Dagur - 11.07.1992, Síða 19

Dagur - 11.07.1992, Síða 19
Laugardagur 11. júlí 1992 - DAGUR - 19 Popp Magnús Geir Guðmundsson Cult í klípu (og þó ekki) Eins og stundum áður hefur mátt lesa hér í Poppi, hafa popp- og rokkstjörnur komist í kast við lög og dóm eða verið hótað slíkum afskiptum af ýmsum ástæðum. Má til dæmis í þessu sambandi rifja upp „málshótunina" sem Sykurmolarnir urðu fyrir um dag- inn út af Carpenterslaginu Top of the world, sem svo aðeins reynd- ist vera blaðaupphlaup og svo auðvitað allskyns smá- og stór- mál varðandi Guns N’ Roses, Madonnu og fleiri sem ýmist eru að kæra aðra eða eru kærð. Eitt slíkt mál sem nú vekur athygli er varðandi rokkhljóm- sveitina bresku The Cult út af mynd sem prýðir nýjustu plötu hennar Ceremony. Er myndin, eins og sjá má hér, af ungum Sioux indíánadreng, en textarnir á plötunni fjalla einmitt um þá og hlutskipti þeirra. En rétt eins og Sykurmolarnir gerðu, þá mun Cult og útgáfufyrirtæki þeirra hafa notað myndina af drengnum án þess að biðja um leyfi, til í þeirra tilfelli foreldra drengsins. Af þeim sökum hafa foreldrarnir því stefnt hljómsveitinni fyrir dóm og krefjast fjallhárra skaðabóta eftir því sem fregnir herma frá New York, þar sem málið er tekið fyrir. í ákærunni kemurfram m.a. að auk þess sem foreldrarnir séu sárir út af því að vera ekki spurðir, þá telji þau að hann hafi hlotið „tilfinningalegan skaða“ við birtinguna á myndinni. lan Astbury söngvari Cult vill hins vegar ekki trúa slíku og segir strákinn og félaga hans örugg- lega hafa orðið hreykna af að sjá myndina. Það mun líka vera lítil hætta á því að hljómsveitin verði sakfelld, því Astbury hafði keypt birtingarréttinn af henni af Ijós- myndaranum sem tók hana, en hann rakst á myndina í bók einni og hreifst strax af. Virðast því engin lög um óleyfilegar mynd- birtingar hafa verið brotin. lan Astbury og félagar í Cult eiga nú í lagastappi vegna myndarinnar framan á nýjustu plötunni Ceremony, sem sést á innfelldu myndinni. Ur ýmsum áttum Rokkhljómsveitin Wedding Present frá fótboltaborginni Leeds hefur verið skemmtilega frumleg í útgáfu sinni á árinu. Hefur hún nefnilega gefið út eina smáskífu í hverjum mánuði árs- ins með frumsömdu lagi á A-hlið en síðan túlkanir sínar á ýmsum lögum annarra á B-hlið. Er útgáf- an takmörkuð við 10.000 eintök og hafa þau flest ef ekki öll selst upp á skömmum tíma. Nú mun svo komin út plata þar sem þessi lög er að finna auk annarra og nefnist hún The hit parade volume 1. Hljómsveitir ættaðar frá Seattle halda áfram að vekja athygli í rokkheiminum og virðast nær engin takmörk fyrir hversu marg- ar góðar sveitir koma þaöan. Tvær af þessum hljómsveitum eru Screaming Trees og My sister’s Machine. Sú fyrrnefnda hefur reyndar verið að í nokkur ár og sent frá sér einar þrjár plöt- ur og er sú nýjasta af þeim Uncle Anesthesia, nú að koma út á alþjóðlegum markaði. My sisters Machine er hins vegar ung sveit sem þykir mjög efnileg af tónleik- um hennar að dæma. Mun hún senda frá sér nýja EP plötu síðla sumars, sem ætlunin er svo að fylgja eftir með tónleikaferð m.a. um Bretland. Eins og oft má heyra í fréttum frá Ameríku þá er ýmislegt ööruvísi þar en annars staðar og að þar eru atburðirnir óvíða öfgafyllri. Þetta á ekki hvað síst við um lög og laganna verði þar vestra, sem oftar en ekki snúast upþ í andhverfu sína gegn þegn- unum. Er ágætt dæmi (eða öllu heldur sorglegt dæmi) um það, sú þolraun sem ungur aðdáandi rokksveitarinnar Van Halen gengur nú í gegnum og sér ekki fyrir endann á. Hefur pilturinn, sem er frá Arkansasfylki, það eitt sér til saka unniö að hafa látið sjá sig á almannafæri í stuttermabol með áletrun nýjustu plötu Van Halen, For unlawful carnal knowledge, á brjóstinu. Var hann handtekinn og kærður á þeirri forsendu að um brot á reglum um „velsæmi- legan klæðnaö á almannafæri” væri að ræða, sem gæti þýtt allt að eins árs fangelsi eða 60 þús- und kr. sekt. Mun nú reyna á það fyrir dómi hvot áletrunin, sem þýða má „í þágu óravitundar” standist velsæmisreglur eða ekki og hvort strákgreyið þarf að gjalda fyrir eitthvað sem hann hafði ekki hugmynd um að væri saknæmt. Er málið nú komið til kasta Van Halen og ætlar hljómsveitin að aðstoða drenginn eftir föngum og ef í hart fer að greiða sakarkostn- að hans. Eins og nærri má geta þá þykir þetta hiö hlálegasta mál og ekki til að auka tiltrú ungs fólks á laga- og réttarkerfi í Bandaríkjunum. Nú síðustu misserin hefur það veriö vinsælt sem aldrei fyrr að maka krókinn með alls- kyns framleiðslu og útgáfu efnis tengdu látnum popp- og rokk- stjörnum. Er t.d. skemmst að minnast í þessu sambandi æðis- ins sem varð í kringum myndina um Jim Morrison og Doors í fyrra og malaði aldeilis gullið. Jimi heitinn Hendrix hefur heldur ekki farið varhluta af slíkri starfsemi, því nánast allur grefillinn hefur verið grafinn upp um þennan mikla gítarsnilling til að græða á því. Er það nú síðast myndband með honum sem geymir nýfundna upptöku frá popphátið í Atlanta, sem um er að ræða, en þar sést Hendrix m.a. taka lög eins og Red House, Hey Joe, All along the wathtower, Purple Haze og fleiri fræg lög sín. eir Bernard Summer úr New Order og Johnny Marr fyrr- um gítarleikari Smiths sálugu, sem skipa ofurtvíeykið Electron- ic, eru nú nýbúnir að senda frá sér nýtt lag sem kallast Dis- appointed. Er þeim til aðstoðar í laginu Neil Tennant úr Pet Shop Boys, en hann syngur aðalrödd í því auk þess sem hann samdi það í félagi við tvímenningana. Var Tennant einnig með þeim í fyrsta smáskífulaginu þeirra, Getting away with it. Hljómsveitaskiþanin á rokkhátíðinni við Donington í ár, sem tíunduð var í Poppi fyrir skömmu og þótti mjög líkleg, hef- ur nú hins vegar breyst töluvert. Verður ekkert af því að Black Sabbath og Faith No More komi þar fram, en á hinn bóginn þykir nær öruggt að ásamt Iron Maiden verði það Skid Row, W.A.S.P., Slayer, Thunder og Almighty sem spili þar. Verða Skid Row „sérstakir gestir”, næstsíðust á svið, en Almighty oþnunarhljómsveit hátíðarinnar. Kaffihlaðborð sunnudag kl. 14-16 Hótel VIN Hrafnagili frá Odda hf. Söluumboð t Dagsprent hf. Símar: 24166 & 24222 Vélstjóri Vélstjóra vantar á Harald EA 62. Skipiö er 214 tonna stálskip með 800 ha. vél. Skipið er á línuveiðum og frystir aflann um borð. Upplýsingar í símum 96-61368 og 985-34162. Hjartans þakkir til allra sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elsku litlu dóttur okkar, systur, barnabarns og barnabarnabarns, MARGRÉTAR RÖGNVALDSDÓTTUR, Álagranda 10, Reykjavík. Unnur Bjarnadóttir, Rögnvaldur Dofri Pétursson, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Margrét Rögnvaldsdóttir og fjölskylda, Sigrún Jóhannesdóttir og fjölskylda, Hlin Stefánsdóttir.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.