Dagur - 30.10.1992, Síða 5
Föstudagur 30. október 1992 - DAGUR - 5
Hvað er að gerast?
, Samkomuhúsið í kvöld:
Operusmiðjan á Akureyri
- nokkrir af fremstu söngvurum landsins koma fram
Norðlendingum berst óvæntur'
glaðningur á tónlistarsviðinu, þegar
nokkrir meðlimir Óperusmiðjunnar í
Reykjavík, halda tónleika í Sam-
komuhúsinu á Akureyri í kvöld kl.
21.00. Kynnir verður hinn góðkunni
söngvari Kristinn Hallsson.
Óperusmiðjan er að hefja sitt
þriðja starfsár og samanstendur af
fjölmörgum frábærum söngvurum,
sem kappkosta að skapa tón-
listarfólki starfsgrundvöll og um leið
efla íslenskt tónlistarlíf. Starfsárið
hófst með Galatónleikum í Borgar-
leikhúsinu um síðustu helgi og er
það megnið af dagskrá þeirra tón-
leika sem listamennirnir ætla að
flytja með sér norður yfir heiðar.
M.a. verða fluttar aríur, dúettar
Djasssveifla
íVínámorgun
Djasssveifla verður allsráðandi í
Blómaskálanum Vín í Eyjafjarðar-
sveit á milli kl. 15 og 17 á morgun,
laugardag. Þá djassa þremenning-
arnir Gunnar Gunnarson, Rafn
Jónsson og Árni Ketill Friðriksson.
Þeir félagarnir spiluðu í fyrsta skipti
um síðustu helgi í Vín og gerðu
stormandi lukku. Ætlunin er að þeir
spili í Vín um hverja helgi, a.m.k.
fram að jólum.
Loðin rotta
í Sjallanum
í kvöld verður Sjallinn lokaður
vegna einkasamkvæmis. Annað
kvöld leikur hljómsveitin Loðin
rotta fyrir dansi og verður húsið
opnað kl. 23. Loðin rotta ætti að
vera flestum Akureyringum kunn,
en hljómsveitin sem hefur starfað í 4
ár, hefur komið reglulega til Akur-
eyrar og leikið á dansleikjum. I
hljómsveitinni eru Sigurður
Gröndal, gítar, Ingólfur Guðjóns-
son, hljómborð, Bjarni Bragi
Bragason, bassa, Steingrímur á
trommur og Jóhannes Eiðsson
syngur. í Kjallaranum leikur hljóm-
sveitin Kredit í kvöld og annað
kvöld.
Men 3 í
Borgarbíói
Borgarbíó sýnir tvær myndir kl. 21
um helgina; Alien 3 (bönnuð innan
16 ára) og grínmyndin Beethoven.
Klukkan 23 verða síðan sýndar
myndirnar Under Suspicion eða
Grunaður um græsku og gaman-
myndin Only you, eða Aðeins þú.
Á sunnudag kl. 15 verður sýnd
barnamyndin Prinsessan og durtarn-
ir.
og kvartettar úr La Boheme eftir
Puccini en Óperusmiðjan flutti
óperuna í Borgarleikhúsinu sl. vor.
Einnig verður flutt söngleikja- og
óperettuefnisskrá, aríur og dúettar
eftir Bizet og Gounod og aríur eft-
ir Verdi.
| Hljómsveitin Út að skjóta hippa
leikur í 1929 í kvöld og annað
kvöld. Tónlist sveitarinnar er ekta
rokk, ýmist létt eða þungt, og hefur
fallið vel í kramið hjá tónleikagest-
Borgarbíó:
Rapsódía í ágúst
Kvikmyndaklúbbur Akureyrar
(KVAK) mun sýna myndina Raps-
ódía í ágúst, eftir Akira Kurosawa í
Borgarbíói, sunnudaginn 1.
nóvember kl. 17.00 og mánudaginn
2. nóvember kl. 19.00. Með eitt
aðalhlutverk myndarinnar fer
Richard Gere.
Dömukvöld Þórs
í Hamri á morgun
Hið árlega dömukvöld Þórs verður
haldið í Hamri á morgun, laugar-
daginn 31. október. Tekið verður á
móti gestum með hænustéli kl.
19.00 en borðhald hefst kl. 20.00.
Veislustjóri er Sunna Borg en auk
þess mætir Inga Sæland með
karaoke tæki sitt og því geta gestir
reynt sönghæfileika sína. Félag hár-
greiðslu- og hárskerameistara sýna
það nýjasta í hári, þarna verður
tískusýning og margt fleira. Um
miðnætti verður síðan hleypt til með
látum.
Allar dömur er velkomnar en
miðapantanir eru í Hamri frá kl.
16.00-23.00 í síma 12080, í síðasta
lagi í dag, föstudaginn 30. október.
