Dagur - 11.06.1992, Blaðsíða 11

Dagur - 11.06.1992, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 11. júní 1992 - DAGUR - 11 Skák Þrír fyrrum kcnnarar við Gagnfræðaskóla Akureyrar: Rafn, Guðmundur Gunnarsson og Þórarinn Guðmundsson. Gamlir samherjar Rafns úr dómgæslunni. Páll Magnússon, Róbert Jónsson, sem flutti Rafni kveðju Dómaranefndar K.S.Í., og Þóroddur Hjaltalín. Aðalsteinn Sigurgeirsson, formaður Þórs, afhendir Rafni gjöf frá félaginu. Sigrún Hjaltalín, eiginkona Rafns, virðir gripinn fyrir sér. Afmælisbarnið ásamt konu sinni Sigrúnu Hjaltalín. Nokkrir af forsvarsmönnum Iþróttafélagsins Þórs fyrr og nú ræða saman í afmælinu. Talið frá vinstri: Rúnar Antonsson, formaður knattspyrnudeiia- ar; Kjartan Kolbeinsson, gjaldkeri aðalstjórnar; Árni Gunnarsson, formað- ur handknattleiksdeildar; Aðalsteinn Sigurgeirsson, formaður Þórs; Harald- ur Helgason, fyrrverandi formaður og Benedikt Guðmundsson, fyrrverandi formaður. Rafti Hjaltalín sextugur Rafn Hjaltalín, bæjargjaldkeri á Akureyri, varð sextugur mið- vikudaginn 3. júní síðastliðinn. Af því tilefni tóku hann og kona hans, Sigrún Hjaltalín, á móti gestum í Hamri, félagsheimili Iþróttafélagsins Þórs, á afmælis- daginn. Rafn Hjaltalín er fæddur á Akureyri. Hann lauk stúdents- prófi frá M.A. 1953 og stundaði nám í guðfræði við Háskóla íslands 1953-57. Rafn lauk cand.phil-prófi frá Háskóla íslands 1954. Hann var starfs- maður á bæjarskrifstofunum á Akureyri 1959-60, kennari við Gagnfræðaskóla Akureyrar og framhaldsdeildir hans 1961-77 og hefur verið bæjargjaldkeri á Akureyri frá 1977. Rafn Hjaltalín hefur tekið mjög virkan þátt í félagsmálum, ekki síst innan íþróttahreyfingar- innar. Af félagsstörfum hans má nefna að hann sat í stúdentaráði H.í. 1956; í stjórn Knattspyrnu- sambands íslands 1954-56 og frá 1975; í sóknarnefnd Akureyrar- kirkju 1979-85 og í stjórn Kirkju- garða Akureyrar sama tíma; í fyrstu stjórn Bræðrafélags Akur- eyrarkirkju og í áfengisvarna- nefnd Akureyrar 1974-82. Rafn var 1. deildar dómari í knatt- spyrnu 1955-83 og milliríkjadóm- ari í áratug; formaður laga- og fræðslunefndar K.S.Í. frá 1990 og formaður kvennanefndar K.S.I. frá sama tíma. Rafn endurþýddi knattspyrnulög K.S.Í. árið 1985. Hann var sæmdur gullmerki Knattspyrnudómarasambands íslands 1976, gullmerki Knatt- spyrnusambands íslands 1990, gullmerki íþróttafélagsins Þórs sama ár og heiðurskrossi íþrótta- sambands íslands árið 1985. Fjölmenni var í afmælisveisl- unni og barst Rafni margt góðra gjafa og kveðjur víða að. Hann .fékk m.a. símbréf frá Ungverja- landi, frá landsliðum íslands í knattspyrnu, fararstjórn og þjálf- urum. I bréfinu sagði að lands- liðsmenn íslands vonuðust til að geta gefið Rafni sigur á Ungverj- um í afmælisgjöf, en leikur þjóð- anna í undankeppni Heimsmeist- aramótsins fór fram sama dag. Mörgum veislugestum þótti þetta fulldjarflega sagt en um kvöldið var ljóst að landsliðsmennirnir höfðu staðið við stóru orðin og fært Rafni þar með afar kær- komna afmælisgjöf. BB. Rafn ásamt nokkrum starfsfélögum á bæjarskrifstofunum. Á myndinni má m.a. greina Dagbjörtu Ingólfsdóttur, Svölu Jóhannsdóttur og Ebbu Ebenes- ardóttur. IS 111! 011YEIR SJALUNN

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.