Dagur


Dagur - 27.06.1992, Qupperneq 11

Dagur - 27.06.1992, Qupperneq 11
10 - DAGUR - Laugardagur 27. júní 1992 Laugardagur 27. júní 1992 - DAGUR - 11 Ég hafði varla komið til Reykjavíkur fyrr en ég kom frá námi í Belgíu árið 1971. Síðan hef ég verið hér við háskólann þannig að mér finnst ég eigin- lega eiga meira heima í Háskóla Islands en í Reykjavík. Ég er ekki Reykvíkingur - miklu fremur Akureyringur. Ég er eiginlega alltaf á leiðinni héðan eins og ég hafí bara millilent hér,“ segir Páll Skúlason próf- essor þegar Dagur átti við hann viðtal einn sunnudag í júní á skrifstofu hans í aðalbyggingu Háskóla Islands. „Faöir minn var Skúli Magnússon sem kenndi við Gagnfræðaskólann á Akureyri um áratuga skeið. Oft hitti ég fólk sem man eftir honum. Hann var ættaður frá Skriðu í Hörgárdal þar sem forfaðir minn, Þorlákur Hallgrímsson bóndi, gróðursetti ein elstu tré í landinu um 1820. Móðir mín, Þorbjörg Pálsdóttir, er ættuð af Ströndum; frá Víði- dalsá rétt hjá Hólmavík. Ég er fæddur 1945 og alinn upp á Akur- eyri. Viku eftir stúdentspróf fór ég til Belgíu og dvaldi þar við nám í heimspeki í sex ár. Ég ætlaði mér að læra á frönsku og hafði hug á því að vera ekki í Frakklandi heldur öðru frönskumælandi landi. í Belgíu var ódýrara að lifa og þar voru engir íslendingar við nám. Þetta var viss ævintýramennska í upphafi en mér var mjög vel tekið og ég eignaðist fljótt vini. Ég taldi heppilegra að vera ekki innan um íslendinga til að læra málið og komast inn í menninguna. Óslitin umræðuhefð Heimspekin er viðamikið fag. í fyrsta lagi þurfa menn að þekkja sögu heimspekinnar, helstu heimspekinga og verk þeirra. í háskólum á Vesturlöndum er stunduð sú heimspeki sem á rætur sínar að rekja til Grikkjanna. Grikkir byrjuðu að ræða með röklegum hætti ákveðnar spurningar um líf- ið og tiiveruna. Af rökræðum þeirra spratt sú skipulega þekkingarleit sem kallast vís- indi. Heimspekin er sú röklega umræðuhefð sem hefur mótast og þróast á Vesturlöndum og er nátengd sögu vísinda og fræða og einnig stjórnmála. Innan heimspekinnar leggja menn sér- staklega stund á fjórar fræðigreinar nú á dögum. Þær eru rökfræði, frumspeki, þekk- ingarfræði og siðfræði. Sókrates setti sið- fræðina í öndvegi. Hún átti að svara spurn- ingunni um hvernig við fáum best lifað líf- „Það er nánast ósiðlegt að mynda sér skoðun án þess að skeyta um skilning og rök.“ un sem Páll Skúlason veitir forstöðu. Sið- fræðistofnun fjallar um forsendur siðferðis á fræðilegum grunni. Meðal þeirra rita sem stofnunin hefur gefið út er Siðareglur eftir Sigurð Kristinsson; Greining á siðareglum ásamt skráðum siðareglum starfsgreina á íslandi. „Sérhæfðar starfsstéttir eru forsendan fyr- ir tekstri nútímaþjóðfélags og þær eru margar hverjar nýjar og hafa engar hefðir á bak við sig. Starfsfólk hefur almennt gert sér grein fyrir því að hver stétt þarf að gera sér ljósan starfsgrundvöll sinn í þjóðfélag- inu. Siðareglurnar eru oftast óskráðar starfsreglur. Annars vegar þarf að huga að því hvaða tilgangi starfið þjóni miðað við þjóðarheildina og hins vegar hvernig starfið verði unnið þannig að það þjóni tilgangi sín- um sem allra best. Margar starfsstéttir eru að vinna að því að skýra og skrá siðareglur sínar um þessar mundir. Siðfræðistofnun hefur safnað öllum skráðum siðareglum starfsstétta saman og samið ítarlega greinargerð um þær. Bókin getur verið hjálpartæki fyrir starfsstéttir sem vilja skrá siðareglur sínar eða endurskoða þær.