjá þér, en ekki er víst að það takist. Heimtir þú spilin á borðið, gætirðu fengið að heyra ýmislegt sem þú vilt alls ekki heyra. Þetta er klemma. Hún leysist á mánudag. AÁeyja 23. ágúst - 22. september Vertu viðbúin(n) einhverju mótlæti á mánudag, þriðjudag og miðvikudag. Sennilega talarðu af þér. Hefur trúarskoð- anir einhvers í flimtingum eða þessháttar. Alltént verður eitthvert ofstæki í gangi þessa dagana og bókabrennufnykur í loft- inu. Ekki alveg þín deild. Helgin, sem og fimmtudagur og föstudagur, verða átaka- lausir dagar. Þetta verður umhleypingasöm vika. Helg- in verður óvenju skemmtileg, tilvalin til upplyftingar af einhverju tagi. Mánudagur, þriðjudagur og miðvikudagur munu ein- kennast af eiröarleysi og ósvinnu ýmiss konar. Fimmtudagur og föstudagur verða aftur á móti sérlega vel skipulagðir og jafn- vel gróðavænlegir. Sigfús E. Arnþórsson fyrir vikuna 21. - 27. mars 1992 1 V°9 23. september - 22. október y Steirvgeit T mj 22. desember -19. 22. desember- 19.janúar Eftir tíðindalitla helgi heilsar mánudagur þér með ánægjulegum fréttum langt að, eða jafnvel ferðalagi. Og fjörið heldur áfram á þriðjudag og miðvikudag. Á fimmtudag og föstudag skaltu fara þér hægt, það er hætta á einhverjum smá- óhöppum. Þá gæti gráðugt fólk ráðist á þig með dollaramerkjum. Lofaðu engu. Þú ert undir dálitlu huglægu álagi þessa dagana, sennilega einhver leyndarmál sem hefta þig. Aftur á móti blómstrar ástin sem aldrei fyrr. Þó svo að helgin verði að sönnu skemmtileg, eru það þó þeir fimmtudagur og föstudagur sem stela sen- unni sem bestu dagar vikunnar. Þá er rétti tíminn til hvers sem er. SporðcKe ki 23. október-21. nóvember Vatrvsberi 20. janúar -18. febrúar Þetta er þín helgi. Hvaðeina sem þér dett- ur í hug gengur upp og þú blómstrar í að- alhlutverkinu hvar sem þú ferð. Þegar sporðdrekar eru í stuði ganga þeir alltaf skrefi lengra en almenn siðsemi leyfir. Sporðdrekar gera reyndar alla hluti af ástríðu og síðan að ástríðu. Þú nærð þér niður eftir helgina en ferð síðan aftur á flug á fimmtudag. 13ocjm\c\c)iai* 22. nóvember - 21. desember Það er bjart yfir bogmönnum núna. Hug- mynda- og framkvæmdagleðin í hámarki. Þetta verður svona út mánuðinn. Ein- hverjar irringar eru í ástarmálunum, en það gengur yfir eftir þrjár vikur eða svo. Mánudagur, þriðjudagur og miðvikudagur eru þínir dagar þessa vikuna. Helgin verð- ur átakalaus, sem og fimmtudagur og föstudagur. Þú kemst að einhverju óþægilegu núna um helgina. Einhverju sem snertir þig djúpt. Að hætti vatnsbera bregstu senni- lega ókvæða við, en málið er líklega flókn- ara en svo að við verði komið einhverri heiðskírri vatnsberaskynsemi. Andrúms- loftið fer að léttast á mánudag og vikan verður átakalaus. HiskaÞ 19. febrúar - 20. mars Nú er rétti tíminn fyrir einhleypa fiska að krækja sér í maka, ef það hefur á annað borð verið á dagskránni. Og jafnvel hjá þeim sem ekkert hafa ráðgert í þeim efn- um. Ástin er á næsta götuhorni. Jafnvel í kvöld. í öllu falli verður helgin hagstæð, fyrri hluti vikunnar hálf-ráðvilltur og fimmtudagur og föstudagur ánægjulegir. Hlspeki Einar Guðmqnn Stjóm hugar í þágu Kkamans vísindamenn horfast í augu við hið ómögulega Við höfum ekki ósjaldan heyrt talað um að Yogar geti gert eitt og annað sem að öllu venjulegu telst óhugsandi. Það er einmitt myndin sem kemur upp í hug- ann hjá vesturlandabúum þegar hugsað er um Yoga. Menn hugsa til hins ótrúlega sem þeir geta gert. Talað er um að þeir geti haft stjórn á meltingunni, lokað fyrir sársauka, lagst ofan á naglaspjald án þess að finna fyrir því, stöðvað andardrátt- inn, stöðvað hjartsláttinn og jafnvel dáið þegar þeim sýnist á fyrirfram ákveðnum tíma. Það að stunda svona sýningarstarf- semi á opinberum vettvangi (það að deyja flokkast þó varla undir sýningarstarfsemi