Dagur


Dagur - 21.03.1992, Qupperneq 11

Dagur - 21.03.1992, Qupperneq 11
10 - DAGUR - Laugardagur 21. mars 1992 Anna Guðrún Torfadóttir myndlistarmaður hefur búið á Akureyri síðastliðin tíu ár eða frá því að þau hjónin sáu auglýst timburhús í Innbænum eins og hún orðar það. Hún er myndlistar- maður og útskrifuð úr grafíkdeild Myndlista- og handíðaskólans og hefur auk þess stundað nám við vefnaðardeild sama skóla. Á undanförnum árum hefur hún starfað nokkuð við hönnun og gerð búninga fyrir ýmsar uppfærslur leik- húsverka auk þess að taka þátt í sköpun leikmynda. Hún segir að upphafið að leikhúsferli sínum megi rekja til þess er Leikfélag Akureyrar færði breska söngleikinn My Fair Lady upp fyrir nokkrum árum. Söngleikurinn hafði notið mikilla vinsælda þegar hann var sýndur í Þjóðleikhúsinu snemma á sjöunda áratugnum og því mikið undir lagt til að sýning Leikfélags Akureyrar heppnaðist sem best og meðal annars var breska listakonan Una Collins fengin til þess að hanna búninga. Una var ekki ókunnug íslensku leikhúslífi. Hún hafði þá þegar starfað að mörgum verkefnum hér á landi en vantaði aðstoðarmanneskju til að vinna við hina umfangsmiklu sýningu á My Fair Lady. Anna Guðrún hafði þá nýlega lokið námi og kveðst hafa fengið kjörið tækifæri til að takast á við áhugavert verkefni ekki síst þar sem hún hafi kynnt sér nokkuð sögu og gerð leikbúninga á meðan hún var við nám í Myndlista- og handíðaskólanum. huga að húsnæði,“ sagði Anna Guðrún. „Við áttum orðið þrjár dætur og þurftum því að fara að koma okkur upp einhverju framtíðarhúsnæði. Við höfðum bæði verið við nám og ekki hugað að því í neinni alvöru fyrr en við sáum auglýst til sölu gamalt timburhús í innbæ Akureyrar. Okkur fannst að þarna væri draumahúsið okkar komið - timburhús í Innbænum og við hringdum í Helga og Soffíu og báðum þau um að skoða húsið. Pau hvöttu okkur síðan til þess að koma norður og líta á þetta „draumahús." Helgi tók á móti okk- ur á flugvellinum og þegar við vorum sest inn í bílinn hjá honum sagði hann að best væri að við byrjuðum á því að líta á húsið. Hann ók síðan spölkorn frá vellinum - til norðurs meðfram brekkunni og nam stað- ar fyrir framan grátt og viðamikið stein- húðað hús, sem reis eins og virki upp af eyju á milli tveggja umferðaræða." Anna tók sér málhvíld og náði í meira af pipar- Leikhúsbakterían náði tökum á henni í gamla Samkomuhúsinu undir brekkunni á Akureyri og hefur síðan hefur hún starfað við búninga fyrir ýmis leikhúsverk bæði hér á Akureyri og í Reykjavík, oft í sam- vinnu við Unu Collins, sem tekur alltaf öðru hvoru að sér verkefni hér á landi. Anna er nýlega komin heim frá því að starfa við uppfærslu íslensku óperunnar á Óthello eftir Guiseppe Verdi ásamt Unu Collins en óperan var frumsýnd í febrúar síðastliðnum. Þá hefur hún unnið plakat fyrir Freyvangsleikhúsið vegna uppfærslu rokkóperunnar Messíasar Mannssonar eins og „Jesus Christ Superstar“ hljómar í þýðingu Emelíu Baldursdóttur og Hannesar Arnar Blandon. Svið Önnu sem myndlistarmanns hefur því legið jafnt fyrir innan dyr leikhússins sem utan. Pannig skarast heimar hinna einstöku listgreina ætíð og eitt listform er öðru háð þegar að framsetningu og túlkun kemur. „Við kynntumst bænum ágætlega í þessum ferðum og fundum að þar dafnaði ágætt mannlíf.“ „Okkur kom til dæmis veru- lega á óvart hvað mikið var um Icikhús- og tónlistarlíf í bænum og nágrannabyggð- um.