Alþýðublaðið - 19.08.1921, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 19.08.1921, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ Rafmagnsleiðslur. Straumnuai hefir þegar verið hleypfc á götuæðarcar og menn ætlu ekki að draga lengur að láta okkur leggja rafieiflslur um hús sín. Við skoðum húsin og segjum um kosfcnað ókeypis. — Koraið í tíma, raeðan hægt er að afgreiða pantanír yðar. — H.f. Hlti & Ljós. Laugaveg 20 B. Sfmi 830. E.s. „Sterling” Eftir korau skipsius til Reykjavfkur 2 8. i g Ú. S t, fer það til Skotlands og kemur aftur u m þessar hafnir: Djúpavog:. Esliifjörð, §eyðisfjörð, Ilúsavík, Akurey ri, §auðárkrók, Blönduós os> ísa- fjörö tíl Reykjavíkur um 95. september. E. s. „Gullf oss" Verzlunm ,,Von“ selur Capstan cigarettur í heildsölu og hefir fengið þetta raarg þekta og góða rúgmjöl til að gera slátrið bragðgott. Munið það, að „Von“ hefir ávalt mikiar og góðar vörur fyrirliggjandi. Komið því og reynið viðskiítin. Vinsamlegast. Gfunnar S. Sigurðss. fer frá Kaupmannahöfn 20. sept., um i.eitla og Austfiröi til Reykjavíkur og Vestíjaröa. Ritatjóri og ábyrgðarmaöur: Ólafur Friðriksson. Prentsmiðjan Gutenberg. H.í. Versl. Hverfisg. 56 A. Nýkomið: Flngnaveiðarar. Suítu- tau í iausri vigt. Saumamaskínu- oifa og hin sgæta steikarfeiti, ódýrari en aður. 1 Carit Etlar: Astin vaknar. rauðan silkikampung og helti innihaldi hans f hatt Péturs. „Þú skalt fá mest!“ sagði hún við risann. Eitt andartak starði Pétur Bos niður á hana mállaus af undrun. Hann stóð gleitt og hélt hendinni yfir féð í sjóhatti sínum. Snögglega gaf hann gleðinni lausan tauminn og hrópaði, fyrst með ópi, svo á því nær óskiljanlegri ensku. „Hafi mér rétt til talist, hávelbornal þá gáfuð þér mér sextán seðla, sem hver gildir 9 dali danska; eg þekki gildi peninga ykkar svo mæta vel, því eg hefi í fimm ár verið 1 „prison" hjá blessuðum Englendingnum. Það verður meira en hundrað dalir, þó eg ekki telji með „guinur" fínu konunnar, sem skal verða skift ná- kvæmlega milli félaga minna. Við kyssum á hendina og þökkum yður margfaldlega, ágæti herra, — þér hafið komið fram, eins og bezti vinur okkar og — og —“ Hann þagnaði, togaði í kápu Jakobs og hvíslaði: „Hvað heitir velgerðamaður á Ensku?" — Það var ekki tími til að þýða orðið, Pétur varð alveg yfirbugaður af gleði. — „Uh! Drottinn minn góður!" hrópaði hann. „Hvað skyldi Anna segja um þetta?" Því næst stakk hann peningunum í vasa sión, sneri sér á hæl og hljóp niður að bátnum. Aftur lagði báturinn út að flakinu. Alt gekk vel eins og í fyrsta sinn. Hálfri stundu síðar kom hann aftur. hlaðinn hásetum og mörgum yfirmönnum skipsins. „Hver er hann, gamli maðurinn, sem við fluttum í land áðan?" spurði Jakob á leiðinni. „Það er Lesley lávarður," svöruðu yfirmennirnir, „enskur landstjóri einhverstaðar í Indlandi. Eg held í Benares. Hann hefir ferðast landveg yfir þvera Evrópu til þess að sleppa við Frakkana og hefir komið undan öllum kistunum sínum, fullum gulli og gersemum, þangað til nú, að þær skolast um úti á flakinu. Hann sté á skipsfjöl í Lyhæk. Smáfætta stúlkan með svörtu augun er dóttir hans, yndisleg! — er það ekki? en mikillát og vandfýsin eins og kóngsdóttir. Við höfum svei mér fengið að kenna á henni, það hefir verið erfiðara að þjóna henni en skipstjóranum. Henni var kalt svo hún vafði sig loðskinnum og svanahömum þangað til við gátum komið tyrir ofni í klefa hennar. Þá gaus upp tjörulykt, svo brenna varð reykelsi og glenna opna alla skjái, þegar sólskin var urðum við að breiða undir hana tígrisdýrsfeldi á„ þilfarinu og skýla hjá með seglum. Svo þegar við vorum orðnir þreyttir af þessu umstangi veif- aði hún til okkar mjallhvítri hendinni, eða sendi okkur brennandi augnatillit, henni fanst það næg umbun. Þannig hefir þessi litli freistandi púki átt eins marga aðdáendur á skipsfjöl, og yfirmennirnir voru, og svo reigði hún bara höfuðið framan í okkur alla." Áður en báturinn fór aftur fram að flakinu, var skift um háseta á honum. Jakob hafði klætt sig úr kápunni og kom þá einkennisbúningur hans í ljós, hann kvaðst vera yfirmaður þar á staðnum og tók trúnaðarorð af yfirmönnunum ensku, að þeir færu ekki úr eynni án leyfis hans. Þegar hann kom upp úr fjörunni, varð hann hissa á því að sjá Lesley lávarð, sem hann hélt að væri heima hjá sér, ganga þar fram og aftur um marhálminn. Nokkuð fjær sat dóttir hans á steini, og var hún enn þá dúðuð í sjótreyjunni. Um hár sér hafði hún bundið vasaklút. Höfðinglega andlitið föla stóð framm úr uppbrettum kraganum á hinni grófu sjómanns- treyju. Kynblendingsstúlkan sat í sandinum fyrir fótum hennar, unga stúlkan hafði látið báða fæturna í keltu hennar. „En hvað er þetta?" spurði hann. „Er ekki vagninn kominn?"

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.