Dagur - 27.06.1992, Blaðsíða 20

Dagur - 27.06.1992, Blaðsíða 20
Hraðfrystistöð Þórshafnar: Skólafólk Bátar hafa lítið komist á sjó frá Þórshöfn að undanförnu. III- viðri hefur hamlað veiðum, sem er óvanalegt yfir há bjarg- ræðistímann. Af þeim sökum er vinna í hraðfrystistöðinni með minna móti um þessar mundir. Þær upplýsingar fengust hjá Hraðfrystistöð Þórshafnar hf. að lítið hafi borist af fiski að undan- förnu. Fast starfsfólk hefur hald- ið dagvinnu, en sumarfólkið sent heim ekki. Skólafólk frá Akureyri hef- ur sótt vinnu til Þórshafnar en búið er að senda það heim. Rekstur hraðfrystistöðvarinnar er byggður upp af afla smábáta frá Þórshöfn og Geir ÞH, sem er stærstur bátanna, er í slipp. Til hraðfrystistöðvarinnar hefur fisk- ur einnig borist frá Raufar- höfn og Vopnafirði. Stakfellið ÞH, togari Þórshafnarbúa er á frystingu og hefur gengið sæmi- lega. ój Prýði á Húsavík: Vinna að heíjast á ný 1 Á I'Wt/fm x : K:' : * 1*. 1 | m f § % í Mw Skipt „Það þýðir ekkert að væla og þetta verður að spilast af fíngr- um fram,“ sagði Guðmundur Hákonarson, framkvæmda- stjóri saumastofunnar Prýði á Húsavík. Vinna hefst þar á ný á mánudaginn eftir nokkurra Rauðinúpur ÞH: umaðal- vél í haust Stjórn útgerðar Rauðanúps ÞH frá Raufarhöfn hefur tekið ákvörðun um, að skipt verði um aðalvél í togaranum í kjöl- far þeirra bilana sem urðu á aðalvél sl. vetur. Rauðinúpur ÞH hélt til veiða á fimmtudagskvöldið eftir löndun á 60 tonnum. Full vinna hefur ver- ið hjá Fiskiðju Raufarhafnar hf. að undanförnu þar til í byrjun vikunnar. Lokað var á mánudag og þriðjudag. Fisk vantaði til vinnslu. „Tryggingafélagið bætti okkur það tjón er varð vegna vélarbil- ananna í janúar og febrúar með 23 milljónum. Nú er ákveðið að kaupa nýja aðalvél því við treyst- um ekki þeim varahlutum er við fáum frá japönsku framleiðend- unum. Engar skýringar hafa fengist er varðar bilanirnar í gömlu vélinni. Um miðjan júlí fara menn frá okkur til viðræðna við þá japönsku. Við ætlum að hittast í Hollandi. Allt að fimm mánaða afgreiðslufrestur er á nýrri vél og hún verður ekki keypt frá Japan. Ráðgcrt er að Rauðinúpur ÞH fari í slipp í október/nóvember og þá innan- lands. Togarinn verður frá veið- um í allt að tvo mánuði vegna þessara framkvæmda," sagði Haraldur Jónsson, útgerðarstjóri Rauðanúps. ój daga stopp, einnig var stopp í nokkra daga í maí, en Guð- mundur reiknar með að næg vinna verði fram í miðjan júlí þegar lokað verður vegna sumarleyfa. Guðmundur sagði að það væri reitingur að gera en þó aldrei alveg nóg og því hefði verið grip- ið til þess ráðs að loka nokkra daga í einu vegna verkefna- skorts. Frá áramótum hefur saumastofan sjálf flutt út fram- leiðslu sína og saumað ullarjakka á markað í Þýskalandi, Hollandi og Danmörku. „Þetta cr eina leiðin til að bjarga sér, það er enga vinnu að hafa hjá öörum. Það tekur sinn tíma að finna markaði og það þýðir ekkert ann- að en að vera bjartsýnn," sagði