Dagur - 05.11.1992, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 5. nóvember 1992 - DAGUR - 5
Hvemig má þetta vera?
- er þetta sanngjarnt og siðlegt?
Hér legg ég fram spurningu, sem
mér þætti vænt um að fá svar við,
ekki bara sjálfs mín vegna, held-
ur allra þeirra, sem svipað hafa
reynt.
Hinn 25. apríl 1991 var ég boð-
aður á fund hjá menningarmála-
nefnd Akureyrar, en hinn 5. apríl
sama ár hafði ég orðið áttræður.
Á þessum fundi var mér afhent
peningaupphæð, kr. 100.000,
sem viðurkenning úr menningar-
sjóði Akureyrar vegna margra
áratuga starfs að tónlistarmálum
á Akureyri.
Þetta var algjörlega óvænt, og
að sjálfsögðu varð ég bæði hrærð-
ur og þakklátur fyrir þessa hlýju
og vinsamlegu kveðju. Ég leit
ekki á þetta sem styrk, enda
hafði ég aldrei sótt um hann,
heldur sem „viðurkenningu“ fyrir
tilgreind störf, eins og stóð á
meðfylgjandi skjali.
Vegna þessarar viðurkenning-
ar barst mér seinna launamiði,
þar sem þessi upphæð var kallað-
ur „styrkur", og eftir síðustu ára-
mót álagningar- og innheimtu-
seðill, þar sem tilkynnt var, að
mér bæri að greiða 40% af fyrr-
greindri upphæð í skatt.
Mér fannst þetta sannast sagna
Áskell Jónsson.
dálítið kuldaleg kveðja, þar sem
hér var um að ræða heiðursgjöf
og viðurkenningu fyrir áratuga
starf að tónlistarmálum.
Þetta kemur mér undarlega
fyrir sjónir. Mér þykir órökrétt
að veita mönnum viðurkenningu
vegna starfa, þótt í formi pen-
ingaupphæðar sé, ef á eftir fylgir
valdboð frá skattheimtunni um,
að skila beri til baka miklum
hluta upphæðarinnar. Er þetta
sanngjarnt og siðlegt?
Ég bendi á, að réttast væri fyrir
stjórn menningarsjóðs Akureyr-
ar að kynna sér hjá skattayfir-
völdum fjárhag þeirra, sem þeir
vilja heiðra. Ef við þá rannsókn
kemur í ljós, að eftirlaun, ellilíf-
eyrir og tekjutrygging þeirra sé
það há, að mikið af því fé, sem
sjóðsstjórnin hefur komið sér
saman um að veita, muni koma
flæðandi til baka, þá er betra að
sleppa þessari fyrirhöfn.
Þegar ég sit hér við skrifborðið
mitt og tek saman þessar línur,
liggja tvö bréf mér sitt til hvorrar
handar. Á öðru bréfinu er stimp-
ill skattstjóra. í því bréfi er alger
neitun um, að fallið verði frá
skatti, eins og ég hafði þó farið
fram á bréflega. - Hitt bréfið er
stimplað „Sýslumaðurinn á Ak-
ureyri“. E*ar er mér bent á, hvert
framhald málsins verður, ef ég
þverskallast: Fjámám og uppboð
með óafturkræfum kostnaði.
Hvernig má þetta vera?
Þökk fyrir birtinguna.
Áskell Jónsson.
Afinæliskaffi í HKíð
í fyrradag voru 30 ár liðin frá því að fyrstu íbúarnir fluttu inn í Elliheimili Akureyrar, sem nú heitir Dval-
arheimilið Hlíð. Af því tilefni var efnt til veglegs kaffihófs í Hlíð og var margt um manninn. Meðal gesta
voru konur í kvenfélaginu Framtíðinni, sem í öll þessi ár hafa stutt uppbyggingu Hlíðar. Mynd: Robyn
Rekstraraðilar í Sunnuhlíð:
Færa Bamadeild FSA
sérstakan hitamæli að gjöf
Fyrir nokkru afhentu rekstrar-
aðilar í Sunnuhlíð barnadeild
Fjórðungssjúkrahússins á Akur-
eyri sérstakan barnahitamæli að
gjöf. Mælirinn er keyptur fyrir
ágóða af leiktækjum sem eru í
verslunarmiðstöðinni. Hann er
frábrugðinn öðrum líkamshita-
mælum á þann hátt að hann mæl-
ir hitann í eyra og aðeins tekur
örskamma stund að mæla við-
komandi einstakling. Hitamælir-
inn er til mikilla þæginda - bæði
vegna þess hversu skamman tíma
tekur að mæla hitann og mælirinn
veldur engum óþægindum eins og
þegar munn- eða endaþarmsmæl-
ar eru notaðir.
Barnaliitamælirinn í notkun á Barnadeild Fjórðungssjúkrahússins.
Hús til sölu
Einbýlishús eða tvær íbúðir
Til sölu er Laugarbrekka 14, Húsavík, tveggja hæða
steinhús með stórri og góðri lóð.
Húsið er byggt 1947, endurnýjað og lagfært töluvert
1978-82 og 1991-92.
Húsið er til sölu í heild eða hvor íbúð fyrir sig.
Allar nánari upplýsingar um húsið og sölu þess
gefur Stefán Jón Bjarnason, Norðurvöllum 20, Keflavík.
Heimasími 92-14070, vinnusími 92-15200.
SJALLINN