Dagur - 11.07.1992, Qupperneq 10
10 - DAGUR - Laugardagur 11. júlí 1992
Hann er Súgfírðingur en fluttist tíu ára að Ytri Kárastöðum nokkru fyrir
norðan Hvammstanga - hafði þá misst föður sinn og fékk skjól eins og
hann orðar það hjá móðursystur sinni. Hann kvað þau hafa verið fjögur
systkinin og eflaust verið þröngt í búi móður sinnar þegar fyrirvinnan var
fallin frá. Síðan hefur Vestur-Húnavatnssýsla verið heimkynni hans.
Hann telur sig Vestfirðing með borgararéttindi í Húnavatnssýslu og er
fyrir löngu orðinn einn af þekktari íbúum sýslunnar. Hann heitir Ingólfur
Guðnason og er sparisjóðsstjóri á Hvammstanga. Degi var tekið að halla
þegar ég heimsótti hann í sparisjóðinn. Gjaldkerarnir höfðu gert upp
kassana og flestir starfsnienn horfnir á braut. Síminn hélt þó áfram að
hringja og Ingólfur svaraði og ég heyrði að hann var að leysa vanda við-
skiptavinar. Skyldu landsbyggðarsparisjóðirnir hafa annan hátt á hvað
viðskiptavinina varðar þegar hefðbundnum skrifstofutíma er lokið?
Ingólfur brosti - hallaði sér afturábak í stólnum og sagði fátítt orðið að
afgreiða menn utan venjulegs vinnutíma. Slíkt hefði þó tíðkast áður fyrr
og ekki óalgengt að hann hafi komið heim af fundum og samkomum með
vasana fulla af víxilblöðum frá viðskiptavinum sem þurftu að fá fram-
lengingu.
Ingólfur ólst upp hjá frænku sinni á Ytri
Kárastöðum og eftir barnaskóla lá leiðin að
Reykjum í Hrútafirði eins og margra, sem
hafa alist upp í Húnavatnssýslum. Síðar
stundaði hann nám við Samvinnuskólann
sem þá var staðsettur í Reykjavík og tók að
því loknu til starfa við Kaupfélagið á
Hvammstanga. Ekki átti þó fyrir honum að
liggja að setjast að á Hvammstanga fyrir
fullt og allt. Hann flutti burt - raunar ekki
langt heldur að Laugabakka í Miðfirði þar
sem hann rak bílaverkstæði ásamt fleirum í
rúman áratug.
Einn af frumbyggjum Laugabakka
Þéttbýlið á Laugabakka varð til á fimmta
áratugnum og hefur byggð þar aukist hægt
og hægt í gegnum árin. Ingólfur er þannig
einn af þeim sem stóðu að myndum þessa
þorps. En af hverju varð byggðakjarni til
þarna í miðri sveitabyggðinni?
„Laugabakki byggðist fyrst og fremst upp
í kringum þjónustu við sveitirnar. Eftir
stríðið hófst vélvæðingin í landbúnaði og
Húnvetningar voru farnir að tileinka sér
hana að nokkru leyti. Bændur höfðu drátt-
arvélar eftir því sem efnahagur gaf tilefni til
og innflutningsleyfi fengust fyrir. Einnig
flestir á henni. Ég man eftir bónda norður á
Vatnsnesi. Þetta var stór fjölskylda og hann
hafði átt í mesta basli með að framfleyta sér
og sínum. Svo tók hann sig til, byggði íbúð-
arhús og keypti sér Farmall dráttarvél um
svipað leyti. Eg held að ýmsir hafi álitið að
hann myndi stranda með þetta. Aldrei geta
greitt skuldirnar og hreinlega fara á haus-
inn. En hann komst frá þessu og ég er ekki
efins um að hann hafi hagnast á framförun-
um. Margir voru þó hræddir við að leggja út
í miklar fjárfestingar á þessum árum
minnugir þess sem gerðist eftir fyrra stríðið
og bjuggust við nýrri kreppu með tilheyr-
andi samdrætti og atvinnuleysi." Ingólfur
lætur hugann reika og hallar sér aftur í
stólnum.
