Dagur - 01.04.1992, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Miðvikudagur 1. apríl 1992
Spurning VIKUNNAR
Hvor akureyrsku framhalds-
skólanna vinnur úrslit í
spurningakeppni framhalds-
skólanna nk. föstudag?
Þórður Halldórsson:
„VMA, þeir eru góðir."
Viðar Haraidsson:
„VMA, þeir eru miklu betri."
Sigrún Finnsdóttir:
„Ég tippa á Verkmenntaskól-
ann. Mér finnst þeir eiga skilið
að vinna. MA-ingarnir unnu í
fyrra og því finnst mér
sanngjarnt að VMA sigri í ár.“
Þórólfur Jónasson:
„Ég hef nú ekki fylgst með
þessari keppni, en ætli ég veðji
ekki á Verkmenntaskólann."
Kristín Norquist:
„Ég veðja á Menntaskólann.
Maður skyldi ætla að þeir læri
svolítið betur og viti rneira."
Blásarasvcit æskunnar á æfingu síðastliðið fimmtudagskvöld.
Blásarasveit æskimnar
stoftmð á Akureyri
- „virkilega gaman að taka þátt í þessu tónlistarstarfi, “ segja þær
Lovísa Björnsdóttir, Anna María Kristinsdóttir og Helga Sigurðardóttir
Blásarasveit æskunnar hefur
verið stofnuð á Akureyri.
Sveitin samanstendur af ungl-
ingum á aldrinum 15 til 20 ára
er stundað hafa nám í leik á
blásturshljóðfæri á undanförn-
um árum. Allt að 30 ungmenni
taka að staðaldri þátt í æfing-
um sveitarinnar en alls eru
hljómsveitarmeðlimir 34.
Nokkur ungmennanna stunda
nú skólanám í Reykjavík en
taka áfram þátt í tónlistarstarfi
félaga sinna, sem unnið hafa
saman á undanförnum árum.
Stjórn Blásarasveitarinnar er
skipuð þremur fulltrúum for-
eldrafélags hennar og tveimur
hljómsveitarmeðlimum, þeim
Lovísu Björnsdóttur og Onnu
Maríu Kristinsdóttur, sem
ásamt Helgu Sigurðardóttur
ræddu um starfsemi sveitarinn-
ar við blaðið.
Lovísa leikur á horn með blás-
arasveitinni en hún hefur einnig
lagt stund á tropmetleik. Anna
María leikur á trompet og Helga
leikur á klarínett. Þær hafa allar
stundað tónlistarnám frá unga
aldri og starfað áður með blás-
arasveit. Lovísa kvaðst vera búin
að spila með blásarasveit í níu ár.
Anna María í sjö ár og Helga
hefur spilað með hljómsveit í sex
ár.
Kjarni Blásarasveitar æskunn-
ar starfaði áður með Blásarasveit
Tónlistarskólans á Akureyri og
hafa þessir unglingar því flestir
unnið saman á undanförnum
árum. Lovísa og Anna María
sögðu að starfsemi þeirrar sveitar
hefði þróast í takt við nám og
vaxandi getu hljómsveitarmeð-
limanna. Þau hefðu sífellt tekist á
við viðameiri verkefni og það
hefði þjappað hópnum saman á
vissan hátt auk þess að stuðla að
hraðari framförum. Nýir meðlimir
hefðu síðan komið inn fyrir þá
sem hættu. Oftast vegna þess að
fólk hefði flust af svæðinu vegna
framhaldsnáms í Reykjavík.
Blásarasveit Tónlistarskólans
náði mjög góðum árangri í starfi
sínu og hlaut meðal annars gull-
verðlaun fyrir leik sinn á tónlist-
armóti í Hollandi fyrir tæpum
þremur árum. Tveimur árum
áður hafði sveitinni hlotnast
bronsverðlaun á móti í Noregi. Á
síðastliðnu vori lék sveitin einnig
inn á geisladisk, sem kom út fyrir
síðastliðin jól og ber starfi henn-
ar glöggt vitni.