“ Leikhúslíf á teikniborðinu Sáum auglýst timburhús í Innbænum Anna Guðrún er Reykvíkingur - hrein- ræktaður Vesturbæingur af Melunum í Reykjavík en flutti til Akureyrar fyrir tíu árum og settist að í gamla Innbænum. En hvað kom til að að myndlistarmaður tók sig upp af grónum götum höfuðborgarinn- ar - þess staðar sem leiðir svo margra hafa legið til að undanförnu og ákvað að setjast að norður á Akureyri? Anna kvaðst ekki hafa komið til Akureyrar fyrr en á fullorð- insárum en maður hennar, Kristján Jóhannsson, sem einnig er myndlistarmað- ur og kennari, er ættaður frá Siglufirði og var því kunnugur lífinu og tilverunni úti á landi. Anna sagði að aðdraganda þessarar ákvörðunar megi rekja tii ágætra kunningja þeirra á Akureyri, Helga Vilberg, skóla- stjóra Myndlistarskólans og Soffíu konu hans og þau hafi farið nokkrum sinnum í heimsókn til þeirra á áttunda áratugnum. „Við kynntumst bænum ágætlega í þess- um ferðum og fundum að þar dafnaði ágætt mannlíf. En áhuginn fyrir því að setjast hér kviknaði þó ekki nærri strax. Hann varð ekki til fyrr en við fórum að mintutei, sem reyndist hinn besti drykkur þegar þörf er á að taka sér hvíld frá kaffinu - þjóðardrykk íslendinga. „En við sáum ekkert timburhús - hvað þá lítið timburhús, sem við vorum búin að ímýnda pkkur í bláma fjarlægðarinnar að biði okkar þarna undir brekkunni. Nei þetta var höll. Helgi sagði að húsið væri alveg tilvalið fyrir okkur. Við dvöldum síðan á Akureyri yfir helgina og þótt aldrei hafi verið ætlunin að flytjast til Akureyrar ákváðum við að slá til. Þarna væri ef til vill komið tækifærið sem við vorum að bíða eftir til að eignast húsnæði þar sem við gætum haft vinnustofur. Bæði fylgir ákveðinn kostnaður því að leigja sér hús- næði fyrir vinnustofu úti fyrir í bæ og einnig töldum við ókost að þurfa að fara of langt frá börnunum." Anna Guðrún kvaðst hafa komið sér upp grafíkpressu þegar hún lauk námi sínu við Myndlista- og handíðaskólann og rekur nú grafík- vinnustofu í kjallaranum hjá sér við Aðal- stræti 63. Leikhúslíf á teikniborðinu Peim brá nokkuð í brún þegar þau sáu húsið við Aðalstræti í fyrsta skipti - ekkert timburhús heldur gráan stein, sem reis af sléttunni undir Eyrarlandsholtinu. Þá var ekki búið að byggja á nærliggjandi lóðum og gamli Innbærinn hafði heldur ekki takið þeim stakkaskiptum sem síðan hafa orðið. En þau hrukku ekki til baka heldur luku upp dyrum og tóku að skapa sér heimili innan þessara forsköluðu timburveggja, sem virkuðu svo gráir og ógnvekjandi í upphafi. Þau hafa komið sér vel fyrir í „kastalanum" en Anna sagði að þau hafi raunar ekki lokið því verki - heldur væru að gera húsið upp í áföngum og enn væri margt óunnið. En hvernig var fyrir Reykvíkinginn og myndlistarmanninn að flytja til Akureyr- ar? „Okkur fannst gott að koma hingað. Nágrannarnir tóku okkur vel - buðu okkur velkomin og dag nokkurn kom einn þeirra með grænmeti úr garðinum hjá sér og færði okkur. Vissulega kom margt á óvart. En þar var ekki síður um hið jákvæða í mannlífinu að ræða. Okkur kom til dæmis verulega á óvart hvað mikið var um leikhús- og tónlistarlíf í bænum og nágrannabyggðunum. Þessir þættir eru meira að segja enn að koma á óvart. Mér verður hugsað í því sambandi til Freyvangs- leikhússins og uppfærslunnar á Messíasi - hvað mikið er til af góðu söng- og tónlist- arfólki í sveitinni. En eðlilega er einnig margs að sakna úr höfuðborginni ef menn vilja endilega eyða tímanum til að hugsa um þá hluti. Maður fer síður á kaffihús en ég nýt þess þá ef til vill enn betur að fá fólk í heimsókn. Og vissulega missum við af ýmsu - til dæmis myndlistarsýningum, sem ég gæti alveg hugsað mér að fylgjast með. En ef út í það er farið þá finnst mér að ég búi alls ekki úti á landi. Umgjörð bæjarins er mjög rúm og við erum í alla staði mið- svæðis hér við fjörðinn. Auðvelt er að skreppa til Reykjavíkur eða til Siglufjarð- ar yfir helgi svo dæmi sé nefnd. Við stund- um einnig mikið útilíf - höfum verið dug- leg að ferðast og skoða náttúru landsins. Við höfum farið í útilegu á hverju einasta sumri. Kristján er mikill steinasafnari og kemur því oft klyfjaður úr ferðalögum. Mér finnst að við séum í nánari tengslum við landið og náttúruna hér á Akureyri en meðan við bjuggum í Reykjavík og það bætir að mörgu leyti upp skaðann sem hlýst af því að missa af áhugaverðum við- burðum í höfuðborginni.