Dagur - 11.07.1992, Blaðsíða 15

Dagur - 11.07.1992, Blaðsíða 15
Af erlendum vettvangi Laugardagur 11. júlí 1992 - DAGUR - 15 Hvaða sjúkdómur var Spænska veikin? Spænska veikin var skæðasta farsótt, sem nokkru sinni hefur geisað á jörðinni, ef litið er á tölu þeirra, sem veiktust - ekki þeirra sem dóu. Talið er, að meira en þriðjung- ur jarðarbúa hafi veikst af þess- um sjúkdómi, sem líktist inflú- ensu, víða veiktist meira en helmingur íbúanna. I Noregi voru skrásettir 374.288 sjúklingar og 7308 létust. í Evrópu létust 2,6 milljónir og talið er að alls hafi um 20 milljónir manna látist af þessum sjúkdómi. Veikin átti upptök sín í Tíbet árið 1917. Frá Kína og Japan barst hún fljótlega til vestur- strandar Ameríku. Þaðan fylgdi BORGARBÍÓ Salur A Laugardagur Kl. 8.45 Ógnareðli Kl. 11.10 Svellkalda klíkan Sunnudagur Kl. 3.00 Benni og Birta i Ástralíu Kl. 8.45 Ógnareðli Kl. 11.10 Svellkalda klíkan Mánudagur Kl. 8.45 Ógnareðli Þriðjudagur Kl. 8.45 Ógnareðli Salur B Laugardagur Kl. 9.00 Náttfatapartý Kl. 11.15 Ógnareðli Sunnudagur Kl. 3.00 Fievel í villta vestrinu Kl. 9.00 Náttfatapartý Kl. 11.15 Ógnareðli Mánudagur Kl. 9.00 Náttfatapartý Þriðjudagur Kl. 9.00 Náttfatapartý BORGARBÍO S 23500 hún amerísku hermönnunum, sem voru á leið til Evrópu. I Evr- ópu náði veikin hámarki á árun- um 1918 og 1919. Nafnið „Spænska veikin" er þannig til komið, að Spánn var hlutlaust land í heimsstyrjöldinni og þess vegna voru fréttir þaðan ekki ritskoðaðar. Heimsbyggðin fékk því að vita, að þar herjaði farsótt. í þeim löndum, sem aðild áttu að styrjöldinni, var því hins vegar haldið leyndu, að farsótt væri á ferðinni. Það, sem olli Spænsku veik- inni, hefur sennilega verið inflú- ensuvírus af A-stofni. Þessi vírus berst manna í milli bæði við snertingu og með andrúmsloft- inu, þegar fólk hóstar eða hnerrar. Þeir, sem urðu fyrir barðinu á veikinni fengu oftast innvortist blæðingar og lungna- bólgu. Þegar vírus þessi réðist til atlögu var óvenjulega margt fólk í heiminum, sem hafði lítið mót- stöðuafl vegna margra ára hern- aðarumsvifa. Uppskera hafði einnig verið léleg árum saman og af þeim sök- um lifði fjöldi fólks ýmist við eða Ungar konur, sem unnu í verk- smiðjum þar sem hollustu- hættir voru í lág- marki og bjuggu í þéttsetnum leiguskálum urðu oft fórnar- lömb Spænsku vcikinnar. undir hungurmörkum. Hafnarbönn vegna styrjaldar- átakanna bættu heldur ekki úr skák. Það varð skortur á kolum og öðru eldsneyti og afleiðingin sú, að fólk mátti þola bæði kulda og hungur. Mótstöðuafl gegn inflúensu var í lágmarki. Vírusinn lagðist þungt á líkama þeirra, sem sýktust, og ruddi brautina fyrir hvers konar sýkingu af völdum baktería. Ónæmiskerfi líkamans var með „stríðsþreytu“ eftir að berj- ast við vírusinn. Þess vegna var leiðin greið fyrir bakteríusýking- ar, ekki síst lungnabólgu af völd- um keðjusýkla (streptokokka). Hvar vetna þar sem fólk bjó í miklu nábýli, í hermannaskálum, íbúðum með miklum barnafjölda eða á þéttsetnum vinnustöðum gerði Spænska veikin áhlaup. En sveitafólkið slapp heldur ekki. Konur á aldrinum 20 til 40 ára urðu sérstaklega hart úti, og einkum ef þær voru ófrískar. Það hefur ekki tekist að sýna fram á, hvers vegna það var. (Bcngt Bengtsson í Fakta 2/92. - Þ.J.) Hvernig urðu mánaðanöfnin til? Júlíus Cæsar lögleiddi júlíanska tímatalið árið 46 fyrir Krist, en fyr- ir þann tíma höfðu rómverskir musterisprestar skipulagt tíma- talið út frá trúarkenningum og án þess að skipta árinu niður á skipulegan hátt. Það var því mjög svo tætings- legt almanaksár, sem Cæsar og stjörnufræðingur hans, Sosigenes frá Alexandríu, tóku sér fyrir hendur að koma skipulagi á. Það þurfti að vinna upp þriggja mán- aða skekkju, samtals 80 daga, og því var það, að í árinu 46 f. Kr. voru 15 mánuðir, enda hefur það oft síðan verið nefnt „Ruglaða