Dagur - 24.11.1992, Blaðsíða 3

Dagur - 24.11.1992, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 24. nóvember 1992 - DAGUR - 3 Fréttir Akureyri: Bæjarmála- punktar ■ Svanbjörn Sigurðsson, raf- veitustjóri, hefur sótt um 8 mánaða launað leyfi til endur- menntunar veturinn 1993- 1994. ■ Akureyrarbæ hefur verið boðið til kaups býlið Fífil- brekka við Þórunnarstræti. Bæjarráð samþykkti að bæjar- sjóður leysti til sín ræktun erfðafestulanda og girðingar býlisins og heimilkði að gefinn yrði út lóðarsamningur fyrir íbúðarhúsið. ■ Bæjarráð hefur samþykkt álagningu og gjalddaga fast- eignagjalda fyrir næsta ár. Fasteignaskattur af íbúðar- húsnæði verður 0,45% og 1,25% af öðru húsnæði. Bæjarráð leggur til að gjald- dagar fasteignagjalda verði átta, fyrsti dagur hvers mánað- ar frá febrúar til september. Þá verður vatnsgjald 0,18% og fráveitugjald 0,18%. ■ Bygginganefnd hefur sam- þykkt umsókn A. Finnssonar hf. um lóð við Krossanesbraut til að byggja á iðnaðarhús. Byggingafrestur er 18 mánuð- ir. ■ Skotveiðifélag Eyjafjarðar hefur sótt um að æfingasvæði félagsins við Glerá verði fram- tíðarsvæði fyrir starfsemi félagsins. Skipulagsnefnd sam- þykkti að vísa erindinu til athugunar hjá skipulagsdeild og tæknideild. ■ Einhildur Sveinsdóttir hef- ur fært Matthíasarsafninu á Akureyri peningagjöf að upp- hæð kr. 100 þúsund, sem varið skal til viöhalds og styrktar safninu. Gjöfin er til minning- ar unt eiginmann hennar, Martein Sigurðsson, en hann var einn aðal hvatamaður að stofnun safnsins og umsjónar- maður þess meðan heilsa leyfði. A fundi menningar- málanefndar nýverið voru bókaðar þakkir fyrir þessa höfðinglegu gjöf. ■ Listasafn Islands hefur tek- ið jákvætt í hugmyndir að samstarfi við væntanlegt lista- safn á Akureyri. ■ Á fundi íþrótta- og tóm- stundaráðs 18. nóvember sl. var rætt um að halda hátfðlegt 25 ára afmæli skíðalyftunnar í Hlíðarfjalli, þann 2. desember nk., en hún var fyrsta stóla- lyftan sem var reist hér á landi. Einnig var ákveðið að halda hátíðlegt 10 ára afmæli íþróttahallarinnar, en þann 5. desember nk. eru 10 ár liðin frá því mannvirkið var tekið í notkun. ■ H.J.Á. hf. hefur óskað cft- ir styrk til atvinnumálanefndar vegna kaupa á búnaði til fram- leiðslu gólflista. Erindinu var synjað. Sauðárkrókur: Vel sótt hátíðarhöld - í tilefni af 100 ára afmæli kirkjunnar Mikið var um dýrðir á Sauðár- króki sl. sunnudag, en þá var haldið upp á 100 ára afmæli kirkjunnar. Eftir hátíðarmessu var gestum boðið til kaffiveislu í Félagsheimilinu Bifröst og að því loknu hófst leikin og sung- in dagskrá í kirkjunni undir heitinu „Kirkjan okkar“. Mikill mannfjöldi tók þátt í hátíðinni. Biskup íslands, hr. Ólafur Skúlason, predikaði við hátíðar- messuna sem hófst kl. 14.30. Sóknarpresturinn sr. Hjálmar Jónsson þjónaði fyrir altari ásamt þeim sr. Gísla Gunnarssyni presti í Glaumbæ og sr. Bolla Gústavs- syni vígslubiskupi á Hólum. Kirkjukór Sauðárkróks söng undir stjórn Rögnvalds Valbergs- sonar organista og Ólöf As- björnsdóttir söng einsöng. Ávarp Þorsteins Pálssonar kirkjumála- ráðherra féll niður. Að lokinni messu var boðið upp á kaffi og glæsilegar veitingar í Félagsheimilinu Bifröst. Jón Karlsson formaður sóknarnefnd- ar bauð gesti velkomna. Ragn- hildur Helgadóttir, dóttir sr. Helga Konráðssonar fyrrum Sr. Hjálmar Jónsson ásamt dóttur sinni, Ástu Sólveigu. Við hlið hans situr sr. Þórir Stephensen. sóknarprests, færði kirkjunni 100 sálmabækur að gjöf í minningu föður síns. Fyrrverandi prestar sóknarinnar, sr. Þórir Stephen- sen og sr. Tómas Sveinsson fluttu ávörp. Þá töluðu Halldór Þ. Jónsson sýslumaður Skagafjarð- arsýslu, Knútur