Dagur


Dagur - 27.06.1992, Qupperneq 2

Dagur - 27.06.1992, Qupperneq 2
2 - DAGUR - Laugardagur 27. júní 1992 Fréttir Aðalfundur Gilfélagsins: Fjáröflunarátak til lagfær- ingar húsnæðis í Grófargili - félagar orðnir um 80 segir Guðmundur Ármann Sigurjónsson, formaður Norðlenskir steinasafnarar standa fyrir sýningu í sumar í húsnæði félagsins að Hafnarstræti 90 á Akureyri. Mynd: OT Félag norðlenskra steinasafnara: Steinasýning í sumar „Verkefni nýkjörinnar stjórn- ar og raunar alls félagsins á næstunni verður að afla fjár til þeirra framkvæmda sem fyrir- hugaðar eru við að lagfæra þau húsakynni sem Akureyrarbær hefur veitt félaginu afnot af,“ sagði Guðmundur Armann Sigurjónsson, formaður Gil- félagsins, félags um menning- ar- og listastarfsemi í Grófar- gili en aðalfundur þess var haldinn síðastliðinn laugar- dag. Á fundinum voru sam- þykkt Iög fyrir félagið og kosin stjórn en bráðabirgðastjórn hafði verið að störfum frá því félagið var formlega stofnað 30. nóvember á síðasta ári. Guðmundur Ármann sagði að bráðabirgðastjórninni hefði verið falið að ganga frá samningi við Akureyrarbæ um afnot af hús- næði í Grófargili. Gengið hefur verið frá samningum um fyrstu hæð og kjallara í gamla mjólkur- samlagshúsinu auk rúmlega 300 fm. húsnæðis við Kaupvangs- stræti 23, fyrrum húsnæði Smjör- líkisgerðarinnar og Flóru. í hús- næði samlagsins hefur nú verið úthlutað á vegum félagsins aðstöðu fyrir átta vinnustofur en áður hafði verið úthutað húsnæði fyrir Gallerf AllraHanda og eina vinnustofu í kjallara en fyrirhug- að er að komið verði upp sýning- arsölum á vegum Akureyrarbæj- ar á efri hæðum samlagshússins í framtíðinni. f húsnæði Gilfélags- ins við Kaupvangsstræti 23 er meðal annars gert ráð fyrir fjöl- nota sýningarsal og gestavinnu- stofu á vegum félagsins. Sem fyrr segir er áformað að hefja fjár- öflunarátak til þess að standa straum af kostnaði við lagfæring- ar á húsnæði félagsins og er með- al annars ætlunin að leita til myndlistarmanna í því sambandi með það fyrir augum að þeir gefi myndir og síðan verði efnt til sölusýningar. Guðmundir Ármann sagði að Gilfélagið væri opið félag og gætu allir gerst félagar, hvort sem þeir sjálfir væru listamenn eða áhuga- menn um listir og menningu. Félagar í Gilfélaginu eru nú um 80 talsins, flestir búsettir á Akur- eyri en einnig eru nokkrir félagar búsettir í Reykjavík og erlendis. Stjórn Gilfélagsins skipa nú Guð- mundur Ármann Sigurjónsson, formaður, Ragnheiður Þórsdótt- ir, ritari, Helgi Vilberg, gjald- keri, Jón Hlöðver Áskelsson og Guðmundur Oddur Magnússon meðstjórnendur. ÞI í sumar mun Félag norð- lenskra steinasafnara standa fyrir steinasýningu í húsnæði félagsins að Hafnarstræti 90 á Akureyri. Sýningin var opnuð þann 15. júní og verður opin alla daga í júní, nema laugar- daga frá kl. 13.00 - 16.00. í júlí og til 15. ágúst verður aft- ur á móti opið frá kl. 10.00 - 17.00 alla daga nema laugardaga. Félagið stóð fyrir steinasýn- ingu síðastliðinn vetur og sýndu bæjarbúar henni mikinn áhuga. Því hefur félagið nú ákveðið að opna aðra sýningu og gefa bæjar- búum og ferðamönnum tækifæri til að kynnast töfrum hins íslenska steinaríkis. Skagaflörður: Fé fennti í Kálfadal Framhaldsskólar og framhaldsdeildir á Norðurlandi: Töluvert af réttindalausu fólki við kennslu í vetur - ekki ljóst hver viðbrögð ráðuneytisins verða við ákvörðun skólameistara MA Síðdegis á fimmtudag fundu bændur í Hegranesi í Skaga- firði 15 kindur dauðar í Kálfa- dal en féð hafði fennt í