Dagur - 13.11.1992, Blaðsíða 1

Dagur - 13.11.1992, Blaðsíða 1
Hlutafjárútboð í Þormóði ramma á Siglufirði: Þessi fólksbfll valt út í Eyjafjarðará fyrir neðan bæinn Kropp snemma í gærmorgun. Bflinn er ónýtur eftir veltuna en ökumaður slapp án meiðsla. Mynd: Robyn Félag háskólakennara á Akureyri: Kennarar samþykkja fyrsta kjarasainninginii við ríkið „Ég tel að mesti ávinningur þessa samnings sé sú viður- kenning sem í honum felst á vinnustaðnum og félaginu,“ sagði Þórir Sigurðsson, for- maður Félags háskólakennara á Akureyri, en á félagsfundi sl. þriðjudag var samþykktur samhljóða fyrsti kjarasamning- ur sem félagið gerir fyrir hönd háskólakennara á Akureyri við fjármálaráðuneytið. Félag háskólakennara, en í því eru 23 félagar, var stofnað sl. vet- ur og þá þegar hófust viðræður Ríkisstjórnin aðstoðar loðdýraræktina: Skuldir loðdýrabænda við Ríkisábyrgðasjóð felldar niður Aðalfundur Sambands islenskra loðdýraræktenda var haldinn á Hótel Sögu sl. laugardag. Mættir voru 24 fulltrúar, en í landinu eru starfandi 94 loð- dýrabú. Á aðalfund eiga aðild- arfélög rétt til að senda einn fulltrúa fyrir hverja tíu félaga. Lögreglan klipptí af Qórum Dagurinn í gær var fremur rólegur hjá lögreglunni á Akureyri. Lögregluþjónar þurftu að hafa afskipti af 10 ökutækjum þar sem þau höfðu ekki verið færð til skoðunar á réttum tíma. Samkvæmt upplýsingum varð- stjóra voru skráningarnúmer klippt af fjórum bifreiðum. Sex ökumenn fengu viðvörun og stuttan frest til að koma bifreið sinni til skoðunar. Aðeins einn smávægilegur árekstur varð á götum Akureyrar í gær. ój Engir fulltrúar mættu frá Vest- fjörðum, Eyjafirði og Vopnafirði. A Alþingi í gær svaraði landbún- aðarráðherra, Halldór Blöndal, fyrirspurn frá Jónu Valgerði Kristjánsdóttur Kvennalista um stöðu loðdýrabænda. Spurt var hvort nefnd undir forsæti Níelsar Árna Lund, deildarstjóra í Land- búnaðarráðuneytinu, sem skipuð var til að skoða stöðu loðdýra- bænda, hefði lokið störfum og hverjar tillögur hennar væru til lausnar á vanda þeirra. Ríkis- stjórnin hefur samþykkt að greiða skuldir loðdýrabænda við Ríkisábyrgðasjóð og leitað yrði sérstakra lagaheimilda í því skyni. Einnig hefur verið sam- þykkt heimild til Stofnlána- deildar landbúnaðarins að fella niður allt að helming skuldar starfandi og fyrrverandi loðdýra- bænda við deildina. Samþykkt var ennfremur að á árinu 1993 verði innheimt jöfnunargjald á fóður, en í dag er það 9 krónur á kg. Helmingur upphæðarinnar mun koma úr ríkissjóði, 34 millj- ónir króna, en hinn hlutinn frá Framleiðnisjóði. GG við fjármálaráðuneytið um kjara- samning. Kennsla við Háskólann á Akureyri hófst árið 1987, en lengst af, þangað til Félag háskólakennara á Akureyri var stofnað, áttu kennarar við skól- ann aðild að Útgarði. Reyndar sóttu nokkrir þeirra um inngöngu í Félag háskólakennara í Reykja- vík, en þeim umsóknum var hafnað. Þórir sagði að þessi samningur væri á mjög svipuðum nótum og samningur við Félag háskóla- kennara í Reykjavík. „í stórum dráttum er röðun allra starfsheita sú sama og þar. Hins vegar eru starfsmenn syðra auðvitað mun fleiri og þar að leiðandi fleiri stöðuheiti. Sérákvæði í þessum samningi eru fá sem vert er að nefna,“ sagði Þórir. óþh Efdr að selja 5-6 milljómr að nafiivirði Útboð á nýju hlutafé í Þor- móði ramma, 30 milljónir króna að nafnvirði, hófst fimmtudaginn 5. nóvember sl. hjá Verðbréfamarkaði íslandsbanka og í gær, viku síðar, voru hlutabréf að nafn- virði 5 til 6 milljónir króna óseld, 12-15 miiljónir króna að söluverðmæti. Svanbjörn Thoroddsen, for- stöðumaður Verðbréfamarkað- ar íslandsbanka, segir að hluta- fjárútboðið standi til 5. janúar, en þrátt fyrir deyfð á hluta- bréfamarkaðnum geri menn sér vonir um að bréfin verði öll seld í þessum mánuði. Strax eftir að hlutafjárútboð- ið hófst, keyptu nokkrir stórir aðilar, lífeyrissjóðir og stórfyr- irtæki, hlutabréf í Þormóði ramma að nafnvirði 22 milljónir króna. Svanbjörn sagði að þess- ir aðilar hefðu litið svo á að hlutabréfin væru góður fjárfest- ingarkostur. „Lífeyrissjóðir eru einvörðungu að kaupa bréf til að ávaxta fjármuni og þeim finnst þetta álitlegur kostur.“ Hlutafjárútboðið í Þormóði ramma var í raun að nafnvirði 50 milljónir króna, en þar af hafði 20 milljónum króna verið ráðstafað vegna kaupa Þormóðs ramma á útgerðarfyrirtækinu Skildi á Sauðárkróki. óþh Akureyri: Niðursuðuverksmiðja K. Jónssonar er 45 ára í dag I dag, 13. nóvember, eru 45 ár liðin frá stofnun Niður- suðuverksmiðju K. Jónsson- ar & Co hf. á Akureyri. Verksmiðjan var stofnuð af Kristjáni Jónssyni, föður hans Jóni og bræðrum hans Mikael og Jóni Árna. Fyrirtækið hefur alla tíð verið undir stjórn Kristjáns og auk hans eru aðal- eigendur fyrirtækisins í dag börn Kristjáns og fyrirtækin Sæplast á Dalvík og Samherji á Akureyri. Kristján er núverandi stjórnarformaður K. Jónssonar en Aðalsteinn Helgason fram- kvæmdastjóri. Velta K. Jónssonar er rúm- lega 900 milljónir króna og starfsmenn um 90. Um 95% framleiðslunnar fer á erlenda markaði og er stærsti hluti þess í umbúðum undir erlendum vöru- merkjum. í tilefni afmælisins verður verksmiðjan opin almenningi á morgun, laugardaginn 14. nóvember kl. 14 til 17. Fyrir utan að fá tækifæri til að skoða verksmiðjuna verður gestum einnig boðið að bragða á fram- leiðslunni. óþh I helgarblaði Dags verður ítarleg umfjöllun um K. Jóns- son og birt viðtal við Kristján Jónsson. Snjó kyngdi niður á Húsavík í vikunni maður að moka upp bfl sinn. . Búið er að ryðja götur bæjarins. Á myndinni er Hreiðar Jósteinsson sjó- Mynd: IM

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.