Dagur - 27.06.1992, Qupperneq 4
4 - DAGUR - Laugardagur 27. júní 1992
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI,
SÍMI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639
ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ KR. 110
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
UMSJÓNARMAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON
BLAÐAMENN: INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavíkvs. 96-41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON,
JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), ÓLI G. JÓHANNSSON.
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON
(Sauöárkrókl vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON,
ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25689
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF.
Getum ekki lengur
byggt á hráefnissölu
Heildarfiskveiði íslendinga nam
1034 þúsund tonnum á síðasta ári.
Af þeim afla voru 306 þúsund tonn
af þorski eða aðeins tæpur þriðj-
ungur heildaraflans. Ef litið er á
útflutning sjávarafla á sama tíma-
bili koma önnur hlutföll í ljós. Af
464 þúsund tonna heildarútflutn-
ingi voru 226 þúsund tonn af
þorski eða hátt í helmingur þess
afla sem sendur var á erlenda
markaði. Þegar útflutningsverð-
mæti sjávarafurða eru athuguð vex
hlutfall þorsksins enn því af um 75
milljarða heildarútflutningi fékkst
rúmur 41 milljarður fyrir þorskafl-
ann. Yfir helmingur gjaldeyris-
tekna þjóðarinnar af sjávarafla
skapaðist þannig af útflutningi
þorskafurða þótt veiði hans væri
innan við þriðjungur af heildarafla
á árinu 1991.
Nú leggur Hafrannsóknastofn-
un til að á næsta ári verði aðeins
leyft að veiða 190 þúsund tonn af
þorski í stað um 250 þúsund tonna,
sem gert er ráð fyrir að veidd verði
á yfirstandandi ári. Miklar líkur eru
á að sjávarútvegsráðherra taki
verulegt mið af tillögum stofnun-
arinnar þegar hann ákveður end-
anlegan þorskveiðikvóta íslend-
inga fyrir næsta ár. Þótt oft hafi
verið deilt um niðurstöður rann-
sókna Hafrannsóknastofnunar og
ýmsir útgerðarmenn og sjómenn
talið ástæður til að rengja þær tölur
sem hún hefur sent frá sér bendir
nú margt til að spár hennar stand-
ist í flestum atriðum. Þorskveiðin
hefur verið léleg allt frá síðasta
hausti og annað hljóð er nú komið í
marga útgerðar- og skipstjórnar-
menn hvað rannsóknir og tillögur
Hafrannsóknastofnunar varðar.
Vandi þjóðarinnar er því mikill
þegar bregðast þarf við atburðum
á borð við versnandi ástand þorsk-
stofnsins. Ljóst er að mikill sam-
dráttur í þorskveiðum dregur veru-
lega úr útflutningsverðmætum
sjávarafurða og þar með gjaldeyr-
istekjum þjóðarbúsins. í frétta-
tilkynningu sem Þjóðhagsstofnun
sendi frá sér í byrjun þessa mánað-
ar segir að 40% samdráttur þorsk-
veiða geti leitt af sér allt að 4 til 5%
samdrátt landsframleiðslunnar í
heild. Þótt niðurskurður þorsk-
veiða verði ekki eins mikill og gert
var ráð fyrir í forsendum útreikn-
inga þjóðhagsstofnunar er engu að
síður víst að samdrátturinn getur
haft veruleg og víðtæk áhrif á líf og
störf landsmanna.
Miklar umræður munu fara fram
á næstu vikum og mánuðum um á
hvern hátt bregðast megi við þess-
um mikla vanda. Ef byggja á
þorskstofninn upp á nýjan leik er
útilokað að hefja mikla sókn í hann
næstu árin. Umræðan hlýtur því að
snúast um hvaða önnur tækifæri sé
mögulegt að skapa - annars vegar
innan sjávarútvegsins en hins veg-
ar á vettvangi annarra atvinnu-
greina. Hvað sjávarútveginn varð-
ar hljóta augu manna að beinast
að frekari úrvinnslu sjávarafla og
aukinni verðmætasköpun ásamt
harðari markaðssókn út um hinn
stóra heim.
