Dagur - 10.11.1992, Blaðsíða 9

Dagur - 10.11.1992, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 10. nóvember 1992 - DAGUR - 9 Halldór Arinbjarnarson unum í 2. flokki KA en þeir unnu samt Mynd: HA Ágúst Guðmundsson stóð uppúr í liði UFA. Bikarkeppni í körfuknattleik: UFA tapaði íyrir Reyni Leikmenn UFA léku gegn B- liði Grindavíkur í bikarkeppni KKÍ á laugardaginn. Á endan- um höfðu heimamenn öruggan sigur. Lokatölur urðu 102:79. Leikurinn var jafn fram í miðj- an seinni hálfleik en þó voru Grindvíkingar alltaf heldur á undan og leiddu til að mynda með 7 stigum í hálfleik. UFA gaf eftir í síðari hálfleik og heima- menn gengu þá á lagið. Bestur í liði UFA var Ágúst Guðmunds- son en einnig átti Guðmundur Björnsson góðan leik. Liðið átti þó frekar dapran dag þegar á heildina er litið. Pýska knattspyrnan: Áhugamannalið í 8-liða úrslit Árni Hermannsson, Þýskalandi. Um helgina fóru 16-liða úrslit þýsku bikarkeppninnar í knatt- spyrnu fram og því var ekkert leikið í deildakeppninni. Af þess- um sextán liðum sem eftir voru í bikarkeppninni voru aðeins sex úrvalsdeildarlið eftir. Fimm þeirra komust síðan áfram í 8- liða úrslit auk tveggja liða úr ann- arri deild og eins áhugamanna- liðs. Sá leikur sem vakti mesta athygli var leikur bikarmeistara síðasta árs, Hannover 96, og áhugamannaliðs Herta Berlín. Hannover, sem leikur í annarri deild, hafði slegið hvert fyrstu deildar liðið af öðru úr keppninni og menn áttu ekki von á að Ber- línarliðið yrði mikil fyrirstaða. í upphafi seinni hálfleiks hafði Hannover náð tveggja marka for- ustu en leikmenn Herta gáfust ekki upp og náðu að skora þrjú mörk á tíu mínútna kafla um miðjan hálfleikinn. Fimm mínút- um síðar náði Hannover að jafna leikinn, en undir lok leiksins náðu leikmenn Herta að tryggja sér sigurinn, með marki á 85. mín. Andstæðingur Herta í 8-liða úrslitum sem fara fram 1.-2. des- ember, verður lið Nurnberg, sem Ekki er að vita hvort Bjarni Sveinbjörnsson verður jafn iðinn við að lcika á markmenn andstæðinganna og hann var síðastiiðið sumar. Knattspyrna næsta sumar: Stórleikir í fyrstu umferðunum Fyrir nokkru var dregið um leikjaniðurröðun í knattspyrn- unni fyrir næsta sumar. Dag- setningar eru að vísu ekki komnar á hreint en ljóst er hvernig leikirnir raðast niður. Lið Pórs náði mjög góðum árangri á síðasta sumri eins og flestum ætti að vera í fersku minni. Liðið verður nú það eina af Norðurlandi sem keppir meðal þeirra bestu og því vonandi að árangurinn verði góður. Ljóst er að leikmenn verða að vera komn- ir í góða æfingu þegar í byrjun móts því í fyrstu umferðunum er leikið gegn sterkum liðum. í 1. umferð á Þór útileik á móti KR. Næsti leikur er einnig á útivelli, gegn Fram í þetta skipti og í 3. umferð er fyrsti heimaleikur liðs- ins er það fær íslandsmeistarana sjálfa frá Akranesi í heimsókn. Sigurður Lárusson, þjálfari Þórs, sagði að sér litist vel á þessa niðurröðun. „Við getum þá byrj- að á að hirða þessi 9 stig,“ sagði Sigurður. Af öðrum stórleikjum í fyrstu umferðunum má nefna viðureign Vals og Víkings í 1. umferð og ÍA og KR í 2. umferð. Síðasti heimaleikur Þórs er í næstsíðustu umferð á móti bikarmeisturum Valsmanna en í 18. og síðustu umferð verður leikið í Hafnar- firði gegn FH. En hér koma leikir Þórs í fyrri hluta mótsins en síðan snýst dæmið að sjálfsögðu við í seinni hlutanum, þ.e. útileikur verður að heimaleik og öfugt. 1. umferð 2. umferð 3. umferð 4. umferð 5. umferð 6. umferð 7. umferð 8. umferð 9. umferð KR-Þór Fram-Þór Þór-ÍA Víkingur-Þór Þór-Fylkir ÍBV-Þór Þór-ÍBK Valur-Þór Þór-FH Að þessu sinni eru 3 norðanlið í 2. deild. Leiftur frá Ólafsfirði spilar þar annað árið í röð eftir gott gengi síðastliðið sumar. KA- menn máttu sætta sig við fall að þessu sinni og 3. liðið er Tinda- stóll sem vann 3. deidina með glæsibrag nú í haust. Enn mun ekki að fullu útkljáð hvort Grótta eða Þróttur Nes- kaupstað leikur í 2. deild þó líkur bendi til að það verði Þróttarar. Fallistarnir frá fyrra ári, KA og UBK, leika saman í 1. umferð. I 3., 4., og 7. umferð er síðan kom- ið að slag norðanmana. Fyrst fær Tindastóll Leiftur í heimsókn í 3. umferð en svo heimsækja Stól- arnir KA-menn í næstu umferð. í 7. umferð er síðan komið að leik KA og Leifturs á Ólafsfirði. Eins og greint hefur verið frá í blaðinu, bendir flest til þess að kvennalið KA og Þórs muni sam- einast fyrir komandi keppnistíma- bil. Stelpurnar munu í 1. umferð taka á móti Þrótti Neskaupstað og heimsækja Valsstúlkur í 2. umferð. í síðustu umferð mótsins munu íslandsmeistararnir úr Kópavogi, lið UBK, koma norð- ur yfir heiðar. vann FC Hamburg á útivelli 2:4 eftir vítaspyrnukeppni. Andreas Köpke átti enn einn stórleikinn í marki Nurnberg og í þessum leik hélt hann liði sínu algjörlega á floti. Atvinnumannalið Herta Berlín, sem er neðanlega í annarri deild- inni, átti ekki sama láni að fagna og áhugamannalið félagsins. Lið- ið mætti Leverkusen á útivelli og tapaði, 0:1. Þýski landsliðsmað- urinn Andreas Thom skoraði eina mark leiksins. í næstu umferð mætir Leverkusen Carl Zeiss Jena sem vann Duisburg á heimavelli 3:2 eftir framlengingu. Leikur Werder Bremen og Borussia Dortmund var eina inn- byrðis viðureign fyrstu deildar félaga. Bremen vann leikinn 2:0 með tveimur mörkum Wynton Rufer. í átta liða úrslitunum þurfa leikmenn Bremen að fara til Chemnitz (sem áður hét Karl Marx Stadt), en lið Chemnitz vann RW Essen á útivelli 0:1. Síðasti leikur 8-liða úrslitanna verður leikur Karlsruhe og Frankfurt. Karlsruhe vann heppnissigur á neðsta liði annarr- ar deildar, Dússeldorf, á útivelli, 0:1 og Frankfurt vann Osnabrúck á heimavelli 3:1. Werder Bremen og Borussia Dortmund voru einu úrvalsdeildarliðin sem átt- ust við um helgina. Hér er Flemming Povisen í leik með Dortmund. „Við þurfiim að fá gervigras“ - segir Sigurður Lárusson þjálfari Þórs Knattspyrnulið Þórs hefur nú hafðið æfingar af fullum krafti og markið sett hátt fyrir næsta sumar. Að áliti Sigurðar Lár- ussonar þjálfara Þórs er lífs- nauðsyn fyrir knattspyrnu á svæðinu að gervigrasvöllur verði gerður hið fyrsta. „Þetta eru glataðar aðstæður hérna og við drögumst alltaf afturúr með þessu áframhaldi. Ef það væri gervigras þá gætum við verið með allar æfingar úti og æft knattspyrnu eins og menn. Með þessar aðstæður byggjum við Sigurður Lárusson. aldrei upp gott fótboltalið. Það er ekki alltaf hægt að treysta á góð- an vetur eins og í fyrra, en það skilaði sér vel,“ sagði Sigurður. Að hans mati er það lélegt að höfuðstaður Norðurlands geti ekki komið upp gervigrasvelli þegar ýmis smáfélög fyrir sunnan, t.d. Haukar, geti það. Þetta sé í raun skömm. „Aðstað- an verður að vera til staðar ef krafa er gerð um árangur. Það væri eitthvað sagt ef engar lyftur væru í Fjallinu," sagði Sigurður. Billiard: Hinrik sigraði á forgjafannótinu Um helgina fór fram forgjafar- mót á vegum BSSA. Mótið var haldið í Gilinu og er eitt af 4 slíkum mótum sem hald- in verða í vetur. Úrslit urðu þau að Hinrik Þórðarson varð í 1. sæti, næstur kom Aðalsteinn Þor- láksson og Jón B. Hjaltalín hafn- aði í 3. sæti. Bæði eru veitt verð- laun fyrir hvert mót um sig og samanlagðan árangur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.