Dagur - 24.11.1992, Side 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 24. nóvember 1992
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222
ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ KR. 110
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMNETRA 765 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
BLAÐAMENN:
GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON (íþróttir),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON,
ÓLIG. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON,
SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR (Sauöárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130),
STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON
LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
Úr takti við aflt
og afla
Ríkisstjórnin ákvað á næturfundum um helgina að
fella gengi íslensku krónunnar um 6 af hundraði. í gær
kynnti Davíð Oddsson forsætisráðherra síðan aðrar
þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hyggst beita til að
styrkja stoðir atvinnulífs í landinu.
Ljóst er að bæði gengisfellingin og efnahagsráðstaf-
anirnar falla í grýttan jarðveg. Forsvarsmenn í sjávar-
útvegi benda á að aðgerðir ríkisstjórnarinnar nægi
ekki til að koma atvinnugreininni á réttan kjöl. Tals-
menn verkalýðshreyfingar, vinnuveitenda og stjórnar-
andstöðu eru almennt ósáttir við fyrirhugaðar aðgerð-
ir og benda á að ríkisstjórnin hafi ekki haft minnsta
samráð við þá. Óánægjan er alls ráðandi.
Gagnrýnin á efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar er
fyllilega réttmæt. Forsætisráðherra lýsti því yfir fyrir
síðustu helgi að engin ástæða væri til að fella gengi
íslensku krónunnar, nema gengi norsku krónunnar
félli. Það hefur styrkst í sessi síðustu daga en samt var
gengi íslensku krónunnar fellt í gær! Gengisfellingin
og aðrar aðgerðir, sem ríkisstjórnin hefur nú boðað,
hafa í för með sér að rekstrarstaða sjávarútvegsins
batnar talsvert. Eftir sem áður er fyrirsjáanlegt að
greinin í heild verður rekin með tapi sem nemur 4-6 af
hundraði. Sú niðurstaða er með öllu óviðunandi en
samt bendir ekkert til þess að ríkisstjórnin ætli að láta
málið frekar til sín taka. Hún virðist ætla að láta mark-
aðslögmálin ráða ferðinni þannig að þau fyrirtæki,
sem ekki geti borið þetta tap, verði einfaldlega látin
„rúlla".
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að fella aðstöðugjaldið
niður en hins vegar hefur hún ekkert ákveðið um það
með hvaða hætti eigi að bæta sveitarfélögunum tekju-
missinn. Fyrst í stað verður það gert með beinum
greiðslum úr ríkissjóði. Þetta er til marks um það hve
handhófskennd vinnubrögð hafa verið stunduð á
ríkisstjórnarheimilinu síðustu mánuði.
Ríkisstjórninni gafst tækifæri til að freista þess að
ná mjög breiðri samstöðu í þjóðfélaginu um nauðsyn-
legar efnahagsráðstafanir. Hún kaus hins vegar að
láta samráð við aðila vinnumarkaðarins og stjórnar-
andstöðuna lönd og leið. Hún hyggst hækka tekju-
skatt og bensíngjald en lækka barnabætur og hús-
næðisbætur. Hún hyggst taka upp virðisaukaskatt á
húshitun, bækur, blöð og ferðaþjónustu. Hún vill hins
vegar ekki hrófla við fjármagnseigendum. Ríkisstjórn-
in kynnir engar nýjar séraðgerðir til að efla atvinnulíf-
ið í landinu. Gengisfellingin og hækkun þátta eins og
bensíngjalds og húshitunar bjóða heim hættunni á
nýrri kollsteypu í efnahagslífinu.
Ríkisstjórnin hefur sett verðbólguhjólið af stað á ný.
Þess vegna er fátt gott hægt að segja um þær efna-
hagsráðstafanir sem ríkisstjórnin hefur nú kynnt. Það
er illa að þeim staðið og ljóst að ný þjóðarsátt um efna-
hags- og atvinnumál er fyrir bí. Ríkisstjórnin virðist úr
takti við allt og alla um þessar mundir og aðgerðir
hennar bera þess glöggt merki. BB.
íþróttir fyrir þroskahefta
Að undanförnu hefur staðið
yfir kynning á skólastarfi í
fræðsluumdæmi Norðurlands
eystra. Greinin sem hér fer á
eftir er framlag Hvamms-
hlíðarskóla á Akureyri til
kynningarátaksins. Að auki
mun birtast grein frá skólan-
um síðar í vikunni sem ber
nafnið „Tákn með tali -
táknmál“. Ritstj.
íþróttir og íþróttaiðkun tilheyrir
orðið hinu daglega lífi nútíma-
mannsins. Sumir láta sér nægja
að fylgjast með úr fjarlægð, en þó
eru það æ fleiri sem á einn eða
annan hátt stunda reglulega
líkamsþjálfun og taka þátt í
íþróttum. Þess má til gamans
geta að árið 1986 þegar íslend-
ingar voru 244.009 samkvæmt
tölum Hagstofu íslands, þá voru
u.þ.b. 96.000 manns skráðir í hin
ýmsu íþróttafélög og íþróttahópa
í landinu. Þetta samsvarar að
tæplega 40% af allri þjóðinni hafi
stundað íþróttir árið 1986 (sjá:
Gils Guðmundsson; „íþrótta-
samband íslands 75 ára“, Prent-
smiðjan Oddi hf., Reykjavík
1987).
Hreyfíng er holl og
nauðsynleg
Það er alkunna að til að halda vél
í góðu standi þarf að smyrja hana
vel og nota hana reglulega til þess
að hún geti skilað sínu hlutverki.
