Dagur - 11.07.1992, Qupperneq 18
18 - DAGUR - Laugardagur 11. júlí 1992
Kvikmyndasíða
Jón Hjaltason
Chaplin lifnar aftur
Hinn þekkti leikstjóri Richard
Attenborough hefur nýlega lokið
við að kvikmynda ævi hins þekkta
gamanleikara Charlie Chaplins.
Þetta er ekki í fyrsta sinnið að
Attenborough tekur að sér að
kvikmynda ævisögur manna, hver
man ekki kvikmyndir hans
Gandhi og Cry Freedom.
Af hverju ekki Englending?
I hlutverki Chaplins er bandarísk-
ur leikari, Robert Downey yngri.
Það vakti að sjálfsögðu athygli
þegar Attenborough kaus að
ganga fram hjá bresku leikarstétt-
inni eins og hún lagði sig í leit að
manni í hlutverk hins fræga enska
gamanleikara. Og að hann skyldi
á endanum velja bandarískan karl
til að túlka Chaplin heitinn
hneykslaði ófáa landa hans. Að
sögn Attenboroughs var valið ekki
jafn einfalt og ætla mátti. Leitin
að réttum manni stóð í þrjú ár.
„Við leiddum hugann að öllum
enskumælandi leikurum, sem get-
ið höfðu sér gott orð og við töld-
um að gætu tekist á við hlutverk-
ið. Við ræddum við um það bil 30
einstaklinga og reyndum sjö
þeirra í upptöku. Robert var einn
þeirra fyrstu er við athuguðum og
einhvemveginn var það svo að
alltaf leitaði hugurinn til hans aft-
ur, alveg sama hversu marga við
athuguðum. Og þegar öll kurl
komu til grafar reyndist hann
standa upp úr og valið varð ekki
véfengt."
Attenborough skýrir valið:
„í fyrsta lagi varð leikarinn að
geta leikið Chaplin á sannfærandi
hátt á því árabili sem myndin
spannar sem er frá aldrinum
18 til 83.
I öðru lagi varð hann að vera réttr-
ar hæðar. Það er ef til vill hægt að
gera mann sem er lítill í raunveru-
leikanum að hávöxnum manni á
hvíta tjaldinu en það gengur ekki
á hinn veginn, það yrði aldrei falið
alveg sama hvaða brögðum væri
beitt.
í þriðja lagi varð leikarinn að
líkjast Chaplin og þá á ég ekki
aðeins við undir farða í hlutverki
flakkarans heldur einnig sem hinn
raunverulegi Chaplin utan sviðs.
Þá varð leikarinn að vera líkam-
lega vel á sig kominn og hæfur
dansari. Við skulum hafa í huga
að hinn frægi Nijinsky lýsti
Chaplin sem hinum besta ballett-
dansara án þess þó að hafa nokkru
sinni verið ballettdansari.
Seinast en ekki síst varð leikarinn,
sem við leituðum, að vera frábær
á sínu sviði. Ekki minni maður en
Lawrence Olivier sagði eitt sinn
að Charlie hefði verið fremstur
allra leikara, sá besti. Robert upp-
fyllti öll þessi skilyrði," segir
Attenborough, „og ég hef aldrei,
ekki eina einustu mínútu, þurft að
harma val mitt. Robert hefur raun-
ar farið fram úr öllum mínum
björtustu vonum.“
Maðurinn sem Attenborough talar
svo fagurlega um, Robert Down-
ey, á að baki sér ansi litríkan feril
í skemmtanabransanum. Aðeins 5
ára gamall byrjaði hann að koma
fram á samkomum en þegar tímar
liðu tók hann að láta að sér kveða
á hvíta tjaldinu. Meðal nýjustu
mynda hans má nefna Air
America og Soapdish. Downey
hefur orðið að tileinka sér nýjan
framburð Cockney enskunnar,
hinn sama og var Chaplin eigin-
legur. „Ég er stoltur af því að hafa
fengið að túlka Chaplin á hvíta
tjaldinu," segir Downey, „og ég
get aðeins vonað að Chaplin líti
með velþóknun á frammistöðu
mína. Eg hef að minnsta kosti lagt
mig allan fram, enginn dagur hef-
ur liðið án þess að ég hafi ekki
þurft að reyna mig við eitthvað
nýtt, eitthvað sem ég gat ekki
áður. Með hverjum degi sem hef-
ur liðið hefur aðdáun mín á
Chaplin og virðing fyrir honum
aukist og ég finn mjög til þeirrar
ábyrgðar er á mér hvílir að túlka
Attenborough leikstýrir Robert
Downey (eða er þetta kannski
sjálfur Chaplin kominn aftur á
stjá?).
hann sem allra best.“
Það segir sína sögu um breskan
kvikmyndaiðnað í dag að af þeim
1.8 miljarði íslenskra króna er
kostar að gera kvikmyndina kem-
ur ekki ein einasta króna úr bresk-
um vasa. „Þetta er vissulega sorg-
legt,“ segir Attenborough, „því að
ef myndin gefur eitthvað í aðra
hönd mun allur gróðinn fara til
útlendinga."
í aukahlutverkum eru engir
aukvisar. Kanadamaðurinn Dan
Akroyd fer með veigamikið hlut-
verk, Kevin Kline er Douglas
Fairbanks eldri, Penelope Anne
Miller bregður fyrir og Geraldine,
dóttir Chaplins í raunveruleikan-
um, leikur ömmu sína, móður föð-
ur síns. Meðal þeirra síðustu til að
koma um borð voru bresku leikar-
amir Atnhony Hopkins og John
Thaw, betur þekktur sem
lögreglumaðurinn Morse.