hretinu á miðvikudag. Búist er við að fleira fé hafi farist en mikill snjór en enn í fjöllum og því veruleg hætta á ferðinni ef brestur á með snjókomu á nýj- an leik. Þá geta leysingar einn- ig valdið erfiðleikum og hætta er á að sauðfé drukkni ef vatna- vextir verða miklir. Jóhann Már Jóhannsson, bóndi í Keflavík í Hegranesi, sagði að sauðfé hefði átt í veru- legum erfiðleikum í hretinu og búast megi við að fleira fé hafi Umsókn barst um eina af þremur dósentstöðum sem Háskólinn á Akureyri auglýsti Kópasker: BMys skammt frá Valþjófsstað Sendiferðabíll lenti utan vegar milli Valþjófsstaða og Prest- hóla á fimmtudaginn. Öku- maður og farþegi voru fluttir á sjúkrahús á Húsavík með sjúkrabifreið. Slysið varð er ökumaður ók upp aflíðandi brekku. Af um- merkjum mátti sjá að bíllinn hafði rásað góðan spöl með veg- arkantinum áður en hann lenti utan vegar. Bíllinn sökk í leirbor- inn jarðveg áður en hann skall á stórum steini. Bíllinn er mikið skemmdur og ökumaður og far- þegi eru meiddir í baki og verða frá vinnu næstu vikur. ój I fennt þótt ekki hafi enn fundist nema 15 kindur dauðar. Bændur hefðu rekið féð til og reynt að koma því á öruggari staði. Menn hefðu hins vegar verulegar áhyggj- ur vegna slæmrar veðurspár fyrir helgina og lítið megi bera útaf til þess að meiri fjárskaðar geti orðið. Jóhann Már sagði að mik- ill snjór væri á afréttinni, sérstak- lega í lægðum og giljum þar sem skafið hefði í stærðar skafla. Ef hlýnaði og leysingar yrðu skarpar gætu einnig skapast hættur fyrir skepnur af þeirra völdum. Ætl- unin var að fara aðra ferð í Kálfa- dal í gær og líta eftir fénu því tal- ið var að enn gæti leynst lifandi fé í fönn. ÞI lausar til umsóknar í vor. Umsóknarfrestur var fram- lengdur til 20. júní og barst umsókn um dósentsstöðu í hjúkrun en dósents- eða prófess- orsstaða í hagfræði í sjávarút- vegsdeild er enn laus til umsóknar sem og staða dós- ents í iðnrekstrarfræði við rekstrardeild. Háskólinn á Akureyri auglýsti allar stöðurnar þrjár til umsóknar í vor og jafnframt stöðu forstöðu- manns við sjávarútvegsdeild og tvær stöður lektora, þ.e. við hjúkrunardeild og rekstrardeild. í síðastnefndu stöðurnar bárust umsóknir strax í maí í vor. Að sögn Stefáns Jónssonar, forstöðumanns rekstrardeildar, hefur gengið þokkalega að ráða fólk í nýjar stöður við skólann þó stundum hafi þurft að auglýsa ítrekað. Stefán segir að þessa dagana sé verið að fara yfir skóla- starfið næsta vetur og ganga frá ráðningum kennara, bæði fast- ráðinna og stundakennara. JÓH Ljóst er að töluvert af réttinda- lausu fólki verður við kennslu í framhaldsskólum og framhalds- deildum skólanna á Norður- landi næsta vetur. Ástandið er misgott eftir skólum en svo virðist sem skólameistarar ætli ekki að fara að dæmi Tryggva Gíslasonar, skólameistara Menntaskólans á Akureyri, sem hefur ákveðið að ráða ekki réttindalausa kennara í lausar stöður. Hörður Lárus- son, deildarstjóri í mennta- málaráðuneytinu, sagðist í gær ekki getað svarað því hver við- brögð ráðuneytisins yrðu við ákvörðun Tryggva. Guðmundur Birkir Þorkels- son, skólameistari Framhalds- skólans á Húsavík, sagði stöðuna svipaða og venjulega, kannski ívið betri. „Það hefur gengið bet- ur að ráða en undanfarin ár en þó verða hér nokkrir réttindalausir kennarar. Það er ekki nóg fram- boð af réttindafólki og ljóst að það er kjaramálunum að kenna, fólk treystir sér hreinlega ekki í vinnu á þessum kjörum. Eg skil mætavel ákvörðun Tryggva Gísla- sonar og það gæti vel komið til