Dagur - 21.03.1992, Síða 12
12 - DAGUR - Laugardagur 21. mars 1992
Húsgull á Húsavík:
Formaður fyrirfiimst engimi
- en það er að koma græn slikja
Árni Sigurbjarnarson og Sigurjón Benediktsson eru í framkvæmdastjórn
HÚSguliS. Myndir: IM
Húsgull er húsvísk samtök um
gróðurvernd, umhverfí, land-
græðslu og landvernd. Sam-
tökin standa fyrir ráðstefnu um
verndun og endurheimt land-
kosta á Hótel Húsavík í dag
undir yfírskriftinni: Landið er
framtíðin. Þetta er þriðja stóra
ráðstefnan sem samtökin
standa fyrir en þau urðu
þriggja ára nú í vikunni, 18.
mars sl. Framkvæmdastjórn
samtakanna hefur haldið yfír
60 fundi, bókfærða af ritaran-
um, Sigurjóni Jóhannessyni.
Þorbjörg Bjömsdóttir er gjald-
keri samtakanna, en formaður
fyrirfínnst enginn. Þó eru tveir
menn sem ýmsu hafa áorkað,
þó þeir vUji gera sinn hlut sem
minnstan og bendi stöðugt á að
hinir og þessir hafí gert hitt og
þetta. Þessir hógværa Húsvík-
ingar eru Sigurjón Benedikts-
son og Árni Sigurbjarnarson
og þeir féllust á að koma I við-
tal um Húsgull sem þeir án efa
hafa helgað drjúgan hluta
tómstunda sinna síðustu árin.
Húsgull segja þeir ekki vera
félag í venjulegum skilningi
heldur samtök tU að samræma
og halda utan um starfið að
þessum málum og mynda
tengiliði við önnur félög. Þeir
segja að á framkvæmdarstjóm-
arfundum samtakanna droppi
margir inn og minna sérstak-
lega á þátttöku skipulags-
nefndar bæjarins, garðyrkju-
manns og forstöðumanns
vinnuskólans.
Tildrögin að stofnun Húsgulls
voru þau að Iðnþróunarfélag
Þingeyinga efndi til hugmynda-
samkeppni um átaksverkefni.
Verðlaunahugmyndina átti
Sigurður Gunnarsson, sjómaður,
og var hún um skjólbeltaræktun
umhverfis bæinn. Áhugamenn
gripu hugmyndina tveim
höndum, ræddu hana og þróuðu,
kynntu hana og ástand gróður-
mála í bæjarlandinu fyrir félög-
um í bænum, og um vorið var
haldinn fundur með fulltrúum
félaga og samtökin stofnuð.
Jákvæðni bæjarbúa er
forsendan
„Hlutverk samtakanna hefur ver-
ið að útvega félögunum verkefni,
og einu sinni tókst að fá 500 þús-
und til að greiða unglingum
vinnulaun við gróðursetningu.
Við eigum hugmyndina að gerð
þessarar göngu- og reiðleiðar
sem lögð hefur verið umhverfis
byggðina. Við höfum útvegað
heilmikið af plöntum og áburði.
En allt er þetta unnið í samvinnu
við skipulagsyfirvöld bæjarins, og
forsenda fyrir að þetta er hægt er
jákvæðni bæjarbúa og bæjaryfir-
valda.
Áður en Húsgull fór af stað
starfaði hér Skógræktarfélag sem
setti niður nokkur þúsund plönt-
ur og sýndi að þetta var hægt.
Fyrsta árið sem Húsgull starfaði
voru settar niður 20 þúsund
plöntur, annað sumarið 40 þús-
und og þriðja sumarið 105 þús-
und og næsta sumar stefnum við
á að setja niður 200 þúsund
plöntur.
Við erum ekki að planta skógi
sem verður ófær yfirferðar, held-
ur eru þessar plöntur settar niður
hér og þar og eiga að geta sáð sér
út og myndað kjarr, svona nátt-
úrlegt og fallegt umhverfi,“ sagði
Árni. Sigurjón bætti við: „Það
má líka benda á það að Plast-
pokasjóður Landverndar er
búinn að hjálpa okkur um stórar
fjárhæðir. Þeir hjálpuðu okkur
að ýta úr vör og fyrsta árið fjár-
a melana
mögnuðu þeir plöntukaupin að
verulegu leyti."