“ Siðferðið er eins og tungumál - Eruð þið ekki að fara inn á svið lög- fræðinnar með þessari vinnu? „Nei. Siða- reglur og lagareglur eru tvennt ólíkt. Siða- reglur verða til í samskiptum og störfum fólks með svipuðum hætti og reglur tung- unnar en lagareglur eru settar með formleg- um hætti af löggjafarvaldi. Löggjöfin hvílir í rauninni á siðferðinu eða á að gera það. I veruleikanum er siðferðið því dýpra, alvar- legra og mikilvægara en lögin geta nokkurn tíma orðið. Ef alvarlegur árekstur er á milli siðferðis og laga þá er sennilega eitthvað að löggjöfinni. Lögfræðingar gera sér þetta ekki alltaf ljóst vegna þess að þeim hættir til að ofmeta gildi laganna og efast um siðferðiskennd almennings. Þá geta þeir gert þá reginskyssu að halda að siðferðið sé afstætt og huglægt og að lögin ein eigi því að gilda.“ Almenn sérhæfíng Páll Skúlason hefur lagt til að sett verði á laggirnar ný námsbraut við Háskóla íslands þar sem fólki gæfist kostur á að tileinka sér fræðileg vinnubrögð sem geta nýst því almennt í lífi og starfi. „Þetta er gömul hugmynd sem hefur kviknað annað slagið. Hún er sú að háskól- inn bjóði upp á stutt hagnýtt nám fyrir fólk sem hefur þegar lokið stúdentsprófi og vill kynnast háskólalífi og öðlast þar með ákveðna reynslu af háskólastarfi án þess að þurfa endilega að fara í langskólanám. Þar fengi fólk þjálfun í gagnrýninni hugsun og í þeirri rökræðu sem er stunduð í háskóla en ekki í framhaldsskóla. Háskólinn gæti þar með boðið upp á fleiri möguleika en að menn stökkvi beint inn í deildirnar. Hér var áður cand. phil. gráða sem allir háskólastúdentar tóku. Munurinn á námsbrautinni sem ég er að tala um og þessu gamla námi er að áherslan var áður fyrr á hinn fræðilega þátt námsins. Menn áttu m.a. að tileinka sér flóknar hugmyndir og kenningar um sálarlífið og manninn. Það inu og í hverju sönn hamingja sé fólgin - hvernig við getum kunnað fótum okkar forráð. Þekkingarfræðin fjallar um eðli þekkingar og hvernig maður getur með gild- um rökum talið sig vita eitthvað; hvernig þekkingar er aflað og henni miðlað og ann- að í þeim dúr. Frumspeki fæst við undir- stöðuspurningar um eðli veruleikans og annan veruleika og frummyndakenning Platóns er frægasta frumspekikenning allra tíma. Heimspekin stendur í nánum tengslum við allar aðrar fræðigreinar. Hagfræði, lög- fræði, sálarfræði eða eðlisfræði eru í sjálfu sér ekki síður heimspekilegar en t.d. sið- fræði. Þar verða menn að fást við margar djúpar heimspekilegar spurningar ef þeir ætla að stunda fræðin af alvöru. Heimspekin er að vissu leyti samheiti yfir vísindi og fræði en það sem ber uppi þessa umræðuhefð er fyrst og fremst rökræðan - viðleitnin til skipulegrar rökræðu um nánast hvað sem vera skal. gagnrýninn hátt sem felur í sér að vera skýr í hugsun og framsetningu og huga að rökum. Þetta er sjálfsagður hlutur en for- spjallsvísindin vilja fá fólk til að hugsa um það á skýran og meðvitaðan hátt hvað felst í gagnrýninni hugsun sem margir telja að sé driffjöður vísinda og