Dagur


Dagur - 24.11.1992, Qupperneq 5

Dagur - 24.11.1992, Qupperneq 5
Þriðjudagur 24. nóvember 1992 - DAGUR - 5 pgfÉp Frystitogarinn Baldvin Þorsteinsson EA 10 er fullkomnasti togari flotans ásamt Vigra RE Þorsteinn Már Baldvinsson, framkvæmdastjóri Samherja hf. Baldvin Þorsteinsson EA10 heldur til veiða í kvöld - mannfjölda dreif að um helgina til að skoða togarann Um helgina dreif að mannfjölda til að skoða togarann Baldvin Þorsteinsson EA 10, sem kom nýr frá Flekkefjord í Noregi til heimahafnar á Akureyri sl. föstudag. Baldvin Þorsteinsson EA er 1500 brúttólesta togari og er tal- inn fullkomnasti togari flotans ásamt Vigra RE. Samkvæmt upplýsingum útgerðarstjóra Sam- herja hf. er ráðgert að togarinn haldi til veiða er líður á kvöldið. Skipstjóri í fyrstu veiðiferðinni verður Þorsteinn Vilhelmsson, sem hefur verið með Akureyrina EA lengst af, og aflað skipstjóra mest. ój Um helgina dreif að mannfjölda til að skoða togarann. Myndír: Robyn Lesendahornið Blómaskálínn auglýsir eftir Innbæingi í Degi dags. 19. nóv. leggur Inn- bæingur fegurðarlegt mat á blómaskálann, sem verið er að byggja norðan við „Höepfner“, en virðist ekki þora að geta nafns síns. Innbæingurinn minnir óneitan- lega á manninn, sem sló boxar- ann á meðan hann var enn að reima á sig skóna, og hljóp síðan í burtu. Blómaskálinn er nefni- lega enn að reima á sig skóna, því á bygginguna eiga eftir að koma hvorki meira né minna en 12 turnar og útskot, og er því fráleitt að tala um að byggingin hafi tek- ið á sig þá mynd sem hún verður í, eins og Innbæingurinn orðar það. Mikið væri nú annars gott, ef leyniskyttan sýndi þá karl- mennsku, að stíga út í dagsljósið, það væri þá sem best hægt að senda viðkomandi persónu teikn- ingar og aðrar þær upplýsingar, sem að gagni mega koma. F.h. Glerhúsa hf., Steinþór K. Sigurðsson. Þorsteinn Vilhelmsson, skipstjóri, í brúnni á nýja togaranum. Dagana 16. nóv.-5. des. Félagsmannatilboð í verslun okkar að Lónsbakka og í útibúum KEA 15% afsláttur af leppum, drcglum, dúkum og moltum IO% afsláttur af rafmagnsvcrkfærum 15% afsláttur af baðkörum og slurlubotnum frá BETTE, IFO hrcinlætistækjum og MORA blöndunartækjum 15°/o afsláttiir af handvcrkfærum Afsláttur miðast við staðgreiðslu BYGGIHGAVÖRUR LONSBAKKA• 601 AKUREYRI ~ 96-30321, 96-30326, 96-30323 FAX 96-27813

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.