Dagur - 26.09.1992, Blaðsíða 6

Dagur - 26.09.1992, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Laugardagur 26. september 1992 Fréttir Borgarhólsskóli: Sex ára böm fá endurskinsmerki Sex ára börnin í Borgarhóls- skóla fengu góða heimsókn á dögunum. Hrönn Káradóttir, formaður Slysavarnadeildar kvenna í Húsavík, og Hulda Jónsdóttir, gjaldkeri deildar- innar, færðu börnunum endur- skinsmerki, borða sem brugðið er yfir höfuð og undir handlegg. Hrönn og Hulda sögðust vona að börnin notuðu borðana, nú færi að hausta og skyggja og því eins gott að sjást vel í umferð- inni. Foreldrar barnanna fengu senda miða heim með hvatningu um notkun endurskinsmerkja. Börnin þökkuðu prúðmannlega fyrir borðana og kennari og skólastjóri þökkuðu heimsókn- ina. Slysavarnadeildin gaf 6, 8 og 9 ára börnum slík endurskinsmerki í fyrra, en þá fengu sjö ára börn endurskinsborða frá skáta- félögunum. í sumar gaf slysavarnadeildin sex björgunarvesti til afnota fyrir börn sem eru að veiðum á bryggj- unni. Vestin eru geymd hjá hafn- arverði sem sér um að lána þau til barnanna. IM Mynd: IM Bömin vora glöð og ánægð Árstígur 2: Samið við Vör hf. Á bæjarráðsfundi á Akureyri sl. fímmtudag var ákveðið að taka tilboði frá Vör hf. vegna breytinga á Árstíg 2 þar sem fyrirhugað er að Slökkvilið Ákureyrar og Strætisvagnar Akureyrar verði til húsa í framtíðinni. Sjö tilboð bárust í breytingar á Árstíg 2 og öll reyndust þau und- ir kostnaðaráætlun sem nemur 53.700.000,00 krónum. „Ákveðið er að ganga til samn- inga við Vör hf. á grundvelli til- boðsins, 41.593.272,00 krónur. Starfsmenn byggingadeildar hafa farið yfir útreikninga og skekkjur er ekki að finna. Á næstu misser- um verður hafist handa, en þess ber að geta að í ár er fjárveiting til verksins ekki há. Meginþung- inn kemur á næsta ár. Miðað við stöðuna í dag verður húsið komið í notkun á vordögum," sagði Sigurður J. Sigurðsson, formaður bæjarráðs Akureyrar. ój Ný tegund íslensku flórunnar í Ásbyrgi í Ásbyrgi hefur fundist ný teg- und í íslensku flórunni, sem ber nafnið skógarsóley, á latínu Anemone nemorsa. Þetta kemur fram í grein í nýjasta tölublaði Náttúrufræðingsins. Landvörður í Jökulsárgljúfr- um fann þessa jurt fyrst árið 1988 og við greiningu taldi Eyþór Ein- arsson á Náttúrufræðistofnun að um væri að ræða skógarsóley, en hún hefur lengi vaxið í Lystigarð- inum á Akureyri og ræktun henn- ar hefur verið reynd í görðum í Reykjavík. En skógarsóley hefur ekki svo vitað sé fundist áður úti í náttúrunni. Samkvæmt lýsingu í bókinni Villiblóm í litum er skógarsóley með láréttum jarðstöngli sem ber 1-2 handskipt laufblöð eftir blómgunina. Krónan er hvít með 6-9 krónublöðum, rauðleit á ytra borði. Bikarblöð vantar, en í þeirra stað lykja þrjú handskipt reifablöð um blómið, en blóm- stilkurinn lengist síðar og lyftir blóminu langt upp fyrir reifarnar, sem sitja þá um það bil á miðjum stöngli og líkjast laufblöðum. Skógarsóley blómgast í maí. í greininni í Náttúrufræðingn- um er getum að því leitt að jurtin hafi borist með skógræktarmönn- um eða trjáplöntum frá Noregi. Þess má geta að skógarsóley er ein algengasta vorjurtin í skógar- jöðrum og rjóðrum Skandinavíu.. óþh ÖÐRUVÍSI MÉR ÁÐUR BRÁ Stefán Þór Sæmundsson Nautnalyf og bflaviðskipti sem enduðu í steininum Niðdimm nóttin með úrsvölum norðan strekkingi er að baki. Nú blása suðlægir vindar að nýju eftir langa mæðu, kulda og vætu. Loksins, loksins. Sólin klýfur skýjaþykknið í herðar niður með brennheitum geislum sínum og fleygir hitastiginu úr fjórum gráðum upp í fjórtán. Bjartur dagurinn líður í glaðværð og hamingju. Hauströkkrið yfir mér er hlýtt og mjúkt, rómantíkin blómstrar, allt líf kviknar á ný, sjá; náttúran boðar oss mikinn fögnuð. Annars er varasamt að tala um veðrið, það hefur ábyggilega snúist um margar gráður þegar þessi pistill birtist. En þessi inngangur á öðrum þræði að vera mót- vægi við drungann í síðasta pistli mínum þar sem hörmulegt veðurfar og nístandi kvalir af völdum tóbaksleysis fóru saman. Þessi breyting á að tákna að ávallt kemur dagur eftir nótt, gleði tekur við af sorg og ást leysir hatur af hólmi. Þetta skilur húsbóndinn, sem rætt var um í síðasta pistli, enda skynugur maður innst inni. Hann vill því