Dagur - 11.06.1992, Blaðsíða 13

Dagur - 11.06.1992, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 11. júní 1992 - DAGUR - 13 Dagskrá fjölmiðla Sjónvarpið Föstudagur 12. júní 15.00 Evrópumeistaramótid í knattspyrnu. Bein útsending frá leik Hollendinga og Skota á Ullevileikvanginum í Gauta- borg. 17.00 Hlé. 17.55 Táknmálsfréttir. 18.00 Evrópumeistaramótið í knattspyrnu. Bein útsending frá leik Sam- veldismanna og Þjóðverja í Norrköping. 20.00 Fréttir og veður. Fréttum gæti seinkað um fáeinar mínútur vegna leiks- ins. 20.35 Kátir voru karlar (2). (Last of the Summer Wine.) 21.05 Samherjar (25). (Jake and the Fat Man.) 21.55 Á tæpasta vaði. (Stunts.) Bandarísk spennumynd frá 1977. Myndin fjallar um áhættu- leikara sem deyr þegar hann er að leika í bíómynd. Bróðir hans grunar að ekki sé allt með felldu og tekur að sér hlutverkið til að komast til botns í málinu. Aðalhlutverk: Robert Forster, Fiona Lewis, Joanna Cassidy, Darrell Fetty, Bruce Glover og James Luisi. 23.25 John Lennon á tónleik- um í New York. (John Lennon: Live in New York City.) Upptaka frá tónleikum Johns Lennons og Plastic Ono Elephant’s Memory Band í Madison Square Garden í New York hinn 30. ágúst 1972. Þetta voru einu meiri háttar tónleikarnir sem Lennon hélt í Bandaríkjun- um frá því að Bítlarnir fóru í tónleikaferð sína þangað árið 1966 og þar flutti hann mörg af sínum þekktustu lögum, til dæmis Imagine, Power to the People, Woman is the Nigger of the World, Instant Karma, Cold Turkey og fleiri. 00.20 Útvarpsfréttir í dag- skrárlok. Sjónvarpið Laugardagur 13. júní 16.00 Meistaragolf. Svipmyndir frá Volvo PGA- mótinu sem fram fór fyrir skömmu. 17.00 íþróttaþátturinn. í þættinum verður meðal annars fjallað um Samskipa- deildina í knattspyrnu og kl. 17.50 verður farið yfir úrslit dagsins. 18.00 Múmínálfarnir (35). 18.25 Ævintýri frá ýmsum löndum (6). (We All Have Tales.) 18.50 Táknmálsfréttir. 18.55 Draumasteinninn (5). (The Dream Stone.) 19.20 Kóngur í ríki sínu (5). (The Brittas Empire.) 19.52 Happó. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Lottó. 20.40 Fólkið í landinu. Stjáni meik. Sigurjón Birgir Sigurðsson, öðru nafni Sjón, ræðir við Kristján Jónsson bílasmið. 21.05 Hver á að ráða? (13). (Who's the Boss?) 21.30 kæri sáli. (The Couch Trip.) Bandarísk gamanmynd frá 1988. í myndinni segir frá geð- sjúklingi sem strýkur af sjúkrahúsi og gefur sig út fyrir að vera geðlæknir. Hann fær vinnu sem kynlífs- ráðgjafi á útvarpsstöð í Los Angeles en ráðin sem hann gefur fólki eru af geggjaðara taginu. 23.05 Flett ofan af fatafellu. (Le Systeme Navarro - Strip- Show.) Þrjár unglingsstúlkur eru myrtar á sama hátt og þegar Navarro fer að rannsaka morðin kemst hann að því að þau tengjast barnavændi sem rekið er í skjóli fatafellu- staðar. Aðalhlutverk: Roger Hanin, Sam Karmann, Christian Rauth, Jacques Martial og Catherine Allegret. 