Dagur


Dagur - 10.07.1992, Qupperneq 9

Dagur - 10.07.1992, Qupperneq 9
Föstudagur 10. júlí 1992 - DAGUR - 9 Hvaðeraðgerast?___________________ Norðurland: Gunnar og Jónas gera víðreist næstu daga Gunnar Guðbjörnsson, tenór og Jónas Ingimundarson, píanó, halda tónleika á Norðurlandi um helgina og í næstu viku. Fyrstu tónleikarnir verða í félags- heimilinu á Hvammstanga á morg- un, laugardaginn 11. júlí kl. 16. A sunnudagskvöld, 12. júlí kl. 21, syngja þeir í félagsheimilinu Breiðu- mýri í Reykjadal og á mánudags- kvöld, 13. júlí kl. 20.30, verða þeir í Safnahúsinu á Húsavík. Á þriðju- dagskvöldið, 14. júlí kl. 20.30, verða Gunnar og Jónas með tón- leika í Safnaðarheimili Akureyrar- kirkju og síðustu tónleikar þcirra félaga verða í Miðgarði í Skagafirði miðvikudagskvöldið 15. júlí kl. 21. Efnisskráin er mjög fjölbreytt, ný og gömul lög íslenskra höfunda auk laga eftir Schubert, Sibelius, Strauss og ítölsk tenórlög. Framundan eru tónleikar í boði Wigmore Hall í London. Þar munu þeir flytja hliðstæða Söngskrá og í þessari ferð um Norðurland. 1 haust keinur út geisladiskur með söng og leik þeirra félaga þar sem þeir flytja eingöngu lög eftir íslenska höfunda. Tónleikarnir á Hvammstanga verða í samvinnu við Tónlistarfélag Vestur-Húnavatnssýslu og gilda fé- lagsskírteinin sem afsláttarkort. Sumartónleikar á Norðurlandi: Prjú selló og orgel á Húsa- vik, Hólum og Akureyri Sumartónleikar á Norðurlandi halda aðra tónleikaröð sína helgina 10.-12. júlí. Það eru þau Inga Rós Ingólfsdóttir, Judith Janin van Eck, Sebastian van Eck, sellóleikarar og Hörður Áskelsson, orgelleikari, sem leika í Húsavíkurkirkju í kvöld, föstudaginn 10. júlí kl. 20.30, í Dómkirkjunni á Hólum í Hjaltadal á morgun, laugardaginn 11. júlí kl. 17 og í Akureyrarkirkju nk. sunnu- dag, 12. júlí kl. 17. Tónlistarmennirnir voru við nám á sama tíma í Dússeldorf og hafa Um helgina fær Hjálpræðisherinn á Akureyri heimsókn frá Danmörku. Foringjarnir, hjónin Gudrun og Carl Lydholm, verða með á sani- komum laugardag og sunnudag. Gudrun er hálf íslensk, faðir hennar var Gestur Árskóg, foringi í Hjálp- þau spilað saman öðru hvoru síðan þá. Eitt af áhugamálum þeirra er samleikur á mörg selló og hefur Sebastian van Eck umsamið fjölda verka fyrir sellósamspil m.a. nokkur sem verða flutt að þessu sinni. Á efnisskránni verða verk m.a. eftir Pachelbel, Bartok, Marcello og Hándel. Petta verða fyrstu Sumartón- leikarnir sem haldnir verða á Hólum í Hjaltadal og eru allir heimamenn, nærsveitafólk og ferðamenn boðnir velkomnir, að sjálfsögðu einnig í ræðishernum, en hann starfaði lengi í Danmörku. Samkomur helgarinnar eru aug- lýstar annars staðar í blaðinu. Allir eru hjartanlega velkomnir á samkomurnar. kirkjurnar á Húsavík og Reykjahlíð við Mývatn. Aðgangur að tónleik- um sumarsins er ókeypis. Borgarbíó Hin vinsæla mynd Ógnareðli verður áfram sýnd í Borgarbíói á Akureyri um helgina og hefst sýning hennar kl. 20.45. Klukkan 21 verður sýnd myndin Náttfatapartý, sem er fjörug músíkmynd. Klukkan 23 verður sýnd Kona slátrarans (The Butchers Wife) og kl. 23.10. verður sýnd mótorhjólamyndin Svellkalda klík- an (Stone Cold). Á barnasýningum á sunnudag kl. 15 verða myndirnar Benni og Birta í Ástralíu og Fievel goes west. Hótel KEA Hljómsveit Finns Eydal ásamt Helenu Eyjólfsdóttur sér um fjörið á Hótel KEA á Akureyri annað kvöld, laugardagskvöld. Ingimar Eydal leikur fyrir matargesti bæði í kvöld og annað kvöld. Borðapantanir eru í síma 22200. Akureyri: Hjálpræðisherinn fær heimsókn frá Danmörku tÁrni Bjamarson Fæddur 4. febrúar 1910 - Dáinn 29. júní 1992 Mánudagurinn 29. júní rann upp skír og fagur, en það breyttist snögglega því hann afi okkar varð skyndilega mikið veikur og kvaddi þennan heim sama kvöld. Pað er ótrúlegt að dauðinn berji að dyrum svona snöggt og maður fær engu um það ráðið. Það er erfitt að hugsa til þess að við fáum aldrei