Dagur - 11.07.1992, Blaðsíða 20
Stillt en
sólarlítið
Norðlendingar munu lítið
verða varir við sól og hita um
helgina og næstu daga ef spá
Veðurstofu íslands gengur
eftir. Veður verður þó stillt og
þokkalegt en einhver þræsing-
ur mun læðast með norður-
ströndinni á sunnudag.
Samkvæmt upplýsingum frá
Veðurstofunni verður suðaustan
gola um austanvert landið í dag
en norðaustan gola um landið
vestanvert. Hætt er við súld á
annesjum norðvestanlands.
Á sunnudag verður hæg norð-
læg eða breytileg átt með skúrum
við norður- og austurströndina.
Á mánudag er gert ráð fyrir hæg-
viðri og sól víðast hvar með síð-
degisskúrum inn til landsins. Hit-
inn um helgina verður 6-17 stig
og hlýjast fyrir sunnan. SS
Fiirantíu
árígær
síðan stærstí
flugulaxinn
veiddist
í Laxá
Á slaginu kl. 9.30 í gærmorg-
un kastaði Jakob Hafstein
Jock Scott flugu númer tvö út
í Höfðahyl í Laxá í Aðaldal.
Tilefnið var að fyrir nákvæm-
lega 50 árum fékk faðir hans,
Jakob V. Hafstein, úr þess-
um hyl stærsta lax sem hefur
til þessa veiðst á flugu á ís-
landi. Laxinn var 36 pund að
þyngd og tók viðureignin við
þann stóra 111 mínútur, sam-
kvæmt frásögn Jakobs heitins
í bók hans Laxá í Aðaldal,
sem Menningarsióður gaf út
árið 1965.
Fjölskylda Jakobs V. Haf-
steins, fyrrum veiðifélagar hans
og fleiri voru á bökkum Laxár í
gær og heiðruðu minningu hans
með því að afhjúpa minningar-
skjöld, sem settur hafði verið á
stein við Höfðahyl.
Jakob Hafstein sagði i samtali
við Dag að trúlega hafi það ver-
ið Indriði G. Þorsteinsson, rit-
höfundur og fyrrverandi veiði-
félagi Jakobs V. Hafsteins, sem
fyrstur kom með þá hugmynd
að minnast hans og hinnar
frækilegu veiði 10. júlí árið 1942
Sírenuvæl á Akureyri:
Slökkviliðið
gerði lukku
á leikskólum
hafa þennan fisk heldur en að
hafa fólkið heima á launum. En
við komumst aldrei að þessu án
þess að gera tilraun og það er í
athugun að Kaldbakur geri til-
raun með vinnslu á þessum fiski í
ágúst.“
Ásgeir segir viðmælendur úti
hafa gefið í skyn að þar væru
fyrirtæki sem ættu kvóta en vant-
aði skip til veiðanna. Því sé ekki
útilokað að íslensk skip komist til
veiða í Barentshafi en það hafi
lítið verið athugað. JHB
Kaldbakur hf. á Grenivík:
f athugun að gera tilraun með
vinnslu á fiski úr Barentshafi
Hugsanlegt er að Kaldbakur
hf. á Grenivík geri í næsta
mánuði tilraun með vinnslu á
flski úr Barentshafl. Ásgeir
Arngrímsson, framkvæmda-
stjóri Kaldbaks, og Valtýr
Hreiðarsson, viðskiptafræð-
ingur, komu nýlega heim úr
ferð til Murmansk þar sem þeir
könnuðu möguleika á kaupum
á hráefni til vinnslu hér heima.
Ásgeir og Valtýr áttu fund í
vikunni með þeim fyrirtækjum
sem að þessum athugunum
standa en það eru nokkur þjón-
ustufyrirtæki á Akureyri, frysti-
hús við Eyjafjörð og á Húsavík.
Ásgeir segir að einkum hafi verið
hugað að kaupum á rækju og
frystum fiski en einnig hafi komið
í ljós að möguleikar séu á að fá
ferskan fisk. „Það er ljóst að
þetta hráefni er mjög misjafnt að
gæðum og það hefur komið í ljós
hjá Norðmönnum sem hafa hafn-
að hluta af þessum fiski. Hins
vegar er þetta hráefni það dýrt að
það er alls óljóst að afurðirnar
sem við náum að vinna úr því
standi undir kaupunum. Það er
kannski helst að þetta komi til
greina ef frystihúsin eru hráefnis-
laus, þá er sennilega betra að
með þessum hætti. „Þetta er
þakklætisvottur til hans frá okk-
ur öllum, ekki bara fjölskyld-
unni, heldur ekki síður gömlum
veiðifélögum,“ sagði Jakob.
í áðurnefndri bók Jakobs V.
Hafsteins lýsir hann í smáatrið-
Á bökkum Laxár í gær. Standandi f.v.
Áslaug Hafstein, Júlíus Hafstein, Birna
Hafstein og Jakob Hafstein. Sitjandi eru
Júlíus Hafstein (t.v.) og Jakob Hafstein.
Á innfelldu myndinni kastar Jakob Haf-
stein flugu út í Höfðahyl. Á skjöldinn er
letrað: Jakob V. Hafstein veiddi stærsta
flugulax sem veiðst hefur á Islandi, 36
punda hæng hér í Höfðahyl 10. júlí 1942.
Minnst af veiðifélögum 10. júlí 1992.
