Dagur - 21.03.1992, Page 16

Dagur - 21.03.1992, Page 16
16 - DAGUR - Laugardagur 21. mars 1992 Dagskrá fjölmiðla Sjónvarpið Laugardagur 21. mars 14.50 HM í handknattleik. Bein útsending frá leik íslendinga og Belga í B- heimsmeistarafceppninni í Austurríki. 16.20 Enska knattspyrnan. Sýnd verður viðureign Liverpool og Tottenham Hotspur á Anfield Road í Liverpool og um klukkan 17.55 verða úrslit dagsins birt. 18.00 Múmínálfarnir (23). 18.30 Kasper og vinir hans (48). 18.55 Táknmálsfróttir. 19.00 Poppkom. 19.30 Úr ríki náttúrunnar. Fenjaviðarskógurinn. (The Wild South - Mangroves.) Fræðslumynd um lífröd í fenjaviðarskógi í norður- hluta Nýja-Sjálands. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Lottó. 20.40 '92 á Stöðinni. 21.05 Hver á að ráða? (1). (Who’s the Boss?) 21.30 Ástir og afbrýði. (A Duel of Hearts.) Bresk sjónvarpsmynd frá 1990. Sagan gerist á Englandi árið 1821 og segir frá ungri hefð- arkonu sem kemst á snoðir um fyrirhugað tilræði við aðalsmann. Hún ákveður að reyna að koma manninum til hjálpar og flækist þar með inn í æsispennandi atburða- rás. Aðalhlutverk: Alison Doody, Michael York, Geraldine Chaplin og Billie Whitelaw. 23.05 Mishima: Líf í fjórum þáttum. (Mishima: A Life in Four Chapters.) Bandarísk bíómynd frá 1985. í myndinni er sögð saga jap- anska rithöfundarins Yukios Mishima sem fæddist í Tokyo árið 1925. Mishima lærði lögfræði en sneri sér síðan að ritstörfum og skrif- aði fjölmargar skáldsögur og leikrit auk þess sem hann lék í og leikstýrði kvikmynd- um. Mishima hélt mjög í heiðri fomum japönskum siðum og stofnaði einkaher til vemdar og heiðurs keisar- anum. Hann stytti sér aldur með kviðristu árið 1970. Ein bóka hans, Sjóarinn sem hafið hafnaði, hefur komið út á íslensku. Aðalhlutverk: Ken Ogata, Kenji Sawada og Yasosuke Bando. Kvikmyndaeftirlit rikisins telur myndina ekki hæfa áhorfendum yngri en 16 ára. 00.55 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. Sjónvarpið Sunnudagur 22. mars 13.00 Meistaragolf. 13.50 HM í handknattleik. Bein útsending frá leik íslendinga og Norðmanna í B-heimsmeistarakeppninni í Austurrfld. 15.35 Ef að er gáð (11). Ellefti þáttur: Sykursýki. 16.00 Kontrapunktur (8). Spumingakeppni Norður- landaþjóðanna um sígilda tónlist. Að þessu sinni eig- ast við Finnar og Danir. 17.00 Undur veraldar (1). Ríki nöðmnnar. (World of Discovery - Realm of the Serpent.) Bandarískur heimilda- myndaflokkur. í þessum fyrsta þætti er fjall- að um snáka og ferðast um víða veröld til þess að varpa ljósi á lifnaðarhætti þessara dularfullu dýra. 17.50 Sunnudagshugvekja. Ema Ragnarsdóttir hönnuð- ur flytur. 18.00 Stundin okkar. 18.30 Svona verður geitaostur tfl. (Hvor kommer tingene fra? - gedeost.) Danskur þáttur þar sem sýnt er hvemig geitaostur er búinn til. 18.20 Fjallagórillur. Bergsgorillor - Och det var rigtig sandt.) Stutt mynd um konu sem fer og heimsækir fjallagórillur í Afríku. 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 Vistaskipti (1). 19.30 Fákar (31). (Fest im Sattel.) 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Leiðin til Avonlea (12). (Road to Avonlea.) 