Dagur - 01.04.1992, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 1. apríl 1992 - DAGUR - 3
Fréttir
Sveitarfélög:
Samband hús-
næðisnefiida
stofiiað í haust
- heimili og varnar-
þing þess á Akureyri
Stofnfundur Sambands hús-
næðisnefnda verður á Egils-
stöðum í haust. Heimili og
varnarþing þess verður á
Akureyri.
Þetta var ákveðið á fundi
flestra stærstu húsnæðisnefnda
landsins á Akureyri síðastlið-
inn föstudag. Húsnæðisnefnd
Akureyrarbæjar boðaði til
fundarins og þar var rætt um
stofnun Sambands húsnæðis-
nefnda fyrir landið allt, sam-
ræmingu á reglum um útleigu
á félagslegum íbúðum, sam-
ræmingu reglna um mat á
endursöluíbúðum og að hús-
næðisnefndir landsins vinni
sameiginlega að kerfi til notk-
unar við skráningu á félagsleg-
um íbúðunt hjá húsnæðis-
nefndum.
Fundurinn samþykkli drög
að samþykktum fyrir Sam-
band húsnæðisnefnda í land-
inu og skal helsti tilgangur
þess vera að efla samstarf
húsnæðisnefnda og koma fram
fyrir þeirra hönd gagnvart
Alþingi, ríkisstjórn og stofn-
unum sem fara með hús-
næðismál þegar um almenn
mál er að ræða. Einnig að
vinna að þróun og stefnu-
mörkun innan félagslega
íbúðakerfisins.
Kosin var fimm manna
undirbúningsnefnd og skipa
hana þau Birna Bjarnadóttir,
Kópavogi, Einar S. Bjar'na-
son, Akureyri, Hilntar Guð-
laugsson, Reykjavík, Jón
Karlsson, Sauðárkróki og
Kristinn Kristinsson, Egils-
stöðum. JÓH
Ull og band á
Hvammstanga:
Verið að
viirna lopa
„Þegar búið var að þvo og
flokka þá ull sem við fengum
inn sl. haust, þá áttum við
um 3 tonn af hreinni ull, sem
við erum að vinna lopa úr
núna,“ segir Rafn Benedikts-
son, forsvarsmaður verkefn-
ishóps um ullarvinnsluna
Ull og band á Hvamms-
tanga.
Ull og band var stofnað fyr-
ir tilstuðlan Átaksverkefnis
Vestur-Húnavatnssýslu og
hefur framleitt lopa í íslensku
sauðalitunum síðustu tvö árin.
Að sögn Rafns voru gerðar
endurbætur á vinnslunni í vet-
ur sem eiga að skila betri
framleiðsluvöru, en lítið hefur
verið selt enn sem komið er.
Rafn segir að aðallega séu
það verkefnishópar og ein-
staklingar í ullarvörufram-
leiðslu, sem kaupi lopa og
þvegna ull frá Ull og bandi.
Dálítið magn af ull hefur farið
árlega til Kanada, en það er
nærri því það eina sem fer
erlendis. Að sögn Rafns
stendur til að fara að koma
lopanum í verslanir á Norður-
landi vestra, en lítið af fram-
leiðslunni hefur verið selt á
þann hátt hingað til.
Einn starfsmaður er um
þessar mundir hjá Ull og
bandi og sér hann bæði um
iopaspuna og ullarþvott. SBG
Aðalfundur Búnaðarsambands Eyjaíjarðar:
Byggðastofiiun neitar að fella niður
lán vegna Fóðurstöðvarinnar sálugu
- stofnrækt kartaflna hefst væntanlega aftur á næsta ári
Mynd: -ÞH
I gær var verið að landa úr Björgvin í Dalvíkurhöfn.
Dalvík:
Björgvin landar 170 tonnum
Dalvíkurtogarinn Björgvin
kom inn til heimahafnar í
fyrradag með 170 tonn eftir níu
daga veiðiferð. Aflinn var að
mestu leyti ufsi sem fer til
vinnslu í frystihúsi KEA á
Dalvík, en aflann fékk skipið
suður af Reykjanesi.
Hinn togari Útgerðarfélags Dal-
víkinga, Björgúlfur, fór á veið
fyrir helgi og hefur ekki geng
neitt allt of vel, að sögn Vah
mars Bragasonar. Skipið sel
síðast afla sinn í Þýskalandi i
fékk ágætt meðalverð, 104 k:
fyrir farm sem að mestu leyti v
karfi en slatti af grálúðu með.
Aðalfundur Búnaðarsambands
Eyjafjarðar var haldinn í gær í
Víkurröst á Dalvík. Um fjöru-
tíu manns sátu fundinn sem
hófst kl. 10 árdegis með
skýrslu formanns, Péturs O.
Helgasonar frá Hranastöðum.
í ræðu hans kom ma. fram að
Byggðastofnun hefur neitað að
fella niður lán sem tryggt er
með veði í eignum Búnaðar-
sambandsins en það var tekið á
sínum tíma til uppbyggingar
Fóðurstöðvarinnar á Dalvík
sem varð gjaldþrota.
