Dagur - 30.10.1992, Page 1
Ekki hagfræðileg rök fyrir
að slá af 37 sjávarútvegsstaði
- sagði Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra, á aðalfundi LÍÚ
Iðnþróunarfélag
EyjaQarðar:
Hluthafafimdur
samþykkti
tm / ••
í máli Þorsteins Pálssonar,
sjávarútvegsráðherra, á aðal-
fundi Landssambands íslenskra
útvegsmanna á Akureyri í gær,
kom fram hörð andstaða við
að fara gjaldþrotaleiðina svo-
kölluðu í sjávarútvegi, að
fækka fyrirtækjum um fjórð-
ung og færa afla þeirra og
framleiðslu til annarra fyrir-
tækja. Hann sagði að þessi leið
samsvaraði því að 37 af
minnstu sjávarútvegsstöðum á
landinu yrðu lagðir niður.
„Það leiðir af sjálfu sér að
svona mikil breyting á tiltölulega
skömmum tíma fæli í sér gífur-
lega röskun innan greinarinnar
og ekki síður í bankastofnunum
og sjóðum. Ætla má að heildar-
skuldir þessara fyrirtækja nemi
um tuttugu og fimm til þrjátíu
milljörðum króna og vafalítið
tapaðist mikill hluti þeirra. Hver
á að borga brúsann? Þeirri spurn-
ingu er ósvarað,“ sagði sjávar-
útvegsráðherra. Hann benti á að
hagræðing af þessu tagi hefði í
för með sér gífurlega byggða-
röskun. Þannig myndu botnfisk-
veiðar og vinnsla á 37 minnstu
sjávarútvegsstöðunum leggjast
niður. Á Norðurlandi yrði
pennastriki slegið yfir 11 staði:
Raufarhöfn, Þórshöfn, Hrísey,
Árskógssand, Grenivík, Blöndu-
ós, Grímsey, Hauganes,
Hvammstanga, Hofsós og Kópa-
sker. „Mitt álit í þessu efni er
alveg skýrt. Ég sé ekki að það
verði stutt með hagfræðilegum
eða félagslegum rökum að leggja
sem svarar þessum 37 sjávar-
útvegsstöðum á landinu niður
Útvegsmenn af Norðurlandi hlusta hugsi og heldur þungbúnir á boðskap sjávarútvegsráðherra og formanns LÍÚ.
Mynd: Robyn
Bolfiski úr Barentshafi
landaö á Akureyri í dag
- helmingi aflans verður landað á Húsavík
í morgun kl. 7 fór lóðs um
borð í rússneska togarann
Stolin bifreið
fannst í gámi
Fyrir nokkrum dögum var í
fréttatíma sjónvarpsstöðvar
lýst eftir bifreið sem stolið var
frá Bflaleigu Akureyrar við
Skeifuna í Reykjavík á síðast-
liðnu vori. Bifreiðin er fundin í
gám í nágrenni Akureyrar.
Ekki er talið að nein tengsl hafi
verið á milli bílþjófsins og þess er
leigði honum gáminn og þann
síðarnefnda grunaði ekki hvers-
kyns var fyrr en hann sá sjón-
varpsfréttina. ÞI
Minkino þar sem hann var við
Hrísey. Togarinn sem er með
heilfrystan fisk úr Barentshafi
verður við bryggju á Akureyri
milli kl. 9 og 10.
Minkino er fyrstur togara úr
Barentshafi sem kemur til lönd-
unar á Akureyri með bolfisk.
Aflinn er 130 tonn af hausskorn-
um heilfrystum þorski og 30 tonn
af steinbít. Togarinn kemur til
Akureyrar að tilstuðlan netsam-
starfs 16 fyrirtækja á Norður-
landi. Fiskmiðlun Norðurlands
hf. á Dalvík mun sjá um dreif-
ingu á aflanum sem fulltrúi
Barents Company í Kirkenes í
Noregi og í Murmansk.
„Við áskildum okkur rétt til að
gæðaprófa fiskinn. Til þess höf-
um við einn sólarhring. í upphafi j
samninga áður en togarinn lagði
af stað til íslands var rætt um 109
krónur á kíló. Síðan hefur fisk-
verð lækkað lítillega. Því þarf að
endurskoða verð og ná sam-
komulagi. Fari svo að fiskurinn
standist gæðamat og verðsamn-
ingar náist þá verður um helming
aflans skipað upp á Akureyri.
Kaupendur eru Útgerðarfélag
Akureyringa hf., Kaldbakur hf.,
Skagfirðingur hf. og Fiskverkun
Sigvalda Þorvaldssonar í Ólafs-
firði. Hinn helmingurinn fer til
Húsavíkur og verður landað þar.
Kaupandi er Fiskiðjusamlag
Húsavíkur hf. Farmur þessi er
tekinn til landsins til prufu. Ef vel
líkar þá verður framhald á við-
skiptum," sagði Ásgeir Arn-
grímsson hjá Fiskmiðlun Norður-
lands hf. ój
eða önnur fyrirtæki sem jafngilda
framleiðslugetu þeirra,“ sagði
sjávarútvegsráðherra ennfremur.
Kristján Ragnarsson, formað-
ur LÍÚ, vék einnig að þessu í
sinni ræðu á aðalfundinum í gær.
