Dagur - 11.07.1992, Síða 9
Kvikmyndarýni
Laugardagur 11. júlí 1992 - DAGUR - 9
Jón Hjaltason
Kona slátrarans
Gcorgc Dzundza og Demi Moorc; eiginmaður og ciginkona í Konu slátrar-
ans.
Borgarbíó sýnir: Konu slátrarans
(The Butcher’s Wife).
Leikstjóri: Terry Hughes.
Aðalhlutverk: Demi Moore, Jeff Daniels
og George Dzundza.
Paramount Pictures 1991.
Höfuðpersónan í Konu slátrarans
er um margt lík hinum ástralska
Krókódíla-Dundee. Hún kemur
frá afskekktum stað í stórborgina,
búin dásamlegu hrekkleysi, vill
allt fyrir alla gera, hræðist engan
og er öllum góð. Um tvennt er
hún þó frábrugðin Dundee hinum
ástralska - hún er hún (sem er
kostur þegar Demi Moore á í hlut)
og að auki búin forsagnaranda.
Þetta er raunar svolítið fyndin per-
sóna, kona slátrarans. Hún hefur
allt sitt stutta líf verið að bíða eftir
væntanlegum eiginmanni sínum.
Þegar hann loksins kemur, þreytt-
ur og sveittur á litlum árabáti,
stekkur hún á hann, umvefur,
faðmar og kyssir og daginn eftir
eru þau gift. Hún hefur séð hann í
draumi, ýmis tákn hafa orðið sem
boðuðu væntanlega kontu hans og
stjömumar hafa ekki heldur legið
á liði sínu. Samt sem áður veit
bíófarinn að hún hefur gert mis-
tök. Slátrarinn (George Dzundza)
Sá
svellkaldi
Borgarbíó sýnir: Svellköldu klíkuna
(Stone Cold).
Aöalhlutverk: Brian Bosworth
og Arabella Holzbog.
Stone Group Pictures 1991.
Eins og nafnið ber með sér er
þetta ein af þessum töffaramynd-
um þar sem hetjunni er ekkert
ómögulegt. Joe Stone (Brian
Bosworth) er einhverskonar lögga
(held ég) sem hefur unnið sér eitt-
hvað til óhelgis. Að minnsta kosti
hefur han verið leystur frá störfum
tímabundið. En eins og nærri má
geta hafa yfirvöldin ekki efni á
því að missa sinn besta mann í
fyrirskipað leyft, jafnvel þó ekki
sé nema í örfa daga. Mótor-
hjólaklíka hefur hótað að taka
völdin í einu fylkja Bandaríkjanna
og Joe Stone er sá eini sem getur
kokið í veg fyrir þá áætlun ill-
mennanna.
Hann fer nauðugur á staðinn,
stór og mikill. Já ég gleymdi að
minnast á það að hann á mótor-
hjól. Rétt eins og að pissa undir
vegg kemst hann í klíkuna og er
þegar orðinn hægri hönd höfuð-
paursins. Og nú byrjar hann að
grafa undan klíkunni.
Svellkalda klíkan er klisju-
mynd. Ekki fer á milli mála hverj-
ir eru vondir, og hverjir góðir.
Slagsmálin eru hrikaleg en enginn
bólgnar eina tommu. Þetta er rétt
eins og í Valhöll, dauðir um dag-
inn en rísa upp þegar kvöldar,
drekka og berjast örlítið í viðbót.
Gjörsamlega innantóm veröld, yf-
irborðlegar persónur og þunnildis-
legur söguþráður einkenna Svell-
köldu klíkuna. Hún er á sama stigi
og léleg klámmynd; þið takið eftir
að ég segi léleg klámmynd því að
öndvert við álit margra þá eru til
bæði góðar og slæmar slíkar. Á
klaufalegan hátt er reynt ítrekað
að undirstrika karlmennsku
Stone’s og illmennsku fantanna.
Honum er jafnvel ætlað að gerast
klókur undirhyggjumaður en
klókindin renna út í líkamlega
baráttu þar sem sá sterkasti vinn-
ur. Þannig er hún fyrir gýg tilraun
aðstandenda Svellköldu klíkunnar
til að draga upp mynd af einum
svaka hörðum nagla reiðandi vitið
í þverpokum.
getur ekki átt að verða eiginmaður
þessa gullfallega náttúrubams.
En þessi mislestur náttúrunnar
leiðir Moore til stórborgarinnar og
í New York gerist sagan nánast
öll, í hverfi þar sem slátrarinn hef-
ur búðina sína. Þetta er skeinmti-
legt svið. Gamlar konur sitja á
gangstéttinni og horfa á sjónvarp-
ið, vandræðaunglingurinn reynir
að láta rætast eitthvað úr fyrir sér,
kirkjukórsstjómandinn reynir að
yfirvinna feimni sína og konur eru
í karlaleit. Gegnt slátrarabúðinni
býr sálfræðingurinn (Jeff Dani-
els) sem á í vök að verjast eftir að
Moore kemur í bæinn. Hún sér
fyrir óorðna hluti og er ófeiminn
að gefa ráð. Fyrir vikið er hún
nánast orðinn samkeppnisaðili sál-
fræðingsins um sjúklinga.
Þannig eru þeir tveir megin-
þræðimir sem eru raktir í Konu
slátrarans; annars vegar sá sem
verður til þegar rennur upp fyrir
ungu hjónunum að þeim var alls
ekki ætlað að eigast og hins vegar
örlagaþráðurinn á milli eiginkon-
unnar og sálfræðingsins. Þetta er
gert á notalegan hátt. Myndin er
falleg, hugljúf og ekki laus við að
vera fyndin, rétt eins og til var
ætlast í upphafi. En eins og stund-
urn vill verða með kvikmyndir þá
er fyrri hlutinn mun betri en sá
seinni. Það er eins og hugmynda-
flugið vilji stundum þrjóta þegar
kemur að sköpun niðurlags. Þrátt
fyrir þetta er Kona slátrarans alls
ekki slæm mynd, það er bara að
fyrri parturinn hefði átt skilið betri
seinni part.
Heim úr hafi
Komi einhverju sinni sá tími, að laxinn
snýr ekki aftur, veit maðurinn, að honum
hefur mistekist enn einu sinni, og færst
nær því að hverfa endanlega.
Roderick Haig-Brown,
rithöfundur
Villtir laxastofnar í löndum við Norður Atlantshafið
eru nú taldir vera um 10% af því, sem þeir voru fyrir
300 árum og innan við 3% af því,
sem þeir voru við landnám Islands.
Við höfðum til virðingar Islendinga fyrir íslenskri
náttúru, hvar sem þeir búa á landinu,
og biðjum þá að veita villta laxinum
fullt frelsi til að leita í heimaárnar,
og hafbeitarlaxinum heim
af afréttinum.
Island bannaði laxveiðar í sjó
fyrir 60 árum og hefur á alþjóðavettvangi
verið forystuafl á sviði verndunar og laxastjórnunar með aðgerðum gegn
úthafsveiðum á laxi. Með þessa vitneskju í huga er það metnaðarmál,
*
að Islendingar sjálfir stundi ekki ólöglegar laxveiðar í sjó.
AT/ Verðum fyrirmynd annarra þjóða í þessu efni sem öðrum,
5*^
er snerta umhverfisvernd.
ÖN v
NORÐURATLANTSHAFS
LAX SJÓÐURINN
alþjóðleg verndunarsamtök
með aðsetur á íslandi
Eiður Guðnason
Umhverfsráðherra
Halldór Blöndal
Landbúnaðarráðherra