“ Anna Guðrún segir að þetta sé oft aðeins spurning um Laugardagur 21. mars 1992 - DAGUR - 11 hugarfar. Hver staður hafi upp á margt að bjóða. Menn velji eitt en kjósi að hafna öðru þegar þeir ákveði sér stað til að búa á. Þegar elsta dóttirin lauk upp fyrir komu- manni um kvöld snemma í þessum mánuði blasti við hlýlegt heimili sem ber vott um listræn viðfangsefni húsráðenda. Á teikni- borði Önnu Guðrúnar voru skissur af plakati fyrir sýningu Freyvangsleikhússins á Messíasi og dóttirin, sú sama og kom til dyra, var að æfa dansspor fyrir keppni í listhlaupi á skautum. Þótt Anna hafi starf- að mikið í tengslum við leikhús á síðari árum kveðst hún aldrei hafa haft áhuga á að stíga sjálf á fjalirnar. Sköpunargáfan og túlkunarþörfin hafa birst í samspili huga og handa á teikniborðinu og leikhúsið síð- an notið góðs af. „Dóttir mín sagði að pabbi sinn hefði málað þessa mynd“ Frá því að Anna Guðrún vann með Unu Collins vegna sýningarinnar á My Fair Lady hefur hún starfað við hönnun og gerð leikmynda og búninga fyrir ýmsar upp- færslur leikhúsverka. Má þar nefna Bréf- berann frá Arles hjá Leikfélagi Akureyrar en þá máluðu Anna Guðrún og Kristján maður hennar upp verk eftir þá þekktu listamenn, Hollendinginn Vincent van Gogh og Frakkann Paul Gaugain enn þau voru hluti leikmyndarinnar. Anna Guðrún sagði frá því að þau hefðu eitt sinn verið að fletta listaverkabók ásamt gestum sín- um og þá hafi dóttir þeirra komið og þegar hún sá mynd van Goghs á einni síðunni hafi hún sagt skýrt og greinilega frá því að pabbi sinn hefði málað þessa mynd. Anna Guðrún vann einnig við búninga og hannaði meðal annars og útbjó öll dýragerfin þegar Leikfélag Akureyrar sýndi Kardimommu- bæinn og hún sá um útfærslu leikmyndar og búninga vegna uppfærslu á Húsi Bernörðu Alba eftir Garcia Lorca hjá sama leikfélagi. Anna Guðrún starfaði einnig við uppfærslu á söngleiknum Kysstu mig Kata hér á Akureyri á síðastliðnum vetri. Þá hannaði hún dýragerfin vegna sýningar Töfraflautunnar eftir Mozart og aðstoðaði Unu Collins við gerð búninga. Anna Guðrún kom einnig við sögu sýning- ar Leikfélags Akureyrar á Heill sé þér þorskur eftir Guðrúnu Ásmundsdóttur þar sem hún hannaði bæði leikmynd og bún- inga. Una Collins er kraftmikill og sérstæður persónuleiki Anna Guðrún hefur unnið talsvert með Unu Collins frá því þær hófu samstarf við uppfærsluna á My Fair Lady á fjölum Leikfélags Akureyrar. Hvernig hefur henni líkað að vinna með Unu og hvernig manneskja er þessi þekkti leikmynda- hönnuður? „Una er mjög sérstakur persónuleiki. Hún er kraftmikil og alveg einstakur vinnuþjarkur. Hún hefur starfað mikið í Þýskalandi og einnig í arabalöndum. Hún hefur af mikilli reynslu að miðla og fyrir mér var samstarfið með henni eins og mjög strangur einkaskóli. Hún er dæmi- gerður listamaður og tekur hlutverk sitt mjög alvarlega. Þegar Una Collins tekur einhvern að sér þá eignar hún sér þann sama með húð og hári. Ég reyndi að sjálf- sögðu að læra sem mest af henni því hún hefur mikið að gefa frá sér þrátt fyrir stór- brotinn persónuleika og á margan hátt mjög sérstæðar skoðanir. Ég hafði hugsað mér að taka ekki að mér verkefni í Reykjavík í bráð til að vera heima með fjölskyldunni en þegar mér bauðst að starfa í Óperunni í vetur þá stóðst ég ekki mátið og sé vissulega ekki eftir því.