Dagur - 27.06.1992, Side 5
Laugardagur 27. júní 1992 - DAGUR - 5
Efst í huga
Katrín Björg Ríkarðsdóttir
Ruddaskapur
fþróttaáhugamanna
Húsbréf
Útdráttur
húsbréfa.
Nú hefur farið fram sjöundi
útdráttur húsbréfa
í 1. flokki 1989
og fjórði útdráttur
húsbréfa í 1. flokki 1990.
og þriðji útdráttur
í 2. flokki 1990
Eins og svo mörgum öörum er mér efst
í huga sparkkeppni sú sem Sjónvarpið
var undirlagt af. Nú megið þið ekki
halda að ég hafi setið spennt og horft á
þær limlestingar sem áttu sér stað á
vellinum. Nei, öðru nær. Ég var alveg
innilega pirruð að geta ekki fengið að
sjá fréttir fyrr en kl. 21.00. Fyrir utan
það held ég að menn hljóti að vera
haldnir undarlegum “tendensum" að
horfa á fullorðna menn sparka á milli
sín bolta, og ekki nóg með það heldur
sparka leikmennirnir líka hver í annan
og mestur er árangurinn þegar tekst að
skjóta andstæðinginn niður. Ég meina
það, er ekki bara heilbrigðara að
stunda jóga, það ógnar að minnsta
kosti ekki heilsu annarra.
Ef ég á nú að tala í fullri alvöru þá
eru boltaíþróttir orðnar ansi ruddalegar
að ég tali nú ekki um fylgifiskana, bull-
urnar, sem slá öllu út í ruddaskap. Ef
Hollendingar vinna Þjóðverja þá berja
áhangendur Þjóðverja Hollendingana
og öfugt. Ef þetta endar ekki með
ósköpum þá veit ég ekki hvað. Væri
ekki réttast að láta liðin spila fyrir tómu
húsi — án áhorfenda. Kannski leysir
það engan vanda en eitthvað verður
að gera. Það er ekki hægt að láta
“íþróttaáhugamenn“ eða ofbeldis-
áhugamenn réttara sagt komast upp
með slík skrílslæti.
Úr því að ég er á annað borð farin
að tjá mig um íþróttir þá vil ég þakka
íþróttadeild Sjónvarpsins fyrir góðan
þátt um konur og íþróttir sl. mánudags-
kvöld. Þáttur af þessu tagi er mjög þarf-
ur og vekur íþróttafréttamenn vonandi
til umhugsunar um að jafna hlut karla
og kvenna á íþróttasíðum og í íþrótta-
þáttum. Það er sama hvað menn reyna
að afsaka sig — mismununin sést svört
á hvítu. Má t.d. nefna þriðjudagsblað
Moggans. Áforsíðu íþróttablaðsins var
stærðar litmynd af útlenskum körlum í
fótbolta en alveg neðst á síðunni stóð:
“Knattspyrna: Kvennalandsliðið lagði
Skota á Akranesi." Og nú spyr ég:
Hefði verið gert eins ef íslenska karla-
landsliðið hefði unnið Skota á Akra-
nesi?
Einnig fyrsti útdráttur
í 2. flokki 1991
Koma þessi bréf til
innlausnar 15. ágúst 1992.
Öll númerin verða birt í
næsta Lögbirtingablaði og
upplýsingar liggjaframmi í
Húsnæðisstofnun ríkisins,
á Húsnæðisskrifstofunni
á Akureyri, í bönkum,
sparisjóðum og
verðbréfafyrirtækjum.
HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS
LJ HÚSBRÉFADEILD SUÐURLANDSBRAUT 24 1 08 REYKJAVÍK SÍMI 91-696900
Fréttagetraun
1. Hvaða verkalýðsfélag á Norðurlandi hefur
boðað til verkfalls 13. júlí nk.?
2. Skóflustunga var tekin að nýrri sundlaug á
Dalvík um síðustu helgi. Hvaða arkitekt
teiknaði húsið?
3. Um hvað fjallar vísindaráðstefna sem
hófst að Hrafnagili á miðvikudag?
4. Hvaða fyrirtæki átti lægsta tilboð í bygg-
ingu íþróttahúss á Þelamörk og hversu hátt
var tilboðið?
5. Hverjar voru skuldir Hitaveitu Akureyrar
samkvæmt ársskýrslu Akureyrarbæjar fyr-
ir árið 1991?
6. Vinabæjaviku lauk í gær á Akureyri.
Hvað heitir aðalfararstjóri þátttakend-
anna frá Alasundi?
7. Hvað var laxinn þungur sem veiddist í
Bakkaá í Bakkafirði í vikunni?
8. „Við fiskum ekki upp á hund.“ Hver mælti
svo?
9. Hverjir skoruðu mörk KA gegn FH í 2. fl.
í 2:0 sigri liðsins?
10. Landafræðispurning: Hvar er borgin
Lucca? GG
MGUR
■njiLnj-QiiM y 'Oi
•uosspumuQnQ
![SJO uossnijnf jocJSis -5
Áa
-siuuq 1 uossuunqof jkuq '8
•punder 'L
•3uiuui|S ujofa '9
BUMTJ JBQJEflllUJ -g
t!UOJ>|
■flUUJ l'9Z G3lu JM U|JB^ -p
■3|js
-Ejiq j3k[ qia Rjjnf unujo^ •£
jijjops>[ni!H Xouugj 'i
•n|sXssujBA
-curiH-'V Sg[3jsq/Í|g>ij3/\ |
•MOAS
HEILBRIGÐIS- OG TRYGGINGAMÁLA-
RÁÐUNEYTIÐ
Staða yfirlæknis
Staða yfirlæknis i geðlækningum er laus til umsóknar.
Gert er ráð fyrir að læknirinn sinni geölækningum viö Sjúkrahús
Suðuriands á Selfossi, verði yfiriæknir vistheimilis fyrir ósakhæfa
geðsjúka afbrotamenn að Sogni i Ölfusi og verði ráögefandi geð-
læknir við fangelsið að Litla-Hrauni.
Umsóknir um stöðuna ásamt upplýsingum um menntun og fyrri
störf skulu sendast til skrifstofu Sjúkrahúss Suðurlands á Sel-
fossi.
Umsóknarfrestur um stöðuna er til 15. júlí 1992.
Upplýsingar um stööuna eru veittar i heilbrigðis- og trygginga-
málaráðuneytinu.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið,
12. júní 1992
HEILBRIGÐIS- OG TRYGGINGAMÁLA-
RÁÐUNEYTIÐ
Gæslufólk.
að Sogni í Ölfusi
Stöður gæslufólks að Sogni í Ölfusi eru lausar til umsókn-
ar. Æskilegt er að umsækjencjur hafi reynslu af störfum við
gæslu á geðdeildum, stofnunum fyrir þroskahefta eða í
fangelsum.
Gert er ráð fyrir að starfið á stofnuninni hefjist í október nk.,
en umsækjendur þurfa að gera ráð fyrir að fara áður i alit
að eins mánaöar námsdvöl erlendis.
Umsækjendur búsettir í Ölfushreppi ganga fyrir að öðru
jöfnu.
Umsóknarfrestur um stöðurnar ertil 30. júni 1992. Um-
sóknir skulu sendast til skrifstofu Sjúkrahúss Suðuriands á
Selfossi.
Allar upplýsingar um stöðurnar eru gefnar í heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytinu.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið,
12. júní 1992