þess að við förum að dæmi hans. Það þarf að taka á launamálum kennara fyrr eða síðar,“ sagði Guðmundur Birkir. Hannes Hilmarsson, skóla- meistari Framhaldsskólans á Laugum, sagði stöðuna góða, þrír nýir kennarar kæmu inn í skólann fyrir næsta vetur og allir væru þeir með kennsluréttindi og mikla reynslu. „Þá er staðan þannig að af tólf kennurum við skólann er einn ekki með réttindi en mjög gott BA próf. Við þurf- um því ekki að kvarta. Samt sem áður er ég sammála Tryggva um að það þarf að gera eitthvað í launamálum kennara." Bernharð Haraldsson, skóla- meistari Verkmenntaskólans á Akureyri, sagði skólann hafa nokkra sérstöðu þar sem náms- framboð væri annað en t.d. í MA „Við erum með mjög mikið af stundakennurum en hins vegar eru flestir fastráðnir kennarar við skólann með réttindi eða í rétt- indanámi,“ sagði Bernharð. í Gagnfræðaskólanum í Ólafs- firði er staðan góð. Þar eru allir kennarar með kennsluréttindi en ein staða er laus. Borist hefur umsókn um hana frá leiðbein- anda sem skráður er í réttinda- nám. „Hlutfall réttindakennara hér er alltaf að aukast en það verða nokkrir kennarar réttindalausir. Margt af þessu fólki er hins vegar búið að kenná hérna í mörg ár og er að ná sér í réttindi. Það er helst í raungreinum sem erfitt er að fá réttindakennara en þar höf- um við fengið fólk með BS próf og mikla reynslu. Ég á ekki von á að við förum sömu leið og Menntaskólinn á Akureyri, við- horfið hér er að reyna að leysa málin eins farsællega og hægt er miðað við aðstæður,“ sagði Ölaf- ur Arnbjörnsson, aðstoðarskóla- meistari Fjölbrautaskóla Norður- lands vestra á Sauðárkróki. Dalvíkurskóli hefur auglýst talsvert eftir kennurum að undanförnu en að sögn Svein- björns Njálssonar, yfirkennara, hafa engar umsóknir borist um nokkrar stöður í stýrimanna- deild. Hann sagði að búið væri að ráða í faggreinar en lítil ásókn virtist vera í almenna kennslu og ef ekki rættist úr þyrfti að leita á náðir réttindalauss fólks. Hörður Lárusson, deildarstjóri í menntamálaráðuneytinu, sagð- ist í gær ekki hafa séð neina til- kynningu frá Tryggva Gíslasyni um að hann myndi ekki ráða rétt- indalausa kennara í lausar stöður en hafði heyrt urn rnálið. Hann sagðist ekki geta svarað því hver viðbrögð ráðuneytisins yrðu. JHB/GG Mokveiði í Skerjadýpi: Karfi á dagtan og ufsi yfir nótttaa Tveir togarar lönduðu í vik- unni hjá Utgerðarfélagi Akur- eyringa hf. Hrímbakur EA landaði 80 tonnum og Kald- bakur EA 73 tonnum. Lítil vinna hefur verið í frystihúsi ÚA alia vikuna og af þeim sök- um var sumarfólkið í fríi á fimmtudag og föstudag. Á mánudag kemur Harðbakur EA til löndunar og Þorleifur Ananíasson segir að nægur fiskur verði til vinnslu alla næstu viku. Togslóð togara fyrir Norður- landi, Vestfjörðum og Vestur- landi er dauð með öllu. Engan fisk er að fá og togaraflotinn er kominn suður í Skerjadýpi. Nokkrir voru í gær fyrir austan, í Berufjarðarál, þar sem kropp er af þorski og ýsu. „Flotinn er hér í góðum karfa á daginn og ufsa yfir nóttina. Flest- ir hafa mokveitt. Við verðum heima um miðja vikuna og þessi afli í Skerjadýpinu bjargar túrnum. Fyrst framan af vorum við fyrir vestan, en þar var ekkert að hafa. Nú er að sjá hvað þetta endist hér því flotinn er að mestu kominn hingað,“ sagði Jón Guð- mundsson, skipstjóri Svalbaks EA. ój Háskólinn á Akureyri: Umsókn um eina af þremur dósentsstöðum - verið að fara yfir skólastarfið næsta vetur og ganga frá ráðningum kennara

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.