Það sama gildir með mannslík-
amann, það þarf holla og góða
fæðu og reglulega hreyfingu til að
halda honum í góðu formi. í
þjóðfélagi nútímans, þar sem
hraðinn er ríkjandi og störf fólks
einkennast af streitu, kyrrsetu
og/eða einhæfum hreyfingum,
eykst þörfin á mótvægi, þ.e. lík-
amlegu álagi og innri ró. Nú mun
margur segja: „Heimilisstörfin
veita mér nú alveg nóga hreyf-
ingu“ eða „vinnan í garðinum er
sko alveg nóg og erfið“. En stað-
reyndin er sú að þessi störf eins
og svo mörg önnur kalla á of
einhliða álag á líkamann til þess
að þau geti talist mótvægi við
„kyrrsetulífsvenjur" okkar.
Jóhanna Jessen.
íþróttir fyrir fatlaða
og þroskahefta
íþróttir, séu þær stundaðar á rétt-
an hátt einkennast af alhliða álagi
líkamans, og slökun, sem ryður
sér æ meira til rúms við iðkun
íþrótta, er mjög gott mótvægi við
streitu nútímamannsins. Auk
þess erum við mannfólkið félags-
verur og iðkun íþrótta í góðum
hópi er hin mesta skemmtun.
En ef íþróttir eru svona mikil-
vægar og hollar okkur sem höfum
vit og líkamlega getu til að
stunda þær hvaða þýðingu hafa
þær þá fyrir þá einstaklinga sem
fatlaðir eru líkamlega og/eða
vitsmunalega?
Nú eru 80 ár liðin síðan
íþróttasamband íslands var
Úr leikfimitíma í Hvammshlíðarskóla.
stofnað. Þó eru ekki nema um 20
ár síðan íþróttir fyrir fatlaða voru
kynntar hér á landi. Hinn 30. maí
1974 var fyrsta íþróttafélag fatl-
aðra, „íþróttafélag fatlaðra í
Reykjavík", stofnað hér á landi.
Þroskaheftir voru enn seinna
teknir inn í myndina og fyrst 16.
maí 1978 var fyrsta íþróttafélag
þroskaheftra á íslandi stofnað,
íþróttafélagið Eik á Akureyri.
íþróttafólk á
heimsmælikvarða
En við íslendingar erum fljótir að
læra þegar við loks komumst á
bragðið og erum duglegir að
sækja okkur vitneskju og kunn-
áttu frá öðrum þjóðum. Og nú er
svo komið að við eigum íþrótta-
fólk á heimsmælikvarða í röðum
fatlaðra og þroskaheftra sem
standa sig með afbrigðum vel á
alþjóðamótum eins og t.d. ný-
liðnir ólympíuleikar þroskaheftra
(Paralympics) á Spáni bera með
sér, en þar vann okkar fólk til 10
gullverðlauna, 6 silfurverðlauna
og 5 bronsverðlauna; vægast sagt
frábær árangur.
Hér er um afreksíþróttafólk að
ræða, sem á að baki mikla og
þrotlausa vinnu til að geta náð
slíkum árangri.
Markmið
Aðalmarkmið með ástundun
íþrótta fatlaðra og þroskaheftra
er hins vegar:
- Að koma í veg fyrir, minnka
eða bæta úr rangri þróun þroska,
hindrun þroska, hægfara þroska
og vöntun þroska.
- Að uppræta eða bæta úr höft-
um og/eða fyrirstöðum og þjálfa
upp og bæta getu fullvirkra lík-
amshluta.
- Að styðja við og bæta persónu-
lega hæfileika, félagslega hæfi-
leika og íþróttahæfileika ein-
staklingsins, þ.e. hæfileikann til
að athafna sig í hinu daglega lífi.
- Að koma á, styðja og tryggja
jafnrétti fatlaðra og þroskaheftra
gagnvart þeim sem ekki eru fatl-
aðir og/eða þroskaheftir.
Þegar talað er um þroska í
þessu sambandi er átt við bæði
líkamlegan og vitsmunalegan
þroska þar sem annar getur verið
afrakstur eða afleiðins hins.
Hlutverk
Hlutverk íþrótta fyrir fatlaða og
þroskahefta er margþætt, s.s.:
- uppeldislegs eðlis,
- félagslegs eðlis,
- sem fyrirbyggjandi aðferð,
- sem endurhæfing,
- sem frístundagaman.
Barnið þroskast og lærir af
umhverfi sínu og það barn sem
ekki getur vegna vitsmunalegs
og/eða líkamlegs þroska síns,
leitað uppi eða tekið við upplýs-
ingum frá umhverfinu, á á hættu
að lokast inni í sínum eigin tak-
markaða heimi og jafnvel skaðast
enn frekar vitsmunalega og/eða
líkamlega ef ekkert er að gert.
Sjúkraþjálfun er nauðsynleg
þessum einstaklingum til að
vinna upp á móti líkamlegum
höftum og (sér-)kennsla hvers
konar er nauðsynleg til að þroska
vitsmunasvið einstaklingsins.
íþróttirnar koma inn á báða
þessa þætti auk þess sem þær
styðja undir félagsþroska ein-
staklingsins.
Ánægja og gleði við leik og
íþróttaiðkun létta undir starf og
þroska sem síðan eykur vellíðan.
Jóhanna Jessen.
Höfundur er íþróttafræðingur að mennt
og kennari í Hvammshlíðarskóla á Akur-
eyri.