21.30 Straumhvörf 2. Skálar á Langanesi. Ný heimildamynd um athafnastað á íslandi, sem farinn er í eyði. Fléttað er saman staðarlýs- ingum og leiknum atriðum, sem tengjast sögu útgerðar- staðarins Skála á Langanesi, en þar var fyrsta frystihús landsins reist snemma á þriðja áratug þessarar aldar. 22.00 Mannsrödd. (The Human Voice.) Bresk sjónvarpsgerð á leikritinu La Voix Humaine sem Jean Cocteau skrifaði árið 1933. Leikritið lýsir viðbrögðum konu sem verður fyrir því að elskhugi hennar tilkynnir henni símleiðis að hann ætli að giftast annarri konu. 22.55 Útvarpsfréttir og dag- skrárlok. Sjónvarpið Mánudagur 23. mars 18.00 Töfraglugginn. 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 Fjölskyldulíf (25). (Families n). 19.30 Fólkið í forsælu (27). Lokaþáttur. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Simpson-fjölskyldan (5). 21.00 íþróttahornið. Fjallað verður um íþróttavið- burði helgarinnar og sýndar svipmyndir frá knattspymu- leikjum í Evrópu. 21.30 Litróf. Litið verður inn á æfingu hjá Hugleik og sýnt brot úr nýju verki, Fermingaibamamót- ið. Einar Kárason og Sjón flytja frumsamin verk við undirleik Tómasar R. Einars- sonar og félaga. Rætt verður við norska leikmynda- og búningahönnuðinn Rolf Alme, sem nú vinnur að leikritinu Elín, Helga, Guð- ríður eftir Þómnni Sigurðar- dóttur í Þjóðleikhúsinu. Kristinn Sigmundsson syngur, og loks verður fjall- að um Sögufélagið sem um þessar mundir fagnar 90 ára afmæli. Umsjón: Arthúr Björgvin Bollason. 22.05 Ráð undir rifi hverju (1). (Jeeves and Wooster H). Breskur gamanmyndaflokk- ur byggður á sögu eftir P.G. Wodehouse um treggáfaða spjátmnginn Bertie Wooster og þjóninn Jeeves. Aðalhlutverk: Stephen Fry og Hugh Laurie. 23.00 EUefufréttir. 23.10 Þingsjá. 23.30 Dagskrárlok. Stöð 2 Laugardagur 21. mars 09.00 Með Afa. 10.30 Kalli kanína og félagar. 10.50 Af hverju er himinninn blár? 11.00 Dýrasögur. 11.15 Litla lestin. Seinni hluti. 12.00 Landkönnun National Geographic. 12.50 Pancho Barnes. Florence Lowe er goðsögn. Ung að árum giftist hún predikara sem hún yfirgaf. Florence dulbjó sig sem strák og kom sér um borð í skip og endaði í Mexíkó. Þar fékk hún viðurnefnið Pancho. Pancho snýr aftur til Bandarikjanna og fær#ækn- andi flugdellu. Aðalhlutverk: Valerie Bertinelh, Ted Wass og Sam Robards. 15.10 Þrjúbíó. Lóa og leyndarmálið. 16.30 Stuttmynd. 17.00 Glasaböm. (Glass Babies.) Þriðji og næstsíðasti hluti. 18.00 Popp og kók. 18.30 GiUette sportpakkinn. 19.19 19:19. 20.00 Fyndnar fjölskyldusög- ur. (Americas Funniest Home Videos.) 20.25 Maður fólksins. (Man of the People.) 21.00 Á norðurslóðum. (Northem Exposure.) 21.50 í slæmum félagsskap.# (Bad Influence.) Hörkuspennandi mynd með þeim Rob Lowe og James Spader í aðalhlutverkum. Aðalhlutverk: James Spader, Rob Lowe og Lisa Zane. 22.40 Með dauðann á hælun- um.# (8 Million Ways to Die.) Hér er á ferðinni spennu- mynd með Jeff Bridges í hlutverki fyrrverandi lög- regluþjóns sem á við áfeng- isvandamál að stríða. AðaUflutverk: Jeff Bridges, Rosanna Arquette, Randy Brooks og Andy Garcia. Stranglega bönnuð bömum. 