00.30 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. Sjónvarpið Sunnudagur 14. júní 15.00 Evrópumeistaramótið í knattspyrnu. Bein útsending frá leik Frakka og Englendinga í Málmey. 17.00 Babar (8). 17.30 Einu sinni voru drengur og telpa (2). (Det var en gang...) 17.55 Táknmálsfréttir. 18.00 Evrópumeistaramótið í knattspyrnu. Bein útsending frá leik Svía og Dana á Rásundaleikvang- inum í Stokkhólmi. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Gangur lífsins (8). (Life Goes On.) 21.25 Jórdanía. í þættinum verður fjallað um sögu Jórdaníu, menningu, listir og trúarbrögð. Rætt verður við Feisal Bin Al- Hussein prins af Jórdaníu en hann er sonur Husseins kon- ungs og rekur ættir sínar til Múhameðs spámanns. Þá verður rætt við palestínskan klæðasafnara en búningar og fornminjar frá svæðinu eru nú til sýnis í Listasafni íslands. 22.00 Reipið. (The Rope.) Einþáttungur frá 1917 eftir Eugene O’Neill í uppfærslu American Playhouse. í leikritinu segir frá elliærum manni sem setur upp snöru í . hlöðunni hjá sér í von um að sonur hans hengi sig í henni. Aðalhlutverk: Elizabeth Ashley, Len Cariou, Brad Davis og José Ferrer. 22.45 Listasöfn á Norðurlönd- um (2). Að þessu sinni heimsækir Bent Lagerkvist Skissernas Museum í Lundi í Svíþjóð. 22.55 Útvarpsfréttir í dag- skrárlok. Sjónvarpið Mánudagur 15. júní 15.00 Evrópumeistaramótið í knattspyrnu. Bein útsending frá leik Skota og Þjóðverja í Norrköping. 17.00 Töfraglugginn. 17.55 Táknmálsfréttir. 18.00 Evrópumeistaramótið í knattspyrnu. Bein útsending frá leik Hol- lendinga og Samveldis- manna í Gautaborg. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Simpson-fjölskyldan (15). 21.00 íþróttahornið. í þættinum verður fjallað um íþróttaviðburði helgarinnar. 21.25 Úr ríki náttúrunnar. Refurinn - óæskilegur innflytjandi. (The Wild South: Fox - Australia’s Undesirable Immigrant.) Heimildamynd um evrópska refinn í Ástralíu, sem var fluttur til landsins til að menn gætu stundað refa- veiðar að breskum sið, en hann hefur nær útrýmt fjöl- danum öllum af upprunaleg- um, innfæddum dýrateg- undum. 21.50 Thomas Mann og Felix Kriill. Dr. Coletta Burling, for- stöðumaður Goethe-Institut á íslandi, flytur aðfararorð að myndaflokknum Felix Krull - játningar glæfra- manns og segir frá nóbels- skáldinu Thomasi Mann. 21.55 Felix Kriill - játningar glæframanns (1). Fyrsti þáttur: Genoveva barnfóstra. (Bekenntnisse des Hoch- staplers Felix KrúU.) Þýskur myndaflokkur byggður á sögu eftir Thom- as Mann. Sagan hefst um aldamótin síðustu í vínberjaræktar- bænum Eltville í Rhinegau- héraði í Þýskalandi. Sögu- hetjan, Felix Krúll, er sonur freyðivínsframleiðanda og lífsnautnamanns og kemst ungur að því að hann hefur meðfædda hæfileika til að skemmta fólki. Hann nær góðum tökum á þeirri list að villa á sér heimildir og ratar með því móti í margvísleg ævintýri. Aðalhlutverk: John Mould- er-Brown, Klaus Schwarzkopf, Daphne Wagner, Franziska Walser og Nikolaus Paryla. 