„Gífurlegar breytingar áttu sér stað í
sveitunum á þessum árum. Nánast allt var
byggt upp. Moldarkofarnir hurfu og nýjar
byggingar risu á hverjum bænum eftir
annan. Vélvæðingin gerbreytti störfum
manna. Bændur fóru raunar inn í annan
heim hvað allt verklag varðaði.“ Og Ingólf-
ur heldur áfram. „Við sem þekktum mold-
arkofana og handverkfærin álitum mörg að
þegar við vorum komin inn í almennileg hús
og höfðum fengið verkfæri í hendur sem
vetninga fyrsta nóvember 1959. Á þessum
33 árum hefur margt breyst - hver byltingin
hefur rekið aðra eins og Ingólfur kýs að
orða það og í dag er margt með öðrum hætti
í lánastofnunum en fyrir rúmum þremur
áratugum. Ingólfur gekk með mér um kjall-
ara undir húsi sparisjóðsins. Þar hefur hann
komið fyrir gömlum vélum úr starfsemi
sjóðsins auk húsgagna og einstakra færslu-
bóka. „Sparisjóðurinn verður 75 ára á þessu
ári og hugmyndin er að gefa út yfirlit yfir
sögu hans af því tilefni. Ég hef því verið að
útbúa hér einskonar söguhom um búnað og
tæki við bankareksturinn til að ljósmynda
fyrir fyrirhugaða útgáfu.“
Gamlar reiknivélar - allt frá fyrstu tíð -
eru í hillum og á gólfinu og á elsta skrifborði
stofnunarinnar hefur Ingólfur komið fyrir
fyrstu margföldunarvélinni - handsnúinni
vél með lykli fyrir hverja einingu í þeim
upphæðum sem margfalda þurfti ásamt dag-
bók frá sjötta áratugnum. Éinnig vaxtatöflu
sem notuð var til að flýta fyrir við útreikning
vaxta. Taflan náði yfir ársvexti á bilinu frá
4%-8!/2%. Á þessum tíma hefur menn
ekki dreymt um hærri vexti enda fyrir daga
óðaverðbólgunnar. En fleira hefur breyst á
þessum áratugum en reiknivélar og vextir?
Ingólfur játar að svo sé. „Þegar ég kom
hér til starfa var ég einn í sparisjóðnum og
hafði opið hálfan daginn. Eg var þó alltaf
með skrifstofu en á þessum tíma voru marg-
ir sparisjóðir á landsbyggðinni inni á heimil-
um sparisjóðshaldaranna er unnu að spari-
sjóðsrekstrinum í aukastarfi - oft með
búskap eða annarri vinnu. Margir sinntu
þannig bankaþjónustunni í hjáverkum í
dreifbýlinu á þessum árum. Viðskiptahættir
voru einnig allt aðrir. Fólk var ekki alltaf að
koma í bankana og sparisjóðina. Þá greiddu
flestir út í hönd fyrir það sem þeir keyptu.
Fólk kom ef til vill eina ferð í sparisjóðinn -
náði í peninga en sá síðan sjálft um að ráð-
stafa þeim. Nú kaupir fólk flesta hluti með
greiðsluskilmálum og greiðir þá með allt að
15 til 20 afborgunum, sem fara allar í gegn-
um bankakerfið. Þannig hefur pappírsfærsl-
an margfaldast á þessum áratugum. Engin
leið er lengur að sinna bankastörfum með
gamla laginu. Auk stóraukinnar pappírs-
færslu hefur vaxtakerfið einnig margfaldast
að verulegu leyti þann mun sem nú er á
færslufjölda hér og sambærilegra stofnana
sem eingöngu þjóna þéttbýlisbyggð. Sveita-
fólkið fer færri ferðir í banka.“
Afgreiddi viðskiptavini
á förnum vegi
Með auknum pappírsfærslum og tölvunotk-
un hafa hin persónulegu viðskipti banka-
manna og viðskiptavina minnkað. Hefur ekki
orðið veruleg breyting að því leyti?