Lánið var að upphæð tvær millj-
ónir króna árið 1985 og setti
Byggðastofnun það skilyrði að
það yrði tryggt með veði í fast-
eign. Nú stendur lánið í 3,4 millj-
ónum króna og þrátt fyrir ítrek-
aða umleitun Búnaðarsambands-
ins hefur stofnunin neitað að fella
lánið niður. Þessi í stað hefur hún
boðið annað lán á hagstæðari
kjörum til greiðslu á eldra láninu.
Eru samningaviðræður um málið
að hefjast.
Pétur gat þess einnig að Bún-
aðarsambandið hefði lagt hlutafé
að upphæð þrjár milljónir króna í
endurreisn ullariðnaðarins á
Akureyri. Af því lagði Fram-
leiðnisjóður fram tvær milljónir.
Vegna þessa framlags fékk sam-
bandið mann í stjórn Foldu og
gat formaður þess að fyrirtækinu
farnaðist vel og það skilað hagn-
aði eftir þrjá fyrstu mánuðina.
Velta Búnaðarsambandsins á
árinu sem leið var tæplega 40
milljónir króna og hefði orðið
liðlega þriggja milljóna króna
hagnaður ef skuldin við Byggða-
stofnun er ekki talin með.
í skýrslum starfsmanna Búnað-
arsambandsins kom fram að
starfsemi þess var að flestu leyti
með hefðbundnu sniði á síðasta
ári. Erfiðleikar komu upp í
tengslum við flutning á fósturvís-
um úr Galloway-nautunum úr
Hrísey í land en afraksturinn af
þeim varð aðeins fimm kálfar.
Hins vegar hafa nytjaskógar
bænda blómgast vel, búið er að
setja niður um 750.000 trjáplönt-
ur í um 300 hektara lands og
árangurinn lofar víðast hvar
góðu.
Loðdýrabúum hefur fækkað
mikið á svæðinu og eru þau
aðeins níu en voru 30 þegar flest
var. Refaræktin er aftur á upp-
leið og gæti staðið undir sér ef
ekki kæmi til fortíðarvandi, en
Komi ekkert óvænt upp ætti ný
stofnrækt að geta hafist á næsta
ári. Einungis fjögur smit af hring-
roti fundust á síðasta ári og juk-
ust vonir manna við það um að
takast mætti að hefta útbreiðslu
þessa skaðvalds.
Loks má geta þess að á síðasta
ári var Ólafur Jónsson dýralæknir
ráðinn til eftirlits með hollustu
mjólkur og heilsufari mjólkurkúa
á félagssvæðinu. Skoðaði hann
hartnær þúsund kýr og tók sýni
úr 700 þeirra. Kom í ljós að 62%
kúnna reyndust vera með júgur-
bólgu af völdum sýkla í sýklahópi
1 en 17% af völdum sýkla úr sýkl-
ahópi 2. Liðlega 21% kúnna voru
heilbrigðar.
Búnaðarsamband Eyjafjarðar
á 60 ára afmæli á þessu ári og
verður þess minnst síðar á árinu.
-ÞH
minkaræktin glímir enn við Iágt
verð sem frekar fer niður á við.
Stofnrækt kartaflna er í undir-
búningi á tveimur bæjum í Eyja-
firði en eins og menn muna varð
hún fyrir miklu áfalli vegna
hringrots. Tveir kartöflubændur,
Stefán Árnason á Þórustöðum og
Stefán Júlíusson á Breiðabóli,
hafa stundað framræktun á heil-
brigðum stofnum og hafa nú í
geymslu 3,1 tonn af gullauga og
1,3 tonn af rauðum íslenskum.
Frá aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar í Víkurröst, Pétur Ó. Helgason formaður í ræðustóli.
Mynd: ÞH
TIL SÖLU
Fasteign þrotabús Pólstjörnunnar hf. á Dalvík er
til sölu. Um er að ræða 285 fm stálgrindarhús
með hlöðnum veggjum, byggt árið 1979. Rúm-
mál hússins er 1069 m3.
Húsið sem stendur við Sandskeið 26 á Dalvík var
síðast notað sem lifrarbræðsla og niðurlagninga-
verksmiðja, en húsið býður upp á ýmsa notkunar-
möguleika, bæði með hliðsjón af rými og staðsetn-
ingu.
Brunabótamat hússins er kr. 11.984.000,- og fast-
eignamat kr. 5.400.000,-
Á húsinu hvílir lán frá Byggðastofnun á 1. veðrétti,
að höfuðstól kr. 3.000.000,- pr. 31.10.1990 til sjö
ára, staða í dag ca. 4.500.000,-
Einnig er til sölu lyftari þrotabúsins sem er Still R-14
lyftari árgerð 1987, staðsettur í Reykjavík. Lyftarinn
er nýyfirfarinn.
Upplýsingar gefur bústjóri þrotabús Pólstjörnunnar
hf., Asgeir Björnsson hdl., Lögmannastofunni Lauga-
vegi 178, Reykjavík, sími 624999, fax 624599.
Lögmannastofan Laugavegi 178,
Ásgeir Björnsson hdl.,
Brynjar Níelsson hdl.,
sími 624999, fax 624599.
Félag kartöflubænda
við Eyjafjörð
Framhaldsaðalfundur F.K.B.E.
verður á Hótel KEA fimmtudaginn 2. apríl kl. 20.30.
Áríðandi mál á dagskrá.
Félagar fjölmennið á fundinn.
Stjórnin.