Á undanförnum árum hefur okk-
ur borið nokkuð af leið í því efni.
Fiskvinnslan býr við sívaxandi
samkeppni frá frystitogurum og
einnig við útflutning á ferskum
fiski. I umræðum um nýja sjávarút-
vegsstefnu er taka verður mið af
minnkandi þorskafla hlýtur sú
spurning að verða áleitin hvort
landa eigi öllum sjávarafla í inn-
lendum höfnum og selja hann þar
á fiskmörkuðum. Slík ráðstöfun afl-
ans myndi án efa virka sem víta-
mínsprauta á alla starfsemi í sjáv-
arútvegi og auka möguleika á
þeirri verðmætasköpun sem þjóðin
þarf á að halda. Efnahagsleg staða
okkar í framtíðinni getur ekki leng-
ur byggst að miklu leyti á hráefnis-
sölu út úr landinu. ÞI
Sýningin „Prentverk á Akureyri“ var framiag Minjasafnsins á Akureyri til
vinabæjavikunnar. Sýningin verður opin daglega frá kl. 11 til 17 til 15. sept-
ember. Hér er Guðný Gerður Gunnarsdóttir við svokallaða hraðpressu úr
Prentverki Odds Björnssonar, sem er meðal tækja sem eru til sýnis á Minja-
safninu.
Gestirnir kynntu sér
sögu prentlistar
á Akureyri
1 tengslum við vinabæjavikuna
var sl. mánudag opnuð sumar-
sýning Minjasafnsins á Akureyri
þar sem stiklað er á stóru í sögu
prentlistar á Akureyri. Þátttak-
endur í vinabæjavikunni komu á
Minjasafnið í hópum og kynntu
sér sýninguna og annað sem fyr-
ir augu bar á safninu.
Á sýningunni, sem ber heitið
„Prentverk á Akureyri - brot úr
sögu prentlistar og bókagerðar",
eru sýnd ýmis tæki og áhöld sem
tengjast prentverki og bókagerð í
bænum. Leitast er við að segja
brot úr sögu elstu prentsmiðjanna
og gefa innsýn í handverk sem nú
er að mestu horfið. Tækin sem
sýnd eru koma flest úr tveim elstu
prentsmiðjum bæjarins, Prentverki
á Akureyri
Odds Bjömssonar og Prentsmiðju
Bjöms Jónssonar.
Umsjón með gerð sýningarinn-
ar hafði Guðný Gerður Gunnars-
dóttir, minjasafnsvörður, og auk
hennar önnuðust þau Hanna Rósa
Sveinsdóttir og Hörður Geirsson
uppsetningu sýningarinnar.
Sýningin verður opin daglega
frá kl. 11 til 17 til 15. september.
Umsjón: Óskar Þór Halldórsson
Myndlistarkrakkarnir voru mjög áhugasamir og höfðu greinilega yndi af því sem þeir voru að fást við.
Á æfingu á flötinni fyrir neðan Samkoniuhúsið. Kolbrún
Kristjánsdóttir leiðbeinir krökkunum.
Leiðbeinendur krakkanna í hestahópnum, Guðrún Hall-
grímsdóttir, Guðbjörg Hermannsdóttir og Kolbrún
Kristjánsdóttir bera saman bækur sínar.
Skrifstofa vinabæjavikunnar var í íþróttahöllinni frá
mánudegi til föstudags. Þau stóðu í eldlínunni, svöruðu
öllum spurningum og reyndu að leysa úr þeim vandamál-
um sem upp komu. Frá vinstri Unnur Þorsteinsdóttir, rit-
ari, Ingólfur Ármannsson, skóla- og menningarfulltrúi
Akureyrarbæjar, Marjo Kristinsson, sem túlkaði úr
finnsku, Sigríður Dalmannsdóttir, ritstjóri og blaðamað-
ur fréttabréfsins Novu-nytt og Jón Björnsson, félags-
málastjóri Akureyrarbæjar.