Ingólfur kvað svo vera. „Með aukinni
tækni eru fjármunir færðir í auknum mæli á
milli reikninga án þess að viðskiptavinurinn
komi í bankastofnunina. Nú geta menn fært
fé á milli reikninga í bönkum og sparisjóð-
um frá heimili sínu eða vinnustað. Með
beinni tengingu frá tölvu viðkomandi ein-
staklings við tölvukerfi þeirrar bankastofn-
unar er hann hefur viðskipti við getur hann
fært til fjármuni innan ákveðins ramma sem
samningur hans við bankastofnunina segir
til um.“
Ingólfur kvað ákveðna eftirsjá vera í hin-
um miklu persónulegu samskiptum sem
bankastarfsemin hafði í för með sér í dreif-
býlinu hér áður fyrr. Hann minntist þess að
algengt hafi verið að hann afgreiddi við-
skiptavini á förnum vegi - ekki síst á
mannamótum. „Menn notuðu tækifærið ef
þeir hittu sparisjóðsstjórann tii þess að
ganga frá málum sínum. Ef maður fór af bæ
- á samkomu eða fund var algengt að koma
heim með fulla vasa af víxilblöðum frá við-
skiptavinum sem þurftu að framlengja. Þar
fóru viðskiptin fram og báðir undu glaðir
við sitt.“ Ingólfur kvaðst ekki muna til þess
að nokkurn tfmann hafi komið upp missætti
vegna viðskipta af þessu tagi. „Þessir við-
skiptahættir heyra nú liðinni tíð til. Bæði er
afgreiðslutíminn lengri og umferð fólks mik-
ið meiri en áður var. Ekki síst sveitafólksins
en að sjálfsögðu voru það einkum sveita-
mennirnir sem áttu viðskipti við sparisjóðs-
stjórann utan hins hefðbundna vinnutíma.
Menn hafa annan hátt á í dag. Og þótt
sakna megi þessa mannlega þáttar viðskipt-
anna þá álít ég að manneðlið hafi sjálft ekkí
breyst - heldur aðstæðurnar.
Getum ekki þjónað
hver öðrum endalaust
- Ingólfur Guðnason, sparisjóðsstjóri á Hvammstanga, ræðir um sjálfan sig,
bankamálin fyrr og nú og landsins gagn og nauðsynjar í helgarviðtali
tóku bílar að koma í sveitirnar - einkum
Willis-jepparnir. Vegna innflutningshaft-
anna var þó oft erfitt að fá nokkra varahluti.
Þótt bændur gætu fengið leyfi fyrir takmörk-
uðu magni af dráttarvélum var oft erfitt að
fá nauðsynleg fylgiverkfæri flutt til
landsins." Ingólfur sagði að þeir hefðu
smíðað nokkuð af landbúnaðartækjum til
notkunar við dráttarvélar á þessum árum -
einkum ýtur sem settar voru framan á vél-
arnar. „Vélvæðingin útheimti ákveðna
þjónustu við bændur sem ekki væri staðsett
í of mikilli fjærlægð. Byggðin á Laugabakka
varð því fyrst og fremst til í kringum bíla- og
búvélaverkstæðin og síðar komu fleiri iðn-
aðarmenn og settust að á staðnum."
„Bændur sem tóku
vélvæðinguna í þjónustu sína
högnuðust flestir á henni“
„Þetta eru erfiðir tímar“ - þessa hugsun
leggur Indriði G. Þorsteinsson, rithöfundur,
kaupfélagsstjóranum í Landi og sonum í
munn er hann talar við unga piltinn sem
stendur á þeim tímamótum að velja um
hvort hann taki við jörðinni eftir föður sinn
eða hverfi á braut. Erfiðir tímar - en áttu
bændur ekki í erfiðleikum með að fjárfesta
í vélum og tækjum á þessum árum?
