Dagur - 11.07.1992, Page 7
Laugardagur 11. júlí 1992 - DAGUR - 7
íslenskur skinnaiðnaður hf.:
Séu gæðin og þjónustan í lagi skiptír verðið minna máli
- segir Alvaro Crociani, umboðsmaður íslensks skinnaiðnaðar hf. á Ítalíu
en hann selur rúmlega helminginn af framleiðslu fyrirtækisins
Alvaro Crociani á milli þeirra Vilborgar Jóhannsdóttur markaðsstjóra og Bjarna Jónassonar framkvæmdastjóra
Islensks skinnaiðnaðar hf. Mynd: -t>H
Stærsti markaður íslensks
skinnaiðnaðar hf. hefur á síð-
ustu árum verið Ítalía. Þangað
selur fyrirtækið skinnfatnað
fyrir um 500 milljónir króna
sem er rúmlega helmingur árs-
sölunnar. Það þarf því að sinna
þeim markaði vel og í því skyni
voru hér á ferð umboðsmaður
Islensks skinnaiðnaðar á Ítalíu
ásamt tveimur helstu kaupend-
um sínum til skrafs og ráða-
gerða við forráðamenn fyrir-
tækisins.
Umboðsmaðurinn heitir
Alvaro Crociani og sagði hann
blaðamanni að það sem hann
væri mest hissa á væri af hverju
íslendingar klæddust ekki flíkum
úr íslensku skinni meira en raun
bæri vitni. „Þessar flíkur henta
best hér á landi,“ sagði hann og
hristi hausinn.
65 milljón manna markaður
Hann sagði að stundum gæti ver-
ið erfitt að standast samkeppnina
á ítalska markaðnum því hún
væri hörð. „Það eru einkum
Spánverjar, Frakkar og Englend-
ingar sem við þurfum að keppa
við. í þeirri samkeppni er mikil-
vægt að starfa náið með framleið-
andanum að þróun fatanna, gæða-
þróun, litavali oþh., svo þau séu
alltaf í samræmi við kröfur mark-
aðarins."
En eru íslensku skinnin sam-
keppnisfær í verði?
„Þau eru ekki ódýr, en ef gæð-
in og þjónustan við viðskiptavin-
inn er í lagi skiptir verðið minna
máli. Við erum ekki að keppa við
ódýrustu fötin og heldur ekki fín-
ustu merkin, við erum rétt ofan
við miðju á markaðnum hvað
verðið snertir."
Alvaro Crociani hefur annast
sölu á framleiðsluvörum íslensks
skinnaiðnaðar frá árinu 1987 og
segir hann að aukningin hafi ver-
ið jöfn og stöðug allan tímann.
„Það vinnur enginn þennan
markað með einhverjum látum
og hjá okkur ríkir engin sigur-
víma. Það sem skiptir máli er að
hafa rétta framleiðslustefnu,
leggja hart að sér, fylgjast með
tækninni og starfa í anda gagn-
kvæmrar virðingar milli framleið-
anda og viðskiptavinar.“
En getur Crociani selt allt það
sem Islenskur skinnaiðnaður
sendir honum?
„Á Ítalíu búa 65 milljónir
manna. Þið eruð 260 þúsund og
framleiðsla fyrirtækisins nægir í
um 85.000 flíkur á ári. Það er
ekki stór markaðshlutdeild. Ég
er að vísu ekki spámaður, en ég
held að ég gæti selt meira ef
stefna fyrirtækisins breytist ekki.
Ég er með fasta viðskiptavini sem
hafa reynst tryggir og ég kapp-
kosta að halda í þá.“
„Hef enga sektarkennd“
Skinnklæðnaður hefur að undan-
förnu átt undir högg að sækja
vegna andróðurs þeirra sem telja
það ósiðlegt að farga dýrum til
þess að nota af þeim pelsinn.
Hefur sú barátta haft áhrif á sölu-
starf Crocianis?
„Nei, hún hefur engin áhrif á
sölu fatnaðar úr lambsskinni.
Barátta dýraverndunarfólks
beinist fyrst og fremst gegn því
að dýr séu drepin til þess eins að
nota af þeim skinnið. Maðurinn
hefur hins vegar borðað lamba-
kjöt frá örófi alda svo sú ásökun
á ekki við. Og persónulega hef ég
enga sektarkennd af því að selja
flíkur úr lambsskinni," segir
Alvaro Crociani og brosir.
Bjarni Jónasson framkvæmda-
stjóri Islensks skinnaiðnaðar hf.
segir að Crociani komi hingað til
lands 2-3 á ári og að nú hafi verið
rætt um haustvertíðina, ef svo má
að orði komast, en hún hefst í
október. „Við höfum verið að
ræða um liti og annað sem snýr
að útliti skinnanna því við viljum
tryggja að hann fái þær vörur sem
hann telur samkeppnishæfar. Á
þessum markaði skiptir mestu að
vera með rétta hluti á réttum
tíma því tískan breytist ört. Og
viðskiptavinir hans vildu sjá
hvort skinnin sem við höfum að
bjóða féllu ekki að kröfum
þeirra."
En hverjir skyldu vera tískulit-
irnir á skinnklæðnaði þetta haust-
ið?