00.30 Ofsóknir. (Persecution.) Kona nokkur sem er leið á tflbreytingarleysi hjóna- bandsins tekur upp ástar- samband við þingmann og á með honum son. Eiginmaður hennar kemst að því að drengurinn er ekki rétt feðr- aður og í bræðiskasti hrindir hann konu sinni niður stiga með skelfflegum afleiðing- um. AðaUUutverk: Lana Tumer, Trevor Howard og Ralph Bates. Stranglega bönnuð börnum. 02.00 Dagskrárlok. Stöð 2 Sunnudagur 22. mars 09.00 Maja býfluga. 09.25 Litla hafmeyjan. 09.50 Barnagælur. 10.10 Sögur úr Andabæ. 10.35 Soffía og Virginía. (Sophie et Virginie.) 11.00 Flakkað um fortíðina. (Rewind: Moments in Time.) 12.00 Popp og kók. 12.30 Bláa byltingin. (Blue Revolution.) 13.25 Líknarmorð. (Mercy or Murder.) Sannsöguleg kvikmynd sem byggð er á máh sem kom upp árið 1985 þegar RosweU Gilbert tók Uf konu sinnar sem haldin var ólæknandi og kvalafuUum sjúkdómi. AðaUUutverk: Robert Young, Frances Reid og Eddie Albert. 15.00 Mörk vikunnar. 15.20 NBA-körfuboltinn. 16.30 Unglingamir í firðinum. 17.00 Dansahöfundarnir. (Dancemakers.) 18.00 60 mínútur. 18.50 Kalli kanína og félagar. 19.00 Fúsi fjörkálfur. 19.19 19:19. 20.00 Klassapíur. (Golden Girls.) 20.25 Óskarinn undirbúinn. í þessum þætti kynnumst við skyldum þeirra sem hafa með það að gera að velja Óskarsverðlaunahafa kvik- myndaheimsins en afhend- ing þeirra fer fram 31. mars næstkomandi. 21.15 Michael Aspel og félag- ar. 21.55 Fjandsamlegt vitni.# (Hostfle Witness.) Spennandi framhaldsmynd í Ljóð Mannorðsþjófiiriim - (Ort eftir útvarpsþátt) Lífið er undarleg andstæðutíð, uppskera, vonbrigði, kyrrð og stríð, hlæjandans grátur, hrós og níð, unz foldin faðmar náinn. En fær hann að hvíla í friði þar við ferðalokin til eilífðar? Þær eru tíðförlar tungurnar, er seðjast á sögum Gróu. Og þó - mun þjófstungan nægju fá? Er þögn um manninn, sem gröfin á? Hvort hljóðnar heltungan mörðum hjá, fyrr en Drottinn dómstól setur? Ur glerhúsi kasta menn grjóti enn, en gæta þess ei, að þeir meiðist í senn. Þeir sjálfir sig telja séntilmenn með sómann í bak og fyrir. Sá ætti að líta í eigin barm, á eigin bresti, eigin harm, er hylur sinn stagbætta sálargarm með keisarans nýju klæðum. Jón Hilmar Magnússon. (Höfundur oýr á Akureyri). Hannyrðaverslunin Hnotan Kaupangi auglýsir Námskeið í taumálningu Upplýsingar og innritun í versluninni í síma 23508, kennari Björk Pétursdóttir. Spói sprettur Ég hlakka mjög til þess að leika við svona fallega konu! Ég kann sérstaklega vel við þessi stuttu pils! Hvers vegna færðu þú þér þá ekki eitt slíktl! iaas^ Gamla myndin M3-3049. Ljósmynd: Hallgrímur Einarsson og synir/Minjasafnið á Akureyri Hver kannast við fólkið? Ef lesendur Dags telja sig þekkja fólkið á myndinni hér eru þeir vinsamlegast beðnir að koma þeim upplýsingum á framfæri við Minjasafnið á Akureyri (pósthólf 341, 602 Akureyri) eða hringja í síma 24162. Hausateikningin er til að auðvelda iesendum að merkja við það fólk sem það ber kennsl á. Þótt þið kannist aðeins við örfáa á myndinni eru allar upplýsingar vel þegnar. SS

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.