Dagur - 10.09.1992, Blaðsíða 2

Dagur - 10.09.1992, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 10. september 1992 Fréttir Verkalýðsfélag Austur-Húnvetninga: Boðað verkfall kemur til framkvæmda 14. september - gæti haft verulega erfiðleika í för með sér varðandi sauðprslátrunina Boðuð vinnustöðvun Verka- lýðsfélags Austur-Húnvetn- inga kemur til framkvæmda næstkomandi mánudag 14. september ef samningar hafa ekki náðst fyrir þann tíma. Vinnustöðvunin mun meðal annars ná til Sölufélags Aust- ur-Húnvetninga og rækju- vinnslunnar Særúnar en gengið hefur verið frá kjarasamningi við Blönduósbæ og sjúkrahús- ið auk nokkurra smærri rekstr- araðila. Fyrirhugað er að sauð- fjárslátrun hefjist á Blönduósi 15. september en takist ekki að semja fyrir þann tíma er Ijóst að slátrunin getur dregist á langinn. Forsaga þessa máls er að Verkalýðsfélag Austur-Húnvetn- inga felldi kjarasamning laun- þega og vinnuveitenda á síðast- liðnu vori með miklum meiri- hluta atkvæða. í framhaldi af því var boðað til vinnustöðvunar á félagssvæðinu 14. júlí síðastlið- inn. Síðan var ákveðið að fresta verkfalli um tvo mánuði, fyrst og fremst til að skólafólk gæti notið sumarvinnu. Fresturinn rennur því út 14. september og kemur þá boðað verkfall til framkvæmda. Miðað við að samningar náist ekki við fleiri fyrirtæki fram að þeim tíma má búast við að vinnu- stöðvunin nái til um 100 manns. Valdimar Guðmannsson, for- maður Verkalýðsfélags Austur- Húnvetninga, sagði að búið væri að ganga frá kjarasamningi við Blönduósbæ og sjúkrahúsið auk nokkurra smærri aðila. Ósamið væri hinsvegar við rækjuvinnsl- una og einnig Vinnumálasam- band samvinnufélaga en það fer með kjarasamninga fyrir sam- vinnufélögin og þar með afurða- stöðvar Sölufélags Austur-Hún- vetninga. Að sögn Valdimars Guðmannssonar hefur ekkert gengið í samningaviðræðum við þessa aðila hingað til. Samkvæmt heimildum Dags ber nokkuð í milli í samningunum og vill verkalýðsfélagið meðal annars fá desemberlaunauppbót inn í kjarasamninga, sem ekki er í hin- um almenna kjarasamningi frá síðastliðnu vori. „Við viljum fá viðurkenningu á að til einhvers sé Undirbúningur landsmóts skáta, sem haldiö verður í Kjarnaskógi við Akureyri dag- ana 25. júlí til 1. ágúst á næsta ári, er í fullum gangi. Næst- komandi laugardag verður haldið skátaþing í Verk- menntaskólanum á Akureyri og þar munu skátar af öllu landinu m.a. ræða um lands- mótið. Rétt til setu á skáta- þingi hafa allir skátar 16 ára og eldri. Skátaþingið verður sett í sal Þannig lítur út merki landsmóts skáta, sem haldið verður í Kjarna- skógi við Akureyri dagana 25. júlí til 1. ágúst á næsta ári. Samkvæmt yfírliti tímaritsins Frjálsrar verslunar yfír tekjur nokkurra starfshópa á síðasta ári eru 11 læknar af Norður- landi meðal 30 tekjuhæstu á landinu. Hæstar tekjur lækna á síðasta ári hafði Gunnar Þór Jónsson í Reykjavík eða 712 þúsund á mánuði sem eru 740 þúsund á mánuði á verðlagi í ágúst 1992. Tekjuhæsti læknir- inn á Norðurlandi var Kristján Kristján Baldvinsson, Akureyri Nicholas Cariglia, Akureyri Veigar ísak Ólafsson, Akureyri Eiríkur Sveinsson, Akureyri Magnús Stefánsson, Akureyri Gunnar Rafn Jónsson, Húsavík Baldur Jónsson, Akureyri Jón Aðalsteinsson, Húsavík Halldór Halldórsson, Akureyri Ingvar Þóroddsson, Akureyri Jónas Franklín, Akureyri að fella kjarasamning. Fyrst fólk felldi samninginn er ljóst að það er ekki ánægt með hann og því verður að láta reyna á samnings- vilja viðsemjenda á nýjan leik,“ sagði Valdimar Guðmannsson. „Ég vil ekki trúa að ekki takist að semja fyrir þann tíma,“ sagði Ragnar Ingi Tómasson hjá Sölu- VMA kl. 10 á laugardagsmorg- un og því lýkur kl. 16 á sunnu- dag. Auk umræðna um landsmót skáta verður helsta mál þingsins mörkun framtíðarstefnu skáta- hreyfingarinnar. Við upphaf þingsins mun Skátafélagið Klakkur á Akureyri færa Banda- lagi íslenskra sícáta gjöf, en leynd hvílir yfir hver gjöfin er. Klukkan 18 á laugardag verður móttaka fyrir þingfulltrúa á veg- um Akureyrarbæjar í Kjarna- skógi þar sem mótssvæðið verður kynnt. Næstkomandi föstudagskvöld verður mikið um að vera hjá eldri skátum á Akureyri. Þá verður efnt til árlegrar opnunarveislu í Fálkafelli, en tilefni hennar er vígsla dróttskáta og opnun á Fálkafelli veturinn 1992-1993. Þátttakendum er gert að mæta við Pásustein, en þaðan verður gengið upp í Fálkafell undir kyndlum. Að vanda verður boðið upp á veitingar og efnt til kvöld- vöku. „Allir dróttskátar og eldri eru hvattir til að mæta og hafa með sér söngröddina, pláss í maga og skátabúninginn," segir í frétt frá Skátafélaginu Klakki. Baldvinsson en hann er í þriðja sæti á lista Frjálsrar verslunar. Eins og áður segir eru 11 lækn- ar af Norðurlandi á listanum og eru 9 þeirra starfandi á Akureyri og tveir á Húsavík. Listi yfir þá er eftirfarandi en í fremsta dálk- inum eru skattskyldar tekjur 1991, þá tekjur á mánuði 1991 og loks framreiknuð mánaðarlaun samkvæmt verðlagi í ágúst 1992. 