“ Lífsreynsla á ferðalögum Anna Guðrún hefur ferðast töluvert og þegar við hittumst aftur í Gallerí Allra- Handa í Listagilinu nú í vikunni var ekki úr vegi að spyrja hana ,um það sem hún hafi séð og heyrt á ferðalögum sínum. Hún hefur heldur ekki alltaf lagt fyrir sig hefð- bundið ferðaform landans til sólarstranda eða verslunargatna stórborganna. Eitt sinn fór hún til Kenýa í Afríku þar sem Helgi bróðir hennar vann að verkefni á vegum Sameinuðu þjóðanna. „Hann bjó á meðal innfæddra manna af Masaja ættflokki. Masajarnir eru mjög sérstakir - háir, grannir og glæsilegir í útliti auk þess að vera fríðir sýnum. Masajar eru hirðingjar og flakka um með búsmala sinn til og frá. Þeir eru einnig þekktir fyrir að vera miklir hlaupagarpar og virðast geta hlaupið klukkustundum saman.“ Anna Guðrún sagði að tíminn væri mjög afstætt hugtak á meðal þeirra. Þeir hafi allt annað tímaskyn en við. Ef Masaji segir að eitthvað taki stutta stund - til dæmis að fara á milli tiltekinna staða þá geti það þýtt bæði tíu mínútur og einnig tíu daga. Anna Guðrún sagði einnig að vestræn áhrif væru að byrja að ryðja sér til rúms á meðal þeirra en það væru ekki ætíð heillavænleg- ustu áhrifin sem fyrst skytu rótum. Hún sagði að Helgi bróðir sinn hefði aðstoðað ættarhöfðingjann í þorpinu þar sem hann bjó við að komast á sjúkrahús og eftir það hefði höfðinginn litið á hann sem lífgjafa sinn. Þau fóru til hans í heimsókn og kvaðst Anna hafa tekið eftir að hann bar amerískt armbandsúr með mynd af teikni- myndahetjunni Mikka mús á handleggn- um - hlægilegt og þó ekki hlægilegt í senn því það sýndi hvernig hin vestrænu áhrif bærust samhengislaust til þessa fólks og yrðu því stundum afkáraleg. Hún sagði einnig frá því er ættarhöfðinginn hugðist kaupa sér bíl og fékk „lífgjafa“ sinn til þess að koma með sér. Hinn fíni farkostur reynist vera gömul Toyota Corolla og á meðan þeir voru að skoða bílinn hefði heill her af mönnum verið í kringum þá og ræðst mikið við. Dálítið undarlegt hefði verið að heyra óminn af tungumáli Masaj- anna og hugtakið Corolla hljóma eins og taktslátt við tungutakið. Borgaði sig ekki að kalla á lögreglu ef afbrotamaðurinn var enn á lífi „Varðmaðurinn við blokkina þar sem fjöl- skylda bróður míns bjó var af innfæddum uppruna og var hann vopnaður boga og örvum. Bogi og örvar rjúfa ekki þögnina á nóttunni eins og riffilskot, sem myndu vekja alla í nágrenninu. Þannig er mat manna á mannslífinu allt annað þarna en við eigum að venjast. Þjófur á nóttu er drepinn og mér var sagt að ef brotist væri inn þá væri betra að drepa þjófinn áður en kallað væri á lögregluna -en láta hana síð- an koma og hirða skrokkinn því kerfið væri svo þungt í vöfum að ekki borgaði sig að fá lögreglu ef afbrotamaðurinn væri enn á lífi.“ Anna sagði að mjög sérstakt hefði verið að koma þarna og mikil lífsreynsla fólgin í því að kynnast menningu sem væri svo gjörólík þeirri sem við þekktum. Skotraufarnar opnuðust og tvær núnútur urðu að tveimur vikum Anna Guðrún lenti einnig í ákveðinni lífs- reynslu í ferð til írlands. Hún var á ferð í Texti: Þórður Ingimarsson Myndir: Rikki Belfast með föður sínum, Torfa Ólafssyni, sem er fórmaður kaþólska safnaðarins á íslandi. Þau voru ásamt vini hans að koma af fundi írsks bókaútgefanda varðandi Iprentun bókar þegar þau gengu fram á hóp af börnum og unglingum sem héldu á litl- um flöskum. Hún sagði að mikil spenna hefði virst liggja í