Þær Lovísa, Anna María og
Helga sögðu að þegar stjórnandi
sveitarinnar Roar Kvam hefði
hætt störfum við Tónlistarskól-
ann á Akureyri hefðu málefni
hennar verið í óvissu. Roar hefði
byggt sveitina upp á löngum tíma
og haldið utan um starfsemi
hennar. Hann hefði auk þess
fylgst mjög náið með getu hljóð-
færaleikaranna og valið viðfangs-
efni með það í huga að þeir
fengju áframhaldandi þjálfun -
að þeir tækjust á við það sem
hæfni þeirri gæfi tilefni til á hverj-
um tíma. Á því hefðu framfarir í
starfi sveitarinnar byggst. Utan-
landsferðirnar, sem foreldrafélag
hennar hefur staðið fyrir hafi
einnig verkað mjög hvetjandi á
þau sem hljóðfæraleikara. í þess-
um ferðum hafi þeim gefist tæki-
færi til þess að öðlast samanburð
við aðrar blásarasveitir og etja
við þær kappi. í starfi blásara-
sveitarinnar hafi einnig mikil
áhersla verið lögð á flutning
klassískra verka auk blásaratón-
listar á borð við marsa. Sem
dæmi um verkefnaval nefndu þær
Carmina Burana, sem meðal
annars hafi oft verið spilaðir kafl-
ar úr á æfingum og einnig Finn-
landíu Síbelíusar.
Þær stöllur sögðu að nýr
stjórnandi Blásarasveitar Tónlist-
arskólans hefði virst hafa önnur
markmið í huga. Verkefnavalið
hafi verið með þeim hætti að
þeim hafi fundist þær fara nokkur
ár til baka í hljómsveitarstarfinu.
„Okkur fannst að við gætum ekki
haldið áfram að starfa við þau
skilyrði,“ sagði Lovísa Björns-
dóttir og hinar tóku undir það
sjónarmið. Því hefði orðið úr að
meirihluti meðlima sveitarinnar
hefði tekið sig saman ásamt for-
eldrum sínum og stofnað form-
lega nýja blásarasveit. Síðan hafi
þau fengið sinn gamla stjórnanda
til liðs við sig og hefur sveitin nú
hlotið nafnið Blásarasveit æsk-
unnar.
Blásarasveit æskunnar stendur
að jafnaði saman af fimm
trompetleikurum, fimm flautu-
leikurum og fimm klarínettu-
leikurum. Þá leika tveir hljóm-
sveitarmeðlimir á horn, þrír leika
á saxafóna, tveir á básúnur og
tveir á slagverk. Þá er einn
strengjahljóðfæraleikari í blásara-
sveitinni og leikur hann á kontra-
bassa. Þessi hópur myndar hinn
fasta kjarna sveitarinnar en eins
og greint er frá hér að framan
búa nokkrir hljómsveitarmeðlim-
ir í Reykjavík og bætast í hópinn
þegar þeir dvelja á heimaslóðum.
Blásarasveitin æfir nú meðal
annars fyrir þátttöku í móti blás-
arasveita sem haldið verður á
Höfn í Hornafirði í júní næst
komandi og nokkrum vikum síð-
ar - í júlí er fyrirhugað að sveitin
haldi til Sviss og taki þar þátt í
alþjóðlegu móti blásarasveita.
Þær Lovísa, Anna María og
Helga sögðu að vissulega stefndu
þau nokkuð hátt. Árangur næð-
ist hins vegar einungis í svona
starfi með góðri ástundun, mikilli
ögun og samstarfsvilja en að
fenginni reynslu af samstarfi
þessara ungmenna í gegnum árin
og þeim árangri, sem náðst hafi
séu þau mjög bjartsýn um að vel
takist til á þessum mótum. Áhug-
inn sé mikill og virkilega gaman
að taka þátt í þessu tónlistar-
starfi. ÞI
Lovísa Björnsdóttir, Helga Sigurðardóttir og Anna María Kristinsdóttir
ásamt Roari Kvam stjórnanda Blásarasveitar æskunnar.