23.00 Ellefufréttir og dag- skrárlok. Stöð 2 Föstudagur 12. júní 16.45 Nágrannar. 17.30 Krakka-Visa. 17.50 ÁferðmeðNewKidson the Block. 18.15 Úr álfaríki. 18.30 Bylmingur. 19.19 19:19 20.10 Kæri Jón. (Dear John.) 20.40 Góðir gaurar. (The Good Guys.) Áttundi og síðasti þáttur. 21.35 Rósin helga. (Legend of the Holy Rose.) Spennandi bandarísk sjón- varpsmynd um einkaspæjar- ann McGyver sem hér fæst við ótrúlegt mál. 23.10 Vitni að aftöku. (Somebody has to Shoot the Picture.) Spennandi og vel gerð bandarísk sjónvarpsmynd um ljósmyndara sem ráðinn er af fanga sem dæmdur hef- ur verið til dauða eftir að hafa verið fundinn sekur um að myrða lögregluþjón. Það er hinsta ósk fangans að af- takan sé skjalfest. Þegar ljósmyndarinn fer að grafast fyrir um ýmis atriði varðandi málið sannfærist hann um sakleysi mannsins og gerir hvað hann getur til að fá yfirvöld til að aflýsa aftök- unni. Af gefnu tilefni viljum við taka fram að í kvikmynd- inni eru atriði sem ekki eiga erindi við börn og við- kvæmt fólk. Aðalhlutverk: Roy Scheider, Robert Carradine og Bonnie Bedelia. Stranglega bönnuð börnum. 00.50 Næturlíf. (Nightlife.) Haltu þér fast. í kvöld ætla vampírurnar að mála bæinn rauðan! Allt fer í kalda kol þegar yndisfögur kvenkyns vampíra er vakin heldur ill- yrmislega af aldarlöngum svefni. Aðalhlutverk: Ben Cross og Maryam D’Abo. Stranglega bönnuð börnum. 02.20 Dagskrárlok. Stöð 2 Laugardagur 13. júní 09.00 Morgunstund. 10.00 Halli Palli. 10.25 Kalli kanína og félagar. 10.30 Krakka-Visa. 10.50 Feldur. 11.15 í sumarbúðum. 11.35 Ráðagóðir krakkar. 12.00 Úr ríki dýranna. (Wildlife Tales.) 12.50 Bílasport. 13.20 Visa-Sport. 13.50 Góðir hálsar! (Once Bitten.) Létt gamanmynd með Lauren Hutton í hlutverki hrífandi 20. aldar vampýru sem á við alvarlegt vanda- mál að stríða. Til að viðhalda æskublóma sínum þarf hún blóð frá hreinum sveinum og það er svo sannarlega teg- und sem virðist vera að deyja út. Aðalhlutverk: Lauren Hutton, Jim Carrey, Cleavon Little og Karen Kopkins. 15.15 Mannvonska. (Evil in Clear River.) Sannsöguleg mynd sem ger- ist í smábæ í Kanada. Kennara nokkrum er vikið úr starfi og hann ákærður fyrir að ala á kynþáttahatri nemenda sinna. Aðalhlutverk: Lindsey Wagner, Randy Quaid og Thomas Wilson. 17.00 Glys. 18.00 Popp og kók. 18.40 Addams fjölskyldan. 19.19 19:19. 20.00 Fyndnar fjölskyldusög- ur. 20.25 Mæðgur í morgunþætti. (Room for Two.) 20.55 Á norðurslóðum. (Northern Exposure.) 21.45 Mistækir mannræningj- ar. (Ruthless People.) I þessari skemmtilegu gam- anmynd fer Danny DeVito með hlutverk vellauðugs náunga sem leggur á ráðin um að losa sig við konuna sína fyrir fullt og allt. Hann verður því himinlifandi þeg- ar hann kemst að því að henni hefur verið rænt og honum settir þeir úrslita- kostir að borgi hann ekki lausnargjaldið verði henni styttur aldur. Aðalhlutverk: Danny DeVito, Bette Midler og Judge Reinhold. Bönnuð börnum. 