Dagur - 24.06.1992, Blaðsíða 12

Dagur - 24.06.1992, Blaðsíða 12
Bnisim Akureyri, miðvikudagur 24. júní 1992 Hadegistilboð alla daga Súpa og salatbar ásamt okkar nýbökuðu brauöum fylgja öllum aðalréttum og pizzum Frí heimsendingarþjónusta allan daginn Alvöru 'veitixigalxús VEITINGAHUSIÐ Olerárgötu 20 • ^ 26690 Reykjahverfi: Nýtt hlutafélag um atviimuuppbyggingu Stöplar hf, hlutafélag um atvinnuuppbyggingu í Reykja- hverfi var stofnad nýlega. A stofnfundinn mættu 25 manns en stofnfélagar nálgast nú 50. Hlutafjárloforð að upphæð 12 milljónir hafa þegar borist. í stjórn Stöpla hf voru kjörin; Tryggvi Óskarsson, formaður, Þorgrímur Sigurðsson, Stefán Óskarsson, Páll Helgi Buch og Anna María Helgadóttir. Stjórnin hefur unnið að undir- búningi þess að ráðast í harðfisk- verkun og auglýst hefur verið eft- ir framkvæmdastjóra. Einnig er hugmyndin að fyrirtækið fram- leiði gæludýrafóður. IM Grunnskólabyggingin í Mývatnssveit: Tvö tilboð bárust Tvö tilboð bárust í 6. áfanga grunnskólabyggingar við Reykjahlíðarþorp. Fjalar hf á Húsavík bauð 86% af kostn- aðaáætlun og Sniðill hf. í Mývatnssveit 98%. réttinga og frágangi á lóð. Skal verkinu lokið um haustið 1993. IM Á myndinni gefur að líta Hríseyjarferjuna Sævar, Eyjafjarðarferjuna Sæfara og nýju Vestmannaeyjaferjuna Herjólf. Myndin var tekin á Eyjafirði nýverið. Stærðarinunur Sævars og Herjólfs er mikill, en til gamans má geta þess að á árinu 1991 flutti Sævar 56.000 farþega til og frá Hrísey. Gamli Herjólfur flutti 44.000 farþega til og frá Vestmannaeyjum árið 1991. Fyrstu fjóra mánuðina nú í ár flutti Sævar 11.000 farþega sem er mun hærri tala en árið áður. Mynd: GB Stofnun eignarhaldsfélags um Sæfara gengur hægt: „Þrautaganga milli Heródesar og Pflatusar" - segir Jónas Vigfússon, sveitarstjóri í Hrísey Eins og fram kom í Degi í byrj- Kostnaðaráætlun nam 48,686 þúsundum, tilboð Fjalars 41,758 þúsundum og tilboð Sniðils 47,168 þúsundum króna. Ekki var búið að yfirfara til- boðin eða taka afstöðu til þeirra í gær, að sögn Sigurðar Rúnars Ragnarssonar. Um er að ræða lúkningu á hús- inu, að undanskildum hluta inn- Katla hf. á Árskógsströnd átti lægsta tilboð í byggingu íþróttahúss á Laugalandi á Þelamörk. Alls bárust sex til- boð í verkið frá fimm bygg- ingaraðilum við Eyjafjörð. Til- boð Kötlu hf. hljóðaði upp á 26,081,143 krónur eða 80,4% af kostnaðaráætlun, sem er 32,458,128 krónur. Tilboðin voru opnuð í gær hjá Verk- fræðistofu Sigurðar Thor- oddsen á Akureyri sem annað- ist útboð verksins. Önnur tilboð bárust frá Páli Alfreðssyni á Akureyri sem bauð 29,893,228 krónur eða 92,1% af kostnaðaráætlun. Páll átti einnig Starfshópur atvinnumála- nefndar um málefni Háskólans á Akureyri hefur lagt fram til- lögu um að skipuleggja há- skólasvæði í bænum sem og svæði fyrir stúdentagarða. Bæjarráð vísaði tillögunni til skipulagsnefndar þar sem hún er nú til umfjöllunar. Birna Sigurbjörnsdóttir, bæjarfulltrúi og formaður starfs- hópsins, sagði í samtali við Dag að nauðsynlegt væri að huga að un maí þá er félagsstófnun um rekstur ferjanna á Eyjafirði í frávikstilboð að upphæð 28,5 milljónir króna eða 87,8% af kostnaðaráætlun. SJS verktakar á Akureyri buðu 31,857,355 króna eða 98,1% af áætlun. Vör hf á Akureyri bauð 35,538,224 króna eða 109,5% áætlunar og Þorgiis Jóhannesson á Svalbarðs- eyri bauð 30,357,025 milljónir eða 93,5% kostnaðaráætlunar. Að sögn Haraldar Sveinbjörns- sonar, hjá Verkfræðistofu Sigurð- ar Thoroddsen er eftir að yfirfara tilboðin en að því verki loknu mun verða tekin afstaða til þeirra. Áformað er að byggingu hússins ljúki þannig að unnt verði að taka það í notkun næsta vetur. ÞI framtíðarhúsnæði fyrir háskól- ann ef hann ætti að vaxa og dafna. Tillögunni væri ætlað að ýta á eftir að það yrði gert en ekki væri þar minnst á nein tiltek- in svæði. „Þetta er í rauninni ekkert annað en tillaga um að slíkt svæði verði skipulagt og það er síðan bæjaryfirvalda að taka á þessum málum enda yfirlýst stefna þeirra að stuðla að áfram- haldandi uppbyggingu skólans," sagði Birna. JHB höndum starfsmanna sam- gönguráðuneytis. Nú