Dagur


Dagur - 10.07.1992, Qupperneq 2

Dagur - 10.07.1992, Qupperneq 2
2- DAGUR - Föstudagur 10. júlí 1992 Fréttir 3!l!!8i wsainiuö miaii HOTEL KEA Laugardagskvöldið 11. júlí Hljómsveit Finns Eydal ásamt Helenu Eyjólfsdóttur leikur fyrir dansi ★ Ingimar Eydal leikur fyrir matargesti föstudags- og laugardagskvöld ★ Borðapantanir í síma 22200. W Sumarveöriö Á vinstri myndinni má sjá aðaldrætti veðurkortsins frá miðjum maí fram í miðjan júní á norðurhveli jarðar. Heit tunga frá austurhluta Atlantshafs teygir sig yfir Skandinavíu og veldur miklum þurrkum. ísland er á mörkum hita- svæðis og kuldasvæðis og skýrir það vætusaman júnímánuð enda er vætusamt og óvenjulega kalt svæði ekki fjarri - við suðurhluta Grænlands og norðausturhluta Kanada. Suður-Evrópa upplifir reykvískt sumarveður. Á hægri myndinni er sýnt veðurkerfi norðurhvels jarðar frá miðjum júní og fram í byrjun júlí. Þar má sjá að ísland er enn við veðurskil. Vætusöm svæði eru bæði vestan við Grænland og yfir íslandi og Noregshafi enda var einnig mikil úrkoma síðari hluta júnímánaðar. Af óþekktum ástæðum halda þurrkar áfram í Suður-Skandinavíu. ísland tilheyrir fremur kalda svæðinu og ískaldir straumar að norðan valda Jónsmessuhreti. Kuldakastið er hið versta síðan 1959 en þá snjóaði talsvert norðanlands þann 17. júní. Athygli vekur að sama ár voru miklir þurrkar í Skandinavíu en fyrri hluti sumars í ár einkennist einmitt af hita og miklum þurrkum í Noregi og Danmörku. Að sögn Þórönnu Pálsdóttur, veðurfræðings á Veðurstofu íslands, er samhengið í samræmi við reynslu af veðurkerfi á norðurhveli jarðar. Mynd: Agnete Holk Samhengi milli kuldakasts hér og þurrka í Skandinavíu: Úrkoma 50% rneiri en venjulega í júní Júnímánuður var vætusamur um mest allt land. Suðlægar áttir voru ríkjandi fram að Jónsmessu þegar ískaldir straumar að norðan ullu versta kuldakasti hér á landi síðan 1959. Þóranna Pálsdóttir, Akureyrarvöllur SAMSKIPA TbV Föstudaginn 10. júlí kl. 20.00 Mœtum öll tímanlega og styðjum KA-menn tll sigurs! olís Okkar styrkur... Örn Viðar Arnarson. HMHH veðurfræðingur á Veðurstofu íslands, staðfesti í samtali við Dag að samhengi væri líkast til á milli Jónsmessuhretsins og mikilla þurrka í Skandinavíu í sumar. Árið 1959 var einmitt síðasta þurrkasumar í Skandi- navíu. Taisverð hlýindi voru um norðanvert landið fram til 23. júní enda voru suðlægar áttir ríkjandi. Þá gerði Jónsmessuhret og snjó- aði talsvert norðanlands; jafnfall- inn snjór á Jónsmessu þann 24. júní mældist tugi cm á Lágheið- inni. Úrkoma á Akureyri var 43 mm sem er rúmlega 50% umfram meðalúrkomu í júnímánuðum. Sama aukning var í Reykjavík og mældist úrkoma þar 80 mm. Sól- skinsstundir mældust 184 á Akur- eyri sem er ellefu stundum meira en meðaltalið frá 1951-1980. í Reykjavík voru sólskinsstundir hins vegar færri en venjulega eða 149 talsins. Á Akureyri var meðalhitinn í júní 9,6 gráður á Celsíus sem er hálfri gráðu yfir meðallagi. Á sunnanverðu landinu var hins vegar svalt og rigning flesta daga og var júnímánuður með þeim köldustu í sjö áratugi. GT Sparnaðurinn í skólakerfmu: íþróttahöUin tapar tekjum Vegna sparnaðar í skólakerfinu skerðast leigutekjur Iþrótta- hallarinnar á Akureyri nokkuð næsta vetur. Verkmenntaskól- inn á Akureyri mun alls greiða rúmum 1.2 millj. kr. minna í leigu en áætlanir gerðu ráð fyrir og Menntaskólinn um 390.000 kr. minna. Verkmenntaskólinn mun fækka tímum í íþróttasal um 304 og nemur það 395 þúsund kr. Þá hefur skólinn einnig leigt hús- næði fyrir kennslustofur og mun sú leiga lækka um rúmar 850 þús- und kr. Menntaskólinn fækkar tímum um 100 á mánuði sem þýðir 390.000 kr. sparnaður. Aðalsteinn Sigurgeirsson, for- stöðumaður Iþróttahallarinnar, segir að tekjutap íþróttahallar- innar verði væntanlega ekki jafn mikið og þessar tölur segi til um. íþróttakennslan fari fram í nokkrum sölum í einu og reynt verði að raða tímum þannig nið- ur að kennslu ljúki fyrr á daginn svo hægt verði að leigja salina út til annarra aðila. Þá hafi tjald- stæðið leigt tvær af kennslustof- unum í sumar auk þess sem reynt verði að leigja einhvern hluta af því húsnæði út sem svefnpláss fyrir hópa í vetur enda húsnæðið upphaflega innréttað sem slíkt. Því tekjutapi sem eftir standi verði reynt að mæta með sparn- aði á viðhaldsliðum. JHB Skrifstofur Oxarfjarðar- hrepps í nýtt húsnæði HHnHBi Þessa dagana standa yfír flutn- ingar á skrifstofu Öxarfjarðar- hrepps af neðri hæð gamla kaupfélagshússins upp á þá efri, en þar hefur að undan- förnu verið unnið að innrétt- ingu húsnæðis fyrir skrifstofur og fundarsal. í þessu nýja húsnæði er ekki aðeins ætlunin að halda hrepps- nefndarfundi, heldur einnig nefndarfundi. Einnig hefur verið innréttuð lítil íbúð á hæðinni til bráðabirgða fyrir Steinar Harðar- son, sveitarstjóra, þangað til hann fær íbúðarhús til umráða í október. Til þess að koma efri hæðinni í gott horf þurfti m.a. að mála, leggja gólfdúk og lagfæra lagnir. í gær var unnið að því að þrífa húsnæðið og gert er ráð fyrir að flutt verði í það einhvern næstu daga. óþh

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.