Hann gagnrýndi harðlega orð
forsætisráðherra og utanríkisráð-
herra um að ekki eigi lengur að
taka mið af meðaltali um afkomu
fyrirtækja í sjávarútvegi þegar
afkoma þeirra sé metin, en þess í
stað eigi að taka mið af meðaltali
bestu fyrirtækjanna. „Hvað segir
þetta okkur annað en það, að
búa eigi til villandi afkomumynd
þar sem ekki er horfst í augu við
þann vanda, sem við er að fást.
Með þessu er verið að reyna að
búa til mynd af afkomu sjávar-
útvegsins, sem sýni betri rekstr-
arskilyrði, en raunveruleikinn
segir til um. Það er óskhyggja að
við gjaldþrot gufi skuldirnar upp
og framleiðslutæki muni hverfa
úr rekstri. Skip sökkvi og hús
hrynji. Þetta er ekki svo í raun.
Það hefur margoft sýnt sig, að
þeir sem eiga tryggustu veðin,
sjóðir og bankar, selja þessar
eignir nýjum aðilum, sem tilbúnir
eru að freista þess að hefja rekst-
ur að nýju til bjargar viðkomandi
byggðarlagi," sagði Kristján.
Nánar um aðalfund LÍÚ á
blaðsíðu 3. óþh
Á hluthafafundi í Iðnþróun-
arfélagi Eyjafjarðar í fyrra-
dag voru samþykktar tillög-
ur starfsnefndar um fram-
tíðarfjármögnun félagsins.
Fulltrúar Félags málmiðn-
aðarmanna á Akureyri og
Verkalýðsfélagsins Einingar
greiddu atkvæði gegn fjár-
mögnunarhugmy ndunum.
Að sögn Asgeirs Magnús-
sonar, framkvæmdastjóra Iðn-
þróunarfélags Eyjafjarðar,
voru skiptar skoðanir á fund-
inum en tillögurnar hlutu sam-
þykkti með mótatkvæðum fyrr-
nefndra aðila. Ásgeir segir að
þessir aðilar hafi þó tekið fram
á fundinum að þrátt fyrir
mótatkvæði við fjármögn-
unarleiðirnar þýddi það ekki
að viðkomandi félög væru á
leið út úr Iðnþróunarfélagi
Eyjafjarðar.
Megintillaga starfsnefndar
unt framtíðarfjármögnun IFE
var sú að tillag hluthafa í
félaginu yrði allt fært sem
rekstrarfrantlag en upphæð
þess verði eftir sem áður
ákvörðuð á sama hátt, þ.e. að
sveitarfélög greiði tvöfalt
framlag á við aðra hluthafa.
JÓH
Sjómannasamband íslands:
Óskar Vigfusson
kjörinn formaður
í gær fór fram kjör til for-
manns Sjómannasambands ís-
lands á þingi sambandsins sem
nú stendur yfír. Konráð
Alfreðsson, formaður Sjó-
mannafélags Eyjafjarðar bauð
sig fram gegn sitjandi formanni
en varð að lúta í lægra haldi
fyrir Óskari Vigfússyni. Kon-
ráð fékk 15 atkvæði gegn 39
atkvæðum Óskars og einn þing-
fulltrúi skilaði auðu. For-
mannskjörinu, sam fara átti
fram í gærkvöldi var flýtt fram
á miðjan dag til að skapa
grundvöll fyrir málefnalegri
umræðu á þinginu.
Konráð Alfreðsson kvaðst
hafa vonast eftir betri árangri
þótt hann hafi í raun ekki gert sér
grein fyrir hversu mikið fylgið
yrði. „Ég talaði lítið við menn og
lét þingfulltrúa alveg um á hvern
hátt þeir færu með atkvæði sitt.
Ég sóttist eftir kjöri því ég og
þeir menn sem leituðu til mín um
að ég gæfi kost á mér erum ósátt-
ir með störf Sjómannasambands-
ins,“sagði Konráð Alfreðsson
sem kvaðst vilja sjá breyttar
áherslur og þær myndu ekki
verða nema nýir menn tækju við
stjórn sambandsins. Konráð
sagði ennfremur að erfitt væri að
nefna einhver sérstök mál er
ágreiningur væri um en þó mætti
nefna að hann teldi að sjómenn
ættu að segja sig úr Alþýðusam-
bandi íslands. „Sjómannasam-
bandið hefur að mörgu leyti unn-
ið vel en margir hlutir hefðu að
ósekju mátt ganga betur. Við
höfum til dæmis ekki fengið við-
ræður um kjaramál síðan 1987,“
sagði Konráð. Aðspurður um
hvort einhverjir eftirmálar yrðu
sagði hann það verða að koma í
ljós.
óskar Vigfússon kvaðst mjög
ánægður með það fylgi sem hann
hefði fegnið í formannskjörinu.
Hann sagði að Konráð Alfreðs-
son væri mjög hæfur maður í öll
störf hjá Sjómannasambandinu
og vonasðist til að eiga gott sam-
starf við hann hér eftir sem hing-
að til. Óskar kvaðst ekki eiga
von á öðru en nrenn sættu sig við
niðurstöðuna en í ljós hefur kom-
ið að Sjómannafélag Reykjavík-
ur telur sig ekki geta starfað með
sambandinu og sagði sig úr öllum
trúnaðarstöðum innan þess en
ekkert slíkt hefur komið fram af
hálfu Eyfirðinga. SV/ÞI