Dagur - 11.07.1992, Side 4

Dagur - 11.07.1992, Side 4
4 - DAGUR - Laugardagur 11. júlí 1992 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMJ: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT KR, 120C Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON UMSJÓNARMAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON BLAÐAMENN: INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585). JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir). ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR PÓR HALLDÓRSSON, SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960. íax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON. ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25689 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. Sameining Evrópu erjjarlœgur draumur Þegar litið er yfir sögu Evrópu á þessari öld kemur í ljós að hún er mjög blóði drifin. Tvær heimsstyrj- aldir áttu upptök sín um miðbik álfunnar og fólst kveikja þeirra í ákveðnum tilraunum til útþenslu- stefnu. Oftar hefur verið efnt til ófriðar í Evrópu. Borgarastyrjöldin á Spáni er eldra fólki enn í minni og nú takast þjóðir fyrrum Júgóslavíu á um yfirráð yfir löndum og lýð. Alla tíð hefur gætt verulegra þjóð- ernisáhrifa á meðal íbúa álfunnar og koma þau vel í ljós nú þegar þjóðir austurhlutans hafa losnað undan yfirráðum úr austri. Þá brotna þau landamæri sem for- ráðamenn fyrrum Sovétríkja drógu er þeir skipulögðu leppríki sín á landabréfi og gömlu þjóðirnar mynda ríkjasamfélög á nýjan leik. Á sama tíma og vindar sjálfstæð- is og þjóðarvitundar blása um ný- frjálsa íbúa Austur-Evrópu og þjóðir þess heimshluta leita nú að sjálfum sér er unnið af miklum krafti að því að sameina stjórnar- hætti og hugsun Vestur Evrópu- búa. Ljóst er að forráðamenn þjóða Evrópubandalagsins stefna að ákveðnum samruna ríkja álfunnar, þar sem sameiginlegri yfirstjórn er ætlað verulegt hlutverk í framtíð- inni. Með Rómarsáttmálanum voru fyrstu skrefin stigin í þá átt og eftir að Maastricht-samkomulagið leit dagsins ljós á síðastliðnum vetri varð ljóst hver fyrirætlun ráða- manna ríkja álfunnar er. En þrátt fyrir harða viðleitni stjórnmálamanna og mikið starf á vettvangi samstarfsaðila í Evrópu- bandalaginu kemur betur og betur í ljós að veruleg andstaða er við svo stór skref til samruna ríkja sem rætt hefur verið um. Hörð gagnrýni Margrétar Thatcher, fyrrum for- sætisráðherra Breta, er í fersku minni og enn hefur járnfrúin látið til sín heyra. í jómfrúrræðu sinni í lávarðadeild breska þingsins gagnrýndi hún Maastricht-sam- komulagið harðlega og hvatti til þess að breska þjóðin fengi tæki- færi til að greiða atkvæði um það. Flestum er einnig í minni örlög þess sama samkomulags í þjóðar- atkvæðagreiðslu í Danmörku á dögunum og segja má að niður- staða hennar hafi skipt nokkrum sköpum fyrir umræðuna sem nú fer fram í Evrópu. Með hliðsjón af sögu álfunnar og þeirri þjóðarvitund sem íbúum hennar er í blóð borin kemur ekki á óvart að margir séu fullir efasemda um ágæti þeirra hafta sem Maastr- icht-samkomulgið leggur á sjálf- stæði og fullveldi þjóða Evrópu- bandalagsins. Ljóst er að sam- komulagið mun hvorki tryggja né efla lýðræðislega stjórnarhætti heldur flytja bæði áhrif og völd frá kjörnum stjórnvöldum aðildarríkj- anna til miðstýrðs skrifstofuveldis í Brussel. í nokkurn tíma hafa ráðmenn Evrópuríkja komist áfram með hugmyndir sínar um sameinað ríki Stór-Evrópu án þess að almenn- ingur gerði sér glögga grein fyrir um hvað væri að ræða. Nú virðast íbúar landa álfunnar vera að vakna til vitundar um alvöru málsins og vera viðbúnir að spyrna við fótum. Evrópa samanstendur af mörgum þjóðum og um margt ólíkum. Þótt nú sé unnið að sameiningarmálum Evrópu með fjármagni og viðteknu viðskiptasiðferði í stað vopna er ljóst að tilkoma Evrópubandalags- ins mun hvorki jafna þann efna- hagslega mismun