„Vinur, slíkt er gott að gera, gott með
náttúrunni að vera.“ J.V.H.
Myndir: Golli
um viðureign sinni við 36 punda
laxinn. Meðal annars segir þar:
„Ég gef flugunni dágóðan tíma
til að sökkva, en dreg hana svo
fremur hægt að mér. Allt í einu
sé ég boða í vatnsborðinu; þeir
smáaukast, verða gríðarmiklir,
og laxinn tekur fluguna ákveðið
og með miklum þunga, en frem-
ur hægt. Hann tekur á sig
sveiflu, sporðblakan kemur
næstum upp úr vatninu. Síðan
stingur hann sér niður í græn-
golandi dýpið. Mér er þegar
ljóst, að um stórlax er að ræða.“
óþh
Akureyringum brá í brún síð-
astliðinn flmmtudag og það
oftar en einu sinni við sírenu-
væl í bílum slökkviliðsins.
Ekki sáu menn þó reyk stíga til
himins enda hvergi kviknað í
heldur voru slökkviliðsmenn í
heimsókn á leikskólum bæjar-
ins.
Að sögn varðstjóra hjá slökkvi-
liðinu á Akureyri fóru slökkvi-
liðsmenn í heimsókn á nokkur
barnaheimili í vor og nú var verið
að ljúka þessum kurteisis- og
kynningarheimsóknum.
Börnunum var leyft að skoða
slökkvibíl og fikta í honum og
skiljanlega höfðu mörg þeirra
áhuga á sírenunum. Mæltist þetta
mjög vel fyrir hjá börnunum og
fengu þau í leiðinni fræðslu um
starfsemi slökkviliðsins.
Tíðindalítið var hjá slökkviliði
og lögreglu á Eyjafjarðarsvæðinu
og Norðurlandi vestra sl. fimmtu-
dag og fram eftir gærdeginum.
Danski fáninn komst þó í frétt-
irnar en eintaki af honum var
stolið fyrir utan Alþýðuhúsið á
Akureyri á fimmtudaginn og
hafði lögreglan ekki haft neinar
spurnir af honum í gærmorgun.
SS
Verkalýðsfélag Austur-Húnvetninga:
Stjóm og trúnaðarmannaráð
frestaði verkfafli til hausts
Stjórn og trúnaðarmannaráð
Verkalýðsfélags Austur-Hún-
vetninga samþykkti á fundi
sínum í fyrrakvöld að fresta
boðuðu verkfalli, sem átti að
hefjast á mánudag, til 14. sept-
ember. Valdimar Guðmanns-
son, formaður félagsins, segir
ástæðuna vera að verkfall á
þessum tíma myndi bitna mest
á þeim sem síst skyldi, þ.e.
skólafólki sem hafl aðeins
sumartímann til að afla sér
tekna.
Full mæting var í stjórn og
trúnaðarmannaráði félagsins á
fimmtudag og var ályktun um
þetta efni samþykkt með öllum
greiddum atkvæðum. Þar segir
m.a. að lítil viðbrögð hafi komið
frá vinnuveitendum og sýnt þyki
að þeir beiti sumarafleysingafólki
og skólanemendum fyrir sig í
kjaradeilunni. Þá samþykkti
fundurinn að fela formanni í
samráði við stjórn að undirbúa
og boða til ráðstefnu á Blönduósi
um launamisrétti í landinu helg-
ina 5.-6. september.
Valdimar Guðmannsson sagði
í samtali við Dag að Vinnuveit-
endasambandið og Vinnumála-
samband samvinnufélaganna
hefðu ekki verið til viðræðu en
vinnuveitendur á svæðinu sem
stæðu utan þessara samtaka væru
margir hverjir tilbúnir til við-
ræðna. Krafa félagsins er að fá
inn í samninga grein um sam-
ræmda desemberuppbót. „Við
vonum að þessi tími verði notað-
ur til að ná samningum því
mönnum ætti að vera orðið ljóst
að við ætlum ekki að gefast upp,“
sagði Valdimar. JHB
Hugsanlegt að
eyflrskt hey
verði selt
til Svíþjóðar
Búnaðarsamband Eyjafjarð-
ar athugar nú möguleikana
á því að útvega sænskum
aðilum 500-1000 tonn af
heyi en einhverjir sænskir
bændur sjá fram á heyskort
vegna þurrka.
Fyrirspurnin barst upphaf-
lega frá Svíþjóð til Búnaðar-
sambands Islands sem kom
henni áleiðis til Búnaðarsam-
bands Eyjafjarðar. Ævar
Hjartarson, ráðunautur, sagði
að málið væri á frumstigi enda
hefði fyrirspurnin borist mjög
nýlega. Hey hefur áður verið
selt út fyrir landsteinana, m.a.
til Færeyja og Noregs fyrir all-
mörgum árum.
Ævar sagði ljóst að bændur
í Eyjafirði væru aflögufærir
með hey og ekki yrði vanda-
mál að útvega þetta magn en
mörg mál væru óleyst áður en
af hugsanlegri sölu gæti orðið,
t.d. væri alls óljóst hvaða verð
þessir aðilar vildu greiða.
Framleiðsluverð á heyi mun
vera um 15-16 kr. á kílóið og
ef miðað er við þá tölu og 1000
tonn er verið að tala um 15-16
milljónir. Ævar sagði hins veg-
ar ómögulegt að segja til um
neinar upphæðir á þessu stigi.
JHB