Nei - Ingólfur telur að svo hafi ekki verið.
Ekki að öllu leyti. „Þeir bændur sem tóku
vélvæðinguna í þjónustu sína högnuðust
auðvelduðu dagleg störf á margan hátt - þá
hefði átt sér stað ákveðin bylting sem ekki
kæmi aftur. Að sjálfsögðu var þetta bylting.
En hvað hefur gerst síðan. Hlutirnir eru
sífellt að taka breytingum og ein bylting
verður eftir aðra. Við fáum sífellt nýja hluti
í hendur." Ingólfur lítur á tölvuna sem er til
hliðar á skrifborði hans. „Þegar ég var að
fást við skrúflyklana á verkstæðinu á Lauga-
bakka þá hefði mér alls ekki getað dottið í
hug að ég ætti eftir að nota svona tæki. Að
sitja við tölvuskjá og vinna störf mín á þann
hátt. Og nú er maður orðinn háður þessari
tækni. Við gætum lokað og best væri að gera
það strax ef tölvurnar færu úr sambandi. í
nútíma bankavinnslu er engin leið að sinna
venjulegri starfsemi án þeirra. Ekki vinn-
andi vegur. Þessi þróun hefur sýnt manni að
byltingarnar halda áfram.“
Margt með öðrum hætti í
lánastofnunum en fyrir 30 árum
En verkstæðisreksturinn átti ekki eftir að
verða ævistarf Ingólfs Guðnasonar og raun-
ar má segja að hann hafi undirbúið sig til
annarra verka - meðal annars með námi
sínu við Samvinnuskólann. Hann hafði
byrjað að starfa að verslunarmálum hjá
kaupfélaginu á Hvammstanga þegar vél-
væðing sveitanna kallaði hann á vettvang.
En hann snéri aftur - aftur til Hvammstanga
og tók við stjórn Sparisjóðs Vestur-Hún-
og orðið mikið flóknara frá því sem áður
var. Vaxtaflokkar eru fleiri auk þess sem
vextir breytast mjög ört. Nú er tæpast vinn-
andi vegur að reikna þá út með handvirkum
aðferðum." Ingólfur rifjar upp vaxtareikn-
ing liðinna áratuga. „Við unnum sleitulítið
við vaxtareikninginn í síðari hluta desem-
ber, um jólin og áramótin til þess að hafa
áramótauppgjörið tilbúið á réttum tíma. Nú
vinnur tölvan þetta á meðan við sofum og
síðan er hægt að kalla nýjustu upplýsingar
fram á hverjum morgni."
Sveitafólk fer sjaldnar í banka
Sveitamenn fóru sjaldnar í banka. En hafa
þeir náð kaupstaðarbúum í bankarápi eða
er eitthvað eftir af kyrrð landsbyggðarinnar
í þessu efni?
Ingólfur segir að samsetning byggðarinn-
ar hafi áhrif á fjölda þess fólks sem komi í
bankastofnanir. Hann bendir á fjölda
afgreiðslna í sparisjóðnum hjá sér og sam-
bærilegra stofnana í Vestmannaeyjum, í
Ólafsfirði og Siglufirði.
„í þessum sparisjóðum fara fleiri færslur
fram þótt umsetningin sé ekkert meiri.
Fólkið fer aðeins mun oftar í sparisjóðinn.
Þessir sjóðir, sem ég nefndi, þjóna allir ein-
göngu í þéttbýlisbyggð. Helmingur við-
skiptavina sparisjóðsins á Hvammstanga
búa inn í þéttbýlinu sjálfu en hinn helming-
urinn í nærliggjandi sveitum. Ég álít að sú
skipting á milli sveita og kauptúnsins skýri
Bankamaðurinn með víxilblöð
en dýralæknirinn með skepnulyf
á mannamótum
Síminn á skrifborði Ingólfs hringir enn.