koma þeim skilaboðum á framfæri að hafi hástemmdar lýsingarnar fælt einhverja frá því að hætta að reykja þá geti þeir hinir sömu andað sæmilega rólega þvf kvalirn- ar líða fljótt hjá. Fróðir menn, sem reynt hafa, segja að svæsnustu löngunarköstin séu að mestu horfin eftir 6-10 mánuði án tóbaks. Síðan taki við vægari köst með lengra millibili og eftir 2 ár án tóbaks langar mann ekki í sígarettu nema svo sem einu sinni til tvisvar á dag. Listin er löng en lífið stutt Ég ætla hvorki að tala um tóbak né veðurfar í dag enda hvorugt mér hugleikið þessa stundina. Hins vegar hef ég nokkrar áhyggjur af húsbóndanum skapstygga, ég verð að segja það, því nú er hann kominn með sælgæti á heilann og það er fljótt að setjast utan á líkamann. Ég held svei mér þá að þetta stöðuga nart í sætindi sé verri fíkn heldur en tóbaksnautnin sáluga sem hefur þó þau jákvæðu áhrif að neytandinn brennir 10% meiri orku en þegar hann hættir að reykja. Jæja, byrja ég nú enn að fjasa um tóbakið. Ég var búinn að lofa sjálfum mér og öðrum því að minnast ekki orði á þetta dásamlega nautnalyf sem lyftir andan- um í hæstu hæðir, læknar kvíða og sorg, hjálpar manni að slaka á í vinnunni, lætur daginn líða í bjartsýni og gleði, gefur lífinu... Já, lífið. Ars longa, vita brevis. Listin er löng en lífið stutt. Hvers vegna ekki að lifa þessu stutta lífi til hins ítrasta? Hví ekki að lifa því af list/lyst? Púkinn er sestur á öxlina á mér og hvíslar í eyra mitt. Lofræða hans um lífsnautnirnar er vissulega freistandi og ekki að furða þótt margir láti glepjast. Tilveran er svo að grá, víman gefur lífinu lit. Þetta sjónarmið er til og því miður ekki óalgengt. Þegar kunningi minn fór á bílasýningu Bull og vitleysa. Ekkert er svo slæmt að víman geri það ekki verra, að minnsta kosti þegar upp er staðið. Maður verður stundum að hugsa lengra fram í tímann en til kvölds. Það eru smáatriðin sem gefa lífinu lit. Um daginn fór kunningi minn, hamingjusamur Lödueigandi og heið- ursfélagi í Löduvinafélaginu sáluga, á bílasýningu. Þar voru margar glæsikerrur á góðum kjörum, sjálfsagt kynningartilboði eða afmælistilboði, a.m.k. fannst vini mínum hann ekki geta látið þetta kostaboð fram hjá sér fara. „Ég ætla að fá einn svona rauðan," sagði Lödueig- andinn og benti á gljáfægðan eðalvagn á aðeins eina komma eitthvað milljónir. „Alveg sjálfsagt,“ sagði afgreiðslumaðurinn bros- andi. Hann vætti varirnar og neri saman höndum. „Hvernig viltu borga hann? Staðgreitt, kannski? Staðgreitt? Lödueigandinn saup hveljur. „Nei, ég var að hugsa um að setja bílinn minn upp í og borga afganginn með skuldabréfum. Takið þið ekki annars bíla upp í? „Jú, að sjálfsögðu. Við gerum allt fyrir viðskiptavin- ina. Eigum við ekki bara að líta á gripinn? „Ég sé engan bíl“ Lödueigandinn benti stoltur á nýbónaða ryðtíkina sína sem leit býsna vel út. Ástandið var líka óvenju gott, öll ljós í lagi aldrei þessu vant og bæði kúpling og bremsur í nothæfu ástandi. „Hvar?“ spurði sölumaðurinn og skimaði í kringum sig. „Nú, þarna!“ sagði Lödueigandinn forviða og benti þráðbeint á glansandi lúxuslöduna. „Ég sé engan bíl,“ sagði sölumaðurinn þrákelknis- lega. Nú var farið að fjúka í minn mann. „Hvaða stælar eru þetta í þér maður? Þið segist taka bíla upp í. Sérðu ekki bílinn þarna beint fyrir framan nefið á þér?“ Sölumaðurinn fitjaði upp á nefið og fylgdi bendingu okkar manns. „Ég sé engan bíl.“ „Hvers lags hundakúnstir eru þetta? Ég hræddur um að við yrðum fljótir að losa okkur við svona ónytjunga í sveitinni. Ég er að benda þér á vel með farinn fólksbíl minn, Lada Lux árgerð 1988. Nú vil ég fá að vita hversu hátt þú metur hann sem útborgun og það strax!“ „En ég sé engan..." „Snarhaltu kjafti, vælúkjóinn þinn. Ertu blindur eða sérðu ekki Löduna þarna?“ Sölumaðurinn saug hofmóðugur upp í nefið. „Jú, en ég sé engan bíl. Við auglýsum að við tökum bíla upp í sem útborgun." Æ, æ. Svona fóru þá bílaviðskiptin hjá kunningja mínum. Þau enduðu í steininum. Sölumaðurinn kærði hann fyrir kjaftshöggið og líka spörkin sem hann lét dynja á nýja, rauða glæsivagninum. Þess má að lokum geta að kunningi minn var nýhættur að reykja þegar þetta atvik átti sér stað.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.