Dagur - 13.11.1992, Blaðsíða 4

Dagur - 13.11.1992, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Föstudagur 13. nóvember 1992 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFTKR. 1200ÁMÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMNETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON (íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLIG. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR (Sauðárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Þjóðarsátt Aðilar vinnumarkaðarins virðast nú vera að koma sér saman um tillögur að þjóðarsátt í efnahagsmálum. Fæð- ing þessara tillagna hefur verið erfið og afkvæmið tekið breytingum dag frá degi. Slíkt er í sjálfu sér eðlilegt þegar um jafn viðkvæm og erfið mál er að ræða og raun ber vitni. Aðstæður í þjóðfélaginu eru nú með því móti að óhjákvæmilegt er að sátt náist um ákveðnar aðgerðir í efnahagsmálum. Atvinnulífið hefur ekki búið við meiri vanda um langa hríð. Fjöldi atvinnulausra eykst dag frá degi og mörg fyrirtæki eiga enga aðra framtíð en hætta starfsemi og jafnvel verða gjaldþrota ef ekkert verður að gert. Við þessar aðstæður situr ríkisstjórn í landinu sem lifir eftir þeirri pólitísku þráhyggju að stjórnvöld eigi sem minnst afskipti að hafa af atvinnu- og efnahagslífi landsmanna - hvað sem á dynur. Tillögur aðila vinnumarkaðarins eru enginn gleðiboð- skapur í sjálfu sér. Megin uppistaða þeirra er að létt verði ýmsum gjöldum af atvinnuvegum landsmanna er nemi allt að átta milljörðum króna til að láta hjól atvinnulífsins snúast hraðar á nýjan leik. Hið neikvæða við þessa hug- mynd er að engin önnur leið er til en velta umræddum fjármunum yfir á almenning í landinu, sveitarfélög og að einhverju leyti á ríkissjóð. Tillögurnar fela því í sér skerð- ingu á almennum lífskjörum og trúlega einnig aukinn samdrátt á möguleikum landsmanna til sameiginlegrar neyslu um sinn. Hinn jákvæði þáttur þeirra felst hins veg- ar í því að ákveðnum fjárhagslegum kvöðum verði létt af atvinnulífinu er muni efla það og skila landsmönnum þannig auknum arði og lífsgæðum á nýjan leik á komandi tímum. í tillögum aðila vinnumarkaðarins er meðal annars gert ráð fyrir að viðmiðunartekjur einstaklinga í sjálfstæðum rekstri verði hækkaðar úr 80 þúsund krónum í 140 þúsund. Með því telur verkalýðshreyfingin að náist til tekna, sem sviknar hafi verið undan skatti. Þá er einnig að finna hugmyndir um hátekjuskatt er miðist við 160 þúsund króna mánaðarlaun einstaklings og 320 þúsund króna mánaðarlaun hjóna. Auk þess hefur verið rætt um ýmsar leiðir til skattahækkana þótt samstaða hafi ekki náðst enn sem komið er í hvaða formi þær eigi að vera. Miðað við núverandi ástæður í þjóðfélaginu er eina von landsmanna um að birt geti til á næstunni fólgin í sam- stöðu um ákveðnar aðgerðir í efnahagsmálum. Slík samstaða næst ekki án þess að aðilar vmnumarkaðarins hafi þar forystu. Heynslan af þjóðarsáttarsamningunum sýndi svart á hvítu hverju slík samstaða getur áorkað. Þótt þeir samningar færðu almenningi ekki beinar kjara- bætur á silfurfati lögðu þeir grundvölhnn að brotthvarfi verðbólgunnar og ákveðnum stöðugleika í efnahagslífi landsmanna. Þeim árangri má meðal annars þakka að erfiðleikar dagsins í dag eru ekki mun meiri en raun ber vitni. Takist aðilum vinnumarkaðarins að finna nothæfar til- lögur til að stýra þjóðarbúinu í ölduróti þeirra efnahags- örðugleika sem nú eru til staðar, mun það létta þjóðinni leið út úr þeim vanda. Deilur um kökubita, sem enginn er til, skapa aðeins aukna erfiðleika og hin gamla lausn gengisfellingarinnar er mikið neyðarúrræði þegar tekið er tillit til áunnins stöðugleika og erlendra skulda þjóðar- búsins. Landsmenn verða því að binda vonir við að þjóð- arsátt náist um nauðsynlegustu úrræði hið fyrsta. ÞI Frumvarp um sölu bújarða: Girðir að mestu fyrir kaup erlendra aðila Samkvæmt nýja frumvarpimi verða menn að hafa starfað við landbúnað í að minnsta kosti fjögur ár - þar af tvö ár hér á landi - til að geta keypt bújarðir á Islandi. Verði frumvarp um breytingu á jarðalögum sem landbún- aðarráðherra hefur lagt fram í þingflokkum stjómarflokkanna að lögum mun það þrengja möguleika manna verulega til kaupa á bújörðum. Frumvarp- ið er flutt til að koma í veg fyrir að erlendir aðilar geti eignast jarðir hér á landi eftir að land- ið hefúr gerst aðili að Evrópska efnahagssvæðinu. En eins og frumvarpið er upp byggt nær það einnig til möguleika inn- lendra aðila til jarðakaupa þar sem EES-samningurinn leyfír ekki að aðrar reglur gildi um Islendinga en erlenda aðila innan samningssvæðisins hvað viðskipti með fasteignir og þar með taldar bújarðir varðar. Eins og skýrt hefur verið frá hér í blaðinu er í frumvarpinu ákvæði þess efnis að til að geta keypt bújarðir eða annað land á íslandi verði menn að hafa starf- að við landbúnað í að minnsta kosti fjögur ár - þar af tvö ár hér á landi. Nái frumvarpið fram að ganga í óbreyttri mynd mun það gera bændum sem hætta búskap erfiðara fyrir með að köma eign- um sínum í verð og stangast þannig að verulegu leyti á við þær hugmyndir um samdrátt í hefð- bundnum landbúnaði sem nú er unnið að vegna aðlögunar land- búnaðarframleiðslunnar að inn- lendum markaði. Núverandi jarðalög giröa ekki fyrir kaup erlendra aðila Tildrög þessa frumvarps eru þau að haustið 1991 var á vegum landbúnaðarráðuneytisins hafist handa við að kanna hvaða áhrif fyrirhugaður samningur um Evrópska efnahagssvæðið hefði á löggjöf um eignarhald og nýtingu jarða og annars lands sem gild- andi jarðalög taka til. Þar sem núgildandi jarðalög innihalda ekki sérstakar takmarkanir á fjárfestingum erlendra aðila á bújörðum eða öðrum fasteignum sem jarðalögin taka til leiðir til- koma EES-samningsins ekki af sér neina þörf á breytingu jarða- laga af þeim sökum. Lögin stand- ast kröfur EES en girða hins veg- ar á engan hátt fyrir kaup erlendra aðila á jarðeignum og réttindum þegar EES-samningur- inn hefur tekið gildi. Eigendaskipti á jöröum bundin atvinnu- og búsetuskilyrðum í greinargerð með frumvarpinu segir að með breytingu þessari sé lagt til að sveitarstjórnir og jarða- nefndir fái heimild til að binda samþykki sitt vegna eigenda- skipta á jörðum skilyrðum um búsetu og atvinnustarfsemi á eigninni í tiltekinn tíma. Bent er á að atvinnustarfsemi á sviði landbúnaðar og nýting á gæðum lands geri í mörgum tilvikum kröfu um fasta búsetu á viðkom- andi eign. Einnig er bent á að vilji aðili, búsettur í þéttbýli festa kaup á jarðnæði í nágrenni þess skuli meta hvað sé eðlileg fjar- lægð á milli heimilis hans og til- tekinnar jarðar þannig að ljóst sé að hann geti sinnt atvinnustarf- semi á jörðinni frá heimili sínu. Eigendaskipti innan fjölskyldna heimil Undantekningar frá kröfum um störf að landbúnaði má sam- kvæmt frumvarpinu gera þegar eigandi jarðar eða lands ráðstafar fasteignaréttindum til maka, barna, barnabarna, kjörbarna, fósturbarna, systkina eða for- eldra. Ennfremur er eigenda- skipti verða vegna lögerfðar eða ráðstöfunar eignarréttinda til annars hjóna við búskipti vegna skilnaðar. í þessum tilvikum eru almennar líkur taldar á því að viðkomandi aðilar hafi starfs- reynslu á sviði landbúnaðar og eru þessi undantekningarákvæði til þess að auðvelda kynslóða- skipti á jörðum og að réttindi vegna jarðeigna geti færst til inn- an fjölskyldna. Eyðijarðir ekki undan- þegnar atvinnuákvæðinu í sjöttu grein frumvarpsins er kveðið á um að land sem nýtt var til landbúnaðar við gildistöku laganna megi ekki taka til ann- arra nota, nema að uppfylltum sérstökum skilyrðum. Undir þetta ákvæði falla meðal annars eyðijarðir og einstakar lands- spildur er ekki hefur með stað- festu skipulagi eða heimild í lög- um verið ráðstafað til annarra nota en landbúnaðar. ÞI Endurmenntunarnefnd HA: Tvö námskeið á næstunni Á næstunni verða haldin tvö námskeið á vegum endurmennt- unarnefndar Háskólans á Akur- eyri. Hið fyrra ber heitið Sam- skipti við fjölmiðla og verður þar farið yfir helstu þætti í samskipt- um fyrirtækja við fjölmiðla, m.a. fréttatilkynningar, blaðamanna- fundi, viðtalstækni o.fl. Kennt verður tvö kvöld þ. 18. og 25. nóvember nk. Umsjón með nám- skeiðinu hefur Yngvi Kjartans- son, blaðamaður. (Sjá auglýs- ingu.) Þá verður þ. 3. desember nk. stutt námskeið um Vinnuvernd þar sem fjallað verður m.a. um hvað felst í hugtakinu vinnu- vernd og um vinnuverndarátak í fvrirtæki. Umsjón hefur Magnús Olafsson, sjúkraþjálfari. Nám- skeiðið verður nánar auglýst síðar. Námskeiðin fara fram í hús- næði skólans við Þingvallastræti. Tekið verður við þátttökutil- kynningum og nánari upplýsingar veittar í síma 11770. Þá á endurmenntunarnefnd samstarf við Endurmenntunar- stofnun Háskóla íslands og í samvinnu við hana verður haldið tveggja daga námskeið um Gæða- stjórnun í heilbrigðisþjónustu dagana 27. og 28. nóvember nk. Eins og tvö undanfarin ár verður haldinn kynningardagur í Mennta- skólanum á Akureyri fyrir for- eldra og forráðamenn nemenda á fyrsta ári. Kynningardagurinn verður nú á laugardag og hefst á Sal klukkan 14.00. Þar verður skólinn kynntur, bæði nám og kennsla, skólaregl- ur, félagslíf og rekstur. Gefst for- eldrum og forráðamönnum tæki- Umsjón hafa Höskuldur Frí- mannsson rekstrarhagfræðingur og Guðrún Högnadóttir fræðslu- stjóri. Nánari upplýsingar veitir Endurmenntunarstofnun Háskóla íslands. færi til að ræða við starfsmenn og kennara og bera fram fyrirspurn- ir og boðið verður upp á kaffi fyr- ir fullorðna að fundinum lokn- um. Menntaskólinn á Akureyri vill leggja aukna rækt við sam- starf við heimilin og hefur þess- um nýmælum verið vel tekið. Þeir foreldrar sem ekki komast á kynningardaginn geta haft sam- band við skólann símleiðis - eða á annan hátt. Kynningardagur MA á morgun: Fyrir foreldra og forráða- menn fyrsta árs nema

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.