Dagur - 10.11.1992, Blaðsíða 13

Dagur - 10.11.1992, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 10. nóvember 1992 - DAGUR - 13 I.O.O.F. 2 = 174111381/2 = F.Er. I.O.O.F. 15 = 17410118VÍ = FL Kvenfélagið Hjálpin heldur fund að Laxagötu 5,12. nóvember kl. 21.00. Venjuleg fundarstörf. Stjórnin. Gigtarfélagið á Norðurlandi eystra (GNE). Aðalfundur GNE verður haldinn á Hótel KEA miðvikudag- inn 11. nóvember kl. 20.30. Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf. 2) Stefán Ólafsson sjúkraþjálfari ræðir um hópþjálfun vefjagigtar- sjúklinga. 3) Ingvar Teitsson læknir ræðir um hópskoðun til að fyrirbyggja bein- þynningu. Mætum öll. Nýir félagar velkomnir. Stjórnin. ®LaufásprestakaII. Fyrirbænastundir verða í Svalbarðskirkju, þriðju- dag kl. 21.00 og í Greni- víkurkirkju, miðvikudag kl. 21.00. Sóknarprestur. „Mömmumorgnar. “ Opið hús í Safnaðar- heimili Akureyrarkirkju. Miðvikudaginn 11. nóv- ember frá kl. 10-12: Frjáls tími, kaffi og spjall. Allir foreldrar vel- komnir með börn sín. tÚtfararþjónustan á Akureyri, Kambagerði 7. Opið kl. 13-17, sími 12357 og símsvari þess utan. Boðin er alhliða útfararþjónusta. /. Frá Sálarrannsóknarfé- lagi Akureyrar. / Þórunn Maggý miðill, starfar hjá félaginu dag- ana 24.11.-29.11. Tímapantanir á einkafundi verða laugard. 14.11 frá kl. 14-16 í símum 12147 og 27677. Ath! Þeir sem hug hafa á að komast að hjá Hrefnu Birgittu, læknamiðli, í vetur geta haft samband á sama tíma. Munið gíróseðlana. Stjórnin. Safnahúsið HvoII, Dalvík. Opið á sunnudögum frá kl. 14-17. Minningarspjöld Kvenfélags Akur- eyrarkirkju, fást í Safnaðarheimili kirkjunnar, Bókvali og Blómabúð- inni Akri í Kaupangi. Geðverndarfélag Akur- 5 eyrar. I Skrifstofa Geðverndar- 1 u félagsins að Gránufélags- götu 5, er opin mánudaga kl. 16-19 ogfimmtudaga kl. 13-16, stuðningur og ráðgjöf. Síminn er 27990, opið hús alla miðvikudaga frá kl. 20. All- ir velkomnir. Stjórnin. Minningarspjöld Minningarsjóðs Kvenfélagsins Hlífar fást í Bókabúð Jónasar, Möppudýrinu Sunnuhlíð, Blómabúðinni Akri og símaafgreiðslu F.S.A. Minningarkort Hjálparsveitar skáta Akureyri, fást í Bókvali, Bókabúð Jónasar og Blómabúðinni Akri, Kaupangi. Minningarspjöld Slysavarnafélags íslands fást á eftirtöldum stöðum: Bókabúð Jónasar, Bókvali, Blóma- búðinni Akri og Happdrætti DAS Strandgötu 17. Styrkið Slysavarnafélagið í starfi. Gagnfræðaskóli Akureyrar: Kynningardagar á morgun og fimmtudag A morgun, miðvikudag, og nk. fimmtudag verða sérstakir kynningardagar fyrir foreldra nemenda í Gagnfræðaskóla Akureyrar frá kl. 8 til 12 báða dagana. Tilefni kynningardaganna er að Bandalag kennara á Norður- landi eystra hefur hvatt skóla á félagssvæðinu til að efna til kynn- ingar á skólunum og þeim menntunar- og skipulagsmálum sem eru í brennidepli um þessar mundir. Bent hefur verið á að stjórnmálamenn og fleiri eru farnir að ræða þann möguleika að sveitarfélögin yfirtaki grunn- skólann algjörlega og kennarar gerist starfsmenn sveitarfélag- anna. Þau Sigríður Stefánsdóttir, forseti bæjarstjórnar Akureyrar og Sigurður J. Sigurðsson, for- maður bæjarráðs, munu ræða þetta mál á morgun og fimmtu- dag í Gagnfræðaskólanum. Sig- ríður verður með erindi kl. 10 í fyrramálið og Sigurður á sama tíma á fimmtudag. Foreldrar eru hvattir til að mæta og ræða við frummælendur um þetta mál og í leiðinni gefst þeim kostur á að sjá skólann í starfi og fylgjast með því sem þar fer fram. óþh íslensk bókfræði í nútíð og framtíð - rit gefið út af Háskólanum á Akureyri Út er komið á vegum Háskólans á Akureyri ritið íslensk bókfræði í nútíð og framtíð. Þar eru birt erindi sem flutt voru á ráðstefnu með sama nafni, sem haldin var á Akureyri 20.-21. september 1990. Auk þess eru birtar þar niðurstöður könnunar á bók- fræðiverkum íslenskra bókasafna og skrá yfir þau, sem vinnuhópur bókasafnsfræðinga undir stjórn Ásgerðar Kjartansdóttur vann í tengslum við ráðstefnuna. Könn- unin leiddi ótvírætt í ljós, að mik- ill fjöldi skráa og heimildalista yfir hin ýmsu efnissvið hefur ver- ið unninn á bókasöfnum lands- ins. Grímsey: Beitan á 40 krónur kflóið í frétt frá Grímsey í föstudags- blaði Dags, þann 6. nóvember, er vitnað beint í Þorstein Orra, verkstjóra hjá Fiskverkun KEA í Grímsey. Þar segir: „Við leggj- um til beituna og karlarnir fá kr. 67,50 á kílóið fyrir óslægðan þorsk“. Þetta orðaíag hefur vald- ið misskilningi. Hið rétta er að Fiskverkun KEA í Grímsey legg- ur trillukörlunum til beituna á kr. 40 kílóið, sem er nokkru undir markaðsverði. ój „íslensk bókfræði í nútíð og framtíð á tvímælalaust erindi til allra bókavarða, því auk þess að birta fróðleg erindi um íslenska og norræna bókfræði, er ritið til- vísanarit sem veitir upplýsingar um heimildaskrár og -lista ís- lenskra bókasafna,“ segir í frétt frá útgefanda. Ritið, sem er fyrsta bindið í rit- röð Háskólans á Akureyri, er 337 síður og kostar kr. 2.500,-. Rit- stjórn annaðist Sigrún Magnús- dóttir. Dreifingu ritsins annast Bókasafn Háskólans á Akureyri. Bridgemót Sparisjóðs S.-Þingeyinga tvímenningur, verður haldið í Ljósvetningabúö laug- ardaginn 14. nóvember og hefst kl. 10.00. Spilaðar verða tvær umferðir eftir Mitchel-fyrirkomulagi. Verðlaun verða veitt fyrir 5 efstu sætin þar af bikarar fyrir 3 þau efstu. Þátttökugjald er kr. 2.200 á mann og er innifalið í því verði hádegisverður og kaffi að vild meðan spilað er. Skrá þarf þátttöku fyrir fimmtudagskvöld 12. nóvember í síma 96-43241. PÓSTUR OG SÍMI AXUREYRI Símnotendur athugið: Póstur og sími, Akureyri hefur skipt um símanúmer. Nýja númerið er 30600. Stöðvarstjóri. KFNE 37. kjördæmisþing framsóknarfélag- anna í Norðurlandskjördæmi eystra, verður haldið á lllugastöðum í Fnjóskadal dag- ana 13. og 14. nóvember 1992. Dagskrá Föstudagur 13. nóvember kl. 20.30 1. Setning þingsins. 2. Kosning starfsmanna þingsins. 3. Skýrsla stjórnar og reikningar. 4. Umræður um skýrslur stjórnar og afgreiðsla reikninga. 5. Framlagning mála - Halldór Ásgrímsson, ályktun atvinnumálahóps, - Guðmundur Stefánsson, ályktun byggðamálahóps, - Daníel Árnason, ályktun umhverfismálahóps. 6. Ávarp Steingríms Hermannsonar. 7. Umræður. Laugardagur 14. nóvember kl.8 kl. 9 til 12 kl. 12 til 13 kl. 13 til 16 kl. 16 til 16.30 kl. 16.30 kl. 17 kl. 17.15 kl. 18 morgunverður, nefndarstörf, matarhlé, afgreiðsla mála, kaffihlé, kosningar, ákvörðun um gjald til KFNE, önnur mál, þingslit. Bróðir minn og fósturbróðir, SIGURPÁLL HALLGRÍMSSON, frá Melum, Svarfaðardal, sem lést 30. október síðastliðinn, verður jarðsunginn frá Dal- víkurkirkju, miðvikudaginn 11. nóvember kl. 13.30. Jónas Hallgrímsson, Guðlaug Sigurjónsdóttir. Ástkær móðir okkar, ELÍSABET JAKOBSDÓTTIR, Víðilundi 12i, Akureyri, andaðist að heimili sínu föstudaginn 6. þessa mánaðar. Jarðarförin auglýst síðar. Gunnar Árnason, Guðmundur Árnason, Guðlaug Árnadóttir, Anna Árnadóttir, Jakob Árnason, Edda Árnadóttir og fjölskyldur. Móðir mín og tengdamóðir, AUGUSTE ALBRECHT, lést á heimili okkar, Steindyrum, Svarfaðardal 27. október sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Erna Sveinsson, Ármann Sveinsson. t Systir okkar, SIGURHELGA PÁLSDÓTTIR, hjúkrunarfræðingur, Dvergabakka 26, Reykjavik, sem andaðist 1. nóvember sl. verður jarðsungin frá Akureyrar- kirkju í dag, þriðjudaginn 10. nóvember, kl. 13.30. Kristín Pálsdóttir og fjölskylda, Erling Pálsson og fjölskylda.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.