Dagur - 27.06.1992, Síða 12

Dagur - 27.06.1992, Síða 12
12 - DAGUR - Laugardagur 27 júní 1992 Dulspeki Einar Guðmann Handayfírlagning rannsökuð Pað er ekki langt síðan sýndur var í sjónvarpinu þáttur sem fjallaði um handayfirlagningu sem lækningaaðferð á Eng- landi. Hér á landi eru slíkar lækningar skammt á veg komn- ar og enn sem komið er blandað saman við fyrirbænir sem og annars konar óhefðbundnar lækningaaðferðir. Hins vegar er svo komið á Englandi að fjöl- margar stofur eru reknar þar sem handayfirlagning er stunduð. í þessum sjónvarps- þætti voru sýndar aðferðir konu sem stundaði handayfirlagningu í samstarfi við lækna á stóru sjúkrahúsi. Ekki er að undra að í byrjun mætti hún nokkurri andstöðu og efa frá læknum sjúkrahússins en þeir neyddust að lokum til þess að undrast og viðurkenna þann árangur sem hún náði með sjúklinga sem þeir höfðu sjálfir reynt að lækna með öllum ráðum. Þeir sem stunda handayfir- lagningu eiga oft á tíðum sjálfir erfitt með að útskýra hvað það er sem gerir þeim kleift að lækna. En hins vegar virðist svo vera að jákvæð og kærleiksrík hugsun til sjúklingsins eða sjúk- dómsins hafi þar mest að segja. Um langan tíma var og er ennþá sennilega bannað að stunda rannsóknir á óhefð- bundnum lækningaaðferðum á fólki, í það minnsta í Banda- ríkjunum, en hins vegar'er ekk- ert sem bannar að rannsaka dýr. Bandarísku „græðararnir" Ambrose og Olga Worall voru fengin til þess að taka þátt í til- raun sem átti að miða að því að kanna hvort einhvers strangvís- indalegs árangurs mætti vænta af „fyrirbæna“-lækningum sem eru annars konar aðferð en handayfirlagning. Tilraunin fólst í því að þau áttu að reyna að hafa áhrif á vaxtarhraða vall- arýgresis sem var stranglega gætt í læstri rannsóknarstofu í Atlanta. Heimili Ambrose og Olgu Worall var hins vegar í nærri 1000 km fjarlægð. Fylgst var með vexti vallarýgresisins á línuritum úr svokölluðum sí- rita. Árangurinn var augljós. Á nákvæmlega sama augnabliki og þau voru beðin uni að biðja fyrir grasinu jókst skyndilega vaxtarhraði þess þar til hann var orðinn átta sinnum meiri en áður. Rannsókn á handayfirlagn- ingu var hins vegar gerð við McGill háskólann í Montreal. Það var dr. Bernard Grad líf- efnafræðingur sem stóð fyrir þeim. Sá sem fenginn var til þéss að framkvæma handayfir- lagninguna var þekktur græðari og jafnframt fyrrum riddaraliðs- foringi frá Póllandi, Estebany að nafni. Dr. Bernard Grad skipti músum í þrjá hópa og Estebany framkvæmdi handayf- irlagningu á einum hópnum. Annar hópur fékk hins vegar „sömu“ meðferð að því undan- skildu að hún var ekki fram- kvæmd af græðara og þriðji hópurinn var algerlega afskipta- laus til þess að hægt væri að miða við hann. Skemmst er frá því að segja að gerð voru sár á mýsnar og að sárin á þeim mús- um sem fengu handayfirlagn- ingu gr'eru mun fyrr en á hinum. Þetta varð einnig niðurstaðan í annarri tilraun sem var „blind“. Þ.e.a.s. enginn vissi fyrirfram hvaða hópur það var sem fengið hafði meðferð og hver ekki fyrr en í lok rannsóknarinnar. Olga Worall sem áður hefur verið getið, tók þátt í annarri nokkuð merkilegri tilraun sem fólst í því að kanna hvort hún gæti haft áhrif á „Zhabotinsky efnahvarfið“ en það felst í því að efnabtanda breytir um lit með reglulegu millibili. Sjón- varpstökumenn voru mættir á staðinn til þess að fylgjast með tilrauninni og tóku myndir af þvf þegar hún fékk litina í glas- inu til þess að breytast mun hraðar en litirnir í öðru viðmið- unarglasi gerðu. Olga