Dagur - 11.07.1992, Síða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 11. júlí 1992
Fréttir
Daglegar áæflunarferðir milli Akur-
eyrar og Hraftiagils heflast á mánudag
Á mánudaginn hefjast dagleg-
ar áætlunarferðir á milli Hrafna-
gils og Akureyrar á vegum
Hreiðars Hreiðarssonar sem
rekur Hótel Vin þar fram frá.
Að sögn Hreiðars er þetta til-
raun sem væntanlega er til þess
fallin að auka hlut hótelsins í
Aætlunarbifreiðin er af gerðinni Ford Econoline og tckur hún ellefu far-
þega. Ekið verður daglega frá Hrafnagili og frá Akureyri. Mynd: GT
Þormóður rammi:
Rækjuviimslubúnaður
settur í Sunnu SI
Þessa dagana er verið að setja
nýjan vinnslubúnað um borð í
Sunnu SI, fjölveiðiskip Þor-
móðs ramma á Siglufirði, sem
áður hét Yaka SU. Olafur
Marteinsson, framkvæmdastjóri
Þormóðs ramma, segir að bún-
aðurinn kosti á bilinu 30 til 40
milljónir króna.
Um er að ræða fullkominn
rækjuvinnslubúnað, sem mun
bæta nýtingu aflans og auka verð-
mæti hans til muna. Þegar Þor-
móður rammi festi kaup á Sunnu
var ákveðið að setja þessa
vinnslulínu um borð í skipið.
Að sögn Ólafs er vinnslulínan
dönsk, en danski framleiðandinn
fékk undirverktaka hér á landi til
þess að vinna að verkinu, Síldar-
verksmiðjur ríkisins, Jón og
Erling og Rafbæ á Siglufirði og
Odda á Akureyri.
Sunna kom úr sínum þriðja
rækjutúr í lok júní og hún mun
liggja allan þennan mánuð og
fram í ágúst við bryggju á Siglu-
Íþróttir
firði, en gert er ráð fyrir að
vinnslubúnaðurinn verði kominn
á sinn stað þann 8. ágúst. óþh
Fnjóskadalur:
Plöntuðu tíu
þúsund plöntum
Laugardaginn 4. júlí sl. var
haldinn skógræktardagur í
Fnjóskadal og mættu á milli 30
og 40 manns á Hálsmelum fyrir
vestan Háls og plöntuðu tæp-
lega 10 þúsund plöntum.
Gróöursetningin gekk vel og
að afloknum góðum starfsdegi
bauð Skógræktin á Vöglum
öllum upp á pylsur og kók.
Þetta er annað árið sem plönt-
ur eru gróðursettar á þessum stað
og er þess að vænta að eftir nokk-
ur ár hafi þessir melar breyst í
fallegan skóg. MGG Hálsi.
ferðamálaflóru Eyjafjarðar en
öðrum en hótelgestum stendur
að sjálfsögðu einnig til boða að
nýta sér áætlunarferðirnar.
Farið verður frá Hótel Vin að
Hrafnagili kl. 7:45 á hverjum
morgni. Ekið verður til Akureyr-
ar og er viðkomá á flugvellinum
en endastöðin er við Umferða-
miðstöðina í Hafnarstræti 82.
Þaðan verður farið kl. 18:00 og
ekið fram í fjörð.
Að sögn Hreiðars er reiknað
með að aukaferðir verði farnar
þegar tilefni gefst til. í því sam-
bandi nefnir Hreiðar að aka megi
á móts við Egilsstaðarútuna en
sérleyfisbílarnir eru í samvinnu
við Hótel Vin hvað varðar ferða-
menn að austan sem panta gist-
ingu á hótelinu eða vilja gista á
tjaldstæðinu á Hrafnagili.
Áætlunarbifreiðin er ný, af
gerðinni Ford Econoline og tekur
hún ellefu farþega. Að sögn
Hreiðars er enn óvíst hvert far-
gjaldið verður. Ekki er reiknað
með að sjálfur rekstur áætlunar-
ferðanna beri sig en með Hreið-
ari í reksri og akstri er sonur
hans, Hreiðar Bjarni. Áætlunar-
ferðirnar hefjast á mánudaginn
að öllu forfallalausu og verður
þeim fram haldið þar til hótelinu
verður lokað í haust en ætlunin
er að ferðirnar haldi áfram næsta
sumar. GT
Mývatnssveit:
Hætta á að eyðing refa
og minka dragist saman
Ákveðið hefur verið að hið
opinbera hætti að taka þátt í
kostnaði við eyðingu refa og
minka á svæðunum inn af
Bárðardal og Mývatnssveit. Er
þar um stórt landssvæði að
ræða og falla Herðubreiðar-
lindir meðal annars utan þess
ramma sem veiðar verða fram-
vegis stundaðar með kostnað-
arþátttöku ríkisins. Nokkuð
hefur verið um refi og minka á
þessu svæði og hefur minkur
einkum sótt í Herðubreiðar-
lindir þar sem lífsskilyrði eru
góð fyrir hann.
Sigurður R. Ragnarsson, sveit-
arstjóri í Mývatnssveit, sagði að
eitt refagreni hefði verið unnið í
Herðubreiðarlindum í vor auk
þess sem þrjú karldýr hefðu
náðst. Hvað umræddar breyting-
ar á kostnaði við veiðar varðar
sagði hann að nú væri eingöngu
undir sveitarstjórnum, sem land
eiga að viðkomandi svæðum,
komið hvort framvegis verði unn-
ið að eyðingu refa og minka á
þessum slóðum. Hann sagði að
sjálfsögðu mætti deila um hvað
leggja eigi mikla áherslu á fækk-
un þessara dýra en benti á að
nauðsynlegt væri að halda stofn-
um þeirra niðri. Sérstaklega væri
mikilvægt að mink fjölgi ekki úr
hófi á þeim stöðum sem nauðsyn-
Knattspyrna, 3. deild:
„Orðlaus yfir lánleysi liðsins
- sagði Guðjón Guðmundsson, þjálfari Dalvíkinga,
eftir tapið gegn Skallagrími
66
Einn leikur var í þriðju deild
knattspyrnunnar á fimmtu-
dagskvöld. Dalvíkingar urðu
þá að sætta sig við tap á heima-
velli gegn Skallagrími, 1:2,
þrátt fyrir að hafa verið mun
betri aðilinn í leiknum.
„Ég er alveg orðlaus yfir lán-
leysi liðsins þessa dagana. Við
fengum fullt af færum, nýttum
þau ekki og fáum á okkur klaufa-
mörk í staðinn. Það býr mikið í
liðinu og við verðum bara að bíta
á jaxlinn og gera betur,“ sagði
Guðjón Guðmundsson, þjálfari
og leikmaður Dalvíkurliðsins.
Heimamenn voru sterkari til
að byrja með og fengu nokkur
ágæt færi en tókst ekki að skora.
Það tókst hins vegar gestunum
strax á fimmtándu mínútu þegar
þeir brutust upp kantinn og
sendu fyrir markið. Boltinn barst
yfir á fjærstöng og var skallaður
aftur inn í markteiginn og fyrir
markið. Þar var Finnur Torlacíus
réttur maður á réttum stað og
skallaði í netið, 0:1. Örskammri
stund síðar var Skallagrímur aft-
ur á ferðinni með sitt annað
mark, Valdimar Sigurðsson slapp
þá einn í gegn, lék á Jónas Þór
Guðmundsson, í markinu, og
skoraði. Staðan í leikhléi var 0:2.
Þrátt fyrir fjöldann allan af fær-
um í síðari hálfleik tókst heima-
mönnum ekki að skora fyrr en
rétt undir lokin. Garðar Níelsson
skoraði markið en það kom of
seint til þess að menn næðu að
rífa sig upp og jafna.
Staða Dalvíkurliðsins er að
verða alvarleg þar sem liðið er
komið í næst neðsta sæti deildar-
innar. SV
legt sé að vernda fuglalíf. Sigurð-
ur sagði ennfremur að sú lækkun
kostnaðarhlutdeildar ríkisins við
refa- og minkaveiðar, sem ákveð-
in var fyrr á þessu ári komi sér
illa fyrir sveitarfélögin þar sem
leggja þurfi í nokkurn kostnað
við að halda þessum dýrastofnum
í skefjum. Hann benti einnig á að
kostnaður við veiðar geti oft ver-
ið hærri þegar um fá dýr er að
ræða, sem tekin séu á hlaupum
en þegar heilu grenin væru unnin
og því sé varasamt að bera saman
kostnaðartölur og veiddan dýra-
fjölda þegar verið sé að meta
kostnað við refa- og minkaveið-
ar. Sigurður sagði verulega hættu
á að minni áhersla verði lögð á að
halda þessum dýrategundum í
skefjum nú eftir að ríkið hefur
dregið sig út úr kostnaðarþátt-
töku í auknum mæli og alveg á
sumum svæðum. Hvað Mývatns-
sveit varðar sé þetta slæmt þar
sem verja þurfi náttúrulíf - ekki
síst fugla og vatnalíf á viðkvæm-
um landssvæðum sem öll þjóðin
telji sig eiga tilkall til. ÞI
Hitaveita og Vatns-
veita Akureyrar:
Stefnt að
sameiningu
Á fundl bæjarráðs Akureyr-
ar á fimmtudag var sam-
þykkt einróma að stefna
skyldi að sameiningu Hita-
veitu Akureyrar og Vatns-
veitu Akureyrar um næstu
áramót. Áður hafði veitu-
stjórn gert tillögu um það.
Málið verður tekið til
umræðu í bæjarstjórn á
þriðjudaginn.
Sameining fyrirtækjanna er
í raun þegar hafin. Sami mað-
ur veitir nú báðum fyrirtækj-
um forstöðu og þau eru komin
undir sama þak að Rangár-
völlum þar sem þau hafa sam-
eiginlegt lager- og skrifstofu-
hald.
Sigurður J. Sigurðsson, for-
maður bæjarráðs, segir ýmsa
kosti fylgja því að samcina
rekstur fyrirtækjanna. „Þetta
einfaldar alla hluti og hefur í
för með sér hagræðingu í
rekstri. Þetta hefur ekki mikil
áhrif fyrir starfsmenn en kem-
ur fyrst og fremst fram í betri
nýtingu fjármuna." JHB
Stöplar hf.:
Þrír sóttu um
Þrjár umsóknir bárust um
stöðu framkæmdastjóra
Stöpla hf., nýstofnaðs hluta-
félags um atvinnuuppbygg-
ingu í Reykjahverfi.
Stjórn félagsins fjallaði um
umsóknirnar á fundi sl. þriðju-
dagskvöld, verið er að ræða
við umsækendur þessa dagana
og fljótlega verður gengið frá
ráðningu í stöðuna. Umsæk-
endur eru: Hermann J. Ólafs-
son, Hvammstanga, Hlynur
Tryggvason, Blönduósi og
Kristján Karl Kristjánsson,
Þórshöfn.
Stjórnarformaður Stöpla hf.
er Tryggvi Óskarsson, Þverá
og aðspurður um væntanlegar
framkvæmdir á vegum félags-
ins sagði hann: „Það er mikill
hugur í okkur og við erum
opnir fyrir öilum hugmynd-
um.“ 1M
Akureyri:
Jónína Sigríður
Magnúsdóttir er látin
Jónína Sigríður Magnúsdótt-
ir, síðast til heimilis að Dval-
arheimilinu Hlíð á Akureyri,
lést að morgni 8. júlí sl., 101
árs að aldri. Hún var þriði
elsti íbúinn á Akureyri.
Jónína Sigríður var fædd 30.
desember 1890 á Saurbæ í Kol-
beinsdal. Eiginmaður hennar
var Jón Sigfússon. Þau bjuggu í
Langhúsum í Viðvíkursveit á
árunum 1924-1927, en það ár
keyptu þau Ytri-Hofdali og
bjuggu þar á móti Guðrúnu
Bergsdóttur, móður Sigríðar og
síðari manni hennar, Sigtryggi
Guðjónssyni. Árið 1945 fluttu
þau hjón til Akureyrar og þar
hefur Sigríður dvalið síðan,
lengst af á Grenivöllum 26 hjá
Þorsteini syni hennar og Elínu
Halldórsdóttur konu hans.
Jón eiginmaður Sigríðar lést í
byrjun árs 1969. Þau áttu fjögur
börn, Þorstein Björn, Margréti,
Magnús Guðberg og Sigurlínu.
Jónína Sigríður átti við van-
heilsu að stríða undir það síð-
asta, en fylgdist vel með og ekki
eru margir dagar síðan hún
gluggaði í dagblöðin.
Hún verður jarðsungin frá
Akureyrarkirkju nk. föstudag.
óþh