Guðmundur. Starfsmannafjöldi á Prýði skilar sem svarar 10 dags- verkum. IM Fundarmcnn á fundinum í gær. Standandi frá vinstri Aulis Piilonen, mcnningarfulltrúi í Lahti, Kari Salmi, aðstod arborgarstjóri Lahti, Uno Williamsson, borgarstjóri Vásterás, Pallc Dinesen, borgarstjóri Randcrs, Björn Huscby, borgarstjóri Álasunds, Kjell Arne Slinning, forseti borgarstjórnar Álasunds og Tórben Emil Lynge, menningarfull- trúi Vásterás. Sitjandi frá vinstri Björn Slinning, menningarfulltrúi Álasunds, Halldór Jónsson, bæjarstjóri Akur- eyrar, Lars Luttropp, forscti borgarstjórnar Vásterás, Björn Jósef Arnviðarson, bæjarfulltrúi Akureyri, Keld Huttl, forseti borgarstjórnar Randers og Erik Ravn, menningarfulltrúi Randers. Mynd: GT Vinabæjasamstarf heldur áfram Á fundi forsvarsmanna Akur- eyrarbæjar og fjögurra vina- bæja Akureyrar á Norðurlönd- uni, Randers í Danntörku, Álasunds í Noregi, Vásterás í Svíþjóð og Lahti í Finnlandi á Akureyri í gær var tekin ákvörðun um að halda áfram vinabæjasamstarfí bæjanna næstu fímm árin. Halldór Jónsson, bæjarstjóri á Akureyri, var ánægður með niðurstöðu fundarins. „Það var tekin ákvörðun um að halda áfram þessu vinabæjasamstarfi næstu fimm árin, en í eilítið breyttri mynd. Vinabæjamót vcrður haldið árlega og munu bæirnir skiptast á að halda mótin eins og verið hefur. Hins vegar var ákveðið að minnka umfang mótanna og vcrður hámarks- fjöldi þátttakenda 20 frá hverju landi og rætt er um að útlagður kostnaður fyrir þann bæ sem heldur mótið hverju sinni verði ekki meiri en 100 þúsund danskar krónur, eða um ein milljón íslenskar krónur, en til saman- burðar leggur bærinn 3,5 milljón- ir króna til þessarar vinabæja- viku," sagöi Halldór. Rætt er um að árið 1993 verði vinabæjamótið haldið í Dan- mörku, 1994 veröi það í Ála- sundi, árið 1995 í Vástcrás, árið 1996 í Lahti og árið 1997 á Akur- eyri. óþh Starfsfólk Skóverksmiðjunnar Striksins í fimm vikna sumarleyfi í gær að liðnum tveimur mánuðum af uppsagnarfresti: Til úrslita verður að draga á næstu 20 dögum - segir Haukur Ármannsson, framkvæmdastjóri Starfsfólk Skóverksmiðjunnar Striksins á Akureyri fór í fímm vikna sumarleyfí um hádegi í gær og verður framleiðsla stöðvuð á meðan. Tveir mán- uðir eru liðnir af uppsagnar- fresti starfsfólksins en fyrir- tækið er nú í fjárhagsendur- skipulagningu sem hefur geng- ið mun hægar fyrir sig en gert var ráð fyrir í upphafí. Haukur Ármannsson, framkvæmda- stjóri Striksins, segir að það ráðist á næstu 15-20 dögum hver framtíð fyrirtækisins verði, komi 5 milljóna hluta- fjárframlag frá Byggðastofnun innan þessa tíma fylgi í kjölfar- Lögreglan á Akureyri: Hundur defsar í barn Störf lögreglumanna á Akur- eyri voru hefðbundin á fímmtudagskvöldið og aðfara- nótt föstudagsins. Lögreglan þurfti að hafa afskipti af ökumanni er ók vísvit- andi á móti einstefnu og annar var tekinn vegna hraðaksturs á Drottningarbraut. Einn maður var tekinn vegna ofurölvunar á knattspyrnuleik