Fólkið var girt inni í bænum
Árið 1990 var bæjarlandið friðað
fyrir lausagöngu búfjár, en Árni
segir: „Þetta var forsenda fyrir
þessu. Það má segja að fólkið
hafi verið girt inni í bænum. Það
var girðing umhverfis alla byggð-
ina sem segja má að hafi lokað
fólkið frá umhverfinu, m.a. berja-
brekkum.“
- Mér sýnist að ykkur gangi
mjög vel að virkja fólk til sam-
starfs við Húsgull, bæði félög og
opinbera aðila. Hvernig farið þið
að þessu?
„Þetta hefur gengið ótrúlega
vel og ég held að innst inni hafi
allir verið búnir að fá nóg af
ástandinu eins og það var.
Ástandið á landinu var hörmu-
legt, og er hörmulegt víða um
ísland. Ég held að áhugi fyrir
þessum málum blundi í hverjum
manni og lítið þurfi til að vekja
hann.
Allt hefur sinn tíma, í kjölfar
fyrstu ráðstefnunnar fylgdi mikil
vinna. Síðar tókum við þátt í
Landgræðsluskógaátakinu. Ráð-
stefnan sem haldin verður á laug-
ardaginn á enn eftir að flytja okk-
ur fram á við. Verið er að stofna
hliðstæð samtök í Mývatnssveit
og verkefnaskortur á ekki eftir að
há okkur,“ sagði Sigurjón.
- Nú er búið að gróðursetja
hátt í 200 þúsund plöntur í Húsa-
víkurland. En er nóg að gróður-
setja, þarf ekki að hlú að
plöntunum í uppvextinum, Árni?
„Plönturnar sjá að mestu leyti
um sig sjálfar fyrstu árin, þær
sem plantað er út í mörkinni, það
væri annað ef við værum að rækta
upp skrúðgarð eða eitthvað slíkt.
Það hefur verið gerð útekt á
árangri gróðursetningarinnar og í
ljós kom að 93% plantnanna
lifðu fyrsta árið. Árangurinn er
með því besta sem gerist á land-
inu og langt umfram það sem
okkur var sagt í upphafi.“
Við erum ekki að
rækta borðvið
- í framhaldi af slíku átaki hlýtur
að gerast bylting í umhverfismál-
um, plönturnar vaxa að vísu hægt
fyrstu árin en hvenær vakna
Húsvíkingar upp í gjörbreyttri
bæjarumgjörð, Sigurjón?
„Við skulum vona að þetta
verði ekki eins og með sumar
aðrar byltingar, að byltingin éti
börnin sín. Við megum aldrei
gleyma því að við erum að tala
um umhverfisskóg, útivistarskóg,
en við erum ekki að tala um að
rækta borðvið. Við erum að gera
landið líkara því sem var þegar
Garðar Svavarsson og hans
kumpánar komu.“ Árni svaraði:
„Byltingin er þegar hafin. Hlut-
irnir gerast hraðar þar sem birki
var fyrir, t.d. eins og uppi við
Botnsvatn í Krubbnum, þar sem
það er alls staðar að skjóta upp
kollinum. Við höfum fundið birki
í 300 metra hæð hér í fjallinu.
Lengst er síðan svæðið sunnan
við bæinn var friðað og þar er að
verða mjög fallegt land, birki og
víðir að koma upp. Ég hugsa að
eftir 10 ár geti enginn ímyndað
sér hvernig þetta hafi verið áður.
Byltingin er orðin, og það var
hugarfarsbreytingin sem átti sér
stað.“
Árni segir að mitt í svartnættis-
hjalinu í byrjun desember hafi
Húsgull farið af stað með söfnun
fyrir raðsáningarvél. Aðeins eitt
slíkt tæki er til á landinu, en
notkun slíkra tækja býður upp á
nýja möguleika hvað varðar sán-
ingu á lúpínu og melgresi, og að
græða þannig upp stór svæði.