Geirmundur
á Hótel KEA
Skagfirska sveiflan verður allsráð-
andi á Hótel KEA, annað kvöld,
laugardagskvöld, því þá sér Geir-
mundur Valtýsson og félagar um
fjörið. Súlnaberg minnir á vikulega
sunnudagsveislu. Fyrir 1050 krónur
eru í boði súpa, reykt grísalæri og
eða Roast Beef.
Nikkuball í Lóni
Harmonikuunnendur efna til dans-
leiks í Lóni annað kvöld, laugardag-
inn 31. október, kl. 22 til 03. Unn-
endur harmonikutónlistar eru
hvattir til að mæta.
Flytjendur eru IngaJ. Backmann,
Ingibjörg Guðjónsdóttir, Jóhanna
Linnet, Jóhanna V. Þórhallsdóttir,
Þorgeir J. Andrésson, Ragnar
Davíðsson, Sigurður Bragason og
Stefán Arngrímsson. Undirleikari
er Dagný Björgvinsdóttir.
um á Akureyri og í Reykjavík.
Hljómsveitina skipa Sölvi Ingólfs-
son, söngur, Kristján Edelstein og
Jakob Jónsson, gítarleikarar, Jón
Haukur Brynjólfsson, bassi og Sig-
fús Óttarsson, trommur.
í kvöld verður blandað saman
diskóteki og tónleikum en annað
kvöld verður hljómsveitin í aðal-
hlutverki í 1929.
Safnahúsið Húsavík:
Sýning Aðalbjargar
Málverkasýning Aðalbjargar Jóns-
dóttur verður opnuð í Safnahúsinu á
Húsavík á morgun, laugardaginn
31. okt. Á sýningunni verða alls 47
verk og verður hún opin daglega kl.
14-19 til 7. nóvember.
Þijá sýningar
á linu hjá LA
Þrjár sýningar verða á Línu lang-
sokk um helgina. Á morgun, laugar-
daginn 31. október, verður sýning
kl. 14 og á sunnudag verða tvær sýn-
ingar, sú fyrri kl. 14 og hin síðari kl.
17.30. Uppselt er á sýninguna kl.
14. Miðasla í Samkomuhúsinu alla
virka daga kl. 14 til 18 og sýningar-
dagana fram að sýningu.
Karlakóriim með
bingó í Lóni
Karlakór Akureyrar-Geysir heldur
bingó í Lóni nk. sunnudag, 1.
nóvember, kl. 15. Bingóið er liður í
fjáröflun kórsins vegna söngferðar
til Reykjavíkur að viku liðinni, en
þar er meiningin að kórinn syngi á
þrem tónleikum.
Freyvanffsleik-
húsið með Kabarett
Freyvangsleikhúsið sýnir kabarett-
inn Qua? Úps! í Freyvangi í kvöld,
föstudagskvöld, kl. 21 og annað
kvöld kl. 22. Eftir sýningu í kvöld
verður kaffihlaðborð í Freyvangi og
að lokinni sýningu annað kvöld
verður efnt til dansleiks.
Út að skjóta hippa í 1929
Stærðir 3-6 • Verð kr. 4.990,-
Stærðir 8-14 • Verð kr. 6.990,-
Stærðir S-XL • Verð kr. 7.990,-
SKIÐAGALLAR
Á ALLfl FJÖLSKYLDUNA
w
• •
EYFJORÐ
Hjalteyrargötu 4 • Sími 22275
JJÍH uið HRRFNRQIL
| Laugardagur4
Lifandi tónlist, létt Vínarsveifla
milli kl. 15 og 17
| Sunnudagur 4
Kaffihlaðborð
að hætti Blómaskálans
Vínarís og ísréttir alla daga
☆☆☆
Gott úrval í gróðurhúsi
☆'iír'fr
Greta Berg teiknar um helgina
Opið mánud.-föstud. frá kl. 13-22.
Opið laugard.-sunnud. frá kj. 13-19.
Sími
31333
Velkomin í Vín
Bílasala
Bílaskipti
Nlkið úrval af
bílum í
sýningarsal og á
sýningarsvaði
Ni-
öldur hf.
BÍLASALA
við Hvannavelli
Símar 24119 og 24170
Mazda 626 2000 GLX árg. 87.
Ekinn 48.000. Verð 650,000. stgr.
Daihatsu Ferosa ELII I6v árg. 89.
Ek. 50.000. Verð 930.000 stgr.
Skoda I20 árg. 89. Ek. 23.000.
Verð 160.000 stgr.
Toyota Corolla sedan I600 I6várg.
Ekinn 70.000. Verí 770.000 stgr.
Eklnn 92.000. Verð
stgr.
MMC Pajero long disel árg. 89.
Ek. 108.000. Verðl.200.000 stgr.
MMC L-300 minibus 4x4 disel árg. 89.
Ek. 120.000. Verð 1,200.000 stgr.
áunaru 6X6 arg. 8V.
Ekinn 106.000. Verð 850.000 stgr.