KA og Fram. Maðurinn gisti fangageymslur til föstudagsmorguns. „Hundur glefsaði í nef sjö ára drengs við Lundargötu. Hundur- inn var laus en Iöglega skráður og tryggður. Faðir drengsins kom með barnið á lögreglustöðina, en formleg kæra hefur ekki verið lögð fram enn," sagði talsmaður lögreglunnar á Akureyri. ój ið fjárhagsendurskipulagning sem treysti stoðir fyrirtækisins fyrir næstu ár en ef ekki sé fátt annað framundan en endalok skóverksmiðjunnar. Á sínum tíma var 40-50 aöilum boðið að kaupa hlutafé í skó- verksmiðjunni en áætlanir mið- uðust við að auka hlutafé um 15 milljónir. Rúmlega 20 aðilar lof- uðu hlutafé, sanrtals 15 milljón- um og þar á meðal var Byggða- stofnun með 5 milljónir. Þetta framlag hefur enn ekki borist en að því fengnu, sem og öðrum lof- orðum, fær verksmiðjan afurða- lán úr viðskiptabanka sínum að upphæð 27 milljónir en það væri fyrsta afurðalán verksmiðjunnar frá upphafi. Haukur Ármannsson segir Byggðastofnun nú bíða ársreikn- ings frá fyrirtækinu en ekki hafi verið svarað af eða á hvort hluta- fé komi eins og lofað var. „Þessu verður að linna á næstu 15 til 20 dögum, af eða á. Á því leikur ekki vafi," sagði Haukur. Að- spurður segir hann að gangi fjár- mögnun eftir eins og ætlað er sé- ekki vafi að reksturinn gjörbreyt- ist. „Við höfum lært ýmislegt á þessum rekstri á þessum tíma og þurfum að taka okkur saman í andlitinu að ýmsu leyti. En með þessu yrðurn við öruggir önnur fjögur ár að minnsta kosti. Fari biðinni ekki að linna þá hætti ég þessu og þá detta út þau tæplega 40 störf sem hér eru. Þá þyrfti að greiða starfsfólkinu samtals í atvinnuleysisbætur á tveimur mánuðum um sem svarar þeirri upphæð senr við bíðum eftir frá Byggðastofnun," sagði Haukur Ármannsson. JÓH Fiskiðjusamlag Húsavíkur: Erfiður markaður fyrir mikið uimiirn fisk „Það er allt í jafnvægi hjá okk- ur og nóg að gera miðað við það sem áformað var,“ sagði Tryggvi Finnsson, framkvæmda- stjóri Fiskiðjusamlags Húsa- víkur, aðspurður um hvernig hráefnisöflun gengi hjá fyrir- tækinu. „Því miður hefur verið á bratt- ann að sækja hvað varðar mark- að fyrir mikið unninn fisk. Af markaðsástæðum hafa menn því leiðst út í að framleiða of mikið í hraðunnar pakkningar af bolfiski. Markaðurinn almennt er erfiður og menn ekki tilbúnir að fram- leiða á lager til lengri tíma,“ sagði Tryggvi. Tryggvi sagði að svipaður fjöldi skólafólks hefði fengið vinnu í sumar í Fiskiðjusamlag- inu og undanfarin ár. „Það hefur verið heldur minni rækjuafli en við reiknuðum með, en við erunr með það marga báta að nóg hefur verið að gera,“ sagði Tryggvi. Að undanförnu hefur verið unnið á þremur vökt- um í Rækjuvinnslunni, tveim föstum vöktum og þeirri þriðju sem verið liefur mismunandi löng. „Þetta gengur allt slétt og fellt hjá okkur núna,“ sagði Tryggvi. Um verslunarmannahelgina verður nokkurra daga stopp í frystihúsinu, samkvæmt venju. IM

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.