loftinu og margt fólk var úti í gluggum. Skyndilega hafi bryndreki birst og um leið byrjuðu börnin að kasta flöskunum að honum. Þá hafi komið í ljós að það sem virtist vera mjólk var málning. „Þegar drekinn nam staðar hlupu þau burt en þá opnuðust allar skotraufar og byssukjaftarnir beindust að okkur. Við stóðum skelfingu lostin á götuhorninu og tvær mínútur urðu að tveimur vikum á einu augabragði." Anna kvaðst vera viss um að Bretarnir hefðu skellihlegið að þeim þarna inni í bryndrekanum. Hversu aumingjaleg þau hafi verið. Anna Guðrún sagði erfitt að lýsa ástandinu á Norður- írlandi eins og það væri í raun og veru. Þarna búi tvær þjóðir og þjóðerniskennd íranna sé óbifanleg. Þótt talað sé um trú- arbragðastríð í daglegu tali þá liggi mörkin á milli hinna innfæddu íra og Englendinga sem búa á Norður-írlandi. Deilurnar snú- ist því í raun um þjóðerni og sjálfstæði hinna innfæddu en þær aðstæður að írar séu kaþólskir en Englendingar mótmæl- endur færi blæ trúarbragðanna á þessar deilur. Anna Guðrún rifjar aftur upp sam- skipti sín við Unu Collins í þessu sam- bandi. „Þarna gátum við deilt um málefni sem ekki snerti leikhúsið. Ég er kaþólsk og stóð ætíð með írunum en Una, sem er Breti af gyðingaættum, mátti helst ekki heyra minnst á þá.“ Anna Guðrún hefur víðar orðið áhorf- andi að atburðum sem tengjast þjóðernis- deilum. Hún var þá stödd í Madríd og morgun einn þegar hún vaknaði var lög- reglan búin að umkringja nágrennið. Þessi lögregluaðgerð hafi staðið í sambandi við hryðjuverkasamtök Baska. Anna Guðrún sagði að margt væri sameiginlegt með bar- áttu þeirra og baráttu íranna. „Baskarnir eru sérstakur þjóðflokkur og eru ekkert skyldir Spánverjum. Þeim finnst því að þeir séu aðeins undirokaður minnihluta- hópur á Norður-Spáni sem ekki sé hlustað á.“ Anna Guðrún hefur einnig verið í Dubrownik á Adríahafsströndinni, sem mjög hefur komið við sögu í stríði Serba og Króata. Hún var þó ekki í neinum lífs- háska þá enda mörg ár síðan en hún kvaðst hafa hugsað mjög mikið til þess staðar að undanförnu og séð fyrir sér hvernig óbætanlegar sögulegar byggingar hafi orðið eyðileggingunni að bráð í sjálf- stæðisbaráttu minnihlutaþjóðar. „Ég sé ekki eftir að hafa flutt hingað En frá útlöndum og ævintýralegum ferða- lögum Önnu Guðrúnar Torfadóttur um heiminn og til Akureyrar á nýjan leik. Anna Guðrún hefur búið ásamt fjölskyldu sinni á Akureyri í tíu ár og því liggur beint við að spyrja hana hvort hún sé orðin Akureyringur. Hún svaraði um hæl og kvaðst aldrei verða Akureyringur. Hún sagði að fólk væri að vanda um við sig vegna þess að hún tali með sunnlenskum hreim en sér finnist ekki rétt að fara að taka upp breyttan framburð þótt hún hafi flutt á milli landshluta eingöngu til að þóknast einhverjum sem þurfi að hlusta á sig. „Eru menn ekki áfram Þingeyingar eða Borgfirðingar í huga sínum þótt þeir flytji til Reykjavíkur. Fólk flýr aldrei upp- runa sinn með búferlaflutningum. Mér finnst að ég megi vera stolt af uppruna mínum á sama hátt og fólk, sem flytur utan af landi er stolt af uppruna sínum þótt það hafi sest að í Reykjavík.“ - En hafa Ákureyringar reynst öðruvísi en þú bjóst við? „Akureyringar eru upp til hópa ágætis- fólk. Mér finnst einna helst að smávegis ættjarðarhroki vilji loða við einstaka mann. Allt sé best á heimaslóðum. Þótt gott sé að vera ánægður með sína heima- haga mega menn heldur ekki missa sjónar á því að margt ágætt getur leynst á öðrum stöðum. Okkur hefur liðið mjög vel hér á Akureyri og ég sé ekki eftir að hafa flutt hingað.“ Anna Guðrún í „draumahúsinu“ í innbænum.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.