fræða frá upphafi. Gagnrýna hugsun iðka menn fyrst og fremst í samræðu þar sem þeir reyna sameiginlega að átta sig á viðfangsefninu. Fólk lærir ævinlega betur þegar það lærir á sjálfráðan, meðvitaðan hátt. Gagnrýnin hugsun verður að vera lifandi - hún er ekki tæknileg. Það hefur sýnt sig að hrein stærð- fræðileg rökfræði dugar engan veginn til að innprenta fólki að hugsa á gagnrýninn hátt heldur þarf fólk að tileinka sér ákveðna afstöðu sem er ekki sjálfgefin. Gagnrýna hugsun þarf fólk að iæra og þjálfa með sér. Fræðimennskan krefst þess að fólk læri að setja sig í hinar gagnrýnu stellingar - ekki bara á einhverju þröngu sviði heldur almennt, gagnvart öllum viðfangsefnum. Gagnrýnin hugsun Páll Skúlason leggur áherslu á að heimspek- in sé tengiliður á milli fræðigreina og hefur í um tvo áratugi kennt nýjum háskólaborgur- um svokallaða gagnrýna hugsun í námsgrein sem nefnd er heimspekileg forspjallsvísindi eða „fíla“. „Boðskapurinn seni forspjalls- vísindin eiga að flytja fjallar um hvað það felur í sér að taka þátt í fræðilegu starfi - hvort heldur sem námsmaður, kennari eða rannsakandi. Ákveðnar óskráðar reglur gilda um fræðimennsku og það er mjög brýnt þegar fólk er komið í háskóla að það hugsi skipulega um þær kröfur sem fræði- mennskan gerir til þess. Öll fræði byggjast á því að fólk hugsi á Siðferðileg krafa Nútímaþjóðfélag gerir miklar kröfur til fólks um gagnrýna hugsun. Fólk þarf að geta vegið og metið skoðanir og rök af ýmsu tagi sem að því er haldið. Skólar eiga að stuðla að því að mennta fólk þannig að það hafi sem besta forsendur til að takast skynsamlega á við lífsvandamál sín - hver sem þau eru. Gagnrýnin hugsun er siðferði- leg krafa. Það er nánast ósiðlegt að mynda sér skoðun án þess að skeyta um skilning og rök. Siðfræði starfsstétta Meðal þeirra stofnana sem Háskóli íslands hefur innan sinna vébanda er Siðfræðistofn- ÞAÐ ER RREPPA A ÖLLUM STIGUM MENNTAKERFISINS IDAG - Páll Skúlason prófessor í helgarviðtali sem ég hef aftur á móti hug á að verði aðal- áherslan í Almennri sérhæfingu eða nýja cand.phil.-náminu er verklegi þátturinn - hin fræðilegu vinnubrögð. Þannig yrði um að ræða verknám af ákveðinni tegund. Áhersla á nemanda eða fræði Þetta nám yrði byggt upp með æfingum og þjálfun ásamt beinu sambandi nemenda við leiðbeinendur. Við háskólakennarar leggj- um oftast mesta áherslu á tilteknar fræði- greinar; fræðin eru aðalatriðið og nemand- inn á að tileinka sér þau. En í þessari grein mun áherslan verða á nemandanum. Hann á að fá ráðgjöf og leiðsögn sem er miðuð við þarfir hans. Þetta er ekki hægt að gera nema námið sé fyrst og fremst hugsað sem verk- legt nám. Hlutverk háskóla Nemendur í háskóla eiga að skynja að þeir eru ekki í þröngu sérnámi eingöngu heldur eru þeir í háskóla til að tileinka sér reynslu og öðlast þroska og víðsýni. Þetta hefur tek- ist í Háskóla íslands að vissu marki; m.a. vegna starfsemi alls konar fræðafélaga sem starfa í nánum tengslum við háskólann. Þessi þátttaka í háskólalífi getur verið mjög af hinu góða fyrir flesta. Það er ákveðin tilhneiging til að gera háskóladeildirnar að nokkurs konar fag- skólum og fræðigreinarnar jafnframt lok- aðri. Það þarf að vinna gegn þessu - þetta er hættulegt því