Hver sáningarvél kostar um 1,3
milljónir og nú lítur út fyrir að
það takist að safna fyrir þremur
vélum. íslandsbanki gefur and-
virði einnar vélar, Hagkaup ann-
arrar og ýmsir aðilar hafa lagt til
fé vegna kaupa á þriðju vélinni,
m.a. Ingvar Helgason. „Við
höfðum ekki samband við marga
aðila en fengum strax mjög
jákvæð viðbrögð,“ segir Árni.
Lausn vandans felst í að
landið sé í byggð
„Okkur finnst orðið tímabært að
færa umræðuna aðeins út fyrir
þessa 23 ferkílómetra af landi
Húsavíkurbæjar því við sjáum
vandamálin blasa við allt í kring
um okkur. Það er að koma til ný
tækni og menn að öðlast meiri
vitneskju um hlutina. Gerfi-
tunglatölvumyndir sýna orðið
hlutina í miklu víðara og stærra
samhengi, og þær sýna að öll
þessi svæði eru á undanhaldi.
Raunverulega sýnist okkur að á
stórum svæðum í Suður-Þingeyj-
arsýslu eigi landbúnaður enga
framtíð fyrir sér, nema menn
grípi til róttækra aðgerða. Þetta
er því orðið mikið byggða-
spursmál. Uppgræðsla er ný
byggðastefna því það er lífs-
spursmál fyrir byggðirnar að fara
út í stórátak við endurheimt á
landi. En við viljum undirstrika
það að sú endurheimta fer ekki
fram nema að þessar byggðir
haldist í byggð. Byggðin er því
ekki vandamálið heldur felst
lausn vandans í henni. Menn
verða að breyta búskaparháttum
og taka upp beitarstjórnun á
svæðunum, og nota nýja tækni
við uppgræðslu," sagði Árni.
Þegar ég sá Iandið úr lofti
Litljósmyndir af Húsavíkurbæ,
þar sem hann hvílir í faðmi gróð-
urs og grænku, hafa verið til sölu
hjá fleiri en einum aðila síðustu
árin. Myndir þessar eru vinsælar
til gjafa, prýða orðið veggi víða
og flestum því kunnar. Fyrir
þremur árum kom eldhuginn Sig-
urjón Benediktsson stormandi
inn á fundi hjá mörgum félaga-
samtökum í bænum með lit-
skyggnur, myndir sem hann hafði
tekið úr lítilli flugvél af umhverfi
bæjarins, frá nýjum sjónarhorn-
um. Á flestum þessara mynda
bar meira á brúna en græna litn-
um og brá mörgum Húsvíkingi í
brún við þá sjón, enda fæstir á
flögri yfir bænum á smárellum
svona dags daglega. Sigurjón er
spurður hvort þessi kynning hans
á umhverfi bæjarins hafi ekki
haft sitt að segja: „Það sem
hreyfði við mér var þegar ég sá
landið úr lofti. Ég byrjaði ekki að
fljúga fyrr en fyrir einum fjórum
árum. Þangað til hélt ég að allt
væri í himnalagi, því maður
gengur alltaf um á fallegustu
stöðunum og er ekkert að labba á
neina ljóta staði. Ég varð var við
það að þessar myndir kveiktu í
mörgum.
En nú er orðið gaman að sjá
nýjar myndir, þar sem hlutirnir
eru farnir að snúa við. Það var
búið að dæma til dauða marga
mela innan girðingarinnar, en
þar er nú farin að sjást græn
slikja." IM
Fjölmargar trjáplöntur hafa verið gróðursettar ofan við Skálabrekku og vaxa þar úr grasi - mjór er mikils vísir.
r'
mm.
hornsófinn
er fallegur, vandaður og ekki síst þægilegur
sófi til að sitja í. Ekta nautshúð á slitflötum.
Margir litir.
I Húsgagnahöllinni eru til húsgögn frá öllum
heimshornum og kappkostum við að hafa
úrvalið sem fjölbreytilegast fyrir allan aldur.
Sendum samdægurs.
LAHDSÞJÓNUSTA t 28 ÁK.
GOÐ GREIÐSLUKJOR
Raðgreiðslur Visa 18 mán.
Raðgreiðslur Euro 1 1 mán.
HúsgapabolIIn
BILDSHÖFÐA 20 -112 REYKJAVÍK - SÍMI 91-681199