Dagur - 27.06.1992, Qupperneq 6
6 - DAGUR - Laugardagur 27. júní 1992
Hestar
Krisfin Linda Jónsdóttir
59
Má ég fara á hestbak?
heimsókn í reiðskólann að Hamraborgum
Að Hamraborgum sunnan Akureyrar hafa Æskulýðsráð og
Hestamannafélagið Léttir á Akureyri starfrækt reiðskóla síð-
astliðin fjögur ár en reiðskóli á vegum þessara aðila var fyrst
starfræktur árið 1964. Að Hamraborgum er aðstaða öll hin
ákjósanlegasta 20x40 m kennslugerði, tún til beitar, hnakka-
geymsla, snyrting og önnur aðstaða fyrir kennara og
nemendur. Auk þess eru fagrar reiðleiðir í næsta nágrenni
enda njóta krakkarnir í reiðskólanum þess ekki síður að fara
í skemmtilega útreiðartúra en að ríða í þröngu kennslugerð-
inu. Alla tíð hafa verið til börn og unglingar sem hafa átt sér
drauma sem tengjast hestum. Drauma um að fá tækifæri til
að komast í snertingu við þessi stórfenglegu dýr, fá að setjast
í hnakkinn og jafnvel eignast hest. Mörg þeirra hafa fengið
óskir sínar uppfylltar og fyrir börn sem eru „með hestabakt-
eríuna í blóðinu“ er reiðskólinn besti og skemmtilegasti skól-
inn í heiminum! Um það voru þau sammála krakkarnir í reið-
skólanum að Hamraborgum.
f ár hófst starfsemi reiðskólans 9.
júní. Námskeiðin í reiðskólanum
eru ætluð börnum á aldrinum 8-
14 ára. í sumar verða haldin
a.m.k. þrjú námskeið en hvert
námskeið stendur í tvær vikur og
lýkur því síðasta 24. júlí. Þrátt
fyrir að námskeið reiðskólans
hafi verið sáralítið auglýst er nán-
ast hvert pláss skipað. Örfá pláss
eru þó enn laus á síðasta nám-
skeiðið í júlí. Til greina kemur að
bæta fjórða námskeiðinu við í
ágúst ef eftirspurn verður næg.
Að sögn Hauks og Hugrúnar
gengur ágætlega að útvega heppi-
lega hesta til notkunar í reið-
skólanum. í því efni skiptir vel-
vilji hestamanna á Akureyri og
bænda í nágrenninu öllu máli.
Kennarar reiðskólans þau
Haukur Sigfússon og Hugrún
ívarsdóttir taka á móti þremur
hópum nemenda á dag og eru um
það bil tólf krakkar í hverjum
hópi.
A námskeiðinu sem er í gangi
núna eru sjö strákar og þrjátíu
stelpur og er það hefðbundið
hlutfall á milli kynja á námskeið-
um reiðskólans. Stelpurnar eru í
mjög miklum meirihluta. Sömu
sögu er að segja víðast erlendis
þ.e.a.s. stelpur eru í miklum
meirihluta í reiðskólum. Erlendis
er kvenkynið í meirihluta í hesta-
mennsku meðal ailra aldurs-
flokka en hér á íslandi eru karlar
í miklum meirihluta meðal full-
orðinna hestamanna. Spurningin
er hvers vegna hestastelpurnar
skila sér í mun minna mæli inn í
hóp fullorðinna hestamanna hér
á landi en víðast annars staðar?
Það var stund milli stríða hjá
reiðkennurunum að Hamraborg-
um. Hópur hressra krakka var ný
farinn, næsti hópur ekki kominn
og þau Haukur og Hugrún gáfu
sér tíma til að svara nokkrum
spurningum um starfsemi reið-
skólans.
- Hver eru ykkar fyrstu verk
þegar hópur krakka kemur hing-
að í reiðskólann í sinn fyrsta
tíma?
Við byrjum á því að kynna
okkur hvað krakkarnir kunna
fyrir sér í hestamennsku, hvað
þeir geta á hestbaki. Sum eru
algjörir byrjendur en önnur
kunna þó nokkuð og í framhaldi
af því veljum við þá hesta sem
við teljum besta handa hverju og
einu barni. í fyrsta tímanum eru
krakkarnir eingöngu inni í
kennslugerðinu. Við hjálpum
þeim á bak, teymum undir þeim,
athugum hvernig þeim gengur að
sitja hestinn og stjórna honum.
Kennslustund í gerðinu.
Sjö ára og hefur þegar
tekið þátt í hestasýningu
Hann Haukur Heiðar Bjarnason
er sjö ára hestamaður sem hefur
oft farið á hestbak ýmist með
mömmu sinni eða með honum
Magga. í vetur var hann á nám-
skeiði á vegum unglingaráðs
hestamannafélagsins Léttis og
tók þátt í sýningu á Vetrarleikum
hestamanna á Akureyri. Prátt
fyrir að Haukur Heiðar hafi oft
tækifæri til að fara á hestbak nýt-
ur hann þess að vera í reiðskólan-
um og geta riðið út með krökk-
unum þar dag eftir dag. „Já mér
finnst gaman í reiðskólanum,"
sagði Haukur Heiðar og teymdi
hryssuna sem hann reið á hana
Hrafnhettu af stað.
Haukur og Hugrún kennarar í reiðskólanum.
Sum eru dauðhrædd og eru jafn-
vel háskælandi fyrstu einn til þrjá
tímana en vilja samt endilega
halda áfram í reiðskólanum.
Yfirleitt tekst vel að hjálpa
krökkunum að yfirvinna hræðsl-
una og að hálfum mánuði liðnum
er óttinn víðsfjarri.