Kvikmyndir í burðarliðnum
ALLT I OLLU
Nei, þetta er ekki nafn á nýrri
kvikmynd - jafn ágætt og það þó
væri. Þetta er hins vegar ágæt lýs-
ing á Robert De Niro. Ekki fyrir
svo mörgum árum síðan lét hann
lítið fara fyrir sér en nú er öldin
önnur. Síðastliðið ár sáum við
hann fara með aðalhlutverk í bæði
Awakenings og Guilty By
Steve Martin með fangið fullt af Goldic Hawn í Leap of Faith.
Astand fjallvega
Condition of mountain tracks
Astand fjallvega
Kortið sýnir ástand fjallvega vikuna 9. júlí til 15. júlí 1992. Vegir á skyggðum svæðum eru lokaðir
allri umferð þar til annað verður auglýst. Næsta kort verður gefíð út af Vegagerð ríkisins 16. júlí
næstkomandi.
Suspicion. Á þessu ári hefur hann
þegar birst í Cape Fear og bráð-
lega verður hann á hvíta tjaldinu í
Mistress. Auk þess hefur hann
verið að leika í Night and the City
á móti Jessicu Lange og This
Boy’s Life þar sem Ellen Barkin
er mótparturinn. Og svo ég geri
nú obboðlítinn hlykk á bænina þá
hefur De Niro tekist að finna tíma
á milli myndskota til að slá sér
upp með hinni gullfallegu Naomi
Campbell, fyrirsætunni þeldökku,
og til að undirbúa frumraun sína í
leikstjóra-hlutverkinu. Myndin sú,
sem á að gerast á 7. áratuginum,
er þegar komin í vinnslu og hver
haldið þið að fari með aðalhlut-
verkið? Jú mikið rétt, sá heitir Ro-
bert De Niro.
THE MAN WITHOUT
A FACE
Mel Gibson er nú sömuleiðis að
reyna sig við leikstjórahlutverkið í
fyrsta sinnið. Hann hefur nýlega
lokið við að leika í The Best Of
Daniel, svo ég minnist nú ekkert á
Banvæna vopnið númer þrjú sem
ku gera það nokkuð gott í Amer-
íku og Reykjavík. Gibson ætlar
sér þó ekki að gefa leikinn upp á
bátinn og fer sjálfur með aðalhlut-
verkið í þessari nýjustu mynd
sinni. Þar er hann í hlutverki fyrr-
verandi fanga sem gerir örvænt-
ingarfulla tilraun til að flýja fortíð
sína. Hann flytur aðsetur sitt til
nýrrar borgar en fortíðin verður
ekki snudduð af eins og seinfær
hlaupari í treinak. Og meðal ann-
arra orða; Gibson þykist ekki hafa
áhuga á James Bond, hann segir
hlutverkið ekki nógu krefjandi
fyrir metnaðarfullan leikara. Svo
talaði Hamlet.
CLEAR AND PRESENT
DANGER
Harrison Ford situr ekki auðum
höndum þessa dagana, ekkert
frekar en þeir tveir framantaldir.
Hann hefur nýlega lokið við Pat-
riot Games og heggur í sama
knérunn í Clear and Present Dan-
ger. Þar er hann aftur í hlutverki
CIA-manns. Stopp, stopp, ég
gleymdi einu - áður en Ford
hleypur í CIA-gervið ætlar hann
að bregða sér á hestbak í Hickock
og Cody. Og úr því að við erum
að ræða kúrekamyndir, sem virð-
ast vera að sækja í sig veðrið
þessa dagana, þá hefur félagi
Fords, River Phoenix, sá sem lék
Indy ungan í Indiana Jones and
the Last Crusade, rétt lokið við
Robert De Niro, önnum kafinn
miðaldra maður.
vestra sem Sam Shepard leik-
stýrði. Ekki minni menn en Alan
Bates, Richard Harris og
Dermont Mulrony fara með
hlutverk í þessari mynd.
AT RISK
Ekki veit ég hvað sá ágæti leikari
Andy Carcia hefur látið leiða sig
út í hér. Að vísu eru ágætir menn
með honum; Jonathan Demme
leikstýrir en hann var einnig við
stjómvölinn í Silence of the
Lambs. Efnið er hins vegar svolít-
ið ískyggilegt, nefnilega eyðni og
fordómar.
LEAP OF FAITH
Sá fyndni Steve Martin er enn far-
inn á kreik eftir annir að undan-
fömu við gerð Father of the Bride
og Grand Canyon. Nú á hann að
vera einhverskonar trúboði með
ekki alltof hreint mjöl í poka-
horninu. Mótleikarinn er Goldie
Hawn. Og rétt aðeins um sam-
keppnina. í fyrstu var hlutverkið
ætlað Michael Keaton en hann
varð undir f samkeppninni og
þvr fór sem fór - hugsið ykkur,
sjálfur Batman fær stundum
súrt epli að bíta í.
VÖÐVAKARLARNIR
A, ha, nú plataði ég ykkur aftur;
þetta er ekki nafn á kvikmynd
heldur samheiti yfir Dolph Lund-
gren, hinn sænska, og Belgíu-
manninn Jean-Claude Van
Damme. Sá fyrmefndi er enn að
bjástra við leik. í Joshua Tree er
hann saklausi maðurinn sem
lendir í vondum málum þegar ein-
hverjir óþokkar í löggunni stimpla
hann glæpamann. George Segal
er mótleikarinn.
Damme er enn á uppleið og
hefur nýlega gert samning við
Columbia. Fyrsta verkefnið verð-
ur spennutryllir, Crossing The
Line. Handritshöfundur er sjálfur
Joe Eszterhas sem gerir það nokk-
uð gott í Borgarbíó um þessar
mundir með sköpunarverki sínu,
Basic Instincl.