Hann talar stund og að samtalinu loknu segj
ir hann að þetta hafi verið dýralæknirinn.
„Hann hefur frá samskonar reynslu að segja
hvað hin persónulegu viðskipti varðar. Við
höfum oft rætt þetta. Þegar von var á hon-
um fram í sveit - til dæmis á samkomu eðg
fund hringdu bændurnir til hans og báðij
hann að hafa hin og þessi Iyf með sér sem þá
vanhagaði um vegna búpeningsins. Hann
mætti því oft á mannamót með apotek jí
farteskinu og síðan var tími hans meira og
minna upptekinn við að veita ráð og leið-
beiningar. Hann var mættur á staðinn og því
sjálfsagt að nota tækifærið og ræða nauð-
synleg málefni við hann.
Fólk ekki óskilvísara en margir
áttuðu sig ekki á verðtryggingunni
Ýmsar breytingar hafa orðið á viðskipta-
háttum manna á undanförnum árum.
Ingólfur hefur áður minnst á þá breytingu
að fólk greiði eftir á - með mörgum greiðsl-
um sem fari í gegnum bankakerfið. Menn
hafa tekið á sig erfiðar fjárhagsskuldbind-
ingar í auknum mæli á undanförnum árum.
En hafa þessar breytingar dregið úr öryggi í
Laugardagur 11. júlí 1992 - DAGUR - 11
Ingólfur Guðnason á skrifstofu sinni í Sparisjóðnum á Hvammstanga.
viðskiptum. Felst meiri áhætta í því að
treysta fólki en áður?
„Ég álít að fólk sé ekki almennt óskilvís-
ara. Hitt er svo annað mál að margir hafa
spilað djarft og því lent í meiri vanda en
áður. Þetta má að einhverju leyti rekja til
þeirra sviptinga sem verið hafa í fjármálum
þjóðarinnar - meðal annars þeirrar miklu
verðbólgu sem hér var viðvarandi um tíma.
Verðtryggingin var tekin upp til varnar
sparifé en ég álít að margir hafi átt ákaflega
erfitt með að átta sig á hvernig hún virkaði.
Fólk hafði kynnst því að fá peninga í hendur
frá lánastofnunum sem það síðan þurfti ekki
að greiða nema að litlu leyti til baka. Verð-
bólgan sá um afganginn. Vel má vera að
okkur bankamönnum hafi ekki tekist nægi-
lega vel að útskýra þessa hluti fyrir fólki.
Sýna viðskiptavinum okkar fram á hvað þeir
þyrftu í raun að greiða til baka þegar lánin
hækkuðu sjálfkrafa miðað við annað verð-
lag í landinu. Verðtryggingin var búin að
vera við lýði í mörg ár áður en fólk fékkst
almennt til að trúa því hversu mikill munur
væri á verðtryggðum og óverðtryggðum
skuldbindingum þegar kæmi til greiðslu. Ég
álít að vandi margra felist í þessu. Menn
hafa einnig verið að reikna - fram og til
baka - og talið sig finna ákveðnar misvísanir
á milli verðtryggingarinnar og launa. Vera
má að slíkt megi finna á tilteknum tímabil-
um en skýringanna á vandræðum fólks með
að fást við skuldbindingar sínar er fyrst og
fremst að leita í ákveðnu skilningsleysi á
áhrifum verðtryggingar."
Ingólfur segir að fólk sé aftur farið að
huga meira að sparnaði. Eftir að almennur
skilningur á áhrifum verðtryggingar hafi
vaxið hafi hann einnig leitt til aukins áhuga
á sparnaði. Þá sé að vaxa upp kynslóð í
landinu sem ekki þekki annað en að greiða
verði skuldir að fullu til baka. Hugsunar-
hátturinn sé því sem betur fer að breytast og
áhrif verðbólguáranna fari hverfandi þegar
um bankaviðskipti sé að ræða.
Eitt leiðir af öðru í félagsmálum
Ingólfur Guðnason hefur víðar komið við.