Worall var einnig próf- uð óformlega á lækna- og vís- indamannaráðstefnu í Stanford háskólanum í Connecticut. Tímaritið Medical Economics segir síðan frá því að læknum hafi verið boðið að senda henni sjúklinga sem höfðu ekki hlotið neinn teljandi bata af öllum hugsanlegum hefðbundnum lækningaaðferðum. Árangurinn lét ekki á sér standa. Sjö af hverjum tíu sjúklingum sem sendir voru til hennar hlutu annað hvort fullan eða í það minnsta nokkúð góðan batá. Nú er svo komið að í dag fer það eftir viðhorfi í hverju landi fyrir sig hvort handayfirlagning sé metin að einhverjum verð- leikum eða hvort hreinlega sé hlegið að henni af þeim sem innan heilbiigðisgeirans starfa. En engu að síður stöndum við frammi fyrir þeirri staðreynd að þarna er á ferðinni lækningaað- ferð sem er í fullu samræmi við margt annað sem við höfum rætt áður hér í þessum pistlum. Það er máttur innan okkar allra sem er utan þeirrar girðingar sem raunvísindin starfa. Úr dagbók flakkara Hersingí húsvagnagaröi Jens Kristjcmsson Þó ég hafi ekki skrifað nema tvo pistla fyrir þetta háæruverða dagblað hef ég þegar margsinnis frétt að þeir séu báðir upplogin ævintýri. Ég vil því nota tækifær- ið og fræða lesendur á því að hvert orð í þeim var heilagur sannleikur. Hvert orð í eftirfar- andi línum er einnig jafn heilagt og satt og guðspjallið nema hvað við er bætt húmor. Ef ykkur líkar hann svartur. Flótti Förum aftur í þennan pínulitla 250.000 manna bæ þar sem ég vann sem sjónvarpsfréttamynda- tökumaður. Mikill ótti hafði grip- ið um sig á meðal bæjarbúa því morðingi hafði sloppið úr fang- elsi. í sjálfu sér er það ekki svo merkilegt - morðingjar sleppa úr fangelsum með vissu milhoili - en þessi maður hafði drepið lögreglu- mann. Bæjarlöggan, skiljanlega, .var snarvitlaus á þönum út og suður í leit að honum. Jafn skiljanlega var ég á hælunum á þeim með vélina reidda um öxl. Dagurinn leið og um kvöld- matarleytið var ég orðinn bull- sveittur. Fimmtíu eða hundrað manns höfðu hringt og sagst sjá manninn hér og þar, allir höfðu hlaupið til en glæpamaðurinn hafði hvergi fundist. Um tíuleyt- ið fór ég heim, fékk mér að éta, glápti á sjónvarpið í klukkutíma og fór að sofa. Kærastan mín, Sony 550 Betacam, stóð trygg við rúmstokkinn. Nótt Síminn hringir klukkan fjögur um nóttina. Það er allt orðið vitlaust. Þeir fundu hann. Örugg- lega. Ég á lappir, í buxurnar, í bolinn, í skóna, tók kærustuna í fangið og hljóp út. Reykspólaði út af stæðinu. Mér lá á. Löggurn- ar voru vondar. Vondar löggur = gott videó. Mætti á staðinn tíu mínútum síðar. Húsvagnagarður. Engin Ijós í gluggum, engin ljós á staur- um: Það var svartamyrkur. Ég læddist af stað, hlustaði, kveikti í sígarettu og fann fyrir hræðslu. Hvað ef maðurinn væri virkilega þarna? Hvað ef hann lægi undir einum húsvagninum með 44 í krumlunni og skyti af mér höfuð- ið? Hundgá. Ég hljóp af stað, þeyttist fyrir horn og fyrir annað horn og hljóp beint í fangið á snarvitlausum Shaefferhundi og svartklæddum lögreglumanni. Maðurinn muldraði eitthvað for- ljótt og ég baðst afsökunar. Þeir voru tuttugu eða þrjátíu þarna, lögreglumennirnir, allir svartklæddir, allir í skotheldum vestum og allir þungvopnaðir. Og ég, að venju, í sumarfötun- um. Ég læddist að einum þeirra og spurðist fregna hvíslandi óg fékk hvíslandi svar um að hraða mér til helvítis. Annar sagði mér þó að hinn helmingurinn af liðinu væri að leita í öðrum hluta húsvagnagarðsins. Þessir hefðu rétt lokið við að fullvissa sig um að maðurinn væri ekki þar