að sjá afa okkar aftur, en hann verður ávallt í huga okkar því söknuðurinn er mikill. Pað var dásamlegt að koma á heimili afa og ömmu, þau vildu allt fyrir okkur systkinin gera og aldrei máttum við fara fyrr en við vorum búin að þiggja eitthvert góðgæti frá þeim. Alltaf var afi boðinn og búinn að gera hvað sem var fyrir okkur. Pað var allt sjálfsagt, hvað sem það var. Pað er stórt tómarúm í hjört- um okkar, því hann var sá yndis- legasti afi sem nokkur getur hugsað sér. Elsku Guð, viltu varðveita ömmu í sorg hennar og megi minningarnar um afa aldrei hverfa frá okkur. Með þessum orðum langar okkur til að kveðja afa og við vit- um að vel verður tekið á móti honum. í morgun sastu hér undir meiði sólarinnar og hlustaðir á fuglana hátt upp í geislunum minn gamli vinur en veist nú í kvöld hvernig vegirnir enda hvernig orðin nema staðar og stjörnurnar slokkna. (Hannes Pétursson) Megi blessun Guðs hvíla yfir minningu hans. Jóhann Gunnar, Gerður Guðrún, Edda Björk. Ritgerðasafh Þórarins kemur út í haust Senn líður að því að ritgerða- safn Þórarins Þórarinssonar, fyrrverandi alþingismanns og ritstjóra Tímans, komi út. I frétt frá útgáfunefnd bókar- innar er þeim vinsamlegu tilmæl- um beint til væntanlegra áskrif- enda að þeir staðfesti áskrift sína svo fljótt sem við verður komið og ekki síðar en 10. ágúst næst- komandi. „Ef nafn áskrifanda á að birt- ast í heillaóskaskrá, er þetta tímamark nauðsynlegt, því að fyrirhugað er að bókin komi út um 20. september nk. Verð hennar er áætlað 2.500-2.900 krónur og ræðst af endanlegum útgáfukostnaði og áskriftarlof- orðum. Gert er ráð fyrir að áskriftargjald verði innheimt með gíróseðli, nema um annað semjist. Pess er vænst að sem flestir taki þátt í að heiðra Þórarin Pór- arinsson með þvi að gerast áskrif- endur aö bók hans svo tímanlega að nöfn þeirra vcrði á heilla- óskaskrá," segir ennfremur í frétt útgáfunefndar. Heimilisfang útgáfunnar er: Skrifstofa Framsóknarflokksins, Hafnarstræti 20, 101 Reykjavík. Síminn þar er 91-624480. ------------------------------------------------------------------s AKUREYRARB/tR Sumarleyfi Hita- og Vatnsveitu Flestir starfsmenn Hita- og Vatnsveitu Akureyrar veröa í sumarleyfi tímabiliö 20. júlí til 7. ágúst. Á þessu tímabili verða ekki lagðar heimtaugar né framkvæmdar hústengingar. Hita- og Vatnsveitustjóri. Hestaíþróttir! Héraðsmót HSÞ í hestaíþróttum verður' haldið dagana 17.-18. júlí á Húsavík. Þátttökugjald kr. 200 pr. grein. Skráning hjá Bjarna Páli s. 41148 og Guðrúnu Láru s. 43522 fyrir miðvikudagskvöldið 15. júlí. Ath. í tengslum við mótið verður haldið nám- skeið fyrir byrjendur í íþróttinni dagana 14.-16. júlí á Húsavík. Þátttaka ókeypis! Skráning og nánari uppl. hjá Bjarna Páli s. 41148. Héraðssamband Suður-Þingeyinga. Látum fara vel um barnið, og aukum öryggi þess um leið! | UMFERÐAR Iráð Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRHILDUR JÓNSDÓTTIR, Lyngholti 6, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju mánudaginn 13. júll kl. 13.30. Margrét Ásgrímsdóttir, Benjamín Antonsson, Heba Ásgrímsdóttir, Hallgrímur Skaptason, Jón Ævar Asgrímsson, Jórunn Sæmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengda- föður og afa, BJÖRNS OTTÓS KRISTINSSONAR, Hríseyjargötu 20, Akureyri. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Dvalarheimilisins Hlíð- ar Akureyri, fyrir hlýhug og góða umönnun. Guð blessi ykkur. Halldóra Gunnlaugsdóttir, Gunnlaugur Björnsson, Ester Steindórsdóttir, Elsa Björnsdóttir, Gestur E. Jonasson, Björn Kr. Björnsson, Lára Ósk Heimisdóttir og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför systur okkar og frænku, IÐUNNAR SIGFÚSDÓTTUR, kjólameistara, Gilsbakkavegi 9, Akureyri. Sérstakar þakkir færum við Zontaklúbbi Akureyrar. F.h. ættingja: Bára Sigfúsdóttir, Bragi Sigfússon, Sigfús Jónasson.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.