árið“. Síðar var ákveðið að láta árið byrja 1. janúar. Og nafn sitt hef- ur janúar fengið frá guðinum Janusi. Febrúar dregur nafn af samnefndri rómverskri hreinsun- arhátíð, en mars hefur verið skírður í höfuð stríðsguðinum Mars. Apríl, á latínu aperire, þýðir að opna sig og minnir á að jörðin opnar sig fyrir frækornunum, sáðtíð. Maí er nefndur í höfuð frjósemisgyðjunnar Maju, júní eftir gyðjunni Juno, sem færði hjónum hamingju. Júlí hefur fengið nafn sitt frá Júlíusi Cæsar og Ágúst frá Aug- ustusi keisara. Síðan koma mán- uðir, sem hafa fengið nöfn í tölu- röð. September (á latínu septem = 7) sjöundi mánuður ársins, októ- ber (okta = 8), nóvember (nov- em = 9) og desember (decem = 10). Tímatal Júliusar Cæsars var í gildi hér á landi til ársins 1700. Akureyrarprestakall: Guðsþjónusta verður í Akureyrarkirkju nk. sunnudag, 12. júlí, kl. 11.00 f.h. Sálmar: 6, 9, 196, 22 og 357. Guðsþjónusta verður á Hjúkrunar- deild aldraðra, Seli I, sama dag kl. 14.00. Þ.H. Munið sumartónléikana í Akureyr- arkirkju sunnudag kl. 17.00. Raðtölunöfn þessara mánaða komu til sögunnar löngu fyrir tíma julianska tímatalsins. Þau eiga rætur að rekja til þess tíma, þegar mars taldist fyrsti mánuður ársins, vegna þess að þá var ræðismaður Rómaborgar settur inn í embætti. Þess vegna varð t.d. október - áttundi mánuðurinn - síðar 10. mánuðurinn. Tímatal Cæsars var í gildi hér á landi þar til gregoríanska tímatalið (nefnt eftir Gregor páfa XIII) var í lög leitt árið 1700 (á Islandi og í Danmörku). Meðal kaþólikka tók það gildi 1582. Aðalbreytingin frá tímatali Cæs- ars var sú, að felldir voru niður hlaupársdagar á síðasta ári hverr- ar aldar, nema þegar hægt er að deila ártalinu með 400 og fá út heila tölu. (John Ramstad í Fakta 2/92. - Þ.J.) Hjálpræðisherinn. Laugard. 11. júlí kl. 20 > Almenn samkoma ___ Sunnud. 12. júlí kl. 11: Helgunarsamkoma, kl. 19.30: Bæn. kl. 20: Almenn samkoma. Major- arnir Gudrun og Carl Lydholm frá Danmörku taka þátt í samkomun- um. Allir hjartanlega velkomnir. Hjálparlínan, sími 12122 - 12122. Náttúrugripasafnið Hafnarstræti 81, sími 22983. Opið alla daga nema laugardaga frá kl. 10-17. Aukin útbreiðsla krabbameins í Japan Japanir reykja meira, drekka meira af áfengum drykkjum og borða meira af feitum mat en þeir áður gerðu. Á sumum sviðum er neysla þeirra orðin meiri en hjá Banda- ríkjamönnum. Afleiðingin er sú, að tíðni krabbameins fer mjög ört vaxandi, samkvæmt því sem segir í bandaríska tímaritinu Cancer. Rannsókn leiddi í ljós, að nær- fellt 65 prósent allra japanskra karla reykja. í Bandaríkjunum eru það í kringum 33 prósent. Hlutfallið er þveröfugt að því er tekur til kvenna. Reykingakonur í Bandaríkjunum eru tvær á móti hverri einni í Japan. Drykkjuvenjur í Japan færast æ meira í sama horf og á Vestur- löndum. Hrísgrjónavín (Sake) er að gamalli hefð uppáhaldsdrykk- ur Japana, en whiskey nýtur sífellt meiri vinsælda og sania má segja um bjórinn. Munur á matarvenjum í þess- um tveimur löndum fer einnig síminnkandi. í byrjun sjötta ára- tugarins var meðalneysla Japana um 1900 hitaeiningar á dag - að- eins þriðji hluti þeirra hitaein- inga, sem Bandaríkjamenn inn- byrtu. Stærstan hluta hitaeining- anna fengu þeir úr fæðu, sem var auöug af kolvetnum, hrísgrjón- um og mjölvöru. En við lok átt- unda áratugarins var neyslan komin upp í 2900 hitaeiningar sem afleiðing sívaxandi kjötáts. Fyrir þrjátíu árum voru 10 til 20 grömm af fitu í venjulegri máltíð í Japan - aðeins fimmti hluti þess sem tíðkast í Banda- ríkjunum. En frá 1955 til 1985 fjórfaldaðist fitumagnið að minnsta kosti. Afleiðingar óhollari lifnaðar- hátta láta ekki bíða eftir sér. Samkvæmt frásögn blaðsins fjölgar skráðum krabbameinstil- fellum í lungum, brjóstum, eggjastokkum og þörmum. (Fakta 2AJ2. - t>.J.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.