- Hvað leggið þið áhcrslu á að
kenna þeim?
Fyrst og fremst brýnum við fyr-
ir þeim að bera virðingu fyrir
hestinum. Við bendum þeim á að
hesturinn er lifandi vera með sál
og tilfinningar og það er ekki
hægt að koma fram við hann eins
og reiðhjól eða aðra dauða hluti.
Auk þess reynum við að hjálpa
þeim að ná valdi á því að
sitja hest. Pað er að segja að
tolla á baki. Til þess að svo megi
verða kennum við þeim undir-
stöðuatriði í stjórnun hestsins,
ásetu og taumhaldi. Krakkarnir
fá líka tækifæri til að læra ýmsa
þætti í umgengni við dýr þeir fá
til dæmis að smala hestunum sjálf-
ir inn í réttina. Þá kemur oft ber-
lega í ljós að þau bera ekkert
skynbragð á hvernig á að reka
dýr. En krakkarnir eru snjallir og
fljótir að læra og eru allir orðnir
knáir hestasmalar þegar nám-
skeiðinu Iýkur.
- Hvernig fer hefðbundinn tími í
reiðskólanum fram?
í upphafi hvers tíma förum við
með krökkunum að ná í hestana.
Yfirleitt eru þeir reknir inn í
aðhald en stundum biðjum við
krakkana að fara út í hagann og
finna hestinn sinn. Þá reynir á að
hafa auga fyrir hestum og vita
hvernig gæðingurinn lítur út. Af
öryggisástæðum beislum við allt-
af hestana sjálf en að því loknu
tekur hvert barn við sínum hesti.
Þau kemba hestunum, sækja
reiðtygin sín og leggja á. Síðan
göngum við á milli hestanna,
girðum fastar og göngum úr
skugga um að allt sé eins og það á
að vera. Að því loknu fara allir á
bak. Fyrsti hluti tímans er kennslu-
stund inni í gerðinu en síðan för-
um við í útreiðartúr. Þegar heim
er komið hoppa allir af baki,
spretta af, ganga frá reiðtygjun-
um sínum, teyma hestinn sinn í
hagann, taka út úr honum og
sleppa honum.
- Sjáið þið miklar framfarir hjá
krökkunum á þessum tveimur
vikum?
Já við sjáum það, þau ná ótrú-
lega miklum framförum. Á hálf-
um mánuði verða þau flest öll
sjálfbjarga í því að leggja á sinn
hest fara á bak og stjórna honum
í útreiðartúr. Þau læra að nálgast
hesta í haga, reka hesta í aðhald,
kemba þeim, spretta af, umgang-
ast hesta af virðingu og ganga vel
um reiðtygi.
- Er skemmtilcgt starf að vera
reiðskólakennari?
Já við erum sammála um það,
þetta er mjög gefandi starf og
virkilega skemmtilegt að kynnast
krökkunum. Sum þeirra eru
ótrúlega flink og næm. Þau hafa
allt sem þarf í puttunum. Strax á
þessum fáu dögum skilur á milli
annars vegar þeirra krakka sem
hafa hestamennskuna í sér og
hins vegar þeirra sem ekki eru
eins næm á þessu sviði. Það er
hvergi eins auðséð eins og hjá
krökkunum að sumum er hesta-
mennska einfaldlega í blóð
borin!
Þetta sögðu þau Hugrún og
Haukur um leið og þau heilsuðu
nýjum hópi krakka sem ýmist
komu hjólandi eða hoppuðu út
úr bílum foreldra sinna með eftir-
væntingar- og tilhlökkunarglampa
í augum.
Eg ætla alveg örugglega að
fara oftar í reiðskólann
Hann kemur út úr röðinni á fullri
ferð á Stóra Jarp, hann Grétar
Orri Kristinsson 12 ára verðandi
hestamaður.
Aðspurður sagði Grétar Orri
að þetta væri annað námskeiðið
hans í reiðskólanum hann hefði
byrjað í fyrrasumar og ætti
örugglega eftir að koma oftar á
námskeið í reiðskólanum. Hann
sagðist vera búinn að læra alveg
heilmikið í reiðskólanum, til
dæmis hvernig ætti að stjórna
hesti, hvernig ásetan ætti að vera,
hvernig ætti að leggja á og hirða
um hesta.
Hver veit hvað framtíðin ber í
skauti sér ef til vill verður Grétar
Orri, eða einhver hinna krakk-
anna í reiðskólanum, búinn að
eignast sinn eigin hest innan
nokkurra ára, jafnvel fleiri en
einn!
Skemmtilegast að hleypa á stökk
Þau eru bæði brosmild hún Munda og hesturinn sem hún situr hann
Jarpur, þar sem þau bíða eftir að Ieggja af stað í útreiðartúr dagsins.
Þessi smáa en knáa hestastelpa heitir Guðmunda Sigurðardóttir og er
átta ára.
„Ég fór fyrst á námskeið í reiðskólanum í fyrrasumar þegar ég var
sjö ára. Það gekk bara vel en það var dálítið erfitt að ná hnakknum af
hestinum. Núna get ég alveg náð hnakknum léttilega af sjálf. Ég er
búin að læra ýmislegt eins og hvernig á að sitja á hestinum og mér
finnst lang skemmtilegast að fara á stökk. Ég vona að ég geti farið á
mörg reiðnámskeið í viðbót af því að það er svo rosalega skemmtilegt
að vera í reiðskólanum," sagði Munda og gaf Jarp bendingu um að nú
væri best að leggja af stað út úr gerðinu.