„Pastellitir eru vinsælir um
þessar mundir, en auk þess eru
þessir sígildu leðurlitir alltaf vin-
sælir hjá konum og jarðlitirnir
hjá körlum. En þótt við séum að
tala um sígilda liti þá merkir það
ekki að þeir gamlir, heldur taka
þeir stöðugri þróun. Blæbrigðin
eru svo mörg,“ segir Crociani.
-ÞH
Sjálfsbjörg - landssamband fatlaðra:
Komið verði á fót sjálfseignarstoftiun í húsnæðismálum
meðal þeirra mála sem ákvörðun var tekin um á þinginu
Húsnæðismál fatlaðra var
aðalumræðuefni á 26. þingi
Sjálfsbjargar, landssambands
fatlaðra, sem haldið var síð-
ustu daga maí-mánaðar. I því
sambandi tók þingið meðal
annars þá ákvörðun að komið
verði á fót sjálfseignarstofnun
Sjálfsbjargar í húsnæðismálum
er hafi það verkefni að vinna
að hagsmunum félagsmanna
um allt land með því að kaupa
og reka íbúðarhúsnæði á
félagslegum grundvelli er taki
tillit til þarfa þeirra er eiga við
hreyfihömlun að stríða. Þá
lagði þingið einnig áherslu á að
lögfest verði nú þegar ákvæði
um húsaleigubætur til handa
þeim er búa í lciguhúsnæði
þannig að leigjendur fái til-
svarandi bætur og þeir sem
búa í eigin húsnæði njóta
vaxtabóta.
Á meðal annarra mála er til
umfjöllunar voru á þinginu var
hin mikla skerðing Trygginga-
stofnunar ríkisins á styrk til
kaupa á hjálpartækjum. Þingið
mótmælti einnig þeirri ákvörðun
heilbrigðis- og tryggingaráð-
herra, sem fram kemur í dreifi-
bréfi tryggingayfirlæknis til lækna
frá 24. apríl síðast liðnum, að
ekki verði tekið við umsóknum
um afgreiðslu á sérsmíðuðum
hjálpartækjum nema frá bæklun-
arlæknum, endurhæfingarlækn-
um og gigtarlæknum þar sem
þessir sérfræðingar hafi einungis
aðsetur á höfuðborgarsvæðinu og
á Akureyri. Þessi ákvörðun geri
því fötluðu fólki í öðrum lands-
hlutum oft erfitt fyrir urn að
verða sér úti um nauðsynlegan
búnað án þess að taka á sig auka-
kostnað vegna ferðalaga og uppi-
halds fjarri heinrili sínu.
í ályktun þingsins um trygg-
ingamál er þess meðal annars
krafist að þær breytingar verði
gerðar á örorkubótum að þær
verði tveir flokkar að stofni til -
það er að segja grunnörorkulíf-
eyrir og síðan tekjutrygging. Þess
er krafist að heildarupphæð
beggja bótaflokkanna verði jöfn
skattleysismörkum sem nú eru
60,030 krónur á mánuði. Þá verði
einnig veitt heimild til að greiða
frckari uppbætur á örorkulífeyri
ef sýnt þykir að öryrkinn geti
ekki komist af án þeirra.
Einnig er þess krafist að ör-
orkulífeyrir verði greiddur út án
tillits til hjúskaparstöðu viðkom-
andi einstaklinga og verði enn-
fremur óháður tekjum. Tekju-
tryggingu skuli þó eingöngu
reikna út frá tekjum viðkomandi
öryrkja en þó verði ekki tekið
mið af tekjum maka þegar um
hjón sé að ræða. Þá er lagt til að
öllum öryrkjum verði greiddur
bensínstyrkur til greiðslu ferða-
kostnaðar og einnig verði heimilt
að greiða slíkan styrk til framfær-
enda fatlaðra og sjúkra barna
þegar um er að ræða nauðsyn á
rekstri bifreiðar vegna viðkom-
andi hreyfihömlunar. Lagt er til
að greiða þeim aðilum er annast
umönnun fatlaðra í heimahús-
um sambærilegar bætur og um-
önnunarbætur barna. Lögð er
áhersla á að heimildarbætur sam-
kvæmt 20. grein almannatrygg-
ingalaga verði undanþegnar
tekjuskatti, þar sem skattlagning
sé ekkert annað en endurgreiðsla
á þeim kostnaði sem af fötluninni
leiðir. í því sambandi er átt við
bensínstyrk og uppbót vegna
mikils lyfja- og sjúkrakostnaðar.
Þá- beindi landsþing Sjálfs-
bjargar þeim eindregnu tilmælum
til félagsmála- og umhverfisráðu-
neytisins að fram fari við fyrsta
hentugleika gagnger endurskoð-
un á byggingar- og skipulagslög-
um með aðgegni fatlaðra að leið-
arljósi auk þess sem unnin verði
ákveðin framkvæmdaáætlun um
breytingar á eldra húsnæði með
sama markmið að leiðarljósi. ÞI
Stórliýsi Öryrkjabandalagsins við Hátún í Reykjavík. Þrátt fyrir mikið átak skortir enn tilfinnanlega aðgengilegt
húsnæði fyrir fatlaða á Islandi - ckki síst á landsbyggðinni.