Dagur - 11.06.1992, Blaðsíða 8

Dagur - 11.06.1992, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Fimmtudagur 11. júní 1992 Spurning vikunnar Hefurþú farið á ættarmót? Örn Birgisson: Ég fór til ættarmóts á Grenivík fyrir tveimur árum og hafði gaman af. Ættboginn frá Hlöð- um er stór og ættarmótið heppnaðist sem best var á kosið. Haraldur Ringsted: Ég fór með eiginkonunni á ætt- armót að Ketilási í Fljótum. Þátttakendur voru hart nær fjögur hundruð. Samkoman stóð í þrjá daga og heppnaðist vel. Ættingjar konunnar komu víða að m.a. frá Ameríku og Noregi. í sumar verður mitt fólk með ættarmót í Höfðahverfi. Árni Ingimundarson: Ég er ættrækinn, en engu að síður fór ég ekki til ættarmóts er haldið var í Skagafirði. Veiði- bakterían hafi vinninginn. Halldór Haligrímsson: Nei, til ættarmóts hef ég ekki farið. Breiðfirðingar eru ætt- ræknir, en togaramennskan hefur komið í veg fyrir að ég hafi mætt til slíks mannfagnað- ar. Hildur Sigbjörnsdóttir: Við héldum ættarmót í vetur. Ættarmótið var ekki síður skemmtilegt fyrir unga fólkið. Þarna kynntist ég mörgum er ég þekkti ekki áður. Verslun í sunnanverðu Hafnarstræti: Furðumikil þrátt fyrir takmarkanir á umferð Nú á vordögum hefur Hafnar- strætið sunnan Kaupvangs- strætis verið grafíð upp og hefur eiginlega engum nema fuglin- um fljúgandi verið fært að komast í þær verslanir, skóla , hótel og önnur fyrirtæki sem þar starfa en umferð verður væntanlega hleypt á aftur á allra næstu dögum. Hinn 18. aprfl í vor opnaði Skóverk- stæði Gísla Ferdinandssonar að Hafnarstræti 88 og er þar rekin bæði verslun og skó- smíðaverkstæði. Yerslunar- stjórinn, Elín Þorvaidsdóttir skósmiður, var spurð að því hvort það kæmi niður á við- skiptunum að höndla við „um- ferðarlausa“ götu. „Mér finnast viðskiptin hafa verið furðu mikil miðað við að það hefur varla verið hægt að komast hingað á meðan á þessum framkvæmdum stendur. Kolbeinn Gíslason bæklunar- skósmiður kemur hingað þriðju hverja helgi og er þá með mót- töku en þær eru reyndar auglýst- ar sérstaklega. Öll innlegg eru smíðuð á staðnum og afgreidd sömu helgi og þau eru pöntuð og það er mikil breyting frá því sem áður var. Fólk virðist vera að átta sig á því að þessi þjónusta er komin hingað en hún var áður veitt úti á Bjargi. Þá verslar fólk ef til vill í leiðinni en auk skóvið- gerða erum við líka með sölu á nýjum skóm sem við flytjum inn m.a. frá Hollandi og Englandi." Elín lærði skósmíðaiðnina í Reykjavík en hafði starfað hálft ár á Húsavík áður en hún kom til Akureyrar. Elín segir að mark- aðurinn á Húsavík hefði verið of lítill til þess að verkstæði gæti gengið þar til langframa. GG Stúdentaefni M.A.: Hvfld frá námsbókum - hjá einhverjum hluta nemenda á komandi vetri Það var mjög hljótt á efsta gangi Heimavistar MA þegar blm. bar þar að garði í síðustu viku en þá voru flest stúdenta- efnin þetta vorið að lesa undir síðasta próf og ekki laust við að nokkurs feginleika og til- hlökkunar gætti. Enda ætlaði stór hluti hópsins að fagna próflokun og halda austur í Vaglaskóg um komandi helgi í þeim tilgangi. Á einu herberginu sátu þrír nemar og ræddu aðallega lands- ins gagn og nauðsynjar með skólabækurnar í höndunum. Þau voru Ásgrímur Angantýsson frá Raufarhöfn sem er að ljúka þriðja vetri sínum hér en hann var fyrsta veturinn á Laugum og segir veruna á heimavistinni alveg stórfína; Einar Hafberg frá Flateyri sem hefur búið úti í bæ síðustu tvö árin en var tvö fyrstu árin í skólanum á heimavistinni og Herdís Kjartansdóttir frá Hólmavík sem hefur verið á heimavistinni öll fjögur skólaárin og líkar það stórvel. Þeim fannst það ekkert erfitt að vera að lesa þótt komið væri fram á sumar og vildu viðhalda þeirri „tradition" hjá MA að hefja skóla í október og útskrifa ekki stúdenta fyrr en um miðjan júnímánuð. Það væri líka ágætt að Menntaskólinn á Akureyri skæri sig úr hvað skólatíma varð- aði. Þetta fyrirkomulag væri einnig ágætt gagnvart sumarvinnunni, en Einar sagðist vinna í fiski vest- ur á Flateyri og það væri oft miklu meira að gera í septem- bermánuði og því væru meiri möguleikar fyrir hann að hafa hærri sumartekjur en ella. Einar fer vestur í fiskvinnu í sumar, Herdís fer að vinnu í sjoppu á Hólmavík og Ásgrímur vinnur í frystihúsinu á Raufarhöfn. En hvað ætla þau að taka sér fyrir hendur næsta vetur? „Ég ætla að reyna að fá vinnu við kennslu þótt það sé ekki allt of vel borgað og hef nokkra von- um að það muni takast“ sagði Ásgrímur Angantýsson. „Ég ætla ekki í háskóla fyrr en þar næsta vetur og vinna annað hvort heima á Hólmavík eða í Reykjavík. Ég ætla í Inter-rail lestarferð um Evrópu í septem- ber með vinkonu minni sem stendur í mánaðartíma. Ég ætla einnig að safna mér fyrir bíl svo ég verð að hafa sem hæstar tekjur.“ „Ég ætla að fara að búa með kærustunni minni og fá vinnu hér á Akureyri en önnur framtíðar- plön eru nokkuð óljós" sagði Önfirðingurinn Einar Hafberg. Og þar með yfirgaf blm. heima- vistina enda lá fyrir próf í ensku og frönsku að morgni hjá þeim þremenningunum og ekki vert að trufla þann undirbúning frekar. GG Væntanlegir stúdentar: Einar Hafberg, Ásgrímur Angantýsson og Herdís Kjartansdóttir. Mynd: GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.