eins og hér um ræðir) er ekki það sem tilgangur og eðli Yoga snýst um. Enda eru ekki margir Yogar sem reyna að láta mikið á sér bera opinberlega með því að halda á lofti hæfileikum sínum. Algeng- ara er að þeir kjósi frekar að láta lítið á sér og sínum hæfi- leikum bera. Vísindamenn hafa þó tekið til athugunar margt af því sem Yogar geta gert og krufið ofan í kjölinn. Með nýjustu tækni er auðvelt að fylgjast með hjart- slætti, heilabylgjum, öndun, taugaboðum og hitastigi líkam- ans. Þannig hafa menn athugað hvort Yogar geti raunverulega gert það sem þeir segjast geta. Yoginn Swami Rama er orðinn nokkuð þekktur hér á vestur- löndum fyrir hæfileika sína. Hann er einn af þeim Yogum sem hafa boðist til þess að vera tilraunadýr vísindamanna sem eru að kanna þessi mál og svo sannarlega má segja að hann standi fyrir sínu. Vísindamenn við Menninger stofnunina í Topeka í Kansas gerðu alls kyns tilraunir á honum. Þegar kynnt- ar voru niðurstöðurnar kom fram að oft hefðu Yogar fullyrt að þeir gætu t.d stöðvað blæð- ingar úr sárum og komið sér í ástand sem gerir þeim kleift að vera um langan tíma án matar og drykkjar og jafnvel súrefnis en aldrei hefði verið athugað hvort þær fullyrðingar stæðust fyrr en nú. Svo reyndist þó vera. Eitt af því sem Swami Rama sagðist ætla að gera í einni af ótal tilraunum var að hækka hitastig hægri helmings annarr- ar handar sinnar nokkrum gráð- um hærra en hinn helming sömu handar. Mælingar sýndu að það var nákvæmlega það sem gerð- ist en það gengur þvert ofan í þá skoðun margra vísindamanna að slíkt sé óhugsandi. En ein aðal tilraunin fólst í því að stöðva hjartsláttinn. í skýrslunni frá Menninger stofn- uninni kom fram að Swami Rama segðist geta stöðvað hjartsláttinn í þrjár mínútur. Vísindamennirnir vildu þó ekki taka þá áhættu og svöruðu því til að 10 sekúndur væri meira en nóg. Eftir að Swami Rama hafði einbeitt sér ákaft í svolitla stund hægðist á andardrættinum þar til hann stöðvaðist að lokum. Rétt eftir það sýndu all- ar mælingar það að allt blóð- rennsli í hjartanu væri stoppað. Þ.e.a.s hjartað hætti að slá sem venjulega leiðir til dauða. En hægt og sígandi „ræsti“ hann hjartsláttinn að nýju. Smátt og smátt náði hann eðlilegum aridardrætti og hjartslætti eftir að hafa verið 17 sekúndur í ástandi sem kallast gæti gervi- dauði. Niðurstöðurnar úr þessum rannsóknum mætti túlka á marga vegu. En Swami Rama lítur á þetta á sinn sérstaka hátt. Hann heldur því fram að hann geti kennt nánast því hverjum sem er að gera það sama og hann getur. Það aftur á móti hefur þá þýðingu að maður sem hefur góða stjórn á hug sínum og líkama getur komið í veg fyr- ir eða læknað t.d magasár með því að þurrka út þær tilfinningar og þá taugaspennu sem er orsökin. Einnig gæti hann lækn- að eða komið í veg fyrir höfuð- verk eða of háan blóðþrýsting með því að takast á við þá and- legu og líkamlegu spennu sem er orsökin. Hann segir einnig að nemi geti haft þau áhrif á heila- bylgjur sínar að hann verði móttækilegri fyrir lærdómi og nái betri einbeitni. Einnig gæti íþróttamaður stórlega bætt þol sitt og getu. Dr. Elmer Green, við Menn- inger stofnunina bendir á það sem möguleika að stjórn hugar og líkama gæti hugsanlega verið hægt að beita á þann hátt að sjúklingur geti t.d hindrað vöxt krabbameinsfrumna í heilanum með því að loka fyrir streymi blóðs í þeirri æð sem færir krabbameinsvefnum blóð sem verður aftur á móti til þess að vefurinn á erfiðara með að vaxa. Svona æfingar eru eins og við vitum ekki á hvers manns færi. Swami Rama hefur iðkað Yoga frá fjögurra ára aldri sem gerir hann að vissu leyti sérstak- an. En engu að síður ætti þetta að segja okkur að hugurinn get- ur áorkað meiru en okkur hefur fram til þessa grunað.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.