háskóli á að byggja á því að lifandi tengsl séu á milli hinna ólíku deilda. Samneyti fræðimanna á hinum ýmsu sviðum stuðlar að blómlegri starfsemi. I því felst gagnkvæmur stuðningur og hvatning sem einkenna góða háskóla. Slíkir skólar hafa áhrif á alla aðra þætti þjóðfélagsins. Kreppa á öllum stigum menntakerfísins Ég held að menn muni sjá að nútímaþjóð- félag getur ekki yerið án háskóla - það væri eins og þjóðfélag án spítala,“ segir Páll og bætir við: „Slíkt háskólalaust þjóðfélag yrði líka fljótlega þjóðfélag án spítala! Við verðum að hætta þessu niðurskurðar- blaðri sem allra fyrst. Ef við höfum ekki gott menntakerfi þá munu önnur kerfi hvort sem er spillast. Og ef við höfum ekki góðan háskóla þá er ljóst að allt menntakerfið - sem þegar er í alvarlegri kreppu - fer endan- lega í rúst. Allir skólar, frá leikskólum og uppúr, eru í erfiðleikum með að svara þeim þörfum sem almenningur hefur fyrir menntun. Það er kreppa á öllum stigum menntakerfisins í dag. Greinarmunur bóknáms og verknáms Meðal annars þurfum við að byggja upp gott verknám. Verknámsgreinar og iðn- greinar eru að verða sífellt háðari ákveðn- um fræðum. Menn þurfa að vinna sig út úr þessu hefðbundna munstri bóknámsgreina og verknámsgreina og skilja verklega þátt- inn í hinu fræðilega námi. Það er allt of mik- ið gert úr þeim mun sem þar er á. Sú hefð sem er fyrir þessum greinarmun á Vestur- löndum er af hinu illa. Háskólinn á Akureyri Með nútímatölvutækni geta öll nauðsynleg samskipti átt sér stað þannig að staðsetning- in er ekkert vandamál lengur. Menn geta átt samskipti við allan heiminn hvort sem þeir eru á Ákureyri eða í Reykjavík. -En er Háskólinn á Akureyri háskóli? „Háskóli verður ekki til á einum degi og ekki heldur á örfáum árum. í mínum huga er háskóli ákveðið samfélag fræðimanna, nemenda og starfsfólks sem leggur stund á vísindi og fræði með skipulögðum hætti,“ segir Páll en hann hefur í ritum sínum fjall- að um mikilvægi þess að líta á háskóla sem samfélag nemenda og kennara og að forðast beri að líta á háskóla eingöngu sem stofnun eða fyrirtæki. „Háskólasamfélagið getur verið stórt eða lítið eftir atvikum. Þar þurfa alls ekki allar fræðigreinar að vera stundað- ar. Það sem þarf að vera til staðar er ákveð- ið andrúmsloft, metnaður og lifandi áhugi á fræðunum. Fræðileg samskipti og tengsl við utanaðkomandi samfélag þurfa einnig að vera fyrir hendi. Þetta held ég að sé smám saman að gerast á Akureyri. Ég held að stofnun á borð við Háskólann á Akureyri geti verið feykileg lyftistöng fyrir bæjarfélagið þótt háskólinn megi alls ekki Myndir og texti: Gísli Tryggvason vera minni en þetta. Bæjarfélag óg háskóli geta haft mikinn hag hvort af öðru. Tengsl háskólans við bæjarfélagið eru það náin að fólk skynjar hann, verður vart við hann og tekur afstöðu til þess sem þar er að gerast. Þar eru þessi beinu tengsl við lífið - við atvinnulífið og ekki síður heimilislífið - sem máli skipta. Hagnýt frædi Menn mega ekki einblína á tengsl háskóla við atvinnulífið. Það er reginskekkja að halda að bein tengsl séu á milli fræðiíegrar ástundunar og uppbyggingar atvinnulífsins. Tengslin eru fyrst og fremst fólgin í því að háskólar stuðli að því að fólk verði almennt hæfara til að takast á