sem þeir héldu að hann væri. En hann var í garðinum. Það var pottþétt. Við biðum, lögregluþjónarnir læddust um, hlustuðu, leituðu, dreifðu úr sér en fóru alltaf þrír og þrír saman... Ég tölti sitt á hvað, reyndi hvað ég gat að ná myndum af þeim en þó ég setti vélina á 18 og galopnaði Ijósopið sást ekkert. Ekkert nema útlínur þegar tunglið leyfði sér að varpa birtu á stígana sem lágu á milli vagnanna og lögreglumennirnir stukku á milli. Þeim var jafn illa við að sjást og mér var illa við að sjá ekkert. En svona var það. Hálftíma síðar Ég var farinn að tvístíga, hafði rifist við hund sem var illa við mig og lögreglumann sem var mjög strekktur. En svo gerðist það. „Hann er í hinum helmingn- um!“ Öskrið var eins og þrumugnýr. Hundarnir urðu vitlausir. Mennirnir urðu vitlausir. Ég varð vitlaus. Við hlupum allir af stað og létum eins og nautgripahjörð. í tvær mínútur. Svo læddust menn á táberginu, byssur í við- bragðsstöðu - þökk sé tunglinu og stígunum þá gat ég loks náð einhverjum myndum - og svo heyrist brak í labbrabbtæki og skilaboð um að náunginn væri hundrað metrum framar (eða þar um bil) og hefði komið sér fyrir undir ákveðnum húsvagni. Ég hljóp sem fætur toguðu. Á hlaupunum heyrði ég lög- reglumenn öskra: „óefstu upp!“ „Þú ert umkringdur!“ „Leggðu frá þér vopnið!" Og skothvell. Ég hljóp hraðar, vélin á öxl- inni, og rétt náði mynd af því þegar þessir átta eða tíu lögreglu- þjónar létu skothríðina dynja á neðsta hluta húsvagnsins. 9 mm 16 skota Berettur, 9 mm Smith & Wesson, 9 mm hvað sem var og það var eins og stríð hcfði brotist út. Sírenuvæl heyrðist í nágrenn- inu. Sjúkrabíll hvein fyrir horn og lagði. Skothríðin þagnaði. Sírenan dó út. Þá læddust fjórir menn þangað sem hersingin hafði látið kúlna- regnið dynja - og komu aftur með þau skilaboð að maðurinn væri steindauður. Sennilega. Sjúkraliðarnir hlupu til (ég hafði troðið mér eins framarlega og ég gat og myndaði í ákafa), maðurinn var dreginn undan, fleygt á börur og sjúkraliðarnir hömuðust bullsveittir við að halda hjartanu í honum gang- andi. Einn þeirra kraup á börun- um og tveir ýttu þeim á undan sér í átt að sjúkrabílnum. Maðurinn sem lá á börunum var ber að ofan og með mjög stóra bjórvömb. Á vömbinni og brjóstkassanum (taldi ég síðar) voru 45 eða 47 kúlnagöt. Það blæddi lítið. Andlit hans, stór- skorið, kuldalegt, rúnum rist, var friðsælt. Honum var í snarhasti komið inn í sjúkrabílinn sem fór ekki einu sinni af stað þó sjúkraliðarn- ir reyndu enn eftir mætti að halda lífinu í manninum. Enda vissu þeir, eins og allir aðrir sem þarna voru, að þetta var tilgangslaust. Maðurinn myndi látast. Það gat ekki nokkur maður lifað með svona mikið af kúlum í sér. Enda var það rétt. Maðurinn lést. Ég fór niður á stöð og klukku- tíma síðar var fréttin tilbúin til sýningar. Þá voru fimm mínútur í morgunfréttir klukkan sex. Síðan fór ég heim, svaf í klukkutíma, fór í sturtu og var aftur mættur til vinnu klukkan átta. Þetta, börnin góð, var lífið. Spurning Hvar er húmorinn? Þetta var ekkert fyndið. Þetta var háalvar- legt. Maðurinn lést í kúlnahríð og er það fyndið? Mikið rétt. (Finnst sumum.) Þrátt fyrir að átta eða tíu manns hafi látið skothríðina dynja á glæpamanninum og fjörutíu og fimm eða sjö kúlur hafi lent í efri hluta búks hans var endanleg dánarorsök (samkvæmt réttar- krufningslækni) kúla í höfuðið. Kúla sem hafði komið úr hans eigin byssu. Það, ef tekið er mið af aðstæðum, er skondið.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.