8.007 667 693 6.536 545 566 6.355 530 550 5.748 479 498 5.583 465 483 5.485 457 475 5.054 421 438 4.993 416 438 4.524 377 392 4.351 363 377 4.168 347 361 JÓH félagi Austur-Húnvetninga. Hann kvað ljóst að ef komi til verkfalls og það standi einhvern tíma skapist verulegir erfiðleikar sérstaklega varðandi sauðfjár- slátrunina. Þótt slátra megi bæði á Sauðárkróki og Hvammstanga séu sláturhúsin þar upptekin við að slátra fé af sínum afurðasvæð- um og slátrun geti því dregist fram í október verði verkfall að veruleika. Ragnar Ingi sagði ekki ljóst hvað menn væru að fara með þessari hörku í kjarasamn- ingum nú á sama tíma og erfið- leikar væru í landbúnaði og verkalýðsforystan gerði kröfur um lækkað búvöruverð. Launa- hækkun umfram kjararasamn- inga annarra aðila gerði afurða- stöðvunum aðeins erfiðara fyrir að bregðast við kröfum um hag- ræðingu og minni vinnslukostn- að. Hann sagði að atvinnuástand væri erfitt er marka mætti af því að búið væri að taka við mun fleiri atvinnuumsóknum vegna sauðfjárslátrunar á Blönduósi á þessu hausti en þörf væri fyrir en á undanförnum árum hefði ætíð reynst erfitt að manna sláturhús- ið. Verkalýðsforystan væri því að vinna gegn sínu eigin fólki með því að etja því í verkfall er sauð- fjárslátrunin ætti að hefjast. ÞI Punktarfrá Hvairnnstanga ■ Á fundi leikskóla- og leik- vallanefndar nýlega kom fram að fósfran sem ráðin var til starfa við leikskólann frá 1. ágúst sl. var á staðnum í 2 daga en gafst þá upp og yfirgaf staðinn. í framhaldi af því var Sigurósk Garðarsdóttir beðin um að taka við starfinu aftur, sem hún og gerði. Ákveðið var aö auglýsa aftur eftir fóstru í starf leikskólastjóra. ■ Húsnæðisnefnd hcfur fariö fram á að sveitarsjóður fjár- magni eina íbúö af þrernur sem vera á í húsinu við Hlíðar- veg 25 en fengist hefur úthlut- un á framkvæmdaláni vegna tveggja íbúða. Hreppsnefnd samþykkti að sveitarsjóður fjármagni eina íbúð í húsinu þar til framkvæmdalán fæst, væntanlega á næsta ári og heimilar lántöku þar að lút- andi. ■ Oddviti bar upp þá hug- mynd á fundi hreppsnefndar nýlega, að gefa eigendum íþróttahúss á Laugarbakka eitthvert íþróttaáhald í húsið þegar það verður tekið í notk- un. Var samþykkt samhljóða að fela sveitarstjóra að undir- búa þetta mál. ■ Hreppsnefnd hefur borist umsögn umboðsmanns Al- þingis vegna kæru Baldurs Arasonar til hans á B-gatna- gerðargjöldum af húsinu Mánagötu 4 á Hvammstanga. Niðurstaða umboðsmanns Al- þingis er að hann teíur ekki forsendur til afskipta sinna af málinu. Hreppsnefnd sam- þykkti að innheimta kröfu Hvammstangahrepps á hend- ur Baldri Arasyni með tiltæk- um löglegum ráðum. ■ Hreppsnefnd ræddi urn starfsmannamál í áhaldahúsi á fundi sínum nýlega en Ijóst er að þar verður of mikill mann- skapur á næsta ári að óbreyttu. Samþykkt var að fresta málinu til næsta fundar. Endurmenntunar- og upprifjunar- námskeið fyrir einkaflugmenn verður haldið 26. og 27. september. Þátttaka tilkynnist sem fyrst. Flugskóli Akureyrar Flugstöð Akureyrarflugvelli, sími 12105. Ágúst Magnússon, heimasími 11663. KAUPLAND Kaupangi v/Mýrarveg, sími 23565 Smíðum Z-brautir og gluggakappa. ★ Plast rimlatjöld sniðin eftir máli. ★ Ál rimlatjöld og strimlatjöld - Mikið úrval lita. ★ Smíðum og sníðum rúllugluggatjöld eftir máli. Mikið úrval af efnum. ★ Ömmustangir í metratali. ★ Sjáum um uppsetningu. ★ Frí máltaka ef óskað er. ★ Gerum tilboð í stœrri verk. ★ Erum umboðsaðilar fyrir Z-brautir og Sólargluggatjöld. Skátaþíng haldið á Akureyri um helgina - landsmót skáta í Kjarnaskógi 1993 verður kynnt og mörkuð framtíðar- stefna skátahreyfingarinnar Tekjur lækna á síðasta ári: Ellefu af Norður- landi meðal 30 hæstu

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.