við vandamál lífsins. Þeir skapa grunninn fyrir vel hæft starfsfólk í atvinnulífinu. Sumar rannsóknir hafa augljósan, beinan hagnýtan tilgang; aðrar hafa það ekki. Báð- ar tegundir rannsókna eiga fullan rétt á sér. Það hefur margsýnt sig að rannsóknir sem þjóna engum sjáanlegum, beinum hagnýt- um tilgangi hafa síðar haft hagnýtan tilgang; maður veit aldrei í hverju hagnýting fræð- anna getur verið fólgin. Frægustu dæmin eru þær rannsóknir frá 19. öld sem liggja þróuninni í tölvunum til grundvallar. Þær voru taldar gjörsamlega tilgangslausar vanga- veltur stærðfræðinga og rökfræðinga. Það er hásk'alegt að reka rannsóknir á þeim grunni að þær eigi allar að skila einhverjum niðurstöðum sem eiga strax að geta komið að gagni. Akademískt frelsi Því held ég að það sé miklu fremur þrosk- andi fyrir einstaklinga og til gagns fyrir fræðin að menn séu ekki að binda rannsókn- ir sínar við tiltekna efnahagslega eða menn- ingarlega hagsmuni. Ég held að það sé óheppilegt vegna þess að í því er fólgin binding sem hindrar víðsýni. Hagnýt fræði hafa þann stóra ókost að þau hafa tilhneig- ingu til að stuðla að þröngsýni fólks og þröngsýni er mikill löstur. í akademísku frelsi felst að menn geti fengist við hvaða rannsóknir sem vera skal svo fremi að þær lúti reglum gagnrýninnar hugsunar." Veruleikinn er óræður - Ég spyr Pál hvert sé verkefni hans um þessar mundir. „Verkefnið er alltaf það sama: að hvetja fólk til að leggja rækt við hugsun sína og reyna að öðlast skynsamlega sýn á veröldina og sjálft sig. Þetta er það sem heimspeki snýst um og hún er ekki bara stunduð í háskólum. Öll börn eru heim- spekingar af náttúrunnar hendi ef ég má orða það svo; þau kunna að undrast og þau eru opin fyrir hinu óskiljanlega. Hugsandi verur upplifa veruleikann sem óræða gátu - þess vegna þurfum við að leita skýringa og pæla í heiminum. Spurningin er hins vegar hvort fólk stundar heimspeki alla ævi eða hvort það festist bara í einhverri ákveðinni skoðun eða trú og hættir að pæla í hlutunum.“ Sáttahyggja í skrifum sínum leitast Páll gjarnan við að sætta öndverðar kenningar og skoðanir og hefur Kristján Kristjánsson heimspekingur bent á í grein sem hann skrifaði um bækur Páls og birtist í Skírni að ekki megi ganga of langt í slíkri sáttahyggju. „Sú sáttahyggja sem ég fylgi er fólgin í því að sýna hvernig hið sanna og rétta kemur í ljós þegar öndverðum sjónarmiðum lýstur saman o£ manni tekst að sigrast á mótsögn þeirra. Eg held að Kristján sé að gagnrýna mig fyrir að vera of skjótur til að leita að hinu rétta meðalhófi, oft sé gagnlegra að kynda undir mótsögnum á milli hinna and- stæðu skoðana, reyna að hrekja eina skoð- un en verja aðra. Vel iná vera að svo sé. En ég er sjaldnast að reyna að hrekja eða verja einstakar skoðanir eða kenningar, miklu fremur að fjalla um ólíkan hugsunarhátt og móta ný sjónarmið. Fyrir mér vakir ekki að sannfæra fólk um eitt eða neitt heldur að fá það til að hugsa eftir nýjum brautum og sjá sjálft sig og heiminn í nýju ljósi. Og slíkt gerist gjarna þegar manni tekst að sætta tvö önd- verð sjónarmið og sýna að þau eru hvort um sig ófullnægjandi en að við sameiningu þeirra blasi sannleikurinn við.“

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.