tæpum tveimur mánuðum síðar situr við sama, af félagsstofnun hef- ur ekki orðið. Sjö milljónir af aukafjárlögum síðasta árs hafa ekki fengist greiddar frá fjár- málaráðuneyti þar sem úttekt á rekstrinum og félagsstofnun var sett sem skilyrði þess að peningarnir yrðu greiddir. Þolinmæði hreppsnefndar Hrís- eyjarhrepps er á þrotum. Allt stefnir í að ferjunum Sævari og Sæfara verði lagt á haustdög- um. Jónas Vigfússon, sveitarstjóri í Hrísey, segir að með fjárveiting- unni af aukafjárlögum síðasta árs hafi átt að greiða gamlar skuldir sem mynduðust er Sæfara var Jónas Gestsson bygginga- meistari á Húsavík átti lægsta tilboðið í viðbyggingu við Dvaiarheimilið Hvamm á Húsavík, 55,6 milljónir eða 79.89% af kostnaðaráætlun. Alls bárust átta tilboð í bygg- inguna og voru þau opnuð í gærmorgun. Guðmundur Salo- monsson bauð 83,3% eða 58 milljónir og Fjalar 83,95% eða 58,4 milljónir. Kostnaðaráætlun nam 69,6 milljónum. Trésmiðjan Rein bauð tæpar 60 milljónir í verkið eða 86,62%, Borg hf bauð 61 milljón eða 87,7%, Jón Ásberg Salomonsson bauð 92,1% eða 64,1 milljón, Timburtak hf 96,21% eða tæpar 67 milljónir og Jón Fr. Benónýsson múrara- meistari bauð 106,6% eða 74,2 milljónir. Um er að ræða sex þúsund rúmmetra álmu á þremur komið í rekstur. Skuldir þessar eru þungur baggi á Hríseyjar- hreppi. „Nú nýverið kom sú skoðun fram á hreppsnefndar- fundi í Hrísey að rétt væri að segja áhöfnum ferjanna upp störfum þannig að hægt verði að leggja skipunum þegar um hægist í haust. Ekki var tekin ákvörðun í málinu þá, en hreppsnefndar- fundur verður innan fárra daga þar sem málið verður tekið upp. Viðurkennt er að ferjurnar eru hluti af vegakerfi landsins og því eru þessi vinnubrögð ráðuneyt- ismanna óskiljanleg með öllu. Á síðasta ári flutti litla ferjan Sævar 56.000 farþega til og frá Hrísey og um mikilvægi Sæfara er ekki deilt. Mér er sagt af ráðuneytis- mönnum að verið sé að vinna í málinu, en engin svör fást. Þetta er þrautaganga milli Heródesar hæðum, alls 1900 fermetra að gólffleti. Þessi áfangi miðast við húsið fokhelt og frágengið að utan. í húsinu eiga að vera 16 íbúðir, sjö fyrir hjón og níu fyrir einstaklinga. Auk þess salur fyrir 120 manns, skrifstofuaðstaða og „Eigandi hundsins hefur lagt fram kröfur um bætur og hinn kærði hefur tjáð sig,“ sagði Jón ísberg, sýslumaður Hún- vetninga, aðspurður um gang „hundamálsins“ á Blönduósi. Sem kunnugt er af fréttum var hundur af írsku setterkyni skot- inn á færi skammt frá sjúkrahús- inu á Blönduósi þar sem hann var og Pílatusar. Skóinn kreppir að og lengra verður ekki haldið á sömu braut," sagði Jónas Vigfús- son. „Fyrir nokkru hittust fulltrúar frá Hríseyjarhreppi, fjármála- ráðuneyti og samgönguráðuneyti þar sem gert var ákveðið sam- komulag. Starfsmenn fjármála- ráðuneytis munu ganga frá drög- um að samkomulagi um stofnun eignarhaldsfélags um Sæfara og eftir atvikum um Sævar. Ég hef óskað eftir að aukafjárveitingin verði greidd Hríseyjarhreppi. Milljónirnar sjö verða greiddar tiltölulega fljótt þar sem fullkom- ið samkomulag, gert af heilum hug, hefur náðst milli Hríseyjar- hrepps og ráðuneytanna,“ sagði Halldór Blöndal, samgönguráð- herra. ój anddvri. Skal uppsteypu og frágangi þaks lokið í árslok en frágangi úti á næsta sumri. Stefnt er að því að bjóða annan áfanga út í vetur og að byggingu hússins verði að fullu lokið vorið 1994. 1M að eltast við kindur og gæsir. Eig- andi hundsins kærði verknaðinn strax og fékk frest til 15. júní til að leggja fram skaðabótakröfur. Skaðabótakröfurnar liggja nú fyrir þar sem farið er fram á krónur 150.000,00. „Nú þegar kröfugerðin liggur fyrir og máls- atvik eru ljós þá verður málið sent ríkissaksóknara," sagði Jón ísberg. ój íþróttahús á Þelamörk: Katla á Árskógsströnd með lægsta tilboðið - býður 80,4% af kostnaðaráætlun sem er 32,4 milljónir króna Akureyri: Tillaga um háskólasvæði Viðbyggingin við Hvamm á Húsavík: Jónas Gestsson með lægsta tílboðið Hundamálið á Blönduósi: Bótakröfur 150 þúsund - málið sent ríkissaksóknara

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.