Hann hefur tekið þátt í stjórnmálum og sat
á Alþingi í eitt kjörtímabil fyrir kjördæmi
sitt. Hann neitar því að hann sé pólitískur
að eðlisfari og kvaðst aldrei hafa gengið
með þingmann í maganum - aldrei hafa
stefnt leynt eða ljóst að þingmennsku. Hann
kvaðst hins vegar hafa tekið að sér ýmis
störf er tengdust félagsmálum í gegnum
árin. Hann sagði að í félagslífinu leiði eitt af
öðru þegar menn gefi sig að því á annað
borð.
„Já það er rétt. Ég sat eitt kjörtímabil á
Alþingi. Ég lít störf mín á þingi ekki öðrum
augum en annað sem ég hef fengist við um
dagana en þau voru engu að síður ágætur
skóli. Já, þingmennskan kom mér á ýmsan
hátt á óvart. Ég var á sama báti hvað hana
varðar og margir aðrir þingmenn sem komu
nýir inn á þing í desemberkosningunum
1979. Ég fór ekki í framboð á sínum tíma til
þess að komast inn á þing heldur mikið
fremur til þess að geta tjáð mig um þau
málefni sem ég hafði áhuga fyrir á fundum
og mannamótum sem tengdust kosningun-
um.“
Þingmaðurinn lokar aldrei
Hvað dregur menn til þingmennsku? Ingólf-
ur hugsar sig um. „Að minnsta kosti voru
það ekki launin. Þegar ég kom á þing vissi
ég til þess að margir þeirra sem voru kjörnir
í fyrsta skipti á þing á sama tíma fóru úr bet-
ur launuðum störfum til þingsetunnar. Vera
má að sviðsljósið sem þingmennskan veitir
höfði til sumra en tæpast vinnutíminn því
segja má að vinnutími þingmanna sé óend-
anlegur. Þingmaður er í raun á vakt 24 tíma
á sólarhring allt árið hvað sem setu á fund-
um Alþingis líður. Ég get til dæmis lokað
sparisjóðnum klukkan fjögur á daginn og
haft lokað frá föstudegi til mánudags. En
þingmaðurinn lokar aldrei. Sá þingmaður
sem hyggur á endurkjör lokar ekki á fólk
sem vill ná fundi hans og athygli. Hann
verður að ræða við það - hlusta eftir erind-
um þess og meta hvort hann og hvernig get-
ur beitt sér fyrir framgangi þeirra mála sem
Viðtal og mynd:
Þórður Ingimarsson
ieitað er til hans með. Á þingi kynntist ég
því einnig á hvern hátt vinskapur getur
myndast með mönnurn. Þrátt fyrir daglegt
karp í þinginu er algengt að þingmenn úr
mismunandi stjórnmálaflokkum verði
kunningjar. Ekki síður en samherjarnir.
Gamalreyndur þingmaður, Þorvaldur Garð-
ar Kristjánsson, sagði einhverju sinni við
mig að þingmenn úr andstæðum flokkum
þyrftu í raun ekki að keppa innbyrðis eins
og samflokksmenn. Þetta er rétt hjá honum.
Samflokksmenn eru sífellt að keppa - þeir
keppa um setu í nefndum og eftir ýmsum
vegtyllum innan þingsins að ógleymdri
keppninni um sæti á framboðslistum við
næstu kosningar. Því er oft óhægara um vik
að mynda vináttutengsl undir slíkum kring-
umstæðum.
Getum ekki þjónað hver öörum
endalaust
En frá þingmennskunni og áhrifum hennar
á menn til þeirra málefna sem brenna nú á
Vestur-Húnvetningum og raunar bænda-
samfélaginu öllu um þessar mundir. Fækk-
un sauðfjár og samdráttur í framleiðslu
mjólkur eru boðorð sem heyrast á degi
hverjum þrátt fyrir stöðugan samdrátt
undanfarinna ára. Og nú eru þessi boðorð
flutt með meiri alvöruþunga en áður. Á
hvern hátt getur þessi landbúnaðarbyggð
brugðist við þvílíkum samdrætti?
