Dagur - 10.09.1992, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 10. september 1992 - DAGUR - 5
Reikinámskeið á Akureyri:
„Fullkomið kerfi heilunar“
- segir Bergur Björnsson reikimeistari
Helgina 12. til 13. september
er ráðgert að efna til reiki-
námskeiðs á Akureyri. Að
námskeiðinu stendur Bergur
Björnsson reikimeistari frá
Reykjavík.
Orðið reiki er japanska og sett
saman úr tveimur orðum þ.e. Rei
og Ki. Rei þýðir yfirnáttúrulegur
kraftur eða guðleg viska en Ki
merkir lífsorka. Reiki (borið
fram ray-key) er náttúruleg heil-
unaraðferð að mestu framkvæmd
með handayfirlagningu og talin
mörg þúsund ára gömul tíbetsk/
búddísk. Reiki var endurupp-
götvuð á nítjándu öld af japönsk-
um búddamunki. Tilgangur hans
var að finna hvernig Búdda og
Jesús hefðu heilað hina sjúku.
Sagt er að 10 ára leit munksins
hafi leitt hann fram og aftur um
Japan, Kína og Indland. Að síð-
ustu opinberaðist honum hið full-
komna reikikerfi með hugljóm-
un. Hann hafði þá hugleitt og
fastað í 21 dag á hinu heilaga
fjalli Koro-Yama.
Samkvæmt upplýsingum Bergs
Björnssonar er reiki bæði öflugt
og blítt og saga þess segir frá heil-
un og aðstoð við lækningu nánast
allra þekktra sjúkdóma og slysa.
Reiki er yfirleitt gefið með
handayfirlagningu. Venjuleg
meðferð felst í ákveðnum hand-
stöðum á höfði, öxlum, maga,
baki og fótum. Þessu til viðbótar
má veitandi nota aðrar stöður til
Leiðréttmg
Leikfélag Akureyrar setur í mars
upp Leðurblökuna eftir Johann
Strauss, en ekki Leðurblöðkuna
eins og ranglega var sagt í blað-
inu í gær. Þá láðist að geta þess í
frétt blaðsins í gær að Bryndís
Petra Bragadóttir, fastráðinn
leikari LA, fer með hlutverk fdu,
systir Adelu. Bryndís Petra leik-
ur titilhlutverkið í Línu
langsokk, sem verður frumsýnd
hjá LA þann 10. október nk.
Leiðrétting
í grein um stórlaxa úr Djúpá er
birtist í Degi um sl. helgi er
greint frá 20 punda laxi er Örn
Jóhannsson fékk í Bæjarhyl.
Laxinn er sagður stærsti lax
veiddur á stöng úr Djúpá og sú
fullyrðing var höfð eftir mönnum
sem þekkja vel til árinnar og
þeirra laxa sem þar hafa veiðst.
Nú hefur annað komið í ljós. Pét-
ur Breiðfjörð, gullsmiður á
Akureyri, fékk þann 19. sept-
ember 1987 stórlax í Skurðshyl.
Laxinn, hængur, reyndist veginn
á bakkanun 20,5 pund. Er heim
var komið var laxinn veginn á
löggildri vog og reyndist þá 21
pund. Þessi lax Péturs Breiðfjörð
er því stærsti lax veiddur á stöng
í Djúpá. Gullsmiðurinn er beð-
inn velvirðingar á rangfærslu
greinarhöfundar. ój
IUMFERÐAR
RÁÐ
þess að mæta sérstökum þörfum
þiggjanda. Hverri stöðu er haldið
í 3 til 5 mínútur að jafnaði og full
meðferð tekur gjarna 45 til 90
mínútur.
„Reikimeðferð myndar dásam-
lega orkugeislun sem er mjög
slakandi og felur í sér margs kon-
ar jákvæð áhrif fyrir bæði veit-
anda og þiggjanda. Þá er einnig
hægt að gefa sjálfum sér reiki.
Reiki er ekki kennt á sama hátt
og aðrar heilunaraðferðir nema
að litlu leyti. Hæfileikinn til þess
að leiða reiki er yfirfærður frá
meistara með innstillingum (dul-
vígslum). Þó að reiki sé guðlegt í
eðli sínu þá er það ekki trúar-
brögð. Það hefur enga fordóma
og fólk þarf ekki að trúa neinu
sérstöku til þess að geta lært
reiki. Reiki á samleið með öllum
trúarbrögðum og greinum þeirra
á sama hátt og t.d. yoga. Reiki er
fullkomið kerfi heilunar líkam-
legra og andlegra mála og
persónulegs þroska," segir Berg-
ur Björnsson. ój
Gæsaveiðimenn!
Gæsaflautur, gervigæsir.
Regnheldir gallar í felulitum.
Gæsaskot í miklu úrvali.
Hreinsisett, olíur, burstar,
byssupokar, haglabyssur.
5% staðgreiðsluafsláttur
Opið laugardaga kl. 0-12.
• •
IU EYFJORÐ
Hjalteyrargötu 4 - Sími 22275
~777TTT \ \ \ \ X
ulXLUJ L cm m
fit
SUNNUHUÐ
VERSIUNARMIÐSTÖÐ
— SHOPPING CENTER —
K€fl Sunnuhlíð 12
Opið mónud.-föstud. kl. 9.00-20.00
laugard. kl. 10.00-20.00
Tillsoð
Léltreyktur lambahryggur
kr. 799 pr. kg
Hunctngs Cheerios 400 g
aðeins kr. 203
ECH
Saumavélaþjónustan
Tilboð á saumavélaborðum.
Fallegar jólahannyrðavörur.
Mikið úrval af garni.
Gerum við allar tegundir saumavéla.
Sendum í póstkröfu.
Saumavélaþjónustan
Ynja s. 25977 - Slétt og fellt s. 27224 - Ljósmyndabúðin s. 11030 - Samson s. 27044 - Tónabúðin s. 22111
Rafland s. 25010 - Pálína s. 27177- HABRÓ s. 11119 - Trygging s. 21844 - M. H. Lyngdal s. 26399
Möppudýrið s. 26368 - Brauðbúð Kristjáns s. 25904 - Vaggan s. 27586 - Saumavélaþjónustan s. 11484
Blómabúðin Laufás s. 26250 - Búnaðarbanki íslands s. 27600 - Kjörbúð KEA s. 30387
Velkomín í Sunnuhlíð