23.20 Skólastjórinn. (Principal.) Það er James Belushi sem hér fer með hlutverk kennara sem lífið hefur ekki beinlínis brosað við. Konan hans er að skilja við hann og drykkjufélagar hans eiga fullt í fangi með að tjónka við hann. Það er ekki ofsögum sagt að hann sé til meiri vandræða en nemendur hans þar til hann fær óvænta „stöðuhækkun". Aðalhlutverk: James Belushi, Louis Gossett, Jr., Rae Dawn Chong og Michael Wright. Stranglega bönnuð börnum. 01.05 Sofið hjá skrattanum. (Frontiere du Crime.) Spennandi frönsk sakamála- mynd. Bönnuð börnum. 02.35 Dagskrárlok. Stöð 2 Sunnudagur 14. júní 09.00 Nellý. 09.05 Taó Taó. 09.30 Dýrasögur. 09.45 Dvergurinn Davíð. 10.10 Sögur úr Andabæ. 10.35 Soffía og Virginía. (Sophie et Virginie.) 11.00 Lögregluhundurinn Kellý. 11.25 Kalli kanína og félagar. 11.30 Ævintýrahöllin. 12.00 Eðaltónar 12.30 Ófreskjan. (Big Man on Campus.) Loðin ófreskja þvælist um háskólalóðina í þessari gamanútgáfu af Hringjaran- um frá Notre Dame. Aðalhlutverk: Corey Parker, Allan Katz, Jessica Harper og Tom Skerrit. 14.15 Af framabraut. (Drop Out Father.) Gamanmynd er segir frá við- skiptamanni sem gengur allt í haginn. Dag einn ákveður hann að hætta vinnu sinni og taka upp rólegra líferni. Aðalhlutverk: Dick Van Dyke, Mariette Hartley, George Coe og William Daniels. 16.00 ísland á krossgötum. 17.00 Listamannaskálinn. (South Bank Shów.) 18.00 60 mínútur. 18.50 Kalli kanína og félagar. 19.19 19:19. 20.00 Klassapíur. (Golden Girls.) 20.25 Heima er best. (Homefront.) 21.15 Aspel og félagar. 21.55 Hitabylgja. (Heatwave.) Hér er á ferðinni hörku- spennandi sannsöguleg mynd með afbragðsleikur- um úr smiðju Sigurjóns Sig- hvatssonar. Myndin gerist sumarið ’65 og segir frá ungum svörtum blaðamanni sem fylgdist grannt með kynþáttaóeirð- unum sem brutust út þetta sumar í kjölfar þess að hvítir lögreglumenn veittust að blökkumanni eftir að hafa stöðvað hann fyrir umferðar- lagabrot. En blaðamaðurinn ungi á ekki sjö dagana sæla, sumir álíta hann hetju en aðrir svikara. Aðalhlutverk: Blair Underwood, James Earl Jones, Sally Kirkland, Cicely Tyson og Glenn Plummer. Bönnuð börnum. 23.25 Samskipadeildin - íslandsmótið í knatt- spyrnu. 23.35 Blekkingarvefir. (Grand Deceptions.) Lögreglumaðurinn Columbo er mættur í spennandi saka- málamynd. Að þessu sinni reyrnr hann að hafa upp á morðingja sem gengur laus í herbúðum. Aðalhlutverk: Peter Falk, Robet Foxworth og Janet Padget. Bönnuð börnum. 01.05 Dagskrárlok. Stöð 2 Mánudagur 15. júní 16.45 Nágrannar. 17.30 Sögustund með Janusi. 18.00 Hetjur himingeimsins. 18.25 Herra Maggú. 18.30 Kjallarinn. 19.19 19:19. 20.10 Eerie Indiana. Annar þáttur. 20.40 Systurnar. 21.30 Hin hliðin á Hollywood. (Naked Hollywood.) í þessari nýju þáttaröð er hulunni svipt af borg draum- anna og þeir, sem raunveru- lega stjórna þessum billjón dollara iðnaði, dregnir fram í dagsljósið. í þessum fyrsta þætti kynn- umst við „hinni hliðinni" á stórstirninu Arnold Schwarzenegger. Þetta er fyrsti þáttur af fimm. 22.25 Samskipadeildin - íslandsmótið í knatt- spyrnu. 22.35 Svartnætti. (Night Heat.) 23.25 Anna. Anna er tékknesk kvik- myndastjarna, dáð í heima- landinu og verkefnin hrann- ast upp. Maðurinn hennar er leikstjóri og framtíðin blasir við þeim. En skjótt skipast veður í lofti. Aðalhlutverk: Sally Kirkland og Paulina Porizkova. 01.05 Dagskrárlok. Konur í atvinnusköpun Munið að skrá ykkur sem fyrst á ráðstefnuna um atvinnusköpun kvenna sem haldin verður í Alþýðuhúsinu á Akureyri 19. og 20. júní nk. Þátttökugjald er kr. 2000 (matur og ráðstefnugögn). Einnig þarf að láta vita um þátttöku í markaðstorgi. Nánari upplýsingar hjá Guðrúnu og Elínu í síma 96- 21210/26200/11214 (Byggðastofnun/lðnþróunarfélag Eyjafjarðar) og hjá Signýju í síma 96-42070 (Atvinnu- þróunarfélag Þingeyinga). Áhugahópur um atvinnumál kvenna á Norðurlandi eystra. IÐNÞRÓUNARFÉLAG EYJAFJARÐAR HF. Aðalfundur Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar 1992 Aðalfundur Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar hf. fyrir árið 1992 verður haldinn föstudaginn 19. júní nk. á Hótel KEA á Akureyri (Hlíðabergi) og hefst kl. 9.30 f.h. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykkt- um félagsins. 2. Tillaga um kosningu nefndar er hafi það hlutverk að fjalla um framtíðarfjármögnun félagsins. 3. Lagðar verða fram til umfjöllunar hugmyndir um framtíðarstefnu félagsins og hugsanlega inn- göngu nýrra aðila. 4. Onnur mál. Stjórnin. aNýjungar í smáiðnaði Iðnaðarráðuneytið áformar í samstarfi við Iðntækni- stofnun íslands, Byggðastofnun og atvinnuráðgjafa út um land að veita aðstoð þeim sem hyggjast stofna til nýjunga í smáiðnaði eða stofna ný iðnfyrirtæki, einkum á landsbyggðinni. Aðstoðin er fyrst og fremst ætluð til þess að greiða fyrir tæknilegum undirbúningi, hönnun, stofnsetn- ingu og markaðssetningu nýrrar framleiðslu og er sérstaklega ætluð þeim sem hafa þegar skýrt mótuð áform um að hefja slíka starfsemi og vilja leggja í hana eigið áhættufé. Þeim sem vilja kynna iðnaðarráðuneytinu áætlanir sínar eða áform af þessu tagi er bent á að senda umsóknir merktar: Iðnaðarráðuneytið, Nýjungar í smáiðnaði, b/t Árna Þ. Árnasonar, skrifstofustjóra, Arnarhvoli, 150 Reykjavík. Umsóknir skulu hafa borist eigi síðar en 1. október nk. Reykjavík, 4. júní 1992, Iðnaðarráðuneytið. Móöir okkar, fósturmóöir, tengdamóöir og amma, DAGRÚN JAKOBSDÓTTIR, frá Hlíð, sem andaðist 28. maí sl. verðurjarösungin frá Þóroddsstaöar- kirkju laugardaginn 13. júní kl. 14.00. Bryndís Alfreðsdóttir, Árni Sigurðsson, Steingerður Alfreðsdóttir, Ingvar Karason, Guðrún Alfreðsdóttir, Arnór Friðbjörnsson, Ásta Alfreðsdóttir, Benedikt Leósson, Kristín Alfreðsdóttir, Guðmundur Bjarnason, Kristján Sigurbjarnarson, Ólöf S. Valdimarsdóttir, Valtýr Sigurbjarnarson, Pálína Björnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.