Ingólfur sagði að þéttbýlið á Hvamms-
tanga hafi að lang mestu leyti orðið til vegna
þjónustu við sveitabyggðir. Þar hafi byggst
upp verslun. Þar hafi járn- og úrsmiður
snemma haft aðstöðu og veitt þjónustu sína.
Síðar komu trésmiðja og vélaviðgerðir til
sögunnar. Hvammstangi er einnig miðstöð
fyrir ýmsa opinbera þjónustu. Þar á meðal
er sjúkrahús. Þegar farið var að veiða inn-
fjarðarækju í Húnaflóa var rækjuvinnsla
sett á stofn á Hvammstanga og er hún nú
stærsti atvinnurekandinn á staðnum. Ingólf-
ur sagði að fólksfjöldi hafi staðið nokkurn
veginn í stað í sýslunni á undanförnum
árum en búsetubreytingarnar einkum verið
fólgnar í þvf að fólk hafi flutt úr sveitunum
í þéttbýlin og fjölgaði íbúum á Hvamms-
tanga eftir að rækjuvinnslan var sett á stofn.
„Nú bendir allt til þess að enn meiri fækk-
un fólks eigi sér stað í sveitunum. Því er
ákaflega mikilvægt að þéttbýlin hér á svæð-
inu - á Laugabakka og Hvammstanga geti
tekið við einhverju af því fólki sem verður
að hverfa frá landbúnaði. Að öðru kosti
hlýtur þetta fólk að hverfa úr byggðarlag-
inu. Af þeim sökum brenna atvinnumálin
mest allra mála á Húnvetningum um þessar
mundir og á hvern hátt er unnt að skapa
atvinnu fyrir fólk sem kemur til með að
þurfa að hverfa frá núverandi störfum ef
fram fer sem horfir í landbúnaðarmálunum.
Ég tel að menn séu vel meðvitaðir um þess-
ar aðstæður en betur má ef duga skal varð-
andi atvinnumálin og að aðrar starfsgreinar
geti tekið við horfnum störfum úr landbún-
aði. Vandinn en hins vegar sá að okkur hef-
ur gengið illa að koma auga á framleiðslu
sem þolir samkeppni á mörkuðum út í hin-
um stóra heimi. Við höfum byggt upp mikla
atvinnu við að þjóna hver öðrum en ein-
hvern tímann hlýtur að koma að því að slík
atvinnusköpun gengur ekki lengur. Að því
leyti eru ýmis áhyggjuefni framundan."
Sparisjóðurinn var of langt í burtu
- en er nú miðsvæðis
Sparisjóðurinn á Hvammstanga er uppi í
brekkunni fyrir ofan höfnina. Ingólfur segir
að þegar farið var að huga að byggingu
hússins hafi ekkert skipulag verið til af
svæðinu. Hann hafi því farið á fund
Zophoníasar Pálssonar, sem þá hafi verið
skipulagsstjóri ríkisins, og rætt hugmyndina
að staðsetningu við hann. „Zophoníasi leist
ekkert á þetta í byrjun. Við vildum reisa
húsið of langt frá byggðinni að hans dómi.
Ég reyndi að sýna honum fram á að við
hefðum ekkert annað pláss til þess að
byggja yfir sparisjóðinn og hann féllst á það
sjónarmið að lokum.“ Við göngum út í
kvöldkyrrðina. Enn er hreyfing á athafna-
svæði Meleyrar - rækjuvinnslunnar á
Hvammstanga og Ingólfur bendir á byggð-
ina í kringum sparisjóðshúsið og segir: „Við
byggðum og síðan hefur sparisjóðurinn orð-
ið miðsvæðis.“ Glöggt dæmi um þá upp-
byggingu sem átt hefur sér stað á Hvamms-
tanga á undanförnum áratugum.