Dagur - 05.11.1992, Page 6

Dagur - 05.11.1992, Page 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 5. nóvember 1992 Aðalskipulag Dalvíkur 1992-2012: íbúðarbyggð mun aðallega vaxa suiman íþróttasvæðis á komandi árum - brotthvarf loðdýrabúsins skapar stóraukna möguleika á landnýtingu Samkvæmt skipulagslögum ber að endurskoða aðalskipu- lag sveitarfélaga eigi sjaldnar en á fimm ára fresti. Gildandi skipulag Dalvíkurbæjar er frá árinu 1980, og var það staðfest 3. maí 1982. Ein breyting hefur síðan verið gerð á því, og var hún staðfest 24. september 1987. Við gerð gildandi skipu- lags þurfti m.a. að taka tillit til starfsemi loðdýrabúsins að Böggvisstöðum sem lokaði að mestu fyrir þann möguleika að byggðin gæti vaxið til suðurs, þar sem reglugerðir banna að byggð fari nær loðdýrabúum en í 500 metra fjarlægð. Rekst- ur loðdýrabúsins hefur nú ver- ið lagður af og við það skapast gerbreyttir möguleikar á nýt- ingu bæjarlandsins og þróun byggðarinnar á Dalvík. Það var ekki síst af þessum breyttu forsendum að ráðist var í að endurskoða aðalskipulagið en það verk hefur annast Finnur Birgisson arkitekt F.A.Í. Saga Dalvíkur er ekki löng, en fyrstu íbúarnir sem festu rætur á Böggvisstaðasandi og teljast frumbyggjar Dalvíkur, hjónin Jón Stefánsson og Rósa Þor- steinsdóttir, fluttust þangað 1887. Það var þó ekki fyrr en um aldamótin sem sem farið var að hreyfa við því að fá staðinn lög- giltan sem verslunarstað og hlaut það í fyrstu mjög dræmar undir- tektir yfirvalda. Arið 1909 fékkst þó lögggilding konungs og árið 1912 var verslunarstaðnum afmörkuð lóð í landi Böggvis- staða. Um líkt leyti var farið að kalla þorpið Dalvík, en áður hafði það verið kallað „á Böggvis- staðasandi“ eða einfaldlega „á Sandinum“. Eðlilega hefur engin skipulags- vinna verið unnin vegna vaxandi byggðar á Dalvík upp úr alda- mótunum, en árið 1920 gerði Freymóður Jóhannsson listmálari uppdrátt af bænum á fjórum blöðum. Þar er þó ekki um eigin- lega skipulagsuppdrætti að ræða, en þó er á þeim markað fyrir um 13 m breiðum götustæðum þar sem helstu leiðir lágu um þorpið. Ráðhúsið á Dalvík. Um 1940 gerði Guðmundur Hannesson prófessor lauslega til- lögu að skipulagi en frekari fram- gangur málsins strandaði á því að nothæf grunnkort voru ekki til. Árið 1945 var loks lögð fram til- laga að framtíðarskipulagi bæjar- ins, gerð á vegum skipulags- nefndar ríkisins, og var hún stað- fest af félagsmálaráðherra 16. apríl 1946, lítið breytt. Eftir þessu skipulagi byggðust síðan stórir hlutar bæjarins og var með því í veigamiklum dráttum lagð- ur grunnurinn að því sköpulagi sem Dalvíkurbær hefur í dag. íbúafjöldi tvöfaldast á fjórum áratugum íbúafjöldi Dalvíkur hefur u.þ.b. tvöfaldast á síðustu 36 árum og sl. 20 ár hefur árleg fjölgun að meðaltali verið 1,7%, þrátt fyrir að á árunum 1984 til 1986 hafi verið um nokkra fækkun að ræða. Þessi fjölgun er talsvert umfram landsmeðaltal, sem var á sama tíma 1,12% á ári. 0,37% af árlegri fjölgun í bænum stafar af aðflutningi fólks umfram brott- flutning, en 1,33% má segja að hafi verið hin náttúrulega fjölgun innan bæjarins. Aðflutningur fólks er mestmegnis frá nágranna- sveitarfélögunum, aðallega Svarfaðardal. Aldursskipting Dalvíkinga er athyglisverð, en íbúar undir þrítugu eru hlutfalls- lega fleiri en á landinu öllu og munar þar um 4%. Munurinn liggur í yngsta aldurshópnum og 15 til 29 ára aldurshópnum, en fjöldi Dalvíkinga á grunnskóla- aldri er nálægt landsmeðaltali. Á aldursskeiðinu 30 til 64 ára eru Dalvíkingar samtals um 5% færri en landsmeðaltal. í spá um íbúafjölda á Dalvík til ársins 2012, er gert ráð fyrir að árið 2000 verði þeir orðnir 1701, árið 2005 verði þeir 1822, árið 2009 verði íbúatalan 1923 og árið 2011 verði Dalvíkingar orðnir 1976, eða um 30% fleiri en þeir eru í dag. Samkvæmt þessari mannfjöldaspá mun fólki á starfs- aldri, þ.e. 20 til 69 ára, fjölga jafnt og þétt og verða um 1240 árið 2011. Þessi fjölgun er um 49%, en atvinnuþátttaka í þess- um aldurshópi er tiltölulega mikil, eða um 90%. Miðað við þessar forsendur þarf störfum í bænum að fjölga um rúmlega 1100 á næstu 20 árum, þ.e. skapa þarf um 370 ný atvinnutækifæri í bænum. Önnur tveggja vöruhafna við Eyjafjörð í svæðisskipulagi Eyjafjarðar 1989 til 2009 er gert ráð fyrir því að Dalvíkurhöfn verði önnur tveggja aðal vöruflutningahafna við Eyjafjörð og ein þriggja tog- arahafna. Kemur fram að stefna beri að stækkun hafnarinnar. Gert er ráð fyrir 155 m breiðri landfyllingu norðan nyrðri hafn- argarðs, sen endi f viðlegukanti í N/S-stefnu, norður frá enda núverandi garðs. Út frá norð- austurhorni fyllingarinnar er áætlað að síðar komi tæplega 200 m langur varnargarður með stefnu í suðaustur. Skipulagið felur jafnframt í sér að fyllt verði upp vestast í núveandi höfn, þar gerður viðlegukantur fyrir togara og skapað aukið rými fyrir lóðir milli hafnarinnar og Hafnar- brautar. Ný atvinnusvæði skv. aðal- skipulaginu eru einkum austan Böggvisstaða og við þjóðveginn norðan Brimnesár. Áð auki er gert ráð fyrir auknum landfylling- um á hafnarsvæði og stækkun iðnaðarsvæðis á Böggvisstaða- sandi til austurs, þannig að ný atvinnusvæði eru ríflega umfram áætlaða þörf og munu því ekki byggjast nema að hluta á skipu- lagstímanum. Undanfarin ár hefur verið boð- ið upp á framhaldsnám við sjáv- arútvegsdeild á Dalvík. Deildin telst hluti af Verkmenntaskólan- um á Akureyri, en hún á rætur sínar að rekja til þess að árið 1981 var hafin kennsla í skip- stjórnarfræðum í framhaldsdeild við grunnskólann. Bókleg kennsla deildarinnar fer nú fram á tveimur stöðum, á 3. hæð ráð- hússins og á 3. hæð húss KEA. Verkleg þjálfun fiskvinnslunema fer hins vegar fram í fiskvinnslu- fyrirtækjum bæjarins og gefur það fiskvinnslubrautinni á Dalvík nokkra sérstöðu miðað við aðra skóla á þessu sviði. Gatnakerfið í endurskoðuðu aðalskipulagi eru ekki stórfelldar breytingar á gatnakerfinu eins og áður var fyrirhugað. Gert er ráð fyrir að þjóðleiðin liggi gegnum bæinn eins og hingað til og að Böggvis- braut verði aðalsafngata í vest- urhluta byggðarinnar. Legu syðsta hluta hennar hefur þó ver- ið breytt þannig að hún er látin sveigja niður á þjóðveginn um 150 m norðan núverandi gatna- móta við Árgerði, í stað þess að halda áfram suður í Svarfaðar- dalsveg. Sorphirða Sameiginleg sorpförgun fyrir allt Eyjafjarðarsvæðið fer nú fram á sorphaugum Akureyrarbæjar við Glerárdal, en brennslu sorps við Sauðaneskot hefur verið hætt enda er sú sorpeyðingaraðferð ekki talin æskileg lengur vegna þeirrar reyk- og efnamengunar sem hún hefur í för með sér. Dal- víkurbær hefur nýlega fest kaup á skála við Böggvisstaði sem ætlun- in er að nota til geymslu á bílflök- um, brotajárni o.þ.h. en slíkir hlutir hafa hingað til verið geymdir á opnum svæðum og verið nokkur sjónmengun. Ný íbúðar- og athafnasvæði Samkvæmt drögum að aðalskipu- lagi Dalvíkur skapast nú mögu- leikar á nýju íbúðarsvæði í reit sunnan íþróttasvæðis vegna þess að starfsemi loðdýrabúsins hefur verið lögð niður eins og áður hef- ur verið greint frá. Þar er gert ráð fyrir að hlutfall fjölbýlishúsa verði hærra en á öðrum bygging- arsvæðum sem fyrst og fremst eru ætluð fyrir einbýlis- og raðhús. Áætla má að reiturinn rúmi 140- 170 íbúðir í blandaðri byggð. Aðrir reitir eru sunnan skíða- svæðisvegar, vestan Böggvis- brautar en þar er gert ráð fyrir 18 einbýlishúsum og 30 íbúðum í rað- og parhúsum til viðbótar þeim húsum sem þegar hafa risið þar. 1 reit vestan Böggvisbrautar, næst Brimnesá, er gert ráð fyrir blandaðri byggð einbýlis-, rað- og fjölbýlishúsa, samtals 47 íbúð- ir og vestan kirkjunnar er gert ráð fyrir 30-40 raðhúsaíbúðum. Svæði vestan Hringtúns/Stein- túns átti að verða einbýlishúsa- svæði en endurskoðun deiliskipu- lags mun væntanlega leiða til fjölg- unar raðhúsa á reitnum og fleiri íbúða. Við Böggvisstaði er ráðgert svæði fyrir iðnað og norðan Árgerðis er reitur fyrir almenna atvinnustarfsemi sem hentar gu^Rsbraut Dalvíkurhöfn tekur töluverðum breytingum skv. aðalskipulaginu, togarahöfn færist að vesturgarði, vöruhöfn stækkar og norðurgarður verður lengdur til að kyrra höfnina.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.