sem er á milli landa álfunnar eða eyða þeim grundvallarviðhorfum er ríkjandi eru hvað þjóðerni varðar. Raun- veruleg sameining Evrópu er því aðeins fjarlægur draumur. ÞI Hallbjöm búinn að opna Kántríbæ á nýjan leik Hinn frægi Kántríbær á Skaga- strönd hefur verið opnaður á nýjan leik. Það er kántríkóng- urinn sjálfur, Hallbjörn Hjart- arson, sem hefur hellt sér út í veitingareksturinn á ný og er stórhuga sem fyrr. Hann segist vera í hvíld frá tónlistinni en gengur með ýmislegt í magan- um, m.a. hugmyndir um kántrí- safn og fyrstu kántríútvarps- stöðina á Islandi. „Ég opnaði á sjómannadaginn og þá var allt brjálað að gera og fullt út úr dyrum. Síðan var sæmilegt að gera um tíma en svo var ákaflega rólegt í kuldakastinu á dögunum og það er eðlilegt því þetta byggist langmest upp á ferðafólki. Heimafólk nennir ekki að fara út á hverju kvöldi til að fá sér hamborgara óg franskar en ferðafólk sér hér eitthvað sem það sér ekki annars staðar,“ segir Hallbjörn aðspurður hvernig reksturinn hafi farið af stað. Og hann er bjartsýnn á framhaldið. „Ég hef alltaf verið bjartsýnn, annars hefði ég ekki staðið í öliu þessu brölti mínu í gegnum árin.“ En hvað varð til að hann opnaði þennan fræga stað á nýjan leik? „Ég var aldrei sáttur við það á sínum tíma að þurfa að hætta þessu. Svo þegar fór að birta til í lífi mínu eftir slysið sem ég lenti í fór áhuginn að kvikna á nýjan leik. Einn góðan veðurdag heyrði ég að það ætti að selja húsið og hringdi þá í hann Sigga minn í Búnaðarbankanum á Blönduósi og sagði honum að ef ætti að selja húsið ætti enginn rétt á að fá það keypt nema ég. Ég gerði svo til- boð og það varð úr að ég keypti húsið." Hallbjörn selur veitingar af ýmsu tagi auk minjagripa sem hann hefur látið framleiða með merki Kántríbæjar. En það er fleira á döfinni. „Ég er búinn að sækja um vín- veitingaleyfi og ef það fæst ætla ég að starfrækja hér „pöbb“ yfir vetrartímann. Þá þarf ég senni- lega að ráðast í einhverjar breyt- ingar svo fólk geti líka fengið sér snúning.“ Kántríútvarp af stað í ágúst? „Það stendur til að ég opni fyrstu kántríútvarpsstöðina á íslandi hérna uppi á lofti. Ég er að reyna að útvega mér ýmsan tækjabúnað notaðan frá Bandaríkjunum því það er svo óheyrilega dýrt að kaupa þetta allt nýtt og það gerist eitthvað í þessum málum á næstu Kántríbær á Skagaströnd. Gangi allt að óskum verður fyrsta kántríútvarpsstöðin á íslandi til húsa á efri hæðinni. Hallbjörn Hjartarson. „Ég hef alltaf verið bjartsýnn, annars staðið í öllu þessu brölti mínu í gegnum árin.“ hefði ég ekki Myndir: JHB dögum. Ef hjólin snúast rétt ætti ég að geta hafið útsendingar um mánaðamótin júlí-ágúst. Ég hugsa þetta eingöngu sem helgar- útvarp fyrst í stað og hef leyfi til að senda út í Húnavatnssýslunum og á Ströndum en það verður bara að koma í ljós hvernig mér gengur að láta útsendingarnar nást á þessu svæði.“ Hallbjörn er vitanlega kunn- astur fyrir tónlist sína en hann hefur gefið út sex plötur. Hann segist vera í hvíld frá tónlistinni og neitar þegar hann er spurður hvort ekki sé ný plata á döfinni. Fyrir ári síðan fór hann til Bandaríkjanna og gerði Kántri 6 en er ekki nægilega ánægður með viðtökurnar sem hún hlaut. „Ef ég á að vera hreinskilinn þá gekk hún ekki nógu vel. Ég viðurkenni að ég varð fyrir miklum von- brigðum með það þar sem öllum ber saman um að þetta sé lang- besta platan mín. Þrátt fyrir það kom hún verst út.“ Hallbjörn ræðir áfram um kántrí og minnist m.a. á þann draum sinn að opna kántrísafn í Kántríbæ. „íslendingar eru orðn- ir miklu móttækilegri fyrir kántríi en þeir voru þegar ég var að byrja að láta heyrast í mér. Þá héldu allir að þessi náungi norður í landi væri hálfklikkaður og kannski halda það einhverjir enn. Það er ekki mitt að segja til um hvort það er rétt,“ sagði Hall- björn Hjartarson. JHB

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.