Dagur - 21.03.1992, Side 18
18 - DAGUR - Laugardagur 21. mars 1992
BÍLAR
Golfinn verður eftir sem áður
fáanlegur í mörgum útgáfum og
með margs konar vélum. Bíllinn
sem ég ók var CL-gerðin, 4-dyra
með 75 ha. 1,8 I vél. Innréttingin
í CL-gerðinni er ágætlega fram-
bærileg og í bílnum voru samlæs-
ingar og speglar sem stilla má
innanfrá. Sætin eru ágæt og
styðja vel við bak og síðu, en ég
væri til í að hafa setuna svolítið
lengri í framsætunum. Bíllinn er
rúmgóður og sýnist ekki vera
smábíll lengur. Gott er að ganga
um hann og sérstaklega eru aftur-
dyrnar þægilega stórar. Farang-
ursrýmið er auðvitað í minna lagi
eins og í flestum bílum með sams
konar byggingarlag, en það er
reglulegt í laginu og afturhlerinn
opnast alveg niður að gólfi.
Mælaborðið er mjög svipað því
sem er í VW-Passat og þar eru
mælar og stjórntæki vel staðsett.
Miðstöð og loftræstikerfi hafa
fengið nýja stillihnappa sem
vinna vel og eru mjög þægilegir í
notkun. Mikið er af ýmsum hólf-
um og hirslum fyrir smádót.
Útsýnið er ágætt, ef frá er talið
að öftustu þakstólparnir skyggja
á útsýni aftur úr bílnum, en þeir
hafa alltaf verið sérkenni á Golf.
Allur frágangur er að sjálfsögðu
til fyrirmyndar eins og venjulega
á þessum bæ.
Nýi Golfinn sýnist ekki aðeins
stærri bíll en sá gamli heldur
reynist hann einnig „stærri“ í öllu
viðmóti. Hann er líka heldur
þyngri. Vélin sem er 1,8 lítra og
75 hö. kemur nú í stað 1,6 lítra
vélar með sömu hestaflatölu.
Talsverður munur er á kraftinum
þó hámarksafköstin séu þau
sömu og mér þótti bíllinn alveg
bærilega frískur, a.m.k. tómur,
en ég hafði ekki tækifæri til að
reyna hann fulllestaðan. Vélin er
seig á litlum snúningshraða, og er
þýðgeng og hljóðlát. (Sama vélin
fæst einnig 90 ha.) Þessir eigin-
leikar koma reyndar ekki á óvart
þar sem hér er um að ræða
þrautreynda og mjög þróaða
smíði frá VW sem hefur þjónað
bæði í Golf og Passat í ýmsum
útgáfum.
Gírkassinn er 5 gíra og VW
hefur tekist að velja mjög heppi-
leg gírhlutföll. Gírskiptingin er
óvenju nákvæm og lipur.
Fjöðrunin er bæði slaglöng og
tiltölulega mjúk án þess að það
hafi áhrif til hins verra á aksturs-
eiginleika bílsins. Golfinn er
þannig mjög þægilegur við flestar
aðstæður og við það má svo bæta
að hljóðeinangrun er mun betri
en í eldri gerðinni. Bíllinn er afar
stöðugur og rásfastur á öllu
undirlagi, líka á malarvegi. Hann
liggur vel í beygjum og skyndi-
legar sveiflur eða breyting á inn-
gjöf setja hann ekki úr jafnvægi
við venjulegar aðstæður. Bíllinn
hefur nærri hlutlausa stýrieigin-
leika í beygjum (ólestaður).
Vökvastýrið er mjög gott, sérlega
nákvæmt og veitir góða tilfinn-
ingu fyrir veginum. Sömuleiðis
eru hemlarnir öflugir. Allt þetta
kemur svo sem heldur ekki á
óvart, því eldri Golfinn hafði
einnig mjög góða og örugga
aksturseiginleika, en þessi nýi er
tvímælalaust ennþá betri, stöð-
ugri, hljóðlátari og þægilegri.
Nýi Golfinn fæst í mörgum
útgáfum, CL, GL, GT, GTI, D
og VR6 (síðar einnig GTI16V og
SYNCRO). Vélarnar eru 4
strokka bensínvélar 1,4 1, 1,8 1,
2,01, og 2,81 og 1,91 dísel. Það er
því úr nægu að velja og því ætti
það ekki að koma í veg fyrir að
viðskiptavinir Volkswagen finni
Golf við sitt hæfi. Það verður
raunar að teljast líklegt að Volks-
wagen takist að halda sínum hlut
í harðnandi samkeppni á bíla-
markaðinum í Evrópu með þeim
afbragðs bíl sem nýi Golfinn
virðist vera.
Op/ð: Laugard. ogsunnud. frá kl. 13-17
[h]HEKLAHF
Möldur hf.
mmm
Volkswagen Golf kom fyrst á
markað 1974 og var ætlað það
erfiða hlutverk að leysa af hólmi
„VW-bjölluna“ sem hafði þá ver-
ið framleidd frá því fyrir 1940.
Bjallan var óumdeildur sölumet-
hafi í bílaheiminum þá og margir
spáðu því að VW tækist vart að
endurtaka leikinn með Golfin-
um. Það hefur þó gengið betur en
margir gerðu ráð fyrir og nú þeg-
ar 3. kynslóðin af Golf lítur dags-
ins ljós höfðu selst meira en 12
milljónir bíla af þessari gerð, og
Golfinn hefur lengst af verið
mest seldi bíll í Evrópu og átt
meira en 30% af markaðinum í
sínum stærðarflokki. Þetta verð-
ur að telja allgóðan árangur.
VW-verksmiðjurnar hófu und-
irbúning að smíði 3. kynslóðar af
Golf fyrir meira en 5 árum. Nýja
gerðin er byggð á mikilli reynslu
sem fengist hefur af Golfinum og
því er ekki um að ræða stórkost-
legar byltingar í smíði bílsins, en
framfarirnar eru þó miklar á
flestum sviðum. Nýi Golfinn er
heldur stærri en sá gamli og það
skilar sér í auknu rými fyrir far-
þega og farangur. Yfirbyggingin
sver sig nokkuð í ættina og hefur
skýr Golf-einkenni. Bíllinn er nú
straumlínulagaðri en áður og
nokkru sterkbyggðari þannig að
Volkswagen fullyrðir að hann sé
sterkasti bíll í þessum stærðar-
flokki og bjóði þar með upp á
mesta vernd í óhöppum. Þá var
veruleg áhersla lögð á notkun
endurvinnanlegra efna í bílnum.
BÍLASÝNINC
Sýnum allt þaö nýjasta frá
Volkswagen og Mitsubishi
Sérstök kynning á nýjum Golf
MITSUBISHI
MuTORS
Fylgist með nýjungunum
Komið og reynsluakið
Gerð:
Volkswagen Golf CL, 5 manna, 5 dyra fólksbíll, vél að framan,
drif á framhjólum.
Vél og undirvagn:
4 strokka, fjórgengis bensínvél, vatnskæld, yfirliggjandi
knastás, bein eldsneytisinnspýting, slagrými: 1781 cm3,
borvídd: 81,0 mm, slaglengd: 86,4 mm, þjöppun 9,0:1, 75 hö
við 5000 sn/mín, 140 Nm við 2500 sn/mín, hvarfakútur (kata-
lysator).
Framhjóladrif, 5-gíra gírkassi.
Sjálfstæð fjöðrun að framan með þríhyrndum þverarmi að
neðan, gormlegg og dempara.
Að aftan samtengdir langsarmar með gormlegg og dempara.
Jafnvægisstöng að framan.
Aflstýri, aflhemlar, diskar að framan, skálar að aftan, hand-
bremsa á afturhjólum.
Hjólbarðar 175/70 R 13, eldsneytisgeymir 55 lítra.
Mál og þyngd:
Lengd 402,0 cm; breidd 171,0 cm; hæð 142,0 cm; hjólahaf
247,5 cm; sporvídd 146/144,4 cm; eigin þyngd ca. 1.005 kg.
Hámarkshraði 168 km/klst.
Framleiðandi: Volkswagen AG (VAG), Þýskalandi.
Innflytjandi: Hekla hf., Reykjavík.
Umboð: Höldur sf., Akureyri.
Verð: Ca. kr. 1.125.000.
Bíll ársins í Evrópu 1992