Dagur - 13.11.1992, Blaðsíða 2

Dagur - 13.11.1992, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Föstudagur 13. nóvember 1992 Fréttir Náttúrulækningafélag Akureyrar: Unnið af krafti í Kjamalundi Unnið er af fullum krafti við frágang innanhúss í Kjarna- Iundi, húsi Náttúrulækninga- félags Akureyrar sunnan Akureyrar. Yilhjálmur Ingi Arnason, varaformaður félags- ins, segir að til ársloka verði unnið fyrir 10 milljónir króna, en þeir fjármunir fengust við sölu Náttúrulækningafélags íslands á húsi þess að Sogni í Ölfusi. Cees van de Ven, íþróttakenn- ari, rekur líkamsrækt í kjallara Kjarnalundar og einnig hefur Jóhann Ingimarsson þar vinnu- aðstöðu, en að sögn Vilhjálms Inga er næst á dagskránni að Fiskiðjusamlag Húsavíkur: Nóg að gera í rækjuviimslu - og fiskvinnslan með báta- og Rússafisk Arngrimur Gíslason, starfsmaður Netagerðar Höfða hf. á Húsavík þykir fimur með nálina. Mynd: im „Hráefnisöilunin byggist á báta- fiski og Rússafiski,“ sagði Tryggvi Finnsson, fram- kvæmdastjóri hjá Fiskiðjusam- lagi Húsavíkur. Lokið er að vinna fisk af togaranum Kolbeinsey á þessu ári og togarinn farinn á karfaveiðar vegna fyrirhugaðrar siglingar. Verið var að landa rækju af þremur bátum á miðvikudag, Krist- björgu, Björgu Jónsdóttur II og Hafbjörgu frá Hauganesi, en reiknað er með að Hafbjörg fari til línuveiða og landi hjá Fisk- iðjusamlaginu. Nóg hefur verið að gera í rækjuvinnslunni og unn- ið á tveimur til þremur vöktum. Á dögunum keypti Fiskiðju- samlagið 70-80 tonn af rússafiski, sem landað var á Akureyri. Tryggvi sagði að fiskurinn hefði reynst eins og reiknað var með og hann byggist við að kaupa meira af honum. Ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun um hvað vinnslu verður haldið lengi áfram á árinu en ljóst er að það verður fram í desember. „Við Ieysum þetta með rússafiski," sagði Tryggvi. IM Netagerð Höfða hf. á Húsavík: „Fyrirtækið ómetanlegt fyrir byggðarlagið“ segir Kristján Ásgeirsson Netagerðarmenn kepptust við að gera klárt rækjutroll fyrir nýja bátinn í Húsavikurflotan- um, Aldey ÞH-110, hjá Neta- gerð Höfða hf. sl. þriðjudag. Netagerðin hefur verið starf- rækt í ellefu ár. Kári Páll Jónasson veitir netagerðinni forstöðu en fyrstu árin var Þor- steinn Benediktsson, forstöðu- maður. Það eru sex starfsmenn hjá netagerðinni og síðan hún hóf starfsemi hafa fjórir netagerðar- menn útskrifast frá Framhalds- skólanum á Húsavík. í janúar 1988 flutti netagerðin í Höfða- húsið á Suðurgarði, en fyrsta skóflustunga að húsinu var tekin í maí árið áður. Skrifstofur Höfða fluttu starfsemi í húsið í apríl 1988 og þar leigir Hafnar- sjóður aðstöðu fyrir hafnarvörð. „Veltan í netagerðinni var um 60 milljónir á síðasta ári og við reynum að selja um allt land,“ sagði Kristján Ásgeirsson, fram- kvæmdastjóri Höfða hf., aðspurð- ur um gengi fyrirtækisins. „Gildi netagerðarinnar er ákaflega mikið að okkar mati. Breyting hefur orðið á útgerðar- háttum á Húsavík, og mikið meira verið farið út í togveiðar á stærri bátunum, auk þess sem bátar hafa stækkað. Þess utan erum við með skip í þjónustu yfir sumarið sem landa hjá rækju- vinnslunni. Ekkert af þessu gæti gengið nema netagerðin væri á staðnum, því hún auðveldar okk- ur mikið að taka skip í viðskipti. Þetta fyrirtæki er því ómetanlegt fyrir þetta byggðarlag. Við erum mjög stoltir yfir því að vera búnir að byggja þetta upp og mennta góða netagerðarmenn, og að það skili þessum árangri fyrir byggðar- lagið,“ sagði Kristján. IM ljúka frágangi búningsherbergja, baðaðstöðu og í kringum sund- laug á jarðhæð. Ekki hefur verið ákveðið hvort settur verður dúk- ur í laugina sjálfa eða hún flísa- lögð. „Þá er ætlunin að gera for- stofuna klára og stóran samkomu- sal á efri hæð,“ sagði Vilhjálmur og bætti við að frágangur hússins væri kominn mun lengra en fólk almennt gerði sér grein fyrir. Bróðurpartur söluandvirðis Sogns er nýttur til uppbyggingar í Kjarnalundi og því miðar frá- gangi hússins mjög vel þessa dag- ana. „Við bjóðum alla vinnu út og auk verktakanna eru þarna alla daga tveir eða þrír menn frá Náttúrulækningafélaginu," sagði Vilhjálmur. óþh Ólafsfjarðarvegur: Ræsagerð hefst í næsta mánuði - framkvæmdir við burðarlag og fyllingar heljast 18. maí 1993 í gær var gengið frá samning- um Vegagerðar ríkisins og Rögnvaldar Rafnssonar, verk- taka í Hafnarfirði, um vega- framkvæmdir á 7,5 km löngum kafla frá Hóli norðan Dalvíkur norður að enda slitlags við austari munna Ólafsfjarðar- ganga. í verkáætlun Rögnvaldar kem- ur fram að hann ætlar í næsta mánuði að hefja ræsagerð og reiknar með að vinna við hana eins og veður leyfir í vetur. í vor, nánar tiltekið 18. maí, hefjast síðan framkvæmdir við fyllingar og burðarlag. Verkinu á að vera lokið 15. ágúst 1993, en þá verð- ur ólokið við að setja efra burð- arlag og slitlag þar ofan á. óþh Listalífið í Skagafirði: Reglugerð fyrir Iistasafii - samþykkt á aðalfundi Héraðsnefndar Á aðalfundi Héraðsnefndar Skagfirðinga 4. nóv. sl. var samþykkt reglugerð fyrir Listasafn Skagfirðinga. Að Nú þegar veturinn er í garð genginn viljum við minna á að hjá okkur fæst úrval af: Ennisböndum ffrá kr. 300. Húfur frá Sátila, margar gerðir. Hanskar á börn frá kr. 505. Hanskar á fuilorðna, margar gerðir. Húfa, trefill og vettlingar á börn kr. 1450, settið. Herra og dömu leður- og mokkahanskar og margt, margt fleira. 5% staðgreiðsluafsláttur • • 111EYFJORÐ Hjalteyrargötu 4 • Sími 22275 sögn Magnúsar Sigurjónssonar framkvæmdastjóra Héraðs- nefndarinnar hefur Listasafnið verið hálfgerð hornreka fram að þessu. Er þess vænst að það breytist með reglugerðinni. „Það hefur orðið til smátt og smátt. Við höfum verið að eign- ast eitt og eitt málverk með gjöf- um og kaupum,“ sagði Magnús þegar hann var inntur eftir tilurð safnsins. Segir Magnús þetta vera orðið þó nokkurt safn af góðum listaverkum, en þau hafa að mestu verið geymd í kjallara Safnahússins. En til að menn fái að njóta þeirra hefur verið gripið til þess ráðs að leigja þau hinum og þessum aðilum, einstaklingum og fyrirtækjum. Er ætlunin að fjármagna kaup á fleiri listaverk- um með slíkri útleigu. Einnig hafa málverk verið lánuð til sýn- inga. í hinni nýju reglugerð segir m.a. um hlutverk safnsins að áhersla verði lögð á að „safnið eignist listaverk gerð af Skagfirð- ingum eða verk, sem tengjast Skagafirði með einhverjum hætti.“ Einnig er það markmið tekið fram í reglugerðinni að Listasafnið gangist fyrir árlegum listsýningum „eftir því sem kost- ur er og fjárráð leyfa", eins og segir orðrétt. sþ Hótel Reykjahlíð fær hressilega andlitslyftingu í vetur. Mynd: Robyn Hótel Reykjahlíð: Viðamiklar endurbætur Miklar endurbætur fara fram á Hótel Reykjahlíð í Mývatns- sveit í vetur. Efstu hæð hótels- ins verður gerbreytt, nýtt þak sett á húsið og það klætt að utan. Ætlunin er að fram- kvæmdum Ijúki í vor. Að sögn Ingibjargar Þorleifs- dóttur, hótelstjóra, verða fjögur herbergi á efstu hæð hótelsins þegar breytingum verður lokið en í allt verða þá 13 herbergi á hótelinu. Hótelið er rekið sem fjölskyldufyrirtæki þriggja fjöl- skyldna. „Þetta er hressileg andlitslyft- ing sem hótelið fær. Það var nauðsynlegt að ráðast í endur- bætur á húsinu og ég er mjög bjartsýn á framhaldið enda þýðir ekki annað,“ sagði Ingibjörg. Framkvæmdum á að ljúka í vor og vonast Ingibjörg tii að opna að nýju í maí. Hótel Reykjahlíð var byggt árið 1947 en j^etta eru fyrstu verulegu lag- færingarnar sem gerðar eru á húsinu síðan þá. JÓH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.