Aadnegard for- seti bæjarráðs Sauðárkróks, sr. Bolli Gústavsson vígslubiskup og Otto Michelsen. Loks ávarpaði Akureyri: Sjónvarvottar að ofbeldis- verki gefi sig fram Rannsóknarlögreglan á Akur- eyri lýsir eftir sjónarvottum að ofbeldisverki er framið var á skemmtistaðnum 1929 aðfara- nótt laugardagsins. „Um kl. 2.30 var ungur maður skallaður fyrirvaralaust í andlitið þar sem hann var að dansa. Mað- urinn hlaut talsverðan áverka m.a. kom í ljós við læknisskoðun á slysadeild að hann var nefbrot- inn. Sjónarvottar þessa atburðar eru beðnir að gefa sig fram við rannsóknarlögregluna á Akur- eyri sem og sá sem brotlegur var,“ segir talsmaður rannsókn- arlögreglunnar. ój Akureyri: Sambýli f\rir geðfatlaða forailega aflient Sl. laugardag afhent Kiwanis- hreyfingin á Islandi Geðvernd- arfélagi Akureyrar formlega húsið Álfabyggð 4 á Akureyri, sem hýsir sambýli fyrir geðfatl- aða. Kiwanishreyfingin hefur látið hluta afrakstrar af sölu K- lykils undanfarin ár renna til uppbyggingar sambýla. Það voru þeir Ástbjörn Egils- son formaður K-dagsnefndar og Steindór Hjörleifsson fráfarandi Umdæmisstjóri Kiwanishreyfing- arinnar sem afhentu Brynjólfi Ingvarssyni geðlækni húsið að viðstöddum Kiwanismönnum, starfsfólki og heimilisfólki. Að Álfabyggð 4 geta dvalið um 10 manns hverju sinni, en fram kom við afhendinguna að Kiwanis- hreyfingin hyggst halda áfram aðstoð við starfsemi Geðverndar- félags Akureyrar, og hafa hug- myndir um verndaðan vinnustað helst verið uppi á borðum. Næsti K-dagur verður haustið 1995. GG biskup íslands, hr. Ólafur Skúla- son, veislugesti. Kl. 17.30 var leikverkið „Kirkjan okkar“ flutt fyrir troð- fullu húsi í kirkjunni. Verkinu stjórnaði höfundurinn, Jón Orm- ar Ormsson, aðstoðarleikstjóri var Edda V. Guðmundsdóttir. Flytjendur voru félagar úr Leik- félagi Sauðárkróks, nemendur úr Fjölbrautaskólanum, börn úr hópi fermingarbarna 1993 og Kirkjukóri Sauðárkróks. Sögu- maður var Haukur Þorsteinsson. Að loknum flutningi verksins ávarpaði sóknarpresturinn sr. Hjálmar Jónsson kirkjugesti. sþ Húnaþing: Deilt um graðhesta Nú nýverið var slátrað 17 graðhestum frá Króksstöðum í Miðfirði, en tilvist þessara hrossá hafði valdið nokkrum nágrannaerjum. Jón ísberg sýslumaður segir slík mál í raun heyra undir sveitar- stjóm og hreppstjóra en ekki sýslumann og segir þetta mál hafa verið leyst í góðu sam- komulagi allra aðila. Króksstaðir og Skarðshóll í Miðfirði eru samliggjandi jarðir og er ekki girt á milli og hafa hross á bæjunum gengið saman. Bóndinn á Króksstöð- um átti um 20 graðhesta og vildu bændur á Skarðshóli ekki una því að þeir gengju lausir. Þeir kvörtuðu við sýslu- mann, sem kveðst hafa vísað þeim á rétta leið í málinu. Hreppstjóri og oddviti gengu í málið og samdist svo um að bóndinn á Króksstöðum sá sjálfur um að smala hrossum sínum saman og var 17 grað- hestum slátrað með fullu sam- þykki bóndans, að sögn Jóns Isbergs. Þeir folar sem eftir voru eru í húsi. „Þetta var með góðu sam- komulagi eiganda, oddvita og hreppstjóra. Ég kom raunveru- lega" ekkert nálægt þessu,“ sagði Jón. Hann sagðist vilja ítreka að í málum sem þessunt ættu menn að snúa sér beint til sveitastjórna eða hreppstjóra. SÞ #1% <y5 4 tk A & tryi alltaftilað ggja atvimiu Vorum að taka heim úrval af stórglœsilegum ítölskum leðursófasettum og hornsófum Fróbœrt verð • Margar tegundir og litir raðgreiðslur Við aflicndinguna sl. laugardag. Ástbjörn Egilsson, Steindór Hjörlcifsson og Brynjólfur Ingvarsson. Sófasett 3+1+1 • Módel 865 • Kr. 133.200 stgr. húsgagnaverslun